Þjóðviljinn - 04.02.1958, Síða 6

Þjóðviljinn - 04.02.1958, Síða 6
6) BJÓÐVIIíJINN — Þriðjudaguií 4. febrúar iilðöS MT.'.ÍH* Mrg&aajr* ***•■* > m U - IIJÓÐVIUINH uiseíandl: Samelnlng&rílokfcur aipyOu - Sóslallstafloklcunnn. — Rltstjóraz Magnús KJartansson (áb.). SlgurSur OuOmundsson. — Fréttarltstjórl: Jón BJarnason. — Blaðamenn: Ásmuncur Sigurjónsson. Guðmundur Vigfússon, ívar H. Jónsson, Magnús Torfi Ólafsson. Slgurjón Jóbannsson. — Auglýa- ingastJóri: Quðgeir Magnússon. - Rltstjórn, afgreiðsla. auglýsingar, prent- gmlðJa: Skólavörðustíg 19. - Sími: 17-500 (5 línur). — Áskriítarverð kr. 25 á »án f Reykjavík og nágrenni; kr. 22 annarsst. - L&us&söluverð kr- 1.50. Prentsmiðja ÞJóðvilJana. Hiklaus tök mimm Thaldið er að vonum all- * kampakátt yfir úrslitum bæjarstjórnarkosninganna í Reykjavík. Forkólfum flokks- ins þykir sá áróður er hann beitti hafa vel gefizt og kunnu sér í upphafi varla læti af fögnuði. Eitthvað er farið að draga úr sigurvímunni og ann- að að setjast að í staði.nn í sál- arfylgsnum áróðursstjóranna. Ólafur Thórs og liðsmenn hans héldu í upphafi að öll ráð og völd í landinu lægju sjálfkrafa við fætur „sigurvegaranna“. í staðinn er nú komið vonleysi hins virka dags og íhaldsfor- kólfarnir sjá fram á langa og stranga eyðimerkurgöngu, dragi vinstri menn réttar á- lyktanir af kosningunum. TJú er það mál dagsins að ’*■ ’ gera vonleysi íhaldsins um völdin í landinu að bláköldum veruleika. Til þess að svo megi verða þurfa vinstri menn að treysta samstarf sitt á öllum vígstöðvum og tryggja fram- gang stjómarstefnu sem nýtur trausts og viðurkenningar al- þýðunnar í landinu. Á þetta hefur mikið skort fram að þessu þrátt fyrir ýmsar nyt- samar og virðingarverðar að- gerðir. Tök ríkisstjómarinnar á vandamálunum hafi verið of fálmkennd og skort þá festu sem nauðsynleg er til að und- an láti og stjórnarstefnan afli sér álits og almennrar viður- kenningar. f þessu skjóli hefur íhaldið skákað og gemýtt hvert tækifæri til að gera rikis- stjórnina tortryggilega og það meira að segja fynr mál sem eru mestu áhugamál íhaldsins og braskaraklíkunnar. jL þessu verður að verða al- ger breyting og væntanlega verður ekki fyrirstaða í því efni af hálfu neins stjórnar- flokkanna. Markviss og stór- huga stjórnarstefna, byggð á hagsmunum alþýðunnar og framkvæmd undanbragðalaust. er það sem við verður að taka Og það þýðir ekki að taka neinum vettlingatökum á vandamálunum. Það þýðir i heldur ekki að láta neina I einkahagsmuni standa í vegi þess sem gera þarf. Hiklaus tök og undanbragðalaus atlaga að sérhagsmunum auðstéttar- jnnra er raunhæfasta svarið við áróðursherferð íhaldsins, blygðunarlausum blekkingum þess og gulu siðferði. Og í raun og veru er þetta eina svarið sem það skilur og nægir til að halda því áfram í minni- hluta og áhrifalausri aðstöðu með þjóðinni. Um þetta þurfa stjórtnarflokkamir að standa saman og vinstri menn lands- ins að veita þeim til þess öfl- ugt brautargengi. TT'n grundvöllur þess að raun- T^ hæf vinstri stefna verði upp tekin og henni fylgt fram er að áhrif verkalýðsstéttarinn- ar verði sem mest. Til þess þarf að yfirvinna átök og tor- | tryggni milli Alþýðubandalags- ins og Alþýðuflokksins. í þess^- stað þarf að koma sem nánast samstarf, bæði á sviði verka- lýðsmála og stjórnmála. Það skiptir ekki meginmáli eftir hvaða leiðum eða í hvaða formi því samstarfi verður komið á, en það er orðin lífs- nauðsyn fyrir verkalýðsstétt- ina, samtök hennar og hags- muni að náin samvinna og gagnkvæmur skilningur leysi af hólmi átökin og tortryggn- ina sem íhaldið hlýtur eitt upp- skeru af. Og þegar svo væri komið þyrfti íhaldið ekki að vænta stuðnmgs fjölda ráð- villts alþýðufólks og millistétt- armanna sem orðið hafa her- fang þess í skjóli innbyrðis sundrungar þeirra sem saman eiga að vinna og sameiginlegra hagsmuna hafa að gæta. Einn þáttur í fram- Fljótandi rannsóknarstöðlagi sovézkra vís. indamanna til alþjóðlega jarðeðlisfræðiársins eru víðtækar haf- rannsóknir. Á stærri myndinni sést eitt af sovézku hafrann- sóknarskipunum, Vitjas, sem lagði upp í fyrstu rannsóknaför sína frá Vladivostok seint á síðasta ári. Á skipinu eru 60 vjísindamenn og er verkefni þeirra að gera rannsóknir á Kyrrahafi, m.a. að ,.kortleggja“ áður ókönnuð hafsvæði. Þær fréttir hafa þegar borizt af leiðangri þessum, að fundizt hafi mikill neðansjávarhryggur, sem sé á hæð við fjallið Elbrus í Kákasns (5229 metrar). Vitjas er húið fullkomnustu rannsóknarlækj- um, sannkölluð fljótandi rannsóknarstöð. Á minni myndinni sjást tveir af vísindamönnunum um borð undirbúa myndatöku af hafsbotninum. Kol og steinoiía á Grænlandi Hagalín gefur skýrslu ■J^örf væri að skrifa rækilega ■*■ um „menntunarástandið á fslandi" ef mark væri takandi á skýrslu þeirri sem sérlegur bókafulltrúi Bjarna Benedikts- sonar hefur nýlega birt um út- lán úr 31 bókasafni (af 205 starfandi!). Þess mun minnzt, að Bjarní Benediktsson beitti sér fyrir stofnun þessa bóka- fulltrúaembættis fyrir nokkr- um árum og lét flokksmenn sína fella það á Alþingi að í það skyldi valinn sérfróður maður um bókasafnsmál. Var stofnun embættisins og veiting þess sett beint í samband við heimkomu Guðmundar G. Hagalíns í Sjálfstæðisflokkinn eftir alllangan sporttúr í Al- þýðuflokknum. Eitt af verk- efnum hans er að leiðbeina bókasöfnum landsins um bóka- val! TT’ngan mun undra þó hægt sé að fá það út úr skýrslum fáeinna valinna bókasafna að Guðmundur Hagalín og Guð- rún frá Lundi séu mest lesnu höfundarnir. En lítið mark mun á slíku takandi. Fróðlegra væri að fá skrá um bókaeign bókasafnanna í landjnu, og væri gaman að vita t. d. hve mörg eintök sum þeirra ættu af bókum Halldórs Kiljan Lax- ness eða Ólafs Jóhanns Sig- urðssonar og hve mörg af bók- um Guðmundar Hagalíns og Guðrúnar frá Lundi. Engin til- raun er gerð í „skýrslu" bóka- fulltrúans að fiokka lántakend- ur eftir aldri, og er augsýni- lega mikill hluti þeirra börn. TTinsvegar er þess ekki að TT dyljast, að sú forheimsk- unarherferð gegn ýmsum beztu Herra ritstjóri. 1 Þjóðviljanum þ. 28. jan. er sagt frá fundi mikilla kola- laga og steinolíunáma á Nugs- suak-skaga á Grænlandi. Það er sízt ofsögum sagt af kola- lögum þeim, sem þarna eru. En það sætir furðu, að ís- lenzkir menn skuli nefna staði höfundum landsins, og þá líka Halldóri Kiljan Laxness, sem farin hefur verið áratugum saman í útbreiddustu blöðum landsins, hefur haft sín áhrif. Það er ljót saga að rekja vit- firringsleg og ofsóknakennd skrif afturhaldsmanna eins og Jónasar Jónssonar og Guð- mundar Hagalíns gegn mörgu því bezta og heilbrigðasta í bókmenntum síðustu áratuga. Fer ekki hjá því að einhver talsverður hluti af þjóðinni hafi tekið eitthvert mark á þessum skrifum, sér til and- legrar formyrkvunar. Áratug- um saman hefur Morgunblað- inu og Tímanum, verið beitt til þessarar þokkalegu iðju, og sjálfsagt hefur hún borið ein- hvern árangur. TTins vegar er það í senn TT þroslegt og hneykslanlegt, að bókafulltrúi Bjarna Bene- diktssonar skuli senda frá sér „skýrslur“ á borð við þær sem hér hefur verið drepið á — til þess eins að „sanna“ að hann sjálfur sé einn mest lesni höf- undur á landinu. Til þess að nokkuð væri að marka slíkar skýrslur þyrfti að taka þær frá helzt öllum bókasöfnum landsins og bera útlánin sam- an við bókaeign hvers safns. Einnig að greinarmunur væri gerður á börnum og fullorðn- um lesendum. En jafnvel þá yrðu útlánin alltaf lélegur mælikvarði, bækur margra höf- unda fær fólk lítið að láni, heldur kappkostar að eignast þær; þannig er því t. d. varið með ljóðahöfunda. En einmitt svona lélegar áróðursbrellur eru yndi bókafulltrúans og húsbónda hans sem lét hann í embættið. á Grænlandi útlendum nöfn- um, þegar menn vita hin ís- lenzku nöfn á þeim. Nugssuak hét Eisunes til forna, og það er hið elzta nafn, sem menn hafa gefið því. Nafnið mun annaðhvort stafa af kolaeld- um eða af því, að víða eru leirlög þar svo þrungin af steinolíu, að þau loga ef eldur (t. d. eldspýta) er borin að þeim. En þessi kolalög á Vestur- Grænlandi ná yfir miklu stærra svæði en Eisunes. Þau ganga suður á Bjarney (Disco) og norður á Króks- fjarðarheiði fyrir norðan Um- anak-flóann. En við Umanak- flóa og við strendur hans eru heil fjöll og eyjar af allavega litum marmara. Er þessa marmara bæði getið í Kon- ungsskuggsjá og Grænlands- lýsing Ivars Bárðarsonar frá ca. 1360. Hversu margar þúsundir milljóna tonna af ágætum kol- um liggja þarna í jörðu, það veit enginn, þótt kolalcg þessi séu ekki nýfundin, heldur gamalkunn. Kolalögin eru víða þrír metrar á þykkt, ef leir- rákir, sem kunna að vera í, lögin, eru taldar með. Þessar leirrákir, og svo leirinn und- ir kolunum er þrunginn af ol- íu frá kolunum. í greinargerð um gæði þessara kola, segir H. B. Krenchel í bókinni „De danske Atlanterhavsöer” bls. 528: „Gæði kolanna eru hér um bil hin sömu og venjulegra Newcastle-kola. — Hitagildi [æirra er ca. 6400 hitaeining- ar, og askan er sárlítil". Haustið 1919 tók kyndarinn á millilandaskipinu ,Godthaab‘ við mjög daufa birtu 9 sýnis- horn af þessum kolum úr kolarúmi skipsins. Atvinnu- málaráðuneytið í Reykjavík lét efnarannsóknarstofu ís- lands rannsaka þau. Raki í þeim reyndist 5—6%, aska 10—12% og notagildi í hita- eimngum ca. 5374. Tvö sýnis- hornin reyndust mjög af- brigðileg. Annað var nánast leirmoli með 14,25% raka og 18.30% ösku og með 3815 eininga hitagildi. Hitt, vaxtar- knappur af pálma, með 4%' raka, 6.55% icsku og 5980 hitaeininga notagildi. Um gæði kolanna sagði Gísli Guð- mundsson efnafræðingur: „Kolin brenna fremur ört, ef þau hafa nægilegt loftað- streymi, og eru ekki daunill, enda er örlítið um brennistein í þeim. Fyrst í stað brenna kolin með löngum loga, en hann sloknar brátt, og úr því brenna þau logalítið. Askan er miklu léttari í sér en venju- leg steinkolaaska. Yfirleitt \irðast kolin ágætis eldsneyti, og eru áreiðanlega eins góð og skozk kol. Eftir þessum níu sýnishornum að dæma, virðast grænlenzku kolin vera mitt á milli ágætis brúnkola og stein- kola, bæði hvað útlit og gæði snertir“. Þessi vestur-grænlenzku kol eru úr pálmaskógum, en þó eiginleg steinkol, ekki brún- kol. Olíumagn þeirra er feikna mikið. Fyrir síðari heims- styrjöldina sóttist hrezkt syndikat með 100 millj. gull- króna fjármagni eftir því, að fá að bræða þau og framleiða úr þeim, benzín, olíu og um 1000 verðmæt efni, sem notuð eru í meðala- og efnaiðnaðin- um. Um það leyti var mikið kapp á það lagt í Þýzkalandi, að bræða kol, og hvílir efna- og meðalaiðnaður Þýzkalands aðallega á kolabræðslunni þar. I nánasta sambandi við þessi vestur-grænlenzku kolalög eru lög af rauðum járnsand- steini með 38—48% af járni. Mikið er til af þessum járn- sandssteini. Lægi þá ekki næst að nota kolin til þess, að bræða þetta járn? Svo mætti nú virðast, en ekki er ég fær um að svara því. Ef til vill eru kolin of feit fyrir „há- ofna“, þ. e. valda sprenging- um, svo bræða þurfi þau fyrst? En mikil og ágæt kol eru þama. I kolunum virðist hvorki vera gas, vatnsagi eða Framhald á 11. síðu

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.