Þjóðviljinn - 10.04.1958, Qupperneq 9
Fimmtudagur 10. apríl 1958 — ÞJÓÐVILJINN — (9
Frá 21. Skíðamóti Islands:
Jón Kristjansson vann 30 kni göngn
Haraldur Pálsson kom á óvart og varð 2.
* ÍÞRÓTTIR
gtlTSTJORJ: FRtUANK HEUSASO* *
. (Niðurlag)
Á mánudagsmorgun fór
fram mesta þrekraun móts
þessa sem er 30 km ganga.
Fór hún fram á heiðinni fyrir
ofan Skíðaskálann og var lögð
þar í nokkrum sveigum. Færi
var allsæmilegt og veður gott.
Jón Kristjánsson fór fyrstur
i brautinni allan tímann, því
að hann hafði rásnúmer 1 og
kom í mark með um tveggja
mínútna betri tíma en næsti
maður. Lengi. vel var Gunnar
Pétursson í öðru sæti, fylgdi
Jóni fast eftir og var talinn
öruggur um að ná í önnur
verðlaun. En gamalkunnur
skíðakappi hafði ekki sagt sitt
síðasta orð, það var Haraldur
Pálsson. Hann tók mjög góð-
an endasprett sem Gunnar sá
ekki við og kom rúmri hálfri
mínútu á undan í marlc. Var
þetta vel af' sér vikið af Har-
aldi og sýnir að þótt árin
færist svolítið yfir þarf ekki að
vera að allur glans sé farinn
af.
Þetta sannaði einnig fjórði
maður í þessari göngu sem var
Steingrímur Kristjánsson Þing-
eyingur. íþróttasíðan hefur það
fyrir satt að hann sé orðinn
43 ára, og að hann hafi ekki
byrjað að æfa með keppni fyr-
ir augum fvrr en fyrir 3—4
árum. Sé þetta rétt er þessi
frammistaða afrek útaf f.yrir
sig, og eins árangur hans í 15
km göngunni.
Eins og fyrr segir hafði Jón
Kristjánsson forystu í göngunni
allan tímann og þó hann hafi
orðið að ryðja brautina sem
talið er verra en að koma á
eftir þá var sigri hans aldrei
ógnað.
Orslíf urðu þessi:
Jón Krisi iánsson H S-Þ. 108 58
Ilaraldnr Pnlsson Kvík 110 53
var Karolína Guðmundsdóttir
frá P.eykjavík. Tími hennar
var 65.5 sek.
EvSteinn Þórðarson vann
svigið með yfirburðum
Síðasta keppni þessa. 21.
skíðalandsmót var svig karla
og fór það fram í Hamragili
við Kolviðarhól. Brautin var
500 m löng með 270 m falli
og alis voru 58 hlið í braut-
ínni. Þarna voru samankomriir
allir beztu svigmenn landsins
svo vitað var að keppni yrði
mjög hörð. Færi var nokkuð
þungt en þó allgott, og það
merkilega var að brautin var
betiú í síðari umfei'ð en í
beírri fvrri. Evsteinn Þórðarson
var í sérflokki og var 5,5 sek.
á undan næsta manni sem var
Stefá.n Kristiárissón. E'ysteinn
hafði einnisr bezta brantartima,
sem var 56.8 sek. en Stefán
•kom næstur með 59.8 sek. Þriðji
var Einar Válur með 60,4. Það
gefur svolítið til kynna hve
keDpnin var iöfn að aðeins 0,2
sek. skilja þá Stefán og Einar
Val að og næstu þrír menn
eru allir á RÖmiy sekúndunni.
Magnús Guðmundsson var of
ákafur í fvrri ferðinni og datt
en síðari ferð hans var góð.
Úlfar Skæringsson var með
fiórða bezta tíma eftir fyrri
ferðina en datt illa í þeirri
semni og hætti.
ÚrsHt urðu hessi:
Evsteinn Þórðarson Rvík 117.0
Stefán KrHti'inssrm R.vík 122.5
Finar V. Kristiáns. Ólfj. 122.7
Ri"rn Helsrason ísafj. 125,1
Hjálmar Stefánsson Ak. 125.2
Svanberg Þórðarson Rvík 125,8
Alpa-þríkeppnina
unnu Magnús og' Marta
1 sambandi við hinar svo-
nefndu alpagreinar, sem eru
þrjár að tölu, er keppni um
bezta samanburðarárangur í
þeim. Aðeins þeir sem ljúka
keppninni í þessum greinum
öllum koma til greina.
Þó að keppandi sigri í einni
grein, ef hann hefur ekki iokið
keppni í annarri eða ekki tekið
þátt í henni, þá telzt sá hinn
sami ekki með þegar stig eru
reiknuð út.
Það munaði litlu- að það yrð’
Magnúsi Guðmundssyni dýrt afi
detta í svigkeppninni á mánu-
dag, en hann var fljótur að átta
sig og tími hans nægði til að
tryggja honum fyrsta sætið.
Eysteinn fékk svo slæman tima
í bruninu að þrátt fyrir sigra
lians í hinum greinunum hreppti
hann neðsta sætið.
- Stefán Kristjánsson sýndi áð
•hann er mjög öruggur skíða-
maður og er í öllum kepþnum
sínum í fremstu röð, og saman-
lagt í öðru sæti. Hínn ungi
Svanberg er í þriðja sæti og
sýmr að hann er meðal okkar
efnilegustu svigmanna, af mörg-
um efnilegum víða að.
Marta er vel að sigri sínum
komin og er eini Iteppandinn
sem tekur þrjú meistarastig á
mótinu. Frammistaða Karolínu
er líka athyglisverð. Hún hefur
lieimilis- og móðurstörfum að
sinna og verður auk þess að
þjálfa sig og búa sig undir
keppni.
Stig í alpa-þrikeppninni:
Konur:
Marta B. Guðmundsd. ís.af. 0
Karolína Guðmundsd. Rvík 6,25
Karlar:
Magnús Guðmundss. Ak. 12,23
Stefán Kristjánsson Rvík 13,48
Svanberg Þórðarson Rvík 16,25
Hjálmar Stefánsson Ak. 26,84
Hér eru peir félagamir Skarphéðinn Guðviundsson, Ale
Laine og Jónas Ásgeirsson. Skarphéðinn sigraði í ár í
stökki — Jónas í fyrra, en Ale liefur þjálfaö pá báða -aö
undanförnu. — (Sjá íþróttasíðu) — Ljósm. Frím. Helgas.
Einar V. Kristjánss. Ólfj. 33,15
Hákon Ólafsson Sigluf. 37,94
Brotið blað í sögu skíðastökks
Um langt slteið má segja að
ekki hafi verið framför í skíða-
stökki og hefur það eklii þolað
samanburð við t. d. alpagrein-
arnar. Á móti þessu mátti sjá
ef að líkum lætur, að nú hafa
orðið þáttaskil í skíðastökki
hér á landi. Má þar fyrst henda
á það hvernig liinir yngstu
stökkvarar stukku. Þeir hafa
sýnilega og áberandi tekið
kennslu hins finnska kennara,
sem kennir finnska stökklagið.
Var ánægjulegt að sjá þessa
ungu meiui sem þegar voru
búnir að ná furðu miklu valdi
yfir stökkum sínum, enda er
þetta aldurinn sem er móttæki-
legur og þeir ekki fastmótaðir.
Hinir eldri eru svo að segja
allir með hið gamla stökklag
nema Skarphéðinn Guðmunds-
son sem varð sigurvegari að
þessu sinni.
Hann hefur eins og áður
hefur verið frá sagt tileinkað
sér þetta nýja stökklag og er
í sérflokki. Hann er enn korn-
Framliald á 11. síðu.
Hundar — Kvæði Jakobínu Sígurðardóítur —
Brot úr tveimur kvæðum.
Gunnar PétuHwon ls?,f. 111.26
Steingr. Kristjánsson H.S Þ.
112.10
Jóhann Jónsson H.S S. 113 20
Árni Höskuldsson ísaf. 114.04
Jakobína Jakobsdóttir
vann hrunið
Brunkeppni kvennanna sem
fresta varð á laugardag í
Skálafelli, fór fram á mánu-
dag og þá í Skarðsmýrarfjalli
við Kolviðarhól. Úrslit urðu
•þau að Jakobína Jakobsdóttir
sigraði með nokkrum yfirburð-
um, tími hennar var 61.3. Næst
kom Marta B. Guðmundsdóttir
á 64.5 sek. og í þriðja sæti
Drengj'ahlaupiS
Hið árlega drengjahlaup Ár-
manns fer fram sunnudaginn
fyrstan í sumri, (27. apríl).
Keppt verður í 3ja og 5 manna
sveitum um bikara, sem Eggert
Kristjánsson stórkaupmaður og
Jens Guðbjörnsson hafa gefið.
Undanfarin tvö ár hafa Keflvík-
ingar farið með sigur af hólmi
í þessari keppni.
Öllum félögum innan Í.S.Í. er
heimil þátttaka í hlaupinu og
skal hún tilkynnt stjórn frjáls-
íþróttadeildar Ármanns viku fyr-
ir hlaupið.
VONANDI hafið þið lesið
rækilega hið ágæta kvæði
Jakobínu Sigurðardóttur í
blaðinu um daginn. Jakobína
er allsérstætt skáld, Ijóð henn-
ar eru sterk eins og stuðlaberg
íslenzkra fjalia, heit eins og
ættjarðarástin og mögnuð ein-
hverri kynngi, sem gerir það
að verkum, að þau orka sterkt
á lesendur. Það leynir sér held-
ur ekki að verðlaunaritstjóri
Morgunblaðsins. hefur þótzt
finna ýmislegt sameiginlegt
með sér og hvolpinum í síðasta
kvæði Jakobínu, enda síz't
furða þótt erindi sem þessi
komi óþyrmilega við suma
stjórnmálamenn:
„Hættur að gjamma, greyið, —
og hvað er nú þetta?
Flaðrar þú upp um öþokkann,
afmánin þínT
Svei þér! Og svei þér aftur!
Sízt skal þér verða
þægileg þóknun mína.
Þú áttir þó eitt sinn að heita
íslenzkur hundur.
íslenzk er á þér rófan,
íslenzkt þitt gamla trýn.
— Ekki vissi ég annað. —
Og íslenzk var móðir þin.“
KVÆÐI Jakobínu minna mann
stundum á Bólu-Hjálmar; sbr.
„Ef synir móður svíkja þjáða/
sverð víkinga mýkra er.“ -------
Og þeir, sem unnið hafa til
slíkrar ádrepu, sem þeim er
búin í þessum ljóðum, eru ekki
svo skyni skroppnir, að þeir
skilji ekki, hvert skeytunum er
beint; ekki svo steinrunnir, að
þeir kenni ekki nokkurs sviða,
er skeylin hæfa þá, — ekki
allir að minnsta kosti. — En
þegar ég las kvæði Jakobinu,
datt mér ósjálfrátt í hug annað
kvæði, sem kom á prent í
kvæðabók fyrir tveimur árum
eða svo. Það kvæði er raunar
hvorki jafn-sterkt eða kynngi-
magnað og ljóð Jakobínu, en
það fjallar um hunda, og hér
eru nokkur erindi úr því:
„Mikið lifaridis undur leiðast
mér
þessir háværu huridar,
heimskir hundar, sem gelta
hátt oy lengi að hverju sem er.
Eins hefur mér löngum leiðst
að sjá
lafmóða hunda elta
kafloðið skottið á sjálfum sér.
Og rótgróið hatur hef ég fest
á litlum, lævísum hundum,
slægvitrum hundum, sem
smjaðra
fyrir þeim, sem mega sín mest.
Eins gera mér löngum gramt
í hug
geðlausir hundar, sem flaðra
með hundslegri bliðu upp um
heldri gest.
Og guð veit, að ekki geðjast
mér
huglausir smalahundar,
þægir hundar, sem hlýða,
ef á saklausa kind þeim
sigað er,
heiglar, sem glefsa í liæla
manns,
og að húsbóndaus fótum skríða
með lafandi skott milli lappa
sér.
Og fútt ég aumkunarverðara
• veit
en gjammandi glefsitikur.
snuðrandi senditíkur,
rægitungur i rakkasveit.
Og ég gæti drepið, ó, drottinn
minn,
þessar dáðlausu beinatíkur,
sem á búrdyrnar mæna í
bitateit.
Þó hatast ég mest og heitast.
við
þess.a andskotans auðmjúku
hunda,
þessa vesælu gar-ma, sem velta
sér á bakið og biðja um grið;
bessa hunda, sem rangiætiö
heyra og sjá,
en heykjast samt á því að gelta
af ótta vi3 sultinn og
svartHoIið.“
JÁ, það hefur verið ort um
hundana á ýmsá leið, bæði þá,
sem hættir eru að gjamma og
eins hina, sem gjamma ennþá.
Enda er það sannast mála, að
,.það eru fleiri hundar svartir
en hundurinn prestsins-1, í
fleiri en einutn skilningi.