Þjóðviljinn - 24.12.1957, Side 11
Þriðjudagur 24. desember 1957 — ÞJÓilVILJINX -- (31
Krústjoff svarar B. Russell
Framhald af 7. síðu.
rikis hvorki í austri né vestri,
stórs eða lítils, eða leiddi til
verra sambands Bandaríkj-
anna við nokkurt annað land.
Við teljum jivert á móti að
bætt sambúð Sovétríkjanna
og Bandaríkjanna gæti aðeins
orðið öðrum að gagni, en
engum til tjóns.
'17'ið erum hlynntir fundi
’ leiðtoga Bandaríívjanna
og Sovétríkjanna. Það er því
undir leiðtogum Bandaríkj-
anna komið hvort s-líkur fund-
ur á sér stað. Við vitum að
i Bandarikjunum og utan
þeirra eru öfl, sem óttast
bætta sambúð Bandaríkjanna
og Sovétríkjanna og eru því
andvíg sérhverju spori í þá
átt. Þessi öfl miða stefnu sína
við að notfæra sér þá tor-
tryggni og þann ágréining,
sem nú ríkir milli tveggja
stærstu veld^anna, og þau gera
allt sem þau geta til að auka
á þennan ágreining og nota
hann í eiginhagsmunaskyni.
Er nokkur ástæða til að benda
á, að þessi stefna er í and-
stöðu við eflingu friðarins, í
andstöðu við hagsmuni allra
þjóða?
Á því getur ekki leikið
nokkur vafi að það er ekki
aðeins undir Sovétríkjunum
og Bandaríkjunum komið að
dregið verði úr viðsjám á al-
þjóðavettvangi. Önnur ríki,
þ.á.m. auðvitað Bretland,
verða einnig að leggja fram
s-inn skerf. Því miður verður
ekki sagt að núverandi stefna'
brezku ríkisstjórnarinnar hafi
auðveldað lausn þessa afar
mikilvæga máls. Því verðu
varla neitað að breyting Bret-
lands í bandaríska kjarnorku-
vopna- og flugskeytastöð mun
hvorki bæta friðarhorfur né
öryggi Bretlands sjálfs. Marg-
ar bandarískar lierstöðvar,
stöðvar þar sem geymdar eru
birgðir af kjarnorku- og
vetnissprengjum, eru þegar
á hinu tiltölulega litla landi
Bretlandseyja., og tillaga er
nú uppi um að byggja þar
skotstöðvar fyrir bandarísk
flugskeyti. Allt bendir til þess
að verið sé að gera Bretland
að aðalstöð Bandaríkjanna í
Evrópu fyrir meðaldræg flug-
skeyti.
Mér leyfíst kannske að
spyrja — hvaða trygging er
fyrir því, að þessi síðustu
vopn, sem komið er fyrir í
bandarískum stöðvum í Bret-
landi, verði ekki notuð sam-
kvæmt fyrirmælum banda-
rísku herstjórnarinnar einnar,
án vitundar brezku þjóðarinn-
ar, þingsins eða jafnvel ríkis-
stjórnarinnar ?
17r ekki verið að skapa slíkt
ástand, þar sem Bretland
getur orðið stökkpallur í á-
rásarstyrjöld gegn Sovétríkj-
unum og öðrum friðsömum
þjóðum? Gerið yður bara í
hugarlund að fyrir einskæra
tilviljun — við skulum segja
til dæmis vegna misskilinnar
fyrirskipunar — verði dráps-
vopnum frá bandarískum her-
stöðvum í landi yðar beitt
ge,gn hinum friðsömu ríkjum.
Molandi endurgjaldshögg
myhdi verða greitt þegar í
stað. Ef til þessa liæmi, rrij'ndi
brezka þjóðin skyndilega vera
komin í kjarnorkustríð, sem
ógna myndi sjálfri tilveru
hennar. Þér megið trúa mér:
Eg segi þetta ekki til að
skjóta löndum yðar skelk í
bringu. Við berum mikla virð-
ingu fyrir þjóð yðar og við
viljum treysta vináttubönd
okkar við land yðar. Eg segi
þetta af því að ég þekki mátt
nútíma hernaðartækja. Það er
ekki að furða þótt milljónir
brezkra manna óg kvenna
séu fullar kvíða og óróa vegna
byggingar slikra stöðva í landi
þeirra.
Sovétríkin vilja að ríki taki
höndum saman til að draga
úr viðsjám á alþjóðavettvangi.
Bæði fundur fulltrúa rikjanna
tveggja, Sovétríkjanna og
Bandaríkjanna, og stærri
fundur fulltrúa auðvaldsríkja
og sósíalistískra ríkja myndi
stuðla að þessu.
4 standið í heiminum í dag
er svo alvarlegt að sér-
hver sem eitthvað getur lagt
af mörkum til að draga úr
stríðshættunni, bægja henni al-
veg frá dyrum, verður að gera
það sem hann getur. Brezka
þjóðin, sem barðist af slíku
hugrekki í viðureigninni við
sameiginlegan f jandmann okk-
ar í annarri heimsstyrjöld-
inni, gæti lagt fram mikinn
skerf til varðveizlu og efling-
ar friðarins. Því hærra sem
raddir þjóðanna hljóma í bar-
áttunni fyrir friði, því minni
verða tækifæri þeirra, sem að-
hyllast hernaðarævintýrí, til að
hrinda af stað nýrri styrjöld.
Eg er fullviss um að áskor-
un yðar um sameiginlegt átak
Sovétríkjanna og Bandaríkj-
anna til að efla friðinn á
grundvelli friðsamlegrar sam-
búðar mun fá góðar undir-
tektir og stuðning allra þeirra
sem friði unna.
Bréf yðar er hvatning til
starfa í þágu friðarins. Eg
leyfi mér að láta í ljós þá
von að þessi hvatning muni
verða til að margfalda tölu
þeirra sem berjast fyrir friðn-
um í Bretlandi og öðrum
löndum.
Eg styð þessa hvatningu
af heilum hug; félagar mínir
og ég viljum láta í Ijós von
um að heitar óskir yðar um
bætta sambúð ríkja muni
einnig verða studdar af leið-
togum annarra rikja.
I
dag skiptir baráttan fyrir
friði, fyrir endalokum
kalda stríðsins, sem eykur
viðsjár á alþjóðavettvangi og
gæti leitt ógurlegar hörmung-
ar yfir mannkynið, í dag
skiptir baráttan fyrir frið-
samlegri sambúð mestu fyrir
allar þjóðir heims, fyrir alla
velviljaða menn. Boðskapur
okkar er sá, að yfirburðir
einhvers ákveðins kerfis verði
sannaðir, ekki á vígvellinum,
heldur í friðsamlegri sam-
keppni um framfarir, um bætt
lífskjör almennings.
Moskva, 7. desember 1957,
N. Krústjoff.
Gleðileg jól!
Prentmyndagerðin Litróf
Gleðileg jéU
Byggingafélagið lírú h.f.
Gleðiíeg jólt
Ásgeir Ölafsson, Vonarstræti 12
Gleðileg jóí!
I»vottahúsið Eimir, Bröttngöta 3a
Gleðileg jól!
Blikksmiðjan Vognr, Kópavogi
Gleðileg jól!
Prjóiiastofan Hlín
Gleðileg jól!
X
Slippfélagið í Reykjavik
Gleðileg jól!
Nýja fasteignasalan
Bankastræti 7
Gleðileg jól!
Fossvogsbúðin, Kársnesbraut 1
Gleðileg jól!
Á. Einarsson & Funk
Nora magasín
Gleðileg jól!
Verzlunin Rín
GleðUeg jóf!
HANSA H.F.
GleðUeg jól!
Vélsmiðja Sigurðar Einarssonar
Mjölnisliolti 14.
Gleðileg jól!
Verksmiðian Fram lt.t.
Gleðiieg
Skinl'axi li.f.
Gleðiieg
Védsmiðjan Hamar h.f.
Gleðileg jói!
Sunmjbúðin, Mávahlíð íiti
og Sörlaskjóli 42.
Gleðileg jól!
Miimmabúð, Njálsgötu Í4.