Þjóðviljinn - 25.01.1958, Side 7
Laugardagirr 25;- janúar 1958 — ÞJÓÐVILJINN rý- (T
Sigurður Sigmundsson:
Það "er mesta f urða hve sjald-
an það kemur fyrjr að forustu-
lið íhaldsins missi algerlega af
sér grímuna, svo oft sem það
þarf að fara í gegnum sjálft
sig á fjölleikasviði áróðurs og
sýndarmennsku til að reyna að
sanna og sýna fólkinu >að það
Sé flokkur allra stétta, en ekki
útvaiin sérhagsmunaklíka og
, braskaralýður. En þetta eru
líka liprir menn og sannfær-
ingarliðugir, sem annan dag-
inn eru mestu og beztu mál-
svarar smæiingjanna, sjálf-
sagðir leiðtogar verkamanna,
einu heiðarlegu mennirnir sem
fyrir finnast í spilltu fjármála-
lífi aldarinnar — en hinn dag-
•inn hinireinu sönnu íslendingar,
sjálfkjörnlr til að vera í fylk-
. ingarbrjósti í baráttunni fyrir
póli'tísku, efnahagslegu og
mertningarlegu sjálfstæði þjóð-
arinnar. En sú barátta er hörð
og getúr verið tvísýn, því hér
ér við hættulegan djöful að
fást: ,.Kommúnismann“. En
,,kommúnismi“ er sem kunn-
ugt er hver sú stefna, skoðun,
aðferð, tillaga o. s. frv., sem
Morgunblaðinu þóknast að
nefna því nafni; og þjóðhættu-
legur kommúnisti hver sá, sem
komið hefur auga á hið rétta
andlít fjölleikameistaranna, þá
sjaldan þeir missa af sér grím-
\ma. Skiptir þá engu máli,
hvort um er- að ræða kra'ta,
framsóknarmann, þjóðvarnar-
mann eða bara saklausan sjálf-
stæðismann, hafi honum auðn-
ast að sjá andlitið bak við
grímuna, að skynja eðli og
tilgang sýningarinnar, er hann
.„kommúnisti“
í marga daga hefur Morgun-
blaðið ekki haft annað betra
til málanna að leggja í kosn-
ingabaráttunni, — sem þó ætti
að.snúast um bæjarmál — en
að reyna að sanna að hin
hættulega ríkisstjórn sé í þann
veginn að steypa þjóðinni í
glötun „kommúnismans". Hafi
ritstjórinn komizt yfir mikii
leyndarskjöl sem sanni þetta,
hina ■ svonefndu gulu bók.
Þúrfi nú ekki frekar vitna við
■ um hvílík hætta sé á ferðum
og eina ráðið gegn henni sé að
kjosa íhaldið í bæjarstjórn, því
þá muni ríkisstjórninni fallast
hendur og ekki þöra að fremja
ódæðisverkið. Birtar hafa ver-
ið myndir af skjölum þessum
og lagafrumvarpi sem hafi að
geyma ákvæði um hin
grimmdarlegu áform stjórnar-
innar. Fimmdálka forsíðufyrir-
sagnir hafa ekki verið sparað-
ar dag eftir dag og margir
dálkar af letri til að gera fólki
ljóst hvílíkur voði sé á ferðum.
Eiginhandarundirskrift höf-
undanna ljósmynduð og birt til
að taka af- allan vafa um sann-
leiksgíidi stáðhæfinganna.
Hafa menn ekki í annan tíma
séð önhur eins viðbrögð af
hálfu' ritstjórans né hinum rök-
ræna s’tíl beitt af þvílíkri
snilld. Enda liggur mikið við
að gera hamslausa þá sem
Ækrifin eru sérstaklega miðuð
við, braskarana, sem sjá hver
ógn er hér á ferðum, húsa-
braskið í hættu, ef til vill
endalok okurleigu og fyrir-
framgreiðslna. Það þarf að
koma hita í kosningarnar og
hinn almenna húseiganda þarf
líka að hræða með þessum
„kommúnisma“ til fylgis við
hina einu sönnu og heiðarlegu,
enda er það gert með svc
siðlausum blekkingum að jafn-
vel óbreyttum flokksmönnum
íhaldsins blöskrar, þeim sem
til þekkja og betur vita. En
það er líka mikið í húfi —
völdin í bæjarstjóminni og öll
sú aðstaða sem þeim íylgir auk
okuraðstöðunnar og hver veit
nema verðbólgan stöðvist! Það
veitir því ekki af að láta Vísi
endurprenta allt moldviðrið,
enda þarf einhverju að þyrla
upp þegar ekki er lengur hægt
að verja óreiðuna og sukkið i
stjórn bæjarins, sleifarlagið á
því sem verið er að basla
við og svikin á því sem
lofað var í þeirri bláu
-954. Þá er sjálfsagt að
fara með allan vaðalinn í út-
varpið, þylja hann þar aftur
og aftur og heldur bæta við
en hitt (þetta reyndist vel
hjá Göbbels sáluga) enda biðja
nú sómakærir íhaldskjósendur
fyrir sér, en gleðjast ®ð sjálf-
sögðu yfir því að upp komst
um glæpinn í tíma svo hægt
var að nata „hneyksíið- í
kosningabaráttunni.
En hvað er þá þessi „gula
bók“? Eins og félagsmálaráð-
herra hefur upplýst í viðtali
við Þjóðviljann (s.l. þriðju-
dag) er hér um að ræða nefnd-
arálit, rúmlega ársgamalt, þar
sem leitast er við að svara 4^
spumingum, sem ráðherrann
lagði fyrir:
1. Hvaða aðgerðir séu tiltæk-
ar til að koma í veg fyrir
óeðlilega háa húsaleigu.
2. Hvaða ráðstafanir myndu
hagkvæmar til þess að
koma í veg fyrir óeðlilega
hátt söluverð íbúðarhúsnæð-
is.
3. Hvaða ráðstafanir af liálfu
hins opinbera séu hentugast-
ar til ,að unnt verði að að
byggja og selja íbúðarhús-
næði við sanngjörnu verði.
4. Hversu mikill skortur sé á
íbúðarhúsnæði í Reykjavík.
Mér þykir rétt, eins og á
stendur, að lofa mönnum að
kynnast þessu „furðulega
leyniplaggi11 svolítið nánar og
tilgreina þá nokkuð af því,
sem Morgunblaðinu þótti ekki
ástæða til að .birta af skiljan-
legum ástæðum.
„Alhniklar upplýsingar hafa
Lorizt nefndinni, og hafa þær
staðfest það sem mönniim var
þegar vitanlegt, að ótrúlegt
leiguokur er á húsnæði í
Reykjavík. Sérstaklega er
leigan á léíegustu íbúðum
f jarri öllu lagi. Hér skulu að-
eins nefnd nokkur dæmi:
a. Gamalt „forskallað“ timb-
urhús, án baðs og þvotta-
húss; Ibúðin, 2 herb. og
eldhús, alls 30 ferm. Mán-
aðarieiga kr. 1500.00. Greitt
fyrirfram fyrir V2 ár. Mán-
aðarleigan verður því kr.
50.00 pr. ferm. Ef rúmmál
þessarar íbúðar væri talið
86 rúmm. og kostnaðar-
verð kr. 70.09 pr. rúmm.,
en það var hæsta kostnað-
arverð íbúða 1939, þá er
ársleigan nú þrefalt kostn-
aðarverð íbúðarinnar.
b. Gamaít hús: Ibúð á liæð,
2 herb. og eldluis. Ibúðin
er alls 25 ferm. aðga.ng-
ur að baði og W.C. Mán-
aðarleiga kr. 1500.00 með
Ijósi og hita. Lelga á fer-
metra svipuð oe; á íbúð a.
Allt greitt fyrirfram.
c. Risíbúð: 1 herb. með að-
gang að e’dhúsi. Mánaðar-
leiga kr. 750.00. fæigusamn-
ingur sýnir kr. 859.00. Mán-
aðarleiga á fermetra kr.
47.00. Ætla má, að ársleiga
sé um þreíalt kostnaðar-
verð.
d. Iíjallaraíbúð: 2 lierbergi og
eldliús. Rök og illa við liald-
ið. Mánaðarleiga kr. 1300.00
eða lir. 41.00 á ferm. Árs-
leigan greidd fyrirfram.
Leigusamningur hljóðar
upp á kr. 400.00 4 mánuöi.
Ætla má, að ársleiga þess-
arar íbúðar sé a. m. k. þre-
falt kostnaðarverð henn-
ar“.
„Þar, sem tekið hefur verið
fram lun greiðslufyrirkomu-
lag, er auðsætt, að flestir
leigusalamir stíla samninga
aðeins á hlúta raunverulegrar
leigu, hitt er falið. Nokkrar
upplýsingar hafa komið um
atvinnuhú: næði og eru lök-
ustu leigukjörin á búð einni,
en þar var íeigan kr. 80.00 pr.
ferm. á mánuði. Er þar um af-
gamlan Íimburhjall að ræða.
vitað er, að búðarleiga er mun
hærri í miðbænum“.
„Það má segja, að hinu ís-
lenzka þjóðfélagi sé hér nokk-
ur vandi á höndum, þar sem
verðbólgan hefur fengið að
þróast hér eins og raun ber
vitni. Byggingarkostnaður er
þegar orðinn svo óheyrilega
hár, að til vandræða liorfir,
og leiguokur í Reykjavík hef-
ur blómgazt ótrúlega. Þetta
livort tveggja, samhiiða van-
trú á verðgtkli peninga hefur
skapað alltof hátt söluverð
húseigna, og þenslan í bygg-
ingarstarfseníinui aukið kostn-
aðarverð nýbygginga“.
„Það má hverjum manni
ljóst vera, að húsaleigan hér í
Reykjavík er það há, að með
öllu er ógerlegt að vinna bug
á verðbólgunni nema hægt sé
að draga A erulega úr liúsnæð-
iskostnaði.
Þegar leiga eftir litla 2—3
herbergja íbúð er algeng 1500-
2000.00 kr. jafnvel til, að hún
fari upp í 2500.00 kr. á mán-
uði, þá liljóta launþegar að
kref jast svo mikils kaups, að
það verði framleiðslunni of
þungur baggi. Um kostnað
af at\innuhúsnæði gegnir
sama máli. Almenningur verð-
ur að greiða fyrir það hús-
næði, sem annað, með því
hærra verði á lífsnauðsynjum,
sem atvinnurekstur og verzlun
hefur dýrara húsnæði fyrir
starfsemi sína“.
„Þrátt fyrir það, að bygg-
ingarkostnaður, a. m. k. í
Reykjavík, er orðinn hærri en
svo, að almenningur geti undir
honum risið, þá eru fokheldar
íbúðir og fullgerð liús, hvort
sem þau eru ný eða gömul,
seld til muna hærra en kostn-
aðarverð nýrra húsa er nú.
Af viðtölum við mikinn
fjölda manna, sem keypt hafa
fokheldar íbúðir télja iindir-
ritaðir nefndarmenn óliætt að
fullyrða, að flestar fokheldar
íbúð'.r séu seídar með a. m. k.
30—70 þús. króna álagi um-
fram koíúnaðarverð.
Ðæmi hafa }>eir fyrir i ví. að
tveir inenii, sem byggðu liús
með fjórum íbúðum, kjallara,
tveim hæðum og risi, seldu
kjallarann og rislð folihelt
fyrir það verð, sem allí húsið
kostaði fokhelt.
Annað dæmi er fyrir því að
tveir menn, sem byggðu svip-
að hús, sem kostaði fullgert
900 þús., seldu báðar hæðirn-
ar fyrir 1 milljón l.róna. í
hagnað liöfðu þeir fuligerða
kjallara- og risíbúð og 100
þús. krónur til viðbótar.
Gömhi húsin eru einnig seld
á ótrúlegu verði, miðað við
byggingarkostnað. Ýmsar á-
stæður valda því, að mönn-
um tekst að skrúfa verð íbúð-
anna óhæfilega hátt. Mestu
veldur hin rándýra liúsaleiga
síðan allar hömlur voru . af-
numdar á leigu, svo og vantrú
manna á sparifé, þar sem þró-
un efnahagsmálanna hefur
verið þannig undanfarin ár,
að fasteignir, a. m. k. hér við
Faxaflóa, hafa aukizt að verð-
mæti, í sömu hlutfölllum og
krónan hefur orðið verðminni,
og meira þó“.
„Umræður um jafnvægi í
byggð landsins eru þýðingar-
litlar, meðan ekki eru gerðar
ráðstafanir til þess að krónan
ávaxtist svipað á fasteignum
við sunnanverðan Faxaflóa
eins og á öðrum stöðum á
landinu. Nú um skeið hefur
húsaleiga og fasteignasala
verið á þann veg, á Faxaflóa-
á 10. síðu
Þannig útrýma
þeir bröggunum
★ Morgunblaðið birti fyrir
nokkrum dögum viðtal við
Reykvíking sem hafzt hafði
við í bröggum í 14 ár sam-
í'eytt, og á þeim tíma höfðu
börnin hans búið við sívax-
andi heilsuleysi og óvíst að
þau beri þess öll bætur. Síðan
þakkaði maðurinn fyrir með-
ferðina á börnunum sínum
með því að skora á menn að
kjósa íhaldið. Sjálfur var hann
nú loksins kominn í góða íbúð,
en viti menn hvað varð um
braggann sem iiann flutti úr?
Þangað er nú komin önnur
fjölskylda, með fjögur ung'
börn á framfæri sínu.
★ Þannig fer Sjálfstæðis-
fiokkurinn að því að útrýma
bröggunum í Reykjavík.
Oskynsamleg
vinnuharka
★ Á miðnætti s.l. su.nnudag
ætlaði Aiþýðuflokkurinn að
hafa hestaskiptí, flytja öll
kjörgögn sín og allar merking-
ar af kosningaskrifstofum. í-
haldsins og liefja sókn gegn
húsbændum sínupi í eina viku.
Því hafði verið spáð að þetta
mýndu reynast erfið vinnu-
brögð, enda er það nú komið
á daginn. Hægri klíkan húkir
enn á sama klámum og áður
og sami húsbóndinn hottar á
hana; Alþýðublaðið er enn sem
fyrr fullt af fúkyrðum um Al-
þýðubandalagið og birtir fátt
annað.
★ Það er óskynsamleg
vinnuharka hjá íhaldinu að
léyfa þjónum sínum ekki að
stunda leikaraskap í eina viku
á fjögurra ára fresti.
fínu
Hroki
mannanna
★ Hroki íhaidsins birtist í
mörgu. í útvarpsræðu sinni á
dögunum sagðist Gunnar Thor-
oddsen líta á vinnandi fólk í
Reykjavík á sama hátt og Ing-
ólfur Amarson leit á þræla
sína. Aldrei linnir heldur í
Morgunblaðinu árásum á þá
Reykvíkinga sem ekki eru
bornir og barnfæddir hér, þeir
eru nefndir aðskotadýr og
þeím er kennt um allt fram-
taksleysi íhaldsins, t. d. van-
ræksiumar á skólamálum.
„Auðvitað cru það aðflutning-
arnir í bæiim sem fyrst og
fremst valda þcssu“, segir
Morgunblaðið seinast í gaer.
Þeir bæjarbúar sem yfirstétt-
arfólkið ræðst þannig á éru
mikill meirihluti bæjarbúa, og
þá er skaplyndi íslendinga
tekið að breytast ef árásimar
verða ekki launaðar að verð-
leikum.
★ Auk þess er það stað-
reynd að mannfjöigunin í
Reykjavík hefur síðustu tvö
árin verið minni en meðal-
fjölgun á landinu í heild. Og
síðustu fjögur árin hefur
Reykvíkingum fjölgað um 9%
en Kópavogsbúum um 90%.
Það er einnig þungur áfellis-
dómur yfir íhaldsstjórninni --
en við skulum samt ekki mót-
mæla köpuryrðunum með því
að yfirgefa bæinn okkar, held-
ur hrífa hann úr höndum auð-
mannanna.
Þekkja
hlutverk sitt
★ Alþýðublaðið segir í
gær: „Allt veltur á því. að Al-
þýðuflokkurimi eflist að sama
skapi sem kommúnistar tapa.
Þetta er eitt aðalatriðið í þess-
um kosningum.“
★ Auðvitað er það ekkert
atriði hvernig fylgi íháldsins
verður.