Þjóðviljinn - 15.03.1958, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 15.03.1958, Blaðsíða 6
6) !C ÞJÓÐVIUINN — Laugardagur 15. marz 1958 IÓÐVIUINH Útfrefancli: Sameiningarflokkur alþýðu — Sósíalistaflokkurinn. — Ritstjórar . Maenús Kjartansson, Sigurður Guðmundsson (áb.). — Fréttaritstjóri: Jón Bjarnason. — Blaðamenn: Ásmundur Sigurjónsson, Guðmundur Vigfússon, ' ívar H. Jónsson, Magnús Torfi Ólafsson, Sigurjón Jóhannsson. — Auglýs- ingastjóri: Guðgeir Magnússon. — Ritstjórn, afgreiðsla, auglýsingar, prent- smiðja: Skólavörðustíg 19. — Sími: 17-500 (5 línur). — Áskriftarverð kr. 25 á mán. í Reykjavík og nágrenni; kr. 22 annarsst. — Lausasöluveró kr. 1.50. Prentsmiðja Þjóðviijans. Nánustu skjólstæðingamir 'T’itt helzta baráttumál Sjálf- stæðjsflokksins um þessar xnundir er andstaðan gegn stór- eignaskattinum, sem samþykkt var á síðasta þingi ,að inn- heimta hjá þe;m sem eiga yfir eina miiljón króna í skuldlaus- um eignum. Rétt er að rifja upp til skýringar á þessari af- stöðu Sjálfstæðisflokksins að af 1—1% m.llj. kr. eign greið- ist 15% af því sem umfram er eina millj. kr. Af IV2—3 milíj. kr. greiðist 75 þús. kr. af einni og hálfri millj. og 20% af afgangi. Af 3 millj. kr, eign og þar yfir greiðist 375 þús. kr. af 3 millj og 25% af afgangi. Greiðsla skattsins dreifist á 10 ár, jL kvörðunin um álagningu ■**• stóre gnaskattsins var tekin í sambandi við efnahagsmála- ráðsiafanir ríkisstjórnarinnar á s.1. ári. Sjálfsagt þótti og rétt að þeir efnamestu í þjóðfélag- inu legðu fram sinn skerf um. leið og aukins framlags var krafizt af almenningi til þess að bjarga því öngþveitisástandi sem stjórn Sjálfstæðisflokksins hafði le.tt yfir framleiðsluna og þjóðfélagið. Um það varð sam- komulag milli stjórþarfiokk- anna að stóreignaskattinum skyldi varið til þess að efla í- búðabygg ngar í kaupstöðum og kauptúnum og auðvelda ungu fólki bústofnun í sveit. Tveir þriðju hlutar hans renna til Byggingarsjóðs ríkisins og einn’þr.ðji til Veðdeildar Bún- aðarbanka íslands. A llír hljóta að viðurkenna að ** álagning stóreignaskattsins var ekki aðeins réttmæt heldur beinlínis sjálfsögð og nauðsyn- leg. Það er mik;ð og brýnt nauðsynjamál að auðvelda fólki íbúðabyggingar og bú- stofnun og stóreignaskatturinn á að greiða fyrir þeirri starf- semi á næstu árum. Og þegar skattar eru heimtir af þjóðinni er ekkert eðlilegra en þeir láti mest af hendi sem breiðust hafa bök.n og mest hafa hagn- azt í skjóli verðbólgu og dýr- tíðar undanfarinna ára. Engir efast um að það eru einmitt þeir sem mestar eignir hafa undir höndum. lVegar þess er gætt að stór- *• eignaskatturlnn er aðeins lagður ó milljónera hefði mátt vænta þess að þeir einir hefðu staðið upp til andmæla. Svo er þó ekki. Stærsti stjórnmála- flokkur landsins, Sjálfstæðis- flokkurinn, hefur lagzt fast gegn skattinum. Þingmenn hans greiddu allir atkvæði gegn honum á Alþingi og enn halda þeir uppi málþófi og andófi í blöðum og á þingfund- um í þágu milljóneranna. 17'lokkur „allra stétta“ hefúr ■* *• hér komið illilega upp um sig. Hann hefúr ehn einu s;nni sannað að honum liggja í léttu rúmi erfiðleikar þeirra sem eru ,að byggja eða stofna bú í sveit og þurfa á lánsfé að halda. Og hann hefur einnig sannað að þrengstu e.'nkahagsmunir auð- mannanna standa hjarta hans næst og áð milljónerarnir eru hans nánustu skjólstæðingar. „Hagsmunir okkar fyrst, síðan flokks okkar og loks þjóðarinn- ar“ var boðskapur Ólafs Thors á landsfundinum forðum. Enn er það siðalögmál greinilega í fullu g;ldi. Einfalt — og einfeldningslegt ¥jeim sem byggja áróður * sinn á gulu siðferði og meginreglu Göbbels um end- urteknar stórlygar er ekki ver við neitt en einfaldar, auð- skildar staðreyndir. Þannig hefur Bjami Benediktsson truflazt í staksteinahoppi sínu vegna þeirrar einföldu stað- reyndar sem Þjóðviljinn minnti á fyrir nokkrum dög- um:: Samhengi þess, að Is- land skuli ekki enn hafa lent í hrjngiðu kreppunnar sem er að lsesa helgreipum atvinnu- líf auðvaldslanda vestan hafs og austan, —• og hins, að ís- leazka ríkisstjórnin skuli hafa fyrirhyggju og dugnað til að gera stórfellda sölusamninga til langs tírna um aðalfram- leiðsluvörur Jplendinga við lönd sem búa kreppulausum áætlunarbúskap. Það er ein- föld staðreynd, að væru Is- lendingar einskorðaðir með aðalútflutningsvörur sínar við þær þjóðir, sem nú eru að sog- ISLENZK TUNGA Ritstjóri: Árni Böðvarsson. 3. þáttur 15. marz 1958 ast í gin kreppunnar, væri þess ekki langt að bíða að hér ‘ yrði stórfellt atvinnuleysi og framleiðslusamdráttur. V*að er einföld staðreynd, að * með engu öðru móti en^- með þessum stórfelldu við- skiptasamningum við Sovét- ríkin og önnur lönd Austur- Evrópu hefði tekizt né tækist nú að selja framleiðsluvörur Islendinga í því magni sem heldur uppi núverandi lífs- kjörum og atvinnuöryggi þjóð- arinnar. Það er einföld stað- reynd að árið sem leið var flutt meira af freðfiski til Sovétríkjanna einna en allur útflutningurinn af þeirri út- flutningsvöru nam fyrir sex árum, 1952. Þeir menn sem vilja í pólitísku ofstæki hætta þessum viðskiptum og ríg- binda íslenzkt efnahagslíf við kreppuþungað atvinnulíf auð- valdslanda, eru reiðubúnir að steypa þjóðinni í grimmilegt I fyrsta þættinum var minnzt á nauðsyn þess að safna orðum meðal almenn- ings og heitið á lesendur til liðsinnis. Þorsteinn Magnússon frá Gilhaga í Skagafjarðardölum sendir þættimun gott bréf og segir m.a.: „Vil ég því nota tækifærið og senda nokkrar línur um gömul orð sem nú hafa tap- að gildi sínu, en eiga þó sína sögu og sína fyrri tíð. — Verður þá fyrst fyrir mér orðið augaleið, nú skrifað í tveim orðum. Do’ktor Jakob Benediktsson segir'að í elztu heimildum sé það skrifað í einu orði, og það vil ég heldur heyra. Fyrr á árum voru fjár- hús, einkum beitarhús, byggð 3—5 í röð með þykkum torf- veggjum á milli, sumir hlaðn- ir með kringlóttu gati í gegn- um miðjan vegginn, svo stóru að maður gat skriðið í gegn. Þess á milli var því lokað með torfuskekli. Var það kall- að að hafa augaleið á milli húsanna. Svipuð göt voru höfð undir þakbrún á húsum og voru þau kölluð vindaugu. Til voru líka hlöður með gat í gegnum miðjan vegg, þar sem heystæði var úti fyrir, og var það kallað að hafa auga- leið í fúlguna (þ.e. í heyið). Á þeim árum voni ekki önn- ur fangahús en þessir moldar- kofar, og urðu þessar leiðir oft snar þáttur í örlögum manna. Upp úr því hefur svo spunnizt orðasambandið „það gefur au,galeið“, sem þýðir að sjá megi gegnum blekk- ingavefinn. Þannig er margt frá gamla tímanum, lítil orð sem segja stóra sögu. Mér finnst það því óhugnanleg öfugþróun að taka þessi orð í nútímanotkun og gleyma sögunni." Hér er komin fram hjá Þor- steini skýring á orðasambandi sem vafizt hefur fyrir mönn- um hingað til að skýra. Ekki merkir þó orðasambandið „það gefur augaleið" í mínu eyra sama og að sjá megi gegnum blekkingavefinn, heldur nán- ast það að „það er augljóst". En hitt þykir mér merkilegt atvinnuleysi og fátækt, örygg- isleysi sem ungt fólk á Islandi hefur sem betur fer enga reynslu af. Ijetta eru einfaldar stað- * reyndir, og Islendingar þekkja þær. Hitt er aftur ein- feldningslegt þegar Bjarni Benediktsson reynir að gera sem minnst úr fregnunum um atvinnuleysið í auðvaldslönd- unum. Og þá ekki síður hitt að halda að elsku bandalags- ríki okkar i Vestur-Evrópu ætli að fara að koma sér upp ísskápum svo þau geti keypt af okkur allan freðfiskinn, til að forða okkur frá óvestræn- um Rússaviðskiptum! að enginn sem ég hef spurt um þetta, kannast við orðið í þessari merkingu né heldur fjárhús með þessum útbúnaði. Væri mér hin mesta þökk á að fá vitneskju um þetta hvorttveggja, bæði slikan frá- gang fjárhúsa og orðið, frá þeim, sem til þekkja. Það er mikill misskilningur hjá fólki þegar það heldur að engu máli geti skipt hvort málfræðingar fái þær upplýs- ingar sem það kann að geta veitt. Því skyldi bjargað sem bjargað verður, nóg vitneskja og þeíkking á lífi forfeðranna fer í súginn samt. Og nútíma- menn geta miklu síður skotið sér undan þessari skyldu en forfeðurnir, vegna þess hve aðstaða okkar til varðveizlu er betri en þeirra sem fyrrum skráðu bækur við grút-artýru. En þetta var nú nokkuð langt frávik frá efninu sjálfu. I bréfi Þorsteins er eitt orð sem er ekki skráð á orðabæk- ur. Það er dýfilsdagur: ,,Nú gerðist það á dýfilsdag", skrifar Þorsteinn. Orðið er auðsjáanlega dregið af dýfill (skrauthvörf, fegrandi mynd orðsins djöfull), en gott væri að fá heimildir um samsetn- inguna á dýfilsdag, ef ein- hverjar eru fleiri. Þá skal minnzt að lokum á beygingu nokkurra kvenna- nafna. Er þar fyrst að minn- ast á nöfn eins og Sjöfn, Dröfn, Hrönn, Ösk. Þetta eru góð, og gild forn nöfn, en því betri sem nöfnin eru, því hneykslanlegra er ef fólk kann ekki að beygja nafnið sitt. Það er rangt að segja t.d. „til hennar Dröfn, mað- urinn hennar Sjöfn, bókin hennar Hrönn, mágur hennar Ósk“, heldur væru þessi orða- sambönd rétt á þessa leið: „til hennar Drafnar, maður- inn hennar Sjafnar, bókin hennar Hrannar, mágur henn- ar Óskar.“ Það er misskiln- ingur um þessa seinustu orð- mynd, eignarfallið Óskar, að hún geti ruglazt saman við karlmannsnafnið Óskar, því að það er í eignarfalli „tíl hans Öskars.“ — Útvarps- hlustendur hlusta á tónlistar- kynninguna hennar Sjafnar Sigurbjörnsdóttur. Öll þessi orð beygjast rétt þannig: Sjöfn, um Sjöfn, frá Sjöfn, til Sjafnar; sbr. Sjafnargata. — Svi'niðu máli gegnir um nöfn eins og Hildur, Unnur, en bæði beygjast þau eins og Sigriður, og myndirnar Hild- ur, Unnur eru aðeins réttar í sömu samböndum og rétt er að segja Sigríður, en mynd- imar Unni, Hildi í sömu til- vikum og sagt er Sigríði. Beygingin er sem sé Unnur, um Unni, frá Unni, til Unnar. Þessu skyld er meðferð þeirra erlendra kvennanafna sem tekin hafa verið upp í íslenzku og eru sum hver á- gæt. Nöfnin Ester og Rut eru bæði tvö .komin úr biblíunni, en eignarfall þeirra er „til Esterar, til Rutar“, sbr. Rut- arbók og Esterarbók í biblí- unni. Orðasamband eins og „til Ester, til Rut“ er jafn- fráleitt og t.d. „til hennar Laufey. til hennar Kristin". Nú má vera að sumir hugsi sem svo að öðrum komi anzi lítið við hvemig fólk fer með nafnið sitt, og rétt er það að virða ber mjög nafnhelgi fólks, en einkum að því er tekur til stafsetningar, ekki beygingar. Einstök nöfn geta ekki fengið að leika lausum hala og fylgja engum reglum málsins. Þetta skal skýrt ögn nánar. Rut verður að teljast sjálfráð, þó að hún stafsetji nafn sitt Rutli, en þó er h-ið algerlega óþarft í nafninu og ekki til neins. En þegar nöfn sem þessi eru notuð í íslenzku, verður vitanlega að beygja þa.u eftir islenzkum venjum og íslenzkum beygingum. I öðrum málum eru þau beygð eftir. þeim reglum sem þar gilda. I íslenzku er t.d. eignar- fallið af nafni núverandi fé- lagsmálaráðheri’a Ilannibals Valdimarssonar — og þykir hverjum manni það sjálfsagt. En á sumum hinum Norður- landamálanna öðrum en ís- lenzku er það Hannibal Valdi- marssons, öðrum germönskum málum svipað, esperanto de Hannibal Valdimarsson, rúss- nezku Gannibala Valdimars- sona, af því að slík beyging á við í þeim málum. Á sama hátt verða íslenzikumælandi menn að fara með þau orð sem notuð eru í íslenzku á þann veg sem þeirri tungu hæfir. Umsóknir nm lóðir fyrir íbúðarhús í Reykjavík Bæjarstjórn Reykjavíkur hefur ákveðið að umsóknir um lóðir fyrir íbúðarhús á bæjarlandinu skuli senda á þar til gerðum eyðublöðum og ennfremur skuli endurnýja fyrri umsóknir, ef þess er óskað að þær haldi gildi. Eyðublöðin fást í skrifstofu bæjai-verkfræðings, Skúlatúni 2, og framfærsluskrifstofunni Hafnar- stræti 20 (Hótel Heklu). Athygli er sérstaklega vakin á því, að allar fyrri umsóknir um lóðir fyrir íbúðarhús, eru úr gildi fallnar. Reykjavík, 14. marz 1958, BORGARSTJÓRINN

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.