Þjóðviljinn - 26.04.1958, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 26.04.1958, Blaðsíða 7
Laugardagnr 26. apríl 1958 — ÞJÓÐVILJINN — (7 ISLENZK TUNGA 8. þáttur 26. april. Ritstjóri: Árni Böðvarsson. I síðasta þætti hefði verið xétt að orða síðustu setninguna öðruvísi, því að ftalía einkum norðanverð, er víða í síðari alda ritum kölluð Valland. Arabía hefur stundum verið nefnd Rábítaland og íbúai hennar Rábítar, Norður-Afríka Serkland, og enn er Bláland heiti á Afríku. Eftir því ættu Blálandseyjar, þar sem Surtla ævintýranna bjó, að vera þar í námunda! Austur í heimi var Síbiría oft nefnd Svíþjóð hin kalda eða hin mikla. Annars er það víst ekki fyrr en á seinni öldum að íarið er að kalla Asíu Austur- álfu; lengi var siður að kalla Ameríku Vesturheim eða Vest- urálfu, og Ástralíu Eyjaálf- una, eftir að þær komu til sög- unnar. Þá var Afríka einnig nefnd Suðurálfa og Evrópa Norðurálfa. Ýmis þessara orða Æjást iðuglega enn í ritum. Þorsteinn Magnússon frá Gil- haga í Skagafirði sendir mér á- réttingu við bréf sitt sem kafli var birtur úr í 3. þætti, 15. rnarz. Þorsteinn segir m.a.: „Um orðið augaleið er það að ■segja að þessi augu voru víst niðurlögð fyrir mitt minni að undanskildri einni augaleið í fjósfúlguna í Gilhaga, en hún var aldrei kölluð annað en fúlgugatið. En gamla fólkið lýsti oft gömlum byggingastíl^ Og þá kallaði það þessar smug- ur augaleiðir. Þær þóttu til mikilla þæginda, en myrk- fælnum mönnum þótti víst lít- ið í þær varið“. Furðuiegt ' mætti það teljast ef Þorsteinn væri einn íesenda þessa þátt- ar um það að þekkja þetta orð eða hafa af því spurnir, og væri mjög fróðlegt að fá frek- .ari vitneskju um það. • I þessum sama þætti var spurt um orðið dýfilsdagur, sem iÞorsteinn notaði í bréfi sínu í sambandinu: „Nú gerðist það á dýfilsdag“, en orð þetta hef ég hvergi séð á bókum, ekki heidur heyrt það í mæltu máli. Uppruni orðsins dýfill er að það er skrauthvörf fyrir djöf- ull. Þorsteinn skrifar um það til skýringar í síðara bréfi sínu: „Um orðið dýfilsdagur er það að segja >að ég heyrði það fyr- ir rúmum 60 árum. Það bar til með þeim hætti að 1. marz var blindbylur og þá afstaðin mikil harðneskjutíð. Þá sögðu þeir mér Símon Dalaskáld og faðir minn að gömlu mennirnir hefðu sagt að marz næði oftast því harðasta úr vetrinum, en í þetta sinn þótti flestum nóg komið. Þá sögðu þeir mér að á fyrri árum hefði 1. marz verið kallaður dýfilsdagur, jafnvel djöfulsdagur. Þeir sögðu mér að einhvern tíma endur fyrir löngu hefðu 1. marz orðið við Suðurland einir þeir ægilegustu mannskaðar sem sögur færu af, og siðan væri hann kallaður dýfilsdag-ur. Og Símon sagði að um langan ald- ur hefðu sjómenn ekki lagt út fyrr en eftir 1. marz“. Áður hefur verið minnzt á málvillur bæði í Tímanum óg Þjóðviljanum. Nú er röðin komin að öðrum blöðum. Morgunblaðið segir í Reykja- víkurbréfi 23. marz m.a.: „Úr því að við hittustum hérna ein- ir, er þá ekki rétt að við tölum saman þýzku?“ Beyging eins og við hittustum, við sjáustum, o.fl. þ.h. er að vísu nokkurra alda gömul og a’lvíða útbreidd, engu að síður er hún ekki talin rétt mál, enda er hún ekki í góðu samræmi við sagnbeyg- ingakerfi íslenzkrar tungu. Það er sem sé alþekkt regla að miðmynd sagna er dregin af germynd með viðskeytinu -st, og sú regla er án undan- tekningar. Engin ástæða er því til að leyfa þetta frávik frá aðalreglunni, með því að setj.a persónuendinguna aft- an við miðmyndarendinguna, heldur á miðmyndarendingin að vera á eftir persónuending- unni: við hittumst (ekki hitt- ustum), og við sjáumst (ekki: sjáustum). Þeir sem eru ekki sterkir í málfræði geta haft full not af þessari reglu með því að forðast endinguna -ust- um í samböndum eins og við sjáustum, við fundustum, við rákustum á, heldur segja við ^ sjáumst, við fundumst, v ð rak-J umst á. í þessu efni er fornafn- ið við jafnan hættumerki, því að á eftir þvi kemur þessi end- ing. 25. marz segir Vísir á 1. síðu, þar sem sagt er frá mink á götum Reykjavíkur, að hann muni hafa verið „í útvegunar- leiðangri eftir morgunverði, einkum þótti hann líta dúfur óhýru augu og einhverja til- burði mun hann hafa haft í frammi til að hremma þær“. Ekki er venja að tala um að menn (eða skepnur) líti það óhýru auga sem þeir eru sólgn- ir í og vilja éta, heldur líta þeir það hýru auga. Minkurinn hefur sjálfsagt litið þá menn óhýru auea sem vildu ekki leyfa honum að hafa dúfurnar til snæðings, en dúfurnar hef- ur hann áreiðanleg'a litið hýru auga. Þessi sami ruglingur var einnig í einhverju öðru blaði. Og í Alþýðublaðinu stendur í undirfyrirsögn á fyrstu síðu 27. marz, þar sem sagt ér frá Peter Townsend sem langar til að giftast Margréti drottningar- systur: „Stanzaði í þrjá timá hjá prinsessunni og móðir hennar og drakk hjá þeim te“. Þetta €i- sú ranga beyging á orðinu móðir sem kennarar allt frá bamaskóla eru alltaf að berjast við og leiðrétta. Orðið beygist svo að réttu lagi að nefnifall eitt er móðir, en hin föllin öll í eintölu móður (hér er móðir, um móður, frá móður, til móður). Fleirtalan er svo mæður, mæður mæðrum, mæðra. Það er ekki óþarfi að taka hér til meðferðar svo al- gengt orð, því að margir eru óvissir um þetta atriði, og því aðeins hefur það skotizt fram- hjá blaðamanni eða setjara að það er ofarlega í mönnum. Bæjarstjórn HafnarfjarSar minnist ÞorvaWar Arnasonar Meðfylgjandi minningarorð flutti forseti bæjarstjómar Hafnarfjarðar, Guðmundur Gissurarson, á fimdi bæjar- stjómar hinn 22. apríl s.l. „Háttvirta bæjarstjóm. Þann 15. þ.m. andaðist Þorvaldur Ámason fyri’v. bæjarfulltrúi og bæjargjald- keri, eftir langa og erfiða sjúkdómslegu, 63 ára að aldri — segja má löngu fyrir ald- ur fram. Þorvaldur Ámason hefur síðustu 30—40 árin komið mjög við sögu Hafnarfjarð- arbæjar, var bæjarfulltrúi Al- þýðuflokksins frá 1926—1930, bæjargjaldkeri frá 1925— 1944, og gegndi svo slkatt- stjórastörfum í rúman ára- tug. Ýmsum fleiri vandasöm- um opinberum störfum gegndi Þorvaldur. En auk þess var Þoi’vald- ur sál. mikill og virkur þátt- takandi í ýmsu félagslífi hér í bænum og þá fyrst og fremst í þeim féiagssamtök- um, er til menningar og mannúðar horfa. Þannig helg- aði hann krafta sína bind- indishreyfingunni, skógrækt- inni og vemdun málleysingj- anna, dýravernduninni. En i þessum samtökum öllum og ýmsmn fleirum var hann forystumaður í lengri éða skemmri tíma og jafnan öt- ull starfskraftur. Af þessu má nokkuð ráða hver voru hugðarefni Þor- valdar, hvemig hann varði sínum tómstundum og hvern mann hann hafði að geyma. Þorvaldur gekk að öllum störfum heill og óskiptur og hamhleypa til allrar vinnu. Bæjargjaldkerastarfið var oft erfitt í starfstíð Þorvald- ar, miklu erfiðara eh margan grunaði, en í þvi starfi var ekki fyrir alla að fara í föt- in hans Þorvaldar, það ætla ég að leyfa mér að fullyrða, enda fáum kunnara en mér, sem var náinn samstarfsmað- ur hans í nær 15 ár. Þorvaldur var dreugur góð- ur, skemmtilegur í umgengni greindur vel og gagnmennt- aður. Þorvaldur dvaldist öll sín manndómsár í Hafnarfirði og helgaðj Hafnfirðiugum krafta sína í margvíslegum og vandasömum störfum, enda ávann hann sér traust og vináttu og mestrar þeirra er þekktu hann bezt. Þorvaldur var tvíkvæntur. Fyrri kona lians var Margr- ét Sigurgeirsdóttir, dóttir liins mæta manns Sigurgeirs Gíslasonar, og eignuðust'þau Framhald á 11. síðu. Happdrættisskuldabréf Flug- félagsins til fermingargjafa og annarra tækifærisgjafa. h Þau kosta aðeins 100 krónur og endurgreiðast 30. des. 1963 með 5% vöxtum og vaxta- vöxtum. Auk þess hefur eigandi happ- drættisskuldabréfsins vinnings- von næstu sex ór. • • • • • ••. • • • •■••.*.• • ••••••

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.