Þjóðviljinn - 10.04.1958, Qupperneq 4

Þjóðviljinn - 10.04.1958, Qupperneq 4
4) — ÞJÓÐVILJINN — Fimmtudagnr 10. apríl 1958 IjCSKULVI>S I pirail. Ritstjórn: Loftur Guttormsson (áb), Hörður Bergmann, Sigurjón Jóhannsson Spjallað við Á mótum Laufásvegar og Hringbrautar stendur gamalt og guit 'timburhús, þriggja hæða. Innan veggja þess situr á skólabekk fólk það, sem inn- an tíðar mun snúa við blaðinu og setjast sjálft í trónur skóla- stofanna. Þetta er Kennara- skóli íslands. Æskulýðssíðunni lék forvitni á að ná tali af einum fulltrúa þessarar stofnunar. Samband- inu var náð niðri á Gildaskála, þar hittum við að máli. Valgeir Gestsson, sem nýlátið hefur af formennsku skólafélagsins. Yfir kaffibolianum iátum við spurningum rigna. Hvað er langt liðið frá stofn- un skólans, Valgeir? Þetta er 49. starfsárið hans, svo hann á hálfrar aldar af- mæli á næsta ári. Fyrsti skóla- stjórinn var séra Magnús Helgason, en í vetur voru 100 ár liðin frá fæðingu hans, eins og þið ef til vill munið. Frey- steinn tók svo við af honum, 1929. Svo beir hafa báðir ríkt lengi. eins og sagt er um kon- unaa. Já, það getur maður sagt. Hefur skólinn frá upphafi verið til húsa þar sem nú er? Já, þetta hús var byggt með stofnun hans fyrir augum. Það er því ekki að furða. þótt það sé orðið þrönat um hann þarna nemendur eru náttúrlega fleir' en í byriun, einum bekk hefur verið bætt við — áður voru þeir bara þrír — og svo er kennslan orðin mikið marg- þættari en áður. Nú er til dæm- is starfandi sérstök stúdenta- deild, handavinnudeild or meira að segja söngkennara- deild. F.r þá ekki í ráði að reis? nýtt hús? Jú. bað er begar byrjað á því. mig minnir það eisi að standa við Stakkahlíð. í nýju bygeingunni er gert ráð fyrir heimavist vegna þeirra. sem koma utan af landi, en beir eru ekki svo fáir. Það verður í a'Ia staði mikill munur. Nemendur eru nú hv.að margir? Þeir munu vera um 120 al's, hafa samt oft verið fleiri. Við erum t.d. ekki nema 13 í fjórða bekk, en aftur á móti eru 20 í stúdentadeildinni. Þar af er aðeins einn karlmaður og í flestum bekkjum er það svo, að stúlkur eru í meirihluta. Það lítur sem sé út fyrir, að þær séu að sækja á innan kennarastéttarinnar. Eg held við karlmennirnir þurfum sam't ekkert að óttast veldi þeirra, því margar heltast fljótlega úi lestinni, þegar hjónabandið kallar á. Hvað um ínntökuskilyrði? Ekki er beinlínis krafizt keimaraefni landsprófs, þó æskilegt sé að hafa það, því hinir geta tekið inntökupróf upp í fyrsta bekk, sem jafngildir nokkurn veginn landsprófinu. Annars er kennsl- an mjög almenns eðlis fyrst í stað, tungumálin þrjú, enska danska og þýzka eru kennd þrjá fyrstu veturna, sama er að segja um lesgreinarnar svo- nefndu. íslenzka og kristin- fræði eru hins vegar kenndar alveg upp úr. Svo þið verðið orðin fullgild- ir teologar áður en lýkur. Ekki segi ég það kannski, en við lesum sögu ísraelsþjóðar- innar og Markúsarguðsþjall á- samt skýringum og Kirkjusögu o.fl. Nú, í fjórða bekk tekur svo ýmislegt nýtt við, svo sem uppeldis- og sálarfræði, skóla- saga o.fl., að ógleymdri æfinga- kennslunni. Hana sækjum við í ýmsar áttir, einna helzt í skóla ís.aks Jónssonar. Er ekki erfitt að kenna mönnum að kenna? Jú, í því sem öðru verður Valgeir Gestsson, náttúrlega reynslan manns bezti kennari. En engu að síð- ur er það ómetanlegur styrkur að fá nokkra leiðsögn við kennsluna, svo maður vaði ekki alveg blint í sjóinn, þegar til kastanna kemur. Þetta eru gamalreyndir kennarar, sem leiðbeina okkur og gagnrýna, þegar ástæða er til. Kennslu- prófið er svo stór liður í loka- prófinu. Faila menn ó því? Nei, það ltemur sjaldan fyrir. Það er þá helzt á fyrsta bekkj- ar prófinu, að svo gelur farið, en það telst sem sagt til und- antekninga. Þurfið þið nokkru að kvíða um atvinnu að námi loknu? Það held ég tæplega. A.m.k. hafa fræðsluyfirvöldin hér gef- ið mínum bekk góð orð, það virðist vera vöntun á kennur- um fremur en hitt. Flestir vilja að sjálfsögðu komast að hér í Reykjavík og því er ekki víst að öllum verði að þeirri ósk sinhi. En það er áreiðanlega engúrh vandkvæðum bundið að fá starf úti á lándi. Hvað viltu svo segja okkur um félagsskapinn í skólanum? Skólafélagið er þar leiðandi og skipuleggur alla aðra félags- starfsemi, það gengst fyrir mál- fundum, íþróttaiðkunum og á snærum þess eru haldnar nokkrar hefðbundnar skemmt- anir á hverjum vetri, svo sem kynningarkvöld, fullveldisfagn- aður og árshátíð, auk nokkurra dansæfinga. Líka er starfandi öflugt bindindisfélag, en það er alveg óháð sjólfu skólafélag- inu. Þið, sem standið fyrir því, virðist aldeilis hafa nógu að sinna. Og er svo dálítill kraft- ur í félagslífinu? Bæðu þá. sem liér fer á eítir flutti Jóu Hannibaisson á síðasta fundi hernámsand- stæðinga í Gamla bíói. Vísasti vegurinn til glötunar er að láta staðreyndir, hversu alvarlegar sem þær kunna að vera, skejfa sig frá að hugsa skýrt, og grípa þess í stað dauðahaldi í blekkingar, sem ekki eiga sér stoð í veruleik- anum. Frammi fyrir staðreynd- um atómaldar heitir það að binda ráð sitt við refshala, er smáþjóðir setja traust sitt á herbækistöðvar, sem munu ekki einasta hrynja sem sþilaborgir, þegar á hólminn kemur, held- ur magna tortímingarhættuna um allan helming. Vilji þær ekki láta skeika að sköpúðu um afdrif sín, hljóta þær nú að spyma við fótum og hugsa ráð sitt að nýju; hætta að láta stríðsóð stórveldi leiða sig sem lömb til skurðar. Smáþjóðir veraldarinnar kunna að hugsa engu síður en hinar stærri. Þær hljóta meira að segja að hugsa mjög á sama veg: Sú gerbylting sem orðin er í vopnabúnaði sannar þeim, að fylgispekt við hemaðarbrölt stórvelda etur þeim út í op- inn dauða. Reynsla seinustu ára sýnir, að þær þjóðir sem frá upphafi kusu að standa á eigin fótum utan hernaðar- bandalaga, búa nú við meira öryggi og áhrif, og því fleiri þjóðir sem fara að dæmi þeirra, þeim mun vænlegri frið- arhorfur. Þess vegna á hlutleysisstefn- an nú sívaxandi fylgi að fagna um allan heim og þess vegna hrikktir nú hvarvetna í feyskn- um stoðum herbandalaga. Ekki minni stríðshetjur en vígnaut- ar okkar í Nato, Bretar og Þjóðverjar, þykjast nú sjá fram á, að þeir kembi ekki hærurnar ef lengra verður haldið á sömu braut. Allar staðhæfingar skamm- sýnna stjórnmáiamanna um að hlutleysisstefna sé úrelt og úr sögunni, stangast því óþyrmi- lega á við staðreyndir. Tilraun- Já, já, eftir því sem við er að búast í skóla sem þessum. Þar sem heimavist er engin, verða tengslin milli nemenda auðvitað lausari en ella og því miklu erfiðara um vik. Hér eru menn komnir á þann aldur, að þeir fara að sækja skemmtanir úti í bæ, skólinn er ekki leng- ur eina athvarfið, en þetta gengur samt allt bærilega. Það má heyra óónægjuraddir út af því, að ekki hefur tekizt að halda reglulega málfundi í vet- ur. Kannski er ein orsökin sú, að stúlkumar eru í meirihluta í efstu bekkjunum, en þær hafa nú löngum þótt afskipta- litlar á slíkum samkomum. Af gamalli reynslu tökum við undir þessi orð Valgeirs. Ja, ég var næstum búinn að gleyma sjálfu stolti skólafélags- ins, Örvar-Oddi. Það er blað, ir þeirr.a til að lýsa hlutleysi hættulegt og jafnvel siðferði- legt afbrot, eru með samá marki brenndar. Eins og það þykir sjálfsögð skylda húsráð- enda, að loka dyruni sínum fyr- ir óeirðarmönnum og yfirgangs- seggjum, sem ógna íbúunum með barsmíð og limlestingum, eins er lilutleysi ekki aunað en viðleitni hiu.ua máttarminni þjóða til að gæta lífs og lima, eigna og réttinda fyrir tortíiu- ingu styrjaldarþjóða. Aldrei hefur þetta verið jafn brýnt og nú. Þess vegna er hhitleysisstefnan vegurinn úr sjálfheldunni; pólitísk stað- reynd, sem taka verður fullt tillit til. 1 ljósf þessara nýju viðhorfa verða íslendingar nú að hugsa ráð sitt að nýju. Og þeim ríður á að hugsa skýrt frammi fyrir þeim hrollköldu staðreyndum, sem við blasa; útlendar lier- bækistöðvar kalla dauða og tortímingu yfir land og þjóð; allt tal Um vernd í því sam- bandi" er öfugmæli og stað- Ieysustafir. Við eigum ekkert erindi á bekk með marskálkum og hers- höfðingjum hverju nafni sem nefnast. Okkar staður er í sveit þeirra hlutlausu þjóða, sem hafa gert mólstað friðar og vinsamlegra samskipta að sín- um Með því móti gætum við lagt fram okkar skerf til að lina heljartökin og draga úr spennunni í alþjóðamálum. Allt annað er í hróplegri mót- sögn við hagsmuni okkar og til- veru sem frjálsrar þjóðar. Ályktun Alþingis fyrir tveim árum var spor í rétta átt og vakti miklar vonir. En þær vonir hafa enn ekki rætzt. Tveir stjórnarflokkanna, Fram- sókn og Alþýðuflokkur, hafa Aðaifundur ÆFA Aðalfundur Æskulýðsfylking- ar Akianess (Æ.F.A.) var hald- fnn í Baðstofunni þann 5. apríl. Kosin var ný stjórn og skipa hara þessir menn: Formaður: Iiuldar Smári Ás- mundsson, ritari Halidór Hall- freðsson, gjaldkeri Arnmundur Backmann, varaformaður Guð- jón Hafliðason, ineðstjórnend- ur Þórir Marinósson og Ragn- ar Ragnarsson. sem hóf göngu sína strax fyrsta skólaárið og hefur hald- ið henni áfram í öll þessi 49 ár. Það eru áreiðanlega ekki allir skólar, sem geta státað af því að hafa eignazt sitt eigið blað í vöggugjöf. Eins og þið getið ímyndað ykkur, er þar að finna nöfn margra nú þjóð- kunnra manna. Örvar-Oddur hefur alltaf verið nokkurs kon- ar þverskurður af skólalífinu og í hann hafa menn úthellt andagift sinni. Útgófa hans hefur verið með allra blómleg- asta móti í vetur, því nú eru þegar komin út þrjú blöð. Með- an svo er, held ég að Örvar- Oddur þurfi ekki að óttast um hag sinn. En nú er kaffið á þrotum og þótt upplýsingar Valgeirs séu lítt þrjótandi, verðum við að láta staðar numið. Um leið og Framhald á 11. síðu. neitað kröfu Alþýðubandalags- ins um að samningar verði teknir upp og málið útkljáð. Ekkert hefur gerzt, sem rétt- læti þessi vinnubrögð og eng- ar mótbárur þessara flokka hafa við rök að styðjast. Þessi fundur og þessi samtök eru til þess stofnuð, að þeir stjórn- mólaforingjar, sem hlut eiga að máli sjái sér fyrir beztu að standa við orð sín. Við vitum að ýmsir ætla, að samtök sem þessi fái litlu um þokað. En það er ekki rétt. Þvert á móti er það gamalt húsráð við stjórnmálaforingja, sem vilja hlaupast frá loforð- um sínum, að lát.a þá finna á- þreifanlega, að því verði ekki unað. Þess vegna ríður á, að sem flestir aðilar taki nú höndum saman í þeim bjarg- fasta ásetningi, að knýja fram lausn á þessu lífsnauðsynja- máli þjóðarinnar. Ef nokkrum rennur blóðið til skyldunnar, að bregðast vel og drengilega við þessari liðs- bón, þá er það íslenzkri æsku; þeirri æsku, sem man ekki aiuiað en hersetið ísland. Það er tími til kominn, að liún láti mólið til sín taka og ef nokkur manndómur er í henni, þá þol- ir hún ekki land sitt í hers höndum fram á elliár. Við, sem erum heimagangar í salarkynnum Menntaskólans í Reykjavík erum nær daglega minnt á einhvern sögufrægasta viðburð íslenzkrar þjóðarsögu, sem þar varð fyrir rúmum 100 árum. I þejm sama sal, sem nú er hátíðarsalur skólans hefur íslenzkur manndómur risið hæst. Þar mótmælti Jón Sig- urðsson i nafni alþjóðar ger- ræði útlendra yfirgangsmanna og gervöl) þjóðin tók undir mótmæli hans. Jón Sigurðsson og samtímamenn hans kunnu að hugsa skýrt, þótt vanda bæri að höndum og þeir höfðu einurð og manndóm til að standa við orð sín, þrátt fyrir ógnir og ofurefli. Það er hlutverk þeirra sam- taka, sem nú verða mynduð, að kenna þeim, sem þess þurfa með, að hugsa skýrt andspæn- is ógnum vetnisvopna og her- stöðva. Og jafnskjótt munu út- lendir hermenn verða á bak og burt af íslandi. Vegurinn úr sjátíhei ©

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.