Þjóðviljinn - 04.02.1958, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 04.02.1958, Blaðsíða 3
Þriðjudagur 4. febrúar 1958 — ÞJÓÐVILJINN — (3 Leitaði Guðsdýrðar á Hétel Berg — Fain HSislukkaða fíveitikranðsdaga Baha’u’ullah er hinn nýi spámaður vorra daga og John Robarts er boðberi hans. Einum geisla af dýrSar- ljóma guSs hefur veriS beint hingað norður í vetrar- myrkrið — „on the damn’d rock“. Öðru hvoru ber það við að fórnfúsir menn frá heitari stöð- um hætta sér hingað norður í myrkrið og kuldann til þess að boða hinni heiðnu norðursþjóð trúarbrögð. Ekki er ýkjalangt síðan einn kom sunnan frá Afriku, ’kvaðst kominn af Agii Skallagrímssyni á Borg —, og vilja kristna íslendinga. Var sá á vegum KFUK er greiddi fyrir honum, en samt eru íslendmgar hálfu heiðnari en fyrr. Balia’u’llah Nú er aftur kominn einn slík- ur. Og í gær hugðist ég reyna að venja mín syndugu augu ofurlítið við dýrð guðs og rölti niður á Hótel Borg, en þangað hafði John Robarts, sendiboði „guðsdýrðar“boðenda kvatt blaðamenn á sinn fund. Hann hafði verið svo forsjáll að koma á framfæri við mig ofurlitlu „handáti“, í hverju stendur þessi setnrng: Balia-trúarmenn trúa því að Baha’u’Ilali sé hinn nýi spámaður vorra daga“ („Baha’is believe that Ba- ha’u’llah is the new prophet for thís day“). Mig hungraði og þyrsti eftir að heyra meira um þennan nýja spámann, Baha’u’- llah. Jón Þórarinsson En ég varð fyrir miklum von- brigðum. Þjónarnir á Borginni fullvissuðu mig um að þar hefði enginn gert ráð fyrir neinu við- tali við blaðamenn, nema Jón Þórarinsson tónskáld, og satt að segja bjóst ég ekki við neinni sérstakri dýrð guðs þar, nema að svo miklu leyti sem hún kann að vera í tónlistinni og leynast í athöfnum bæjarstjórnarminni- hlutans í Kópavogi. Leiklist á Suðurnesjum í sölum Borgarinnar sátu nokkrar sálir, en af þeim ljóm- aði ekki venju fremur nein guðs dýrð. En þegar ég hafði í öngum mínum snúið baki við Borginnji, hafandi hvergi séð dýrð guðs, rakst ég á ungan mann, Val Sigurðsson úr Njarð-' vikum, og tók aftur synduga gleði mína. Ykkur rekur sennilega minni til þess flest að sagt hefur ver- ið fi'á því að þeir hafa komið upp leiklistarskóla á- Suðurnésj- um. Við tókum tal um leiklist á Suðurnesjum. Val sagðist frá á þessa leið: Kvæðalestur — Líkamsæfingar Ungmennafélagið og kvenfé- iagið í Ytri-Njarðvík höfðu áð- ur nokkra leikstarfsemi, en svo lá hún niðri um tíma undanfar- ið þar til við tókum okkur til í fyrra og fengum Heiga Skúla- son suðureftir til að koma á fót leiklistarskóla. — Hvað gerði Helgi svo við ykkur? — Barnið þarf fyrst að læra að ganga áður en það fer að hiaupa. Helgi kom til okkar í desember í fyrra og var" hjá okkur beint af götunni, úr báí- okkur í fjóra mánuði. Hann tók unum og bílunum, — alla óvana. Hann byrjaði á því að láta okk- Myndin s>,lir Val Sigurðsson og G.mnar Kristófersson i hlut- ur iæra kvæði verkum sýnum í „Misheppnaðir hveitibrauðsdagar". Fyrst komu allir voða smart klæddir, í sínu bezta skrúði, og með titrandi nervösitet. Þegar fyrsta kvöldið kom var byrjun- in erfið, en svo lágum við á kvöldin yfir því sem átti að læra. Víð vorum settir í öndunar- æfingar, framsagnaræfingar og afslöppunaræfingar, vorum lát- in leggjast á gólfið, og þá byfj- uðu stelpumar að koma í bux- um — síðbuxum. Miklabæjar-Sólveig Skólinn hélt svo áfram allan veturinn, en við höfðum enga leiksýningu, nema við tókum að Janúaralii í Mifl Tœpar 5 lestir i I 0 1 i I vVi • a bat i roon Hellissandi. Frá frétta- ritara Þjóðviljans. Fimm bátar róa frá Rifi i vetur og var afli þeirra í janú- ar samtals 300 lestir, eða um 4.9 lestirJ á bát að meðaltali í róðri. Hæsti báturinn, Ármann, var með 120 lestir í tuttugu róðr- um. Næstur lionum er Hólkell með 64 Iestir í 13 róðrum. Lægsti báturinn hefur aðeins 23ja lesta afla í janúar, en hann hcfur heldur ekki farið nema 5 róðra í mánuðinum. okkur prógrömm á þorrablót- inu og sumardaginn fyrsta. Ann- ars vorum við látin æfa hlut- verk úr Fjalla-Eyvindi og leik- ritum eftir Tennessee Williams. Já, við æfðum Miklabæjar- Sólveigu. Einn las kvæðið, en aðrir léku bakvið það sem gerð- ist: prestinn ríðandi á hjarninu, drauginn og allt það. Fagnað á Suðumesjum Á síðastliðnu hausti hófst svo annað ár leikskólans, undir stjórn Helga Skúlasonar. Við létum þýða leikrit eftir Kenneth Horn: Misheppnaðir hveitibrauðs- dagar. (Mun það vera fyrsta skipti að slík félög láta þýða leikrit fyrir sig, í stað þess að taka eitthvað margvelkt). Nú höfum við sýnt það 10 sinnum, og erum ánægð með undirtekt- irnar. — Hvar hafið þið sýnt það? — í Njarðvík, Keflavík, Garði, Sandgerði og Grindavík, og við ætlum að halda áfram að sýna það m.a. í Mosfellssveit, Borg- arnesi, Akranesi og Hafnar- firði. — Og hvað hyggist þið svo fyrir? — Við höfum þegar látið þýða annað leikrit, sem verður verkefni okkar næsta vetur. Þýðandi er Sverrir Haraldsson. Það er leikritið Meet a Body, eða í þýðingunni: -Lifandi lík. Ein kanadisk saumakora En hvað sem þessu nafni líð- ur, þá eru ungu leikendurnir í Njarðvíkum sannarlega lifandi, bjartsýnir og áhugasamir. Eft- ir spjallið við Val var ég því fyllilega sáttur við guð og menn, þótt ég hefði ekkert frétt af hinum nýja spámanni Ba- ha’u’llha. Seinna frétti ég að Hendriki Ottóssy.ni hefði einum íslenzkra blaðamanna tekizt að sjá dýrð guðs í gær, eða sendi- boða hans John Robarts. Hensi kann ekki aðeins hin furðuleg- ustu tungumál, heldur veit hann og allt um alla trú og hjátrú veraldar, og hann fræddi mig á að baha væri arabiska og þýddi ljómi, eða dýrðarljómi, og siðari hluti nafnsins einnig arab- iska er þýddi guð. f tilkynning- unni frá Mr. Robarts segir að Baha-trú hafi ekki aðeins náð fótfestu í gervallri Ameriku, sunnan frá Falklandseyjum norð- ur til ísauðna Alaska, heldur og „í hverju landi heims utan járntjalds, í 254 ríkjum og hjálendum" Og nú játaði ég fyrir Hensa að ég hafði engan slíkan hitt hérlendis. Jú, sagði Ilendrik, það kom hingað sauma- kona frá Kanada sem trúir þessu. Það kom víst raunar Baha-trúboði fyrir nokkrum ár- um líka en — það tók enginn trúna. J. B. feans hrakim ÞjóðviljanUm barst í gær eft- irfarandi: f tiiefni af frásögn í Morgun- blaðinu um lieimsókn fulitrúa tveggja brezkra seðlaprentunar- fyrirtækja hingað til lands skal eftirfarandi upplýst: 1) Fulltrúar þessara fyrir- tækja beggja hafa komið hing- að til lands oft áður, annar þeirra að minnsta kosti einu sinni á ári mörg undanfarin ár, enda prentar annað fyrirtækið svo að segja öll frímerki póst- stjórnarinnar. 2) Menn þessir hafa verið hér í venjulegum viðskiptaerindum nú sem endranær. Til athugunar hefúr t.d. verið, hvort hentugt mundi vera að gefa út nýjar stærðir eða gerðir seðla. þegar núverandi þirgðir þrjóta, t.d. 1000 króna seðil í sfað 500 króna seðla, sem nú eru brátt á þrot- um. Ekki mundi þó til þess koma mjög fljótlega, þar sem undirbúningur að útgáfu eins nýs seðils tekur að minnsta kosti eitt ár, Slikar breytingar á stærð og gerð seðla eru að sjálfsögðu algengar í heiminum og á engan hátt fréttnæmar, og eiga þær ekkert skylt við al- menna innköllun peninga. 3) Bankinn hefur ekki haft neitt samráð við ríkisstjómina um þessi mál, og ríkisstjómin hefur engin afskipti haft af þeim. Reykjavík 3. febrúar 1958, Landsbanki íslands Seðlabankinn. Vilhjálmur Þór. Jón G. Maríasson. „Þeir kosta 12 kr. p 99 Útsala-útsala. — Áður kr 1387, nú kr. 567.50 — Aðeins 20 kr. — Stórkostleg verð- lækknn o. s. frv. Það var mikil ös um Skóla- vörðustíginn í gær. Það var fyrsti útsöludagur hjá Kron, og það fór ekki fram hjá neinum, sem hætti sér upp eða niður Skólavörðustíginn, því yfir þvera götuna lá borði í faileg- um litum og á honum stóð stórum skýrum stöfum Ú T - S A L A . Borðiim var öðru megin tengdur í Hegningar- húsið. Fréttamaður kikti inn seinni- partinn í gær, réttara sagt svindlaði sér inn bakdyrameg- inn, því það var hleypt inn í flokkum og lokað á milli til að halda uppi röð og reglu. ÞaíT var i mörgu að snúast uppi á lofti. Konur á öllum aldri gengu um, tóku upp peys- ur, þreifuðu á efnum, skoðuðu sokka — spurðu um verð. ,,Jú, frú mín, nylonsokkarnir kosta 12 kr. parið“, segir stúlkan við kassann og brosir dálítið þreytu lega. „Það eru öll stærstu núm- erin búin“, segir roskin kona og rótar í peysum, gulum, hvít- um og röndóttum.. „Það teyg- ist nú anzi mikið á þeim“, seg- ir afgreiðslumaðurinn og tekur eina upp og teygir hana nærri því armlengd. „Það er satt“, segir konan. „Hvað er verðið?“ „Tuttugu og níu krónur."’ „Jesús minn, livar eru börn- !in?“ Konan lítur allt í kring- um sig skelkuð á svip. Tveir undan stórum rekk, þar sem er allskonar metravara. Hér er upplagt að leika sér í felu- leik á meðan mamma er að gera góð kaup. Hann virðist ekki vera í sér- lega góðu skapi. Iíann sezt á stól og dæsir. Augun eru sljó- leg. Aumingja maðurinn! Hann virðist ekki bera minnsta skyn- bragð á, að konan hans er að enda við að gera beztu kaup- in sem hún hefur gert háa herrans tíð. Þau labba niður stigann; hann er afundinn, hún leikur við hvern sinn fingur. Og svona verður þetta alla þessa viku. Á fimmtudaginn geta svo karlmenn komið líka og gert góð kaup, því þá verð ur opnuð útsala alveg „privat* glókollar koma í ljós, fram-;| fyrir þá! S.J. Sigurður Árnason Verkalvðsfélags Hveia- gesðis sl. simmid&g Aðalfundur VerkalýðsféiagS Hveragerðis var haldinn hér sl. sunnudag, í stjórn félagsins voru kosnir: Formaður Sigurður Árnason, varaformaður Jóhann Malmkvist, ritari Rögnvaldur Guðjónsson, gjaidkeri Þorvaldur Sæmundsson, fjármálaritari Eyj- ólfur Egilsson og meðstjómend- ur Magnús Hannesson og Stefán Valdimarsson. Vinsamlegast látið mig vita, sem íyrst um málverk og aðra listmuni, sem þér ætlið að selja á næsta listmunauppboði. SigurSur Benediktsson. Listmunauppboð Sigurðar Benediktssonar, Austurstræti 12, sími: 1-37-15.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.