Þjóðviljinn - 26.04.1958, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 26.04.1958, Blaðsíða 3
Latigardagur 26. april 1958 — ÞJÓÐVILJINN — (3 kallandi holræsis- ir 43J Fjárfrekasta og sfœrsta verkefniS er lagning Fossvogsrœsis - áœtlaSur kosnaSur 7 millj. í sambandi við undirbúning fjárhagsáætlunar Reykja- víkur fyrir yfirstandandi ár og ákvarðanir um verklegar framkvæmdir í ár, hefur bæjarverkfræðingur samið’ og sent bæjarráði yfirlit og kostnaðaráætlun um þau verk- efni sem aðkallandi eru í holræsamálum bæjarins. Er áætlun þessi flokkuð í þrjá kafla, í fyrsta lagi holræsa- verk sem þegar ér byrjað á, í öðru lagi holræsagerð vegna lóðaúthlutunar, sem þegar hefur farið fram, og í þriðja lagi „önnur holræsaverk". Samtals er kostnaður við þessar framkvæmdir áætlaður kr. 43.710.000 00 en stærst og fjárfrekast einstakra verkefna er lagning Foss- vogsræsis sem áætlað er aö kosti 7 milljónir króna. Kostnaður við að vinna verk, sem byrjað er á, er áætlaður 8,4 millj. kr., við holræsagerð vegna lóðaúthlutunar, sem þegar hefur farið fram 16 millj kr. og við „önnur holræsaverk" 19,2 millj. kr. í fyrsta flokknum er fjár- frekasta framkvæmdin Kringlu- mýrarræsið nýja, upp á 5,4 millj. kr. og holræsi frá Háskólahverfi, upp á 1,4 millj. kr. í öðrum flokknum er Fossvogs- ræsið dýrast, áætlað 7 millj. kr. eins og fyrr segir, þá Kapla- skjólsræsi 2 millj. kr. og ræsi frá Elliðavogi til sjávar 1 millj. 250 þús. kr. f þriðja flokknum („önnur holræsaverk“) er aðalræsi frá Elliðavogshverfi kostnaðarfrek- ast, þ. e. 2,4 millj. kr., þá fram- hald Ægissíðu (Þverv. — núv. útrás frá Baugsvegi) 1,5 millj. kr., Elliðavogur (Skeiðarvogur — A-gata) 1,3 millj og Elliða- vogur (Langholtsvegur — aðal- ræsi) 1,2 millj. kr. Misjafnlega nákvæmar Skýringar um einstök atriði á- ætlunarinnar fylgja af hálfu bæjarverkfræðings. Einnig er tekið fram að áætlanir um kostn- að einstakra holræsafram- kvæmda séu mjög misjafnlega nákvæmar, þar eð fyrir sumar af framkvæmdunuin hafi ekki enn verið gerðar verkfræðileg- .ar áætlanir og hljóti því kostn- aðaráætlanir þeirra að vera mjög lauslegar. Auðsætt er þó að hol- ræsamálin eru orðin hið erfið- asta viðfangsefni vegna hinnar miklu útþenslu byggðarinnar á undanförnum árum. í ár er gert ráð fyrir að verja til þessara framkýæmda 11. millj. kr. í stað opna skurðarins Fossvogsræsið, sem oft hefur verið minnzt á, á að koma í stað- inn fyrir hinn opna skurð sem nú tekur við frárerinsli frá Bú- staðahverfinu og raðhúsahverf- inu. Byggð þarna fer sífellt vax- andi og til viðbótar tilheyrir svo þessu vatnasvæði byggðin norð- an í Kópavogshálsi, sunnan Hafnarfjarðarvegar. í norðan- verðum Fossvogi er svo Bæjar- sjúkrahúsið í byggingu og byggð fyrirhúguð á hálsinum þar norð- Ur af. Ailt rekur þetfa á eftir því um að leysa þetta vandamál ann- að hvort með byggingu hreinsi- stöðvar er hreinsaði skólpið áður en það rynni í Fossvoginn eða með því að leggja leiðslu langt í sjó fram. Sérstakt vatnasvæði í skýringum bæjarverkfræð- ings um fyrirhugað Fossvogs- ræsi segir svo í áætluninni um holræsaframkvæmdirnar: „Fossvogsdalurinn myndar sér- stakt vatnasvæði. Takmörk þess að norðan er hæðahryggurinn milli Öskjuhlíðar og Bústaða- hæðarinnar (hér um bil þar sem hitaveitustokkurinn er), að sunn- an Digranesháls og Kópavogs- hóls, en að vestan Reykjanes- braut, Vatnasvæði þetta, sem nú hefur afrennsli í Fossvogslæk og með honum síðan út í Fossvog, er um 313 ha. að flatarmáli. (Til samanburðar: Reykjavík „innan Hringbrautar" er um 204 ha.) Af þessu vatnasvæði Foss- vogslækjar eru um 58% í Reykjavík en um 42% í Kópa- vogskaupstað. Úr litlum hiuta Fossvogsdals rennur vatn til austurs, í Elliðaárnar, en um það svæði er ekki rætt frékar hér. Þrjú bæjarhverfi Undanfarna áratugi hefur Fossvogsdalurinn að mestu léyti verið notaður til búskapar, skiptur í erfðafestulönd. Á síð- ustu árum hafa risið upp þrjú bæjarhverfi á umræddu vatna- svæði, tvö þeirra í Reykjavík (Bústaðahverfið og Raðhúsa- hverfið) og ejtt í Kópavogi (hverfið á Kópavogshálsi, innan Hafnarfjarðarvegar). Frárennsli frá þessum hverfum er þannig háttað nú: 1. Frá Bústaðahverfi fer frá- rennslið í holræsi, sem ligg- ur í Réttarholtsvegi og nær niður undir Fossvogslæk. Skólpið fer í lækinn og með honum til sjávar. 2. Frá Raðhúsahverfi fer frá- rennslið í bráðabirgðaholraesi , í framhaldi Tunguvegar nokk- uð niður fyrir Bústaðaveg, síðan í opnum skui’ði niður í Fossvogslæk. 3. í þriðja hverfinu, sem er í Kópavogskaupstað, hafa hol- ræsi verið lögð í sumar göt- urnar. Mun meirihluti hús- anna vera tengdur við þessi ræsi, en frá öðrum húsum fer skolpið með meira eða minna frumstæðum útbúnaði, stund- um gegnum rotþró. Frái’ennsl- ið sígur sumt í jörðina eða þá rennur ofanjai’ðar. Heizta hol- ræsið er í vestari hluta Álf- hólsveg.ar. Þaðan liggja tvö holræsi niður fyrir Nýbýlaveg og rennur skolpið úr þeim i Framhaid á 10. síðu. Félog garðyrkjumanna minn- ist 15 ára afmœlis í kvöld Helzia baráttamál íélagsins heíur lengi ver- i3 eg er ean að fá garðyrkjuna viðurkennda sem iðngrein Félag’ garðyrkjumanna verður 15 ára 27. júní n.k. en vegna mikilla anna hjá stéttinni á þeim tíma verð- ur afmaslisins minnzt í kvöld með samsæti í Sjómanna- skólanum. í tilefni afmæiisins hitti Þjóð- viljinn að máli í gær formann félagsins, Björn Kristófersson, og Ilaukur Kristófersson fékk hjá honum eftirfarandi upp lýsingar xim félagið og starfsemi þess: Félag garðyrkjumanna var stofnað 27. júní 1943. Daginn eft- ir gekk félagið í Alþýðusamband íslands og hefur verið sam- bandsfélag þess síðan. Fyrstu árin auglýsti félagið kauptaxta, sem félagsmenn unnu eftir. Fé- lagið náði fyrstu samningunum við atvinnui-ekendur 1946 og hafia þeir verið endurmýjaðir síðan með nauðsynlegum breyt- ingum. Strax á stofnfundi var lögfest- ing garðyrkjunnar sem iðngrein- ar á dagskrá rneðal félagsmanna. Hefur svo verið jafnan siðan þótt ekki hafi enn tekizt að fá því framgengt. Má segja að þetta hafi frá upphafi verið helzta baráttumál félagsins þegar kjaramálunum sleppir. Enn er þetta mikið óhugamál garðyrkju- Hallbjörg Bjarnadóttir Hallbjörg endur- lekur skeíumtun sína í kvöld Hallbjörg Bjarnadóttir bélt skemmtun í Austurbæjarbíói sl. þriðjudagskvöld fyrir troðfullu húsi áheyrenda. Listakonunni var ákaft fagnað og mest er hún hermdi eftir ýmsurn fræg- um söngvurum og söngkonum: Paúl Röbeson, Eartha Kit, Jos- að leysa þurfi holræsisvandamál- ‘ ephine Baker, Maríu Callas, ið til frambúðar. Eru þó á því ýmsir erfiðleikar, m. a. vegna þess að róðgert liefur verið að rxorðurströnd Fossvogsins verði í fnamtiðinni sjóbaðstaður Reyk- víkinga. Hefur helzt verið rætt Stefáni Islandi, Jussa Björling, Elvis Prestley, Snoddas, Louis Armstrong, Zarah Leander. Hallbjörg endurtekur skemmt- un sína í Austurbæjarbíói í kvöld kl. 11.30. 9. landsþing Slysavarnafélags ís- lands héfst s. I. fimmtudag Landsfundur Slysavarnafélags íslands hófst s.l. fimmtudag með guðsþjónustu í Dómkirkjunni. Guðbjart- ur Ólafsson, forseti Slysavarnarfélagsins, setti síðan þingið með ávarpi. í ávarpinu gat Guðbjartur Ólafsson þess að frá síðasta þingi hafi 162 mönnum verið bjargað frá dauða fyrir at- beina félagsins og annarra að- ila, en á sama tíma hafi farizt af slysförum hér á landi 93 menn, þar af drukknað 39, 22 farizt í umferðarslysum, 5 í flugslysi og 27 menn farizt af öðrum orsökum. Þingforseti var kosinn Ólaf- ur B. Björnsson, Akranesi, 1. varaforseti séra Óskar J. Þor- láksson, Reykjavík. .2. varafor- seti frú Guðrún Jónasson Reykjavík. Ritarar voru kosnir séra Stefán Eggertsson, Þing- eyri, Sigríður Magnússon, Ey- gló Gísladóttir og Geir Ólafs- son. Þá fór fram nefndakosning, en þvinæst lagði gjaldkeri fé- lagsins Árni Árnason kaupmað- ur fram endurskoðaða reikn- inga félagsins fyrir síðastliðin 2 ár ásamt fjárhagsáætlun fyr- ir næstu 2 ár og ítarlega grein fyrir reikningunum og áætlun- ium. Um kvöldið hafði stjórn Slysavarnafélagsins boð inni í Tjarnarkaffi fyrir fulltrúa og nokkra gesti í tilefni af 30 ára afmæli félagsins. Meðal gesta voru foi’seti ís- lands og frú, biskup Islands og frú, félagsmálaráðherra og frú og ambassador Svia og frú. Af- henti sendiráðherrann Slysa- varnafélaginu fagran kr>’stals- vasa áletraðan að gjöf frá Slysavarnafélagi Svíþjóðar í tilefni af 30 ára afmælinu. J_ Kl. 10 í gærmorgun hófust að Framh. á 10. síðu manna og hafa þeir fullan hug á að fylgja því fnam til sigurs. Stofnendur Félags garðyrkju- manna voru 17. Nú eru 50 menn í félaginu. Núgiidandi kjara- samningu.r félagsins er frá 1. okt. 1955 óg var hann gerður við Félag garðyi-kjubænda í Kjalar- nesþingi og Ái'nessýslu. Síðar gerðust Reykjavíkurbær og Hafnarfjarðarbær aðilar að samningnum. Fyrstu stjórn félagsins skip- uðu þessir menn: Haukur Kristó- fersson formaður, „Ásgeir Ás- geirsson varaformaður og Jónas Sig. Jónsson gjaldkeri. í núver- andi stjórn eiga sæti: Bjöm Kristófersson formaður, Björn. Vilhjálmsson varaformaður, Agn- ar Gunniaugsson ritari, Sigui'ður A. Jónsson gjaldkeri . og Jón Magnússon meðstjórnandi. Eins og fyrr segir minnist fé- lagið afmæiis síns með samsæti í Sjómannaskólanum í kvöld. Skólavist á nor- rænrnn lýðhá- skóla Eins og undanfarin ár mun ókeypis skólavist verða veitt á norrænum lýðháskólum næsta vetur fyrir milligöngu Norræna félagsins. I vetur njóta 20 unglingar slíkrar fyrirgreiðslu: 13 í Sví- þjóð, 5 í Noregi, 1 í Dánmörku og 1 í Finnlandi. Framhald á 8. síðu. HlulatryggingasjoSur Framhald af 12. síðu. andi, að sjóðurinn sem heild gæti komizt af eitthvað til að byrja með án þess að fá nýjar fekjur, þannig að síidveiðideiidin eigi innhlaup með meiri lán hjá aimennu deildinni. Verður útflutningsgjaldið hækkað Hins vegar hefur komið til tals að afla sjóðnum aukinna tekna með því að hækka nokk- uð gjaldið af útflutningsafurðun- um sem til hans i*ennur, t. d. að hækka gjaldið af síidarafurðun- um úr Ú2% í %%. Er það á- fram til athugunar hjá sjávarút- vegsnefnd til 3. umræðu. Þess má geta að almenn end-' urskoðun laganna um hlut.a- tryggingasjóð stendur nú yfir, og má þess vænta að henni verði lokið fyrir haustið. Af þeim á- stæðum hefur nefndin ekki farið út í það að gera tillögur um aðrar breytingar á lögunum, þó til mála komi eins og fyrr segii*, að breyta til þegar í þessu frum- varpi varðandi tekjuhlið sjóðs- ins. ★ Var frumvarpið samþykkt með samhljóða atkvæðum og afgreitt til 3. umræðu.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.