Þjóðviljinn - 14.05.1958, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 14.05.1958, Blaðsíða 4
4) .— ÞJÓÐVILJINN — Miðvikudagur 14. maí 1958 „Rósraiiii realisiiin ‘ f 9 Það eru ekki ýkja mörg ár síðan ít- alskar kvikmyndir voru kunnastar fyr- lt fagurskapaðar konur, þrýstin brjóst og lendar. Síðar urðu nokkur þáttaskil, stjömurnar sem skærast skinu — Lor- enurnar — Lollóur og Manganóur — urðu allt í ejnu „leikkonur“. Nú er enn eitt tímabilið hafið í ítalskri kvikmyndagerð — tímabil stælgæanna. Þegar Vatíkanið með sjálfan páfann í broddi fylkingar bar fram mótmæli vegna auglýsingaspjalda af Brigitte Bardot hinni frönsku, Anitu Ekberg og Marisu Allasio, lítt kunnri en vax- andi kvikmyndaleikkonu, og taldi þau móðgandi og ósæmileg, tóku kvik- Antonio Cifariello og Rossana. Podesta, Sophia Loren og Marcello Mastroianni myndagei’ðarmennimir að líta í kring- um sig í leit að nýjum viðfangsefnum. Árangur þessarar leitar varð sá, að nú eru allar girðingar og grindverk í Róm þakin stórum myndum af ungum karlmönnum í aðskomum, bláum nan- kinsbuxum. Þeir eru hetjur ítalskra kvikmynda í dag — hetjur hins svo- kallaðá ,d*ósráuða realisma". En myndir á auglýsingaspjöldum eru ekki iátnar nægja. Póstkortum með myndum af þessum hetjum í Marlon Brando-gervinu hefur verið di'eift í milijónatali ,af kvikmýndafélögunum. Það kortið sem einna víðast hefur far- ið er af Maurizio Arena, aðalleikand- anum í kvikmyndinni Fátækur en fríð- ur (Poveri ma belli). Arena þessi er 24 ára gamall og' vakti fyrst á sér athygli fyrir nokkrum árum, er hann „stal senu“ frá sjálfum Vittorio De Sica í kvikmyndinni um Borghese-garðinn (Villa Borghese), sem sýnd var í Bæj- arbiói í Hafnarfirði í vetur. Þegar hann féllst á að leika í fyrrnefndu myndinni, Fátækur en fríður, undirrit- aði hann og meðleikendur hans, Renato Salvatori og Marisa Allacio sú sem áður var getið, samning um að þau tækju engin laun fyrir. Þetta var á- hættuspil, en heppnin var með þeim. Kvikmyndin veittl þeim stjörnufrægð, en framleiðendunum góðan hagnað. Síðan þetta gerðist hefur önnur hliðstæð kvikmynd verið gerð með sömu leikendum undir nafinnu Falleg en fátæk (Belle ma povre) og hlotið viðlíka góðar viðtökur. Þó að lýsingar- orðin í heiti mýndanna hafi breytzt úr karlkyni í kvenkyn (úr Fátækur en fríður í Falleg en fátæk) hafa sömu eða svipuð auglýsingaspjöld verið not- uð fyrir báðar myndirnar. Eigi að nefna fleiri af þessum nýju ítölsku kvikmyndahetjum má geta Marcelio Mastroianni, sem er reyndar ekki alveg nýr af nálinni og hefur leik- ið í allmörgum myndum sem hér hafa verið sýndar á undanfömum árum, (nú síðast Malarakonan fagra sem Austurbæjarbíó sýndi í vetur), Gian- carlo Costa og Franco Fabrizi. Einn er sá leikari sem segja má að hafi orðið fómarlamb „rósrauða real- ismans“ og það er Antonio Cifariello. Þessi ungi og efnilegi leikarl hefur nú fengið nóg af hlutverkum af þessu stælgæja tagi og á s.l. ári fór hann til Afríku og vann þar að töku heimildar- kvikmyndar fýrir ítalska sjónvarpið. í vetur fór hann til Austurlanda í sömu erindagerðum. sveitastúlkuimar Saga sveitastúlkunnar, kvikmyhdin sem Austurbæjarbíp sýnir þessa dag- ána, er gerð af Júgóslövum og Þjóð- verjum í sameiningu og byggð á skáld- sögu eftir Frakkann Guy de. Maupass- ant. Ósagt skal látið hversu vel eða illa tekizt hefur að breyta sögu Mau- passant í kvikmynd, en á hinn bóginn ,er ósvikinn júgóslavneskur blær yfir henni allri. Balkanska landslagið fer vel sem bakgrunnur einfaldrar ástar- sögunnar. Sagan er svorki betri né verri en margar aðrar — fjallar um vinnukonuna sem fyrst er táldregin af vinnumanninum en giftist síðan bónd- anum —. Báðir aðalleikendumir, Ruth Niehaus sem leikur hina duglegu og geðslegu Rosalie vinnukonu og vín- yrkjubóndinn Viktor Staal, fara vel með hlutverk sín. Af öðrum leikend- um má nefna Peter Carsten og Laya Raki. — Á myndinni hér fyrir neðan sjást þau Ruth Niehaus og Viktor Staal í einu atriði kvikmyndarinnar. '„Gönguíör í sólskini” — Vinur minn kannar ,;bæ- inn” — í Tjarnargarðinum. VIÐ leiddumst upp Bankastræt- ;ð, ég og hann vinur minn, og honum fannst ekkert kalt, enda þótt hitinn væri ekki nema € — 7 stig á celsíus, og ég væri i peysu innan undir jakkanum. EIGINLEGA var ég leiðsögu- maður vinar míns á þessari gönguför, hann var að kynna sér, hvar dagblöðin væru til húsa, svo að hann rataði þang- að einn síðar meir. Hann ætlar sér nefnilega að taka dálitla tom í blaðasölu áður en hann fer í sveitina og reyna að vinna sér inn dálítið skotsilfur. Hon- um lízt sem sé þannig á tímana núna, eins og reyndar fleírum, að það muni verða býsna dýrt að Hfa hér á næstunni, eða að framfærsJukostnaðurinn fari a. m. k ekki lækkandi, svo ekki veiti af að hafa úti allar klær, sem einhvers eru nýtar við öfJ- un fjármagns. Dréngurinn vissi livar Morgunblaðið var til húsa, þess vegna löbbuðum við hú þama upp Bankastrætið, til þess að hafa upp á Vísi og Þjóðviljanum. Það gekk eins og í sögu að finna Ingólfsstrætið og Skólavörðustíginn, og vinur ;ninn kynnti sér rækilega, hvar gengið væri inn í afgreiðslur nefndra blaða, en þar sem þetta var á sunnudegi, var auð- vitað allt lokað og læst. Þegar vinur minn taldi sig hafa kynnt sér þetta nógu vel, gengum við niður að Tjöm. Þar var- fjöldi fólks að skoða gúmmíbát, sem Slysavarnafélagið hafði þar til sýnis, að ég held. Vinur minn hafði þegar uppi nokkrar bolla- leggingar um það, hvað mundi ske, „ef báturinn skyldi springa." (Það er nú meira dá- lætið, sem krakkarnir hafa á sögninni skulu, sér í lagi við- tengingarhættinum). Gönguför okkar lauk í garðinum við Fri- kirkjuveginn, þar settumst við á bekk og horfðum á mjög tví- sýn.t og spennandi boðhlaup. Og þegar litil táta í dökkri matrósablússu bjargaði heiðri sinnar sveitar mjög glæsilega með því að sigra hnubbaraleg- an gutta í rauðri peysu á íoka- spréttinum, þá kinkaði vinur minn kolli í áttina til telpunn- ar og sagði. — Hún er áreiðan- lega fljótust af öllum krökkun- um, — Og það var mikið hrós, því þarna var samankomið fót- hvatt og snaggaralegt fólk. Aft- ur á móti var gosbrunnurinn í garðinum ekki „kominn í gang,“ og þótti vini mínum það miður, og kvaðst ætla að koma þarna aftur, þegar vatn væri komið í gosbrunninn. Á Tjarnarbakkanum, beint fyrir framan okkur, var lítill snáði að láta skipið sitt sigla; og mig grunar, að hann hafi verið að láta það etja kappi við endum- ar; en auðvitað var það fyrir- fram vonlaus keppni. —- En þar sem vinur minn áræddi ekki að taka þátt í boðhlaupinu vegna þess, hve stelpumar voru í mikium meirihluta, þá yfírgáf- um við garðinn eftir skamma stund Og tókum strætó á horni Skothúsvegar og Sóleyjargötu. Níræður í dag 90 ára er í dag Guðmundur Sigfreðsson búfræðingur í Lögmannshlíð í Eyjafirði. Hann var fæddur í Stekka- dál á Rauðasandi, sonur Sig- freðs Ólafssonar og Kristínar dóttur Magnúsar á Hvalskeri Einarssonar. Hann var kvænt- ur Guðrúnu J. Einarsdóttur Ijósmóður, en missti hana. 1943. Vorið 1930 fluttu þau frá Króki á Rauðasandi norð- ur að Lögmannshlíð, og hefur hann dvalið þar síðan hjá Sigfréði syni sínum og konu hans. Að loknu námi í Ólafs- dal byrjaði hann á sléttun og skurðgerð í sveit sinni sem lengi munu halda á lofti elju hans og atorku. Sonu áttu þau hjónin marga og efnilega menn. r. Raimsóknar- kona óskast Staða rannsóknarkonu í rannsóknarstofu Land- spitalans er laus til umsóknar frá. 1. júní næst- komandi að telja, Laun samkvæmt launalögum. Umsóknir ásamt upplýsingum um aldur, námsferil og fyrri störf sendist til skrifstofu ríkisspítalanna fyrir 28. maí 1958. Skrifsfofa ríkisspítalanna. Skrifstofustúlka óskast á, Fiskideild Atvinnudeildar Háskólans frá 1. júní n.k. Kunnátta í vélritun, ensku og Norðurlandamálum nauðsynleg. Laun samkv. 13. fl. launalaga. Umsóknir ásamt upplýsingiun um menntun og fyrri störf sendist Fokideild, Borgartúni 7, Reykjavík fyrir 22. þ.m. Dugleg stúlka vön afgreiðslustörfum óskast. strax í matvörubúð. Upplvsingar í skrifstofu

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.