Þjóðviljinn - 21.12.1957, Side 3

Þjóðviljinn - 21.12.1957, Side 3
Laugardagur 21. desember 1957 — ÞJÖÐVILJINN — (3 Vetrðrhjéipin í Refkj Horíur eru á því, að fleiri hjáparbeibnir ber- isí Vetrarhjálpinni, en nokkurn tíma áður Vetrarhjálpin hefur nú starfað tæpar þrjár vikur. Al's hafa bor-[ izt 600 beiðnir um aðstoð, bæði fi'á einstaklingum og fjölskyldufólki. Gera má ráð fyv- ir að ennþá berist margar beiðn- j ir, og mun Vetrarhjálpin reyna að veita sem flestum einhverj.-ij úrlausn. Það hefur komið í liós i hvert sinn, sem Vetrarhjálpm, hefur byrjað starfsemi sína, að' margir eru hjálpar þurfi, hér í þessum bæ, og margir bæjarbú- ar eru örlátir, þegar leitað er til þeirra að étta náunganum hjálp- arhönd. Stjórn Vetrarhjálparinnar vill þakka hinum mörgu bæjarbúum, sem þegar hafa stutt starf hennár að þessu sinni, einnig skátasveit- unum, sem fóru um bæinn á veg um Vetrarhjálparinnar, og veittu viðtöku framlögum bæjarbúa. Fá stjórnendúr Vetrarhjálparinnar seint þakkað skátunum þeirra á- gæta starf. Enn eru nokkrir dagar til jóla, og jólaundirbúningurinn er að ná hámarki sinu hjá flestum. Það eru erfið spor hjá mörgum að þurfa að leita hjálpar, en oft verður ekki hjá því komizt. Að þessu sinni virðist þörfin rnjög brýn hjá mörgum. Þeir,, sem hafa í hyggju að styrkja Vetrarhjálp- ina, og hafa enn ekki gert það, ættu að gera það sem fyrst, úr þessu. Uthlutun Vetrarhjálpar- innar fer eftir örlæti bæjarbúa. Úthlutað er ávísunum á matvæli og mjólk, og nokkru af fatnaði, eftir því sem hann berst, og sér stakar ástæður eru fyrir hendi. Hér er auðvitað ekki um mikið að ræða, heldur um ofurlítinn glaðning, sem þó hefur oft kom- ið sér vei. Góðir samborgarar! Vetrar- hjálpin reynir að koma gjöfum yðar til þeirra, sem helzt þuría þeirra með. Það er takmarkið, að sem ílestir þurfandi íái ein- þvern glaðning um jólin. Boð- s-kapur jólanna slær á beztu strengina í hjörtum mannanna! Þeir, sem gleðja aðra um jólin, njóta sjálfir bezt jólagleðinnar. með beztu jóla og nýársóskum til allra þeirra, sem styðja starf- semi Vetrarhjálparinnar eða njóta hjálpar hennar. F. h. stjórnar Vetrarhjálparinnar. Óskar J. Þorláksson. lélasöngur Framhald af 2. siðu. barnaskólanum og í Laugar- neskirkju börn úr Laugarnes- skóla. I hátíðasal Sjómanna- skólans kemtir fram kór Há- teigssóknar og organisti, ásamt strokhljómsveit barna undir stjórn Rut Hermanns.. Þriðja augað eftir LOBSANG RAM-PA SJÁLFSÆVISAGA TÍBEZKS LAMA I ÞÝÐINGU SIGVALDA HJALMAJRSSONAR Bókin sem lýkur upp ieyndardómum Tibets og kynnir Vesturlandamönnum framandi heim. víkurútgAfan Gulu skáldsögumar — góðar sögur fyrir fólk sem þarf að hvílast um jólin JÓLABÆKUR fSAFOLMR Nr. 30/1957 Innflutningsskrifstofan hefur ákveðið eftirfarandi hámarksverð á gasolíu, og gildir verðið hvar sem er á landinu: Iíeildsöluverð, hver sináiest.......... Kr. 747.00 Smásöluverð úr geými, hver lítri .... — 0.70 Heimilt er að reikna 3 aura á lítra fyrir útkeyrslu. Heimilt er einnig að reikna 12 aura á lítra í . afgreiðslugjald frá smásöludælu á bifreiðar. Sé gasoiía afhent í tunnum, má verðið vera 2 >/•. eyri hærra hver lítri. Ofangreint hámarksverð gildir frá og með 21. des. 1957. Reykjavík, 20. desember 1957 VERÐLAGSSTJÖRINN A u g 1 ý s i e g frá Iimflufmngsskrifstoilunni um endur- nýjun leyfa o. fl. Öll ieyfi til kaupa og innfiutnings á vörum, sem háðar eru leyfisveitingum, svo og gjaldeyrisleyfi eiör göngu, falla úr gildi 31. desember 1957, nema að þau hafi verið sérstaklega árituð um, að þau giltu fram á árið 1958, eða veitt fyrirfram með gildistíma á því ári. Skrifstofan mun taka til athugunar að gefa út ný leyfi í stað eldri leyfa, ef leyfishafi óskar, en vekur athygli umsækjenda, banka og tollyfirvalda á eftirfarandi atriðum: 1) Eftir 1. janúar 1958 er ekki hægt að tollafgreiða vörur, greiða eða gera upp ábyrgðir í banka gegn leyfum, sem fallið hafa úr gildi 1957, nema að þau hafi verið endurnýjuð. 2) Endurnýja þar.f gjaldeyrisleyfi fyrir óloknum bankaábyrgðum þótt leyfi hafi verið árituð fyrir ábyrgðafjárhæðinni, Endurnýjun þeirra mun skrif- stofan annast i samvinnu við bankana, séu leyfin sjálf í þeirra vörzlu. 3) Engin innflutningsleyfi, án gjaldeyris, verða fram- lengd nema upplýst sé að þau tilheyri yfirfærslu,, sem þegar hafi farið fram. 4) Ef sami aðili sækir um endurnýjún á tveimur eða fleiri leyfum fyrir nákvæmlega sömu vöru frá sama landi, má nota eitt umsóknareyðublað. Þetta gildir þó ekki um bifreiðaleyfi. 5) Eyðublöð undir endurnýjunarbeiðnir fást i Inn- flutningsskrifstofunni og hjá bankaútibúum og toll- f yfirvöldum utan Rej'kjavikur. Eyðublöðin ber að útfylla eins og formið segir til um. Allar beiðnir um endurnýjun leyfa frá innflytjend- um í Reykjavík þurfa að hafa borizt Innflutnings skrifstofunni fyrir 20. janúar 1958. Samskonar beiðnir frá innflytjendum utan Reykjavíkur þarf að póstsenda til skrifstofunnar fyrir sama dag. Leyfin verða endursend jafnóðum og endurnýjun þeirra hefur farið fram. Reykjavík, 20. dcsember 1957. INNFLUTNINGSSKRIFSTOFAN, Skólavörðustig 12. Ddregið verður á ÞorláksmesF ' Opið laugar- dag og sunmidag — Síðasti möguleiki að ná í miða. Hringið í síma 1-82-88 Styrktarfélag lamaðra og fatiaSra — Gerið skil — Happdrætti ÞjóðviIJans Drætti ekki frestað — Dregið á Þorláksmessu

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.