Þjóðviljinn - 26.04.1958, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 26.04.1958, Blaðsíða 6
0 —• 'ÁVU.hJT/CíÖI,<i — gflpr v,~,r. ao , Gyx ,rí(ln vrgBtnestisd - ígur 26. ‘«v .íaiurbaul W-, jÍOTttifa --------- ÞlÓÐVlLIINN Útseíandl: aamelnlngarflofckur alÞÝðu - Sóslallstaflokkunnn. - Rltstjórax Magnús Kjartan8son, Slgurður Ouðmundsson taD.;. - Fréttarltstjórl: Jón BJarnason. - Blaðamenn: Ásmundur Sigurjónsson, Guðmundur Vlgfússon, fvar H. Jónsson, Magnús Torfi Ólafsson, Sigurjón Jóhannsso^ - Auglýs- ingastjórl: Quðgeir Magnússon. — Ritstjórn, afgreiðsla. auglýslngar. prent- omiöja: Skólavörðustlg 19. - Síml: 17-500 (5 línur). - Áskriftarverð kr. 25 á "n&n. i Reykjavík og nágrenni; kr. 22 annarsst. - Lausasöluverð kr. 1.50 P-entsmlðja ÞJóðvilJans Sanngirni og málamiðlun E’ kkert er hlálegra en þegár heimsvaldasinnar gerast sanngjarnir og auðmjúkir og reyna að leika á strengi mann- úðarinnar. Hér eru um þessar mundir staddir tveir brezkir þingmenn, og í fyrradag hefur Morgunblaðið eftir þeim svo- hljóðandi ummæli: „Þegar þingmennirnir voru snurðir um landhelgisrhál. kváðust þeir ekki geta látið uppi neina op- inbera skoðum en hins vegar væru þeir vissir um, að finna mætti friðsamlega lausn á deilumálum Brela og íslend- inga. Hér verður að gera mála- miðlun, sagði Edwards (þing- maður Verkamannaflokksins), og þið verðið að hafa hugfast, að hér er um lífsafkomu fjöl- margra brezkra fiskimanna að tefia. Fiskimiðin eru þeim ekki siður mikilvæg en ykkur, og lausnin fæst aðeins með því að báðir slái eitthvað af kröfum sínum og finni samkomulags- grundvöll“. TT'ískimiðin umhverfis ísland eru hluti af auðlindum ís- lendinga, og veiðar erlendra skipa á þeim slóðum eru einn angi nýlendustefnunnar, sem heimilaði hinum sterkari að ræna þann sem veikari er. Ný- lendustefnu er aðeins hægt að rökstyðja með ofbeldi; mann- legar röksemdir fyrir henni verða hlægilegar og auvirðileg- ar. Málflutningur þingmanns- ins er líkastur því, ef ræningi segði við fórnardýr sem neit- aði að láta stela frá sér: Við verðum að gera málamiðlun, eigur þínar eru mér ekki síður mikilvægar en þér, hér er um lífsafkomu mína að tefla; eig- um við ekki að semja um það að ég fái að stela frá þér eitt- hvað minna en ég er vanur?! Wað er skýr og skiljanleg af * staða að hóta því að senda brezka flotainn gegn íslending- um. En með samningi og mála- tniðlun komast menn þegar í þrot; það er aðeins til sú sann- girni að hver þjöð ráði ein yf- ir auðlindum sínum og nýti þær og sú ein málamiðlun að ofbeldismenn láti af ránsskap sínum. Við vitum ekki neitt! að hefur að vonum vakið alþjóðarathygli að Sjálf- stæðisflokkurinn hefur enga stefnu í efnahagsmálum. Síð- an hann komst í stjórnar- andstöðu hefur hann ekki bor- ið fram neinar tillögur um þau vandamál sem við hefur verið að etja, hann hefur haldið að sér höndum úrræða- laus og stefnulaus með öllu. Og á þriðjudaginn var skýrði Bjarni aðalritstjóri svo frá í blaði sínu að flokkurinn gæti hreinlega ekki haft neina stefnu; hann sagði: „TVTú hefur S.iálfstæðisflokk- i f’ urinn engan aðgang að rannsókn eða skýrslu sérfræð- inganna. Það efni hefur allt verið til athugunar og ráð- stöfunar fyrir stjómarflokk- ana og ríkisstjórnina eina. Ríkisstjómin hefur með þessu skapað sér einkaaðstöðu til þess að bera fram sundurlið- aðar tillögur um málið, og er ’ því vitaskuld fráleitt að krefj- affe þess af öðrum, sem enga slíka aðstöðu hafa, að þeir gangi fram fyrir skjöldu um lillögur“. Með þessum yfirlýsingum dæmir stærsti flokkur þjóðarinnar sig hreinlega úr leik i íslenzkum stjómmálum. Hami kveðst enga vitneskju hafa um þau vandamál sem við er að etja, þar með ekki hafa neinar forsendur til þess ' að bera fram nokkrar tillög- ur eða marka ákveðna stefnu; ’ það sé í alla staði „fráleitt“ að ætlast til þess að Sjálf- stæðisflokkurinn geti tekið af- stöðu! Af þessu leiðir svo aft- ur að flokkurinn getur á eng- an hátt metið þær tillögur sem fram kunna að vera bomar af hálfu ríkisstjómar- innar, hann skortir alla vitn- eskju til þess að kveða upp dóm yfir þeim — hvað veit hann í algerri fáfræði sinni nema það séu beztu tillögur sem hægt er að hugsa sér!! Vilji Sjálfstæðisflokkurinn ekki taka ríkisstjórnina trú- anlega getur hann í bezta falli setið hjá. ef eittnvert mark á að taka á yfirlýsingu aðalrit- stjórans frá því á þriðjudag-. inn var. að er ekki að furða þótt kjósendur Sjálfstæðis- flokksins spyrji: til hvers er að halda uppi stjórnmála- flokki sem ekki hefur nein.,. stefnu, sem ekki hefur neina skoðun á þeini vandamálum sem varða afkomu hvers nanns, sem ekkert þykist vita þótt hann hafi heilan herskara af hagfræði’igum og prófessorum og bankastjóram og efnahagsfræðingum á sín- um snærum? Verkefni stjóm málaflokka á einmitt að vera það að leggja fram til- lögur til lausnar á vandamál- um þjóðarinnar og láta svo kjósendur dæma um stefnuna. En sumir flokkar hafa svo slæma stefnu að þeir þora. ekki að opinbera hana og kjósa heldur að gera sig að athlægi með þ-d að féla oig bak við erím” algerrar fá- fræði og úrræðaleysis. Brezk verkcdýðshreyfíng krefst hlutlcsuss beltis í Mið-Evrópu Gaitskell og Bevan saka Vesturveldin um oð spilla fyrir fundi œðstu manna TVTýafstaðnar amtsráðskosning- ar í Englandi hafa rennt nýjum stoðum undir þá skoð- un, að Verkamannaflokkurinn sigli hraðbyri til valda í Bret- landi. Hann tapaði ekki meiri- hluta í einu einasta amtsráði en felldi íhaldsmenn frá meiri- hluta í fjórum, Lancashire, Middlesex, Essex og Carm- arthenshire. Þrjú hin fyrst- nefndu eru meðal fjölmenn- ustu amta í Bretlandi. Sigrar Verkamannaflokksins í Middle- sex og Essex þykja sönnun um að Verkamannaflokkurinn hafi aftur náð sér á strik með- •al millistéttafólksins í úthverf- um stórborganna, en fráhvarf frá Verkamannaflokknum í út- borgakjördæmunum færði í- haldsflokknum sigur í tvennum undanförnum kosningum. ¥haldsstjórn Macmjllans er •*• staðráðin í að sitja út kjör- tímabilið, sem lýkur ekki fyrr Selwyn Lloyd en 1960, en við hvem sigur Verkamannaflokksins í auka- kosningum og kosningum yfir- valda á einstökum stöðum versnar aðstaða hennar til að stjóma landinu í óþökk mik- ils meirihluta þjóðarinnar. For- usta Verkamannaflokksins hef- ur kostað kapps um að' sýna að hún sé við því búin að taka við stjórn lands.ins, með því að gefa út stefnuyfirlýsingar í ein- stökum málum. Síðast á mið- vikudaginn birtu miðstjórn Verkamannaflokksins og stjórn Alþýðusambands Bretlands yf- irlýsingu um afstöðu sína til hugmyndarinnar um takmark- aða afvopnun og hlutlaust belti í Evrópu. Til skamms tíma mátti vart á milli sjá utanrík- isstefnu Verkamannaflokksins og íhaldsmanna í flestum grein- um. Nú hefur þetta breytzt, síð- an Aneurin Bevan komst til á- hrifa í flokksstjórninni hefur Verkamannaflokkurinn gengið í berhögg við ýmis atriði í sam- eiginlegri stefnu Vesturveld- anna í alþjóðamálum, eins og hún kemur fram hjá A-banda- laginu. V/'firlýsing flokksstjórnar og ■“• Alþýðusambandsstjórnar gengur í berhögg við hervæð- ingarstefnu A-bandalagsins í Mið-Evrópu. Bent er á að nú- vex’andi ástaixd sé þaíinig að „landamæraárekstur gæti hve- nær sem er valdið allsherjar- styrjöld“ og lýst yfir að fyr- irætlanir herstjórnar A-banda- lagsins um kjarnorkuhervæð- ingu Vestur-Þýzkalands séu til þess eins fallnar að magna háskann. Verkamarmaflokkur- inn og Alþýðusamband Bret- lands leegja fram áætlun í fimm liðum um brottför er- lendra herja af belti í Mið- Evrópu, sem síðan yx'ði hlut- laust. Lagt er til að allar er- lendar hersveitir verði fluttar á brott smátt og smátt og und- ir alþjóðlegu eftirliti úr báð- um hlutum Þýzkalands, Pól- landi, Tékkóslóvakíu og Ung- f-----T'V - —;---> Erlend tíðindi s._________________J verjalandi. Síðaax verði komið á alþjóðlegu eftirliti með vopnabúnaði og herjum hlutað- eigandi ríkja. Stórveldin komi sér saman um skilyrði fyrir og gagnkvæma ábyrgð á samein- ingu Þýzkalands, en Þjóðverjar sjálfir verði látnir um að á- kveða framkvæmdaatriði, þar á meðal frjálsar kosningar. Loks geri Bandarikin, Bretland, Frakkland og Sovétríkin með sér öryggissáttmála fyrir Ev- rópu, þar sem þau ábyrgist landamæri hlutaðeigandi ríkja, sem gangi síðan úr A-bandalag- inu og Varsjárbandalaginu. í greinargerð með tillögunum segir að brýnast sé að fram- kvæma tvö fyrstu atriði til- lagnanna, broltför erlendra Aneurin Bevan herja og eftirlit með vopna- búnaði, til þess að draga sem skjótast úr viðsjám í hjarta Ev- rópu. 'ÍTerkamannaflokkurinn og Al- ^ þýðusamband Bretlands beina því til ríkisstjórnarinnar, að henni beri að sjá um að ekkert sé gért til að búa Vest- ur-Þýzkaland kjarnorkuvopn- um, fyrr en búið sé að ræða Harold Macmillan öryggismál Mið-Evrópu á fundi æðstu manna, Bent er á ,að erf- itt eða jafnvel ógerlegt geti reynzt að semja um ráðstafanir 'til að draga úr viðsjám, eftir að kjamorkuhervæðing sé haf- in í klofnu Þýzkalandi. í þessu máli hefur brezka íhaldsstjórn- in ekki enn tekið skýra afstöðu. Ta’ið er að Macmillan forsætis- ráðherra og nánustu samstarfs- menn hams séu því hly.nntir að fyrirætlanir herstjómar A- bandalagsins um kjarnorkuher- væðingu Vestur-Þýzkalands nái fram að ganga, en þeir eiga sér í þessu máli marga andstæð- inga í Íhaldsflokknum, bæði innan þings og utan. Til dæmis hafa borgarablöð eins og Timr- es, Economist og Daily Express varað við afleiðingunum af fyrirætlunum Bandaríkja- manna og stjómar Adenauers. T yfirlýsingu forystumanna brezku verkalýðshreyfing- arinnar er einnig skorað á rik- isstjómina, að beita sér fyrir því að af fundi æðstu manna verði. Foringjar Verkamanna- flokksins hafa undanfarið hald- ið uppi harðri gagnrýni á fram- komu stjórna Vesturveldanna í því máli. Hugh Gaítskell sagðt nýlega, að hann kenndi vífi- lengjum af hálfu Vesturveld- anna um að ekki skyldi enn hafa náðst samkomulag um að halda slíkan fund. Á fimmtu- daginn kom til hvassra orða- skipta í brezka þinginu milli Selwyn Lloyds utanríkisráð- herra og Bevans, utanríkisráð- herraefnis Verkamannaflokks- ins. Lloyd kvað Vesturveldin verða að halda fast við að sendiherrar beirra í Moskva ræði allir saman undirbúning fundar æðstu manna við Grom- iko utanríkisráðherra. Hann taldi ekkert nema tímaeyðslu geta hlotizt af tillögu Gromik- os um að sendiherrar Póllands og Tékkóslóvakíu taki þá einn- ig þátt í viðræðunum. Uppnám varð í þingsalnum þegar Bev- Framhald á 11.. siðu.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.