Þjóðviljinn - 10.04.1958, Side 3

Þjóðviljinn - 10.04.1958, Side 3
Fimmtudagur 10. apríl 1958 . !!>h)iiu: m‘ mií! J 0(11 .... Ihljlj tif ÞJÍ»VILJINN — (3 Núverandí síjórn Félags róttækra stúdenta tallð frá hægri: Stefán Sigurmundsson stud. pharm., gjaldkeri; Hörður Berg- mann stud. mag., form.; Eyvindur Eiríksson stud. med, ritari. 25 ára aímælisfagnaður Félags róttækra stúdenta verður í Tjarnarkaffi laugar- daginn 12. april n.k. og hefst kl. 9 síðdegis. Meðal dagskrár- atriða verða: Ræða- Skúli Tlioroddsen, læknir. Gluntasöngur. Helgi Skúlason Ieikari les upp. Dans. Stúdentar, eldri seni yngri eru hvattir til að koma og taka með sér gesti. Aðgöngumiðar verða við innganginn frá kl. 5 og eru teknir frá fimmtudag og föstudag milli kl. 4—1 1 síma 16285. I”zta stiórnoiálafélag Háskól- ans —- Féiag rótiækra stúdenta verður 25 ára n.k. sunnudag. Fé- lagið var stofnað 13. apríl 1933 af 17 háskólastúdentum. í fyrstu stjórn voru kosnir Benedikt Tómasson formaður, Björn Sig- urðsson ritari og Sölvi Blöndal gjaldkeri. í fyrstu lögum félags- ins segir að það sé tilgangur þess ,,að styðja og efla hina rót- tæku hreyfingu í háskólanum og þjóðfélaginu og vinna að samein- . ingu hinna róttæku afla í bar- áttunni gegn íhaldi og fasisma fyrir atvinnu. lýðræði og menn- ingu þjóðarinnar“. Innan F.R.S. störfuðu fyrstu . árin stúdentar sem höfðu mis- munandi skilning og skoðun á hinum pólitísku málum þjóðfé- lagsins, kölluðu sig samvinnu- menn, sósíaldemókrata eða kommúnÍKta. Hið sögulega bak- svið samstarfs þeirra innan eins félags var einræðis- og aftur- haldslilhneygingar íhaldsins í Evrópu og á íslandi jafnt innan • Háskólans sem utan. Þessir stúd- entar vildu ekki.una lengur yfir- ráðum ihaldsaflnnna yfir félags- málum og blaðakosti stúdenta, og, nauðsyn samheldni róttækra . og fi jáls vndra sfla gegn fasist- ískum tilhneygingum íhaldsins hefur verið þessum stúdentum vel ljós. Beztan ávöxt bar samfylking- . arbarátta róttækra stúdenta tímabilið 1935—’36 þegar félagið réði meirihluta í stúdentaráði. Við hátíðahöld stúdenta 1. des. 1935 flutti Halldór Kiljan Lax- ness' aðalræðuna og talaði um samfylkinguna, sem málstað fólksins. Á umrótatímunum við upphaf síðustu heimsstyrjaldar komst nokkurt Iqs á Félag róttækra stúdenta. í gjörningaveðri Finna- galdursins sögðú margir hægfara vinstri mé'íin skilið við féiagið og stofnuðu ný félög og síðan hafa sl jórnmálafélögin innan Há- skólans verið jafnmörg og stjórn- málaflokkarnir í landinu. Einn meginþátturinn í starfi F R.S. hefur þó stöðugt verið að fylkja stúdeptum saman gegn íhaldsöfJunum, sérstaklega svik- ráðum þeirra í sjálfstæðismálun- um. Það var F. R. S. sém fyrst pólitísku félaganna í Háskólan- um krafðist þess, að bandaríski herinn hyrfi á brott af íslandi og það var fyrir ötult starf full- trúa félagsins í Síúdentaráði, að útifundir voru haldnir gegn her- stöðvabeiðni Bandaríkjamanna og að ráðið réðist í útgáfu blaðs- ins ,,Vér mótmælum allir“. 25 ára í moldviðri Marshalláranna riðluðust svo fylkingar stúdenta í þessu máli. Merkasti áfanginn í baráttu síðustu ára er tvímælaíaust tíma- bilið 1953—’56 þegar vinstri fé- lögin höfðu meirihluta í Stúd- entaráði og hátíðahöldin 1. des. voru helguð baráttunni fyrir brottflutningi bandaríska hers- ins. f síðustu kosningum til Stúd- entaráðs varð F,R.S. fyrir nokkru áfalli og missti annan fulltrúa sinn í ráðinu. Starfið í vetur hefur því beinzt að því að treysta innviði félags- ins og efla áhrif þess. Félagið hefur haldið uppi fræðslustarf- semi í vetur þar sem fjallað var um pólitísk vandamál sem efst eru á baugi og haldnir hafa ver- ið fleiri félagsfundir en undan- farin ár. Nýlega kom út nýtt tölublað af málgagni félagsins, Nýja stúdentablaðinu. Er það einkum helgað baráttunni fyrir frjálsu landi. Ölafsvíkurbátar fengu ágætan afla um páskana Ólafsvík. Frá fréttaritara Þjóðviljans. Ellefu bátar róa með' net. Á laugardaginn lögðu þeir hér á land 212 lestir eftir tveggja nátta lögn. Aflahæst- ur var Glaður með 24 lestir 290 kg. Hraðfrystihús Kaup- félagsins Dagsbrúnar tók þá móti 116 lestum af 5 bát- um er leggja upp hjá því. Afli Ólafsvíkurbáta í marz- mánuði var sem hér segir: Jökull 222.800 kg. 21 róðrar Þorsteinn 216.300 kg. 19 r. Bjarni Ólafss. 207.920 kg. 25 r. Glaður 206.050 kg. 25 r. Víkingur 168.110 kg. 22 r. Hrönn 166.450 kg. 21 r. Bjargþór 149.260 kg. 21 r. Fróði 144.270 kg. 18 r. Egill 93.810 'kg. 19 r. Mummi 84.840 kg. 20 r. Týr 78.570 kg. Í2 rf'“ ’ Þórður Ólafss. 44.270 kg. 9 r. Aflahæstu bátarnir á vertíð- inni allri eru Jökull með 645. 090 kg. í 62 róðrum, Bjarni Ólafsson með 518.680 kg. í 65 róðrum og Þorsteinn með 513. 520 kg. í 48 róðrum. ‘im re sorpnta ora vegiia Miimingarsjóður um ffiNSK VfSSNDAKONA MI.ÁTUIS ISL. STYRK Ungfrú Ursula Brown, lektor við Sommerville College í Oxford, Englandi, hefur hlotið styrk Kvenstúdentafél. íslands, sem kenndur er við dr. phil. Björgu C. Þoriáks- son. Þjóðleikhúskórinu hefur stofnað minningarsjóð um söngstjóra sinn, Dr. Victor Urbancic hijómsveitarstjóra Þjóðleikhússips, sem lézt 4. þ. m. Sjóður þessi heitir: Minn- ingarsjóður Dr. Vic.tors IJr- bancic, og er ætla.ð að vera í framtíðinni til styrktar íslenzk- um læknanemum sa.mkvæmt síðari ákvörðun í stofnskrá. Með því að uppfylla þessa ósk Dr. Victors Urbancic vill Þjóð- leikhúskórinn heiðra minningu hans og þalcka honum hans ó- metanlegu störf. Framlögum til sjóðsins er fyrst um sinn veitt móttaká hjá dyraverði Þjóð- leikhússins1. Hingað til lands er nýkomin ungfrú Ursula Brown lektor við Somerville CoIIege, og hyggst hún dveljast hér næstu sex mánuði við heimildarrann- sóknir í sambandi við útgáfu þá á Eddu, sem hún nú vinnur að. Kvenstúdentafélag Islands safnaði fyrir nokkrum árum fjárhæð kr. 12.500,— til styrkj- ar, sem veita skyldi erlendri menntakonu, sem legði stund á íslenzk fræði og óskaði eftir að dveljast hér á landi sum- part til náms og sumpart til sjálfstæðra rannsókna. Ákveðið var að styrkurinn skyldi kennd- ur við dr. phil. Björgu C. Þor- láksson, sem á sínum tíma og fyrst norrænna kvenna varði doktorsritgerð við Sorbonne háskóla. Félagið afhenti styrk þennan Alþjcða sambandi háskóla- kvenna til ráðstöfunar handa hæfri konu innan vébanda sinna. Ýmsar umsóknir hafa borizt um styrk þennan á liðnum ár- um, en ungfrú Ursula Brown hefur þótt hæfust umsækjenda og hefur því hlotið stvrkinn. Ungfrú Brown er hámennt- Uð kona og starfar sem lektor Framhald á 11. síðu. Ingi R. og Ingimar efstir í lanetsiiðs- ílokki Biðskákir tefldar í fyrra- kvöld úr 4.-5. og 6. umferð. tJrelit úr 4. umferð: Kári Sólmundsson vann Kristján Theódórsson. Jón Kristjánsson vann Eggert Gilfer. Urslit úr 5. umferð: Kári Sólmundsson gerði jafntefli við Ingimar Jónsson. Skák Hauks Sveinssonar og Inga R. er enn óútkljáð. Úrslit úr 6. umferð: Kári Sólmundsson gerði jafntefli við Jón Kristjánsson. Skák Páls G. Jónssonar og Eggerts Gilfer er óútkljáð. Staðan i Landsliðsflokki: Ingi R. Jóhannsson 5 vinningar og biðskák. Ingimar Jónsson 5 vinningar Kári Sólmundsson 3ý2 v. Halldór Jónsson 3y2 v. Páll G. Jónsson 3 vinningar og biðskák. 7. umferð var tefld í gær- kvöldi. Staðan í meistaraflokki eft- ir 6 umferðir: Jón M. Guðmundsson 5 v. Hermann Jónsson 4 v. Á fundi sem haldinn var í Mæðrafélaginu 31. f.m. var eft- irfarandi tillaga samþykkt: „Fundur í Mæðrafélaginu, haldinn 31. marz 1958, beinir þeirri áskorun tií Iögreglu- stjórans í Reykjavík, að hann geri allt sem í Iiaras valdl stendur til að hsmlra útgáfu og sölu sorprita þeirra, sem ber- sýnilega eru skaðleg til iest- urs börnum og unglingum, en fjöldi slíkra rita eru nú til sölu í veitingálcrám og sæl- gætissölum bæjarins.“ Sænski sendikennarinn, Bo Almipwist, fil. mag., flytur fyririestur, er hann nefnir Ormur Rauði og ísiendinga- sögurnar, í háskólarmm föstu- daginn 11. apríl. Bókmenntir Svía hafa frá fornu fari orðið fyrir miklum álirifum frá íslenzkum fom- bókmenntum, sem Friðþjófs saga Tegnérs og Fólkungatréð eftir Heidenstam bera ljósan vott um. Sú bók um víMnga- aldarefni, sem að vinsældum jafnast við fyrri vinsældir Frið- þjófs sögu, er Ormur Rauði eftir Frans G. Bengtsson. Húni hefur verið þýdd á mcrg mál, þar á meðal íslenzku. Fran.s G. Bengtsson var manua fróðastur um norræn efni. Um meðferð hans á forníslenzkum fyrir- myndurn verður fjallað í fyrir- lestri sendikennarans. Fyxirlesturinn, sem verður fluttur á sænsku, hefst kl, 8.30 e.h. í I. kennslustofu háskól- ans. Öllum er heimiil aðgangur. Vilskipfðsanmingur við Dani 2. apríl sl. var undirritaö' í Reykjavík samkomulag um viðskipti milli íslands og Danmerkur fyrir tímabiliö 15. marz 1958 til 14. marz 1959. Heildarafi Isafirði. Frá fréttaritara Þjóðviljans. Afli Isafjaxðarbátanna í marzmánuði, svo og heildarafli þeirra frá veti'arvortíðarbyrjun er þessi: Samkomulagið undiiritaði fyrir Islands hönd Guðmundur I. Guðmundsson utanríkisráð- herra og fyrir hönd Danmerk- ur E.A. Knuth greifi, ambassa- dor Dana á Islandi. Samkomulagið er í aðalatrið- um sama efnis og fyrra sam- komulag, en skapar þó mögxi- leika fyrir auknum útflutningi niðursoðinna fiskafurða frá Is- landi til Danmericur, svo og fyrir útflutningi frá Islandi til Danmerkur á frystum rækjum og frystum fiskflaka afskurði. Róðrar heildafli róðra- Bátur Iestir í marz lestir fjöldi Guöbjörg 198 21 445 60 Gunnvör 163 21 394 58 Gunnhildur 162 20 387 59 Ásbjörn 142 20 348 58 Ásúlfur 110 279 Már 120 20 275 55 Sæbjörn 132 20 195 40 Auöhjörn 73 12 179 41 Víkingur 42 11 97 32 Víkingur1 er aðeins 13 lestir að stærð. Auðbjöm varð fyrir vélarbilun og tafðist af þeim sökum. Sæbjöm varð eirmig fyrir töfum og er róðrafjöldi þeirm því lægri en hinna bátanna. >

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.