Þjóðviljinn - 10.06.1958, Blaðsíða 7
Þriðjudagnr 10. júní 1958 — ÞJÖÐVILJINN — (7
I.
Þetta var í fyrsta sinn sem ég
heimsótti þá þjóð sem all'ir
ræðumenn á héraðsmótum og
í höfuðstaðarveizlum kalla
frændur okkar Norðmenn. Þó
hafði ég einu sinni komið til
Noregs áður. Snemma morguns
fyrir mörgum árum, desember-
sól, við sigldum' inn langan
fjörð til að sækja jólatré handa
íslendingum, ég -'var háseti á
íslenzku skipi og var við vinnu,
þó tókst mér að tylla fæti á
norska grund og ganga nokkur
hundruð metra eftir Noregi
meðfram Atlantshafinu og sjá
nokkur furutré speglast á slett-
um haffletinum. Nokkur hús, á
einum stað roskin kona í dyr-
unum að horfa á lítinn blá-
klæddan dreng skríða á fjórum
fótum upp trétröppurnar,
nokkrir kallar sátu á kössum,
trén bærðust ekki. Svo sigldum
við aftur.
En nú kom ég siglandi í loft-
inu sem ábyrgðarlaus boðsgest-
ur til að sitja veizlur í Noregi
í nafni menningarinnar,
iEf maður lætur á annað borð
þræla sér upp í flugvél og
skutla sér um loftið eins og
dasaðri flugu sem hefur lokast
inni í vindlahylki, þá efast ég
um að notalegra flygildi finnist
heldur en þessar nýju og frægu
vélar sem Flugfélagið hefur í
förum og munu kallast Vis-
count. Við flugum svo hátt að
veðrin sem ærsluðust utan á
jarðskorpunni og rifu upp sjó-
inn og ýfðu, náðu ekki til okk-
ar þar sem við flugum alla leið
í sól ofar skýjum. Þau voru
undir okkur eins og baðmull
utan á jörðinni til að verja
hana hnjaski ef eitthvað færi
að rótast til uppi í geimnum,
en þar sem við flugum var
yfir okkur blátt og ekki neitt
og bara himinninn.
Mér þykir vont að missa af
jörðinni. Að sjá ekki jörðina,
skynja hana ekki lengur. En
sumum er aiveg sama. Fyrir þá
,er gott að fijúga. En mér vildi
til láns í þessu tómi að við hlið
mér sat Jón Ileigason skáld og
prófessor frá Kaupmannahöfn
og þess vegna voru þær þrjár
klukkustundir sem tók að
fljúga til Óslóar ekki þrjú ár
-að líða heldur andartak.
Og svo er ekki baðmullin
hvíta lengur, ekki skýin þétt
nndir okkur heldur sjáum við
•blágrænan sjóinn með hvítum
földum og strönd Noregs, ,fjöll
undir snjó eins og hér búi að-
eins tröll, er maður kannski
kominn heim aftur.
Á flugvellinum í Ósló gleymdi
ég skóhlífum í vélinni og flug-
freyjan sem kom mér til hjálp-
ar fór inn og sótti skóhlífar
Jóns Helgasonar handa mér.
Ég flýtti mér í -töllskýli og fór
að undrast það að mér þótti ég
alltaf vera á sérstöku ferðalagi
inni í skóhlífunum. Guð minn
almáttugur hef ég þá skroppið
saman upp i loftinu, mér þótti
fætur mínir vera eins og lítill
maður i stóru embætti. Meðan
á þessu ferðalagi mínu stóð sat
skáldið og prófessorinn grun-
laus í gildaskála og hressti sig
á kaffi til þess að fijúga áfram
til Kaupmannahafnar í ríki sitt
með handritum íslands. En því
fór betur að ég áttaði mig á
því hvað orðið hafði og sneri
við í tæka tíð svo skáldinu
væru ekki búin þau grimmilegu
örlög þegar til Hafnar kæmi að
troða sínum stóru fótum í mín-
ar litlu skóhlífar. Og þegar ég
gekk í þriðja sinn um land-
göngubrúna kviknaði grun-
semdarsvipur í útivistarandliti
norskrar tollmeyjar með ljóst
hár eins og á ítalskri leikfanga-
brúðu sem hafði gætur á ferð-
um manna en lét sér nægja
þýðingarmikið embættissúff-
ragettuaugnaráð til aðvörunar
að hafa ekki uppi svona kúnst-
ir í þessu landi þar sem fólk
vandar sitt framferði í lifinu.
II.
Hótel Viking er stórhýsi rétt
við járnbrautarstöð Óslóar og
stendur einsvegar við mikið
torg, járnbrautarstöðin á annan
veg og beint á móti henni ligg-
ur sú fræga gata Karl Jóhann
upp frá torginu. Þá götu þekkj.a
flestir hér á landi af því af
lesa Hamsun. Þetta hótel er ný-
legt og mun vera talið hi?
bezta í Ósló og forstjóri þess
Grieg Martens átti hugmyndinf
að þessari menningarviku or
líka mestan þátt í allri fram-
kvæmdinni. Fimm fulltrúum va>
boðið frá hverju Norðurland-
anna, listamönnum úr ýmsuir
greinum og einum blaðamann1
frá hverju landanna að auki
Hótelstjórinn er viðreistur mað
ur og gegndi árum saman mik
ilvægu starfi fyrir SAS-fiug-
félagið og kynntist þá fjöl
breytilegu mannlífi út urr
heimsins jarðir, hann er hlé
drægur og fátalaður maður er
r^lgaðist helzt mælsku þega’
hann sagði frá dvöl sinni
Indónesíu.
Ég var fyrstur af hinurr
mætu sendifulltrúum sem va?
stefnt á menningarmótið í
Ósló. Á leiðinni til Hótel Vik-
ing sá ég fátt fólk, laugardag-
ur: nú fara al'ir á skíði. Á
götunum voru örfáir ljóshærðir
blástakkar með lausa reim við
hálsmálið og. skíði á öxlinni. og
höfðu orðið siðbúnári en aðrir
á skíði. Það var snjór yfir öllu,
sólin var farin að sleikja ofan
af hjarninu en það gekk hægt
að bræða ofan af landinu og
allar hæðir voru hvítar kring-
um Ósló og skíðafólkið sveiflaði
sér í endalausu svigi milli
dökkra - trjástofnanna. Fyrst
þótti mér úthverfin myndu ná
alveg iml að miðju borgarinnar
en sú skoðun haggaðist við það
að koma í leikhús og sjá Cali-
gula eftir Camus. Ég spurði
bílstjórann hvar þessi Karl
Jóhann væri, gatan sem við
þekkjum úr Hamsun en þá vor-
um við einmitt búnir að fara
aðra leið svo að ég spurði hann
hvort það væri ekki neinn á-
kveðinn staður þar sem lista-
menn borgarinnar kæmu sam-
an: tja, það er náttúr’.ega
Blom, segir hann.
Blom?
Já þeir kaila það Iistamanna-
krá. Annars hef ég heyr.t það
sé svo dýrt að listamennirnir
hafi ekki ráð á að koma þang'-
að, segir bílstjórinn stór og
sterkur maður" og skellihlær
svo vélin breytir um gang án
þess hann hreyfi gírstöngina:
þeir fá víst einhverjar prósent-
ur af gróðanum á Blom þessir
blessuðu listamenn. Svo þeir
fara bara eitthvað annað.
Fyrstu listræn áhrif mín í
Ósló: við ókum framhjá gríðar-
lega stórri verksmiðju, utan á
henni var afskaplega stór mósa-
ikmynd frá þakbrún niður úr,
áreiðanlega tiu metrar á lengd.
Af hverju hún var? Hún var
af annarri verksmiðju, með
gullin ský sem glóðu yfir verk-
smiðjunni til að tákna hug-
sjónakraft hinna framsýnu
stofnenda' og minnti á þann
hetjuanda sem ríkir í ýmsum
skáldsögum frá Sovétríkjunum
þar sem öll lífsins músik er
bönnuð ef ekki koma fram í
henni auðskiljanlegar hvatn-
ingar að herða sig við vél sína
og auka afköstin. — Og þarna
sit ég í leigubíl í Ósló og hafði
verið í Reykjavík fyrir rúmlega
þrem tímum, hafði flogið í 30
stiga frosti og flutti inn á ell-
eftu hæð á hóteli. Spyrði mað-
ur: hvað eru margar hæðir á
þesu hóteli? Þá var svarið:
tólf og síöan var hvíslað — og
svo ein hæð í viðbót.
Ég . ijekk út svángur og;kom
:u Ji|ii|iW stað.sem var kaUaður
hinu iburðarmik'a heimsborg-
aralega nafni: Quicklunch.
I-angur og mjór salur og mað-
ur s.ótti sjálfur lapskássu kóte-
lettu eða brauð og gat fengið
glas af öli hjá blóm’egum sel-
stúlkum sem stóðu fyrir innan
ausandi úr stömpum í
við háan skóp með< gluggum
þar sem lapskássan og kóte-
lettan og brauðið var til sýnis.
í salnum. ■ voru lítil kringlótt
borð flest fullsetin, og menn
stóðu við glugga og höfðu bjór-
glösin á sólbekknum án þess að
dagsbirtan úti næði gegnum
skyggðar rúðurnar til að blancl-
ast gulbrúnum drykknum í
g’ösunum. Margir voru í ryk-
frökkum með volduga skó á
fótum á þykkum hrágúmmí-
botnum. Þessir skór voru
byggðir eftir svipuðu sjónar-
miði og snjóbílar Guðmundar
Jónassonar landnámshetju ör-
æfa: hvernig sem veðrin gerast
á að vsra hægt að hafast þar
við óhultur inni. Þessir skór
voru éins og voldugar stofnanir
þar sem einstaklingurinn týnist.
Ég' settist við lítið borð sem
var autt og þá sá ég að allir
voru ölreifir kringum mig. Á
laugardögum og sunnudögum er
ekki selt brennivín í Ósló,
bara öl og. vín. Norðmenn fara
öfugt að við okkur íslendinga
sem afhendum Stórstúku ís-
lands þann eina dag vikunnar
sem er ólíklegur til stór-
drykkju: miðvikudag.
Fyrir aftan mig sat maður
sem gat ekki hætt að segja
sömu setninguna í sífellu: men
jeg kan ikke snakke fisk. Þá
kemur ungur maður strengdur
í andliti til mín og segir að
hann hafi ekkert á móti því að
syngja fyrir mig vögguvísu eft-
ir Mozart og hóf strax tónlist-
ina. Meðan hann söng sótti
hann sér stól og settist niður
stillti sig um að supa af mínu
glasi heldur pantaði sér sjálfur
bjór og saup nokkrum sinnum
á — meðan hann söng vöggu-
lag eftir Mozart. Þegar því lauk
tók hhnn að færa sig áfram
gegnum tónlistarsöguna með
rykkjum og rokum og þegar
hann kom ,að valsakónginum
Strauss gat ég ekki setið á mér
og sagði lionum að ég vildi
gjarnan komast hjá bví að
hlusta á valsakónginn Strauss
og ef hann væri a’veg staðráð-
inn í að sitja kyrr við mitt
borð þætti mér bstra að við
töluðum saman og gerðum hlé
á sönginn. Hann glennti upp
augun og reyndi með snöggu
átaki að vek.ja andliíið á sér til
ríkara lífs, laefærði á sér bind-
ið, stóð upp og strauk úr fell-
að kannski mætíi hann hafa
þann heiður -að kynna sig. Hann
væri listmálari og'væri nú með
þsim betri þó hann segði sjálf-
ur frá, þótt sér fyndisí stund-
u.n haan gæti ekkert. niálað.
En þeir vsiu ansi margir sem
þæt.i l:.n. > .ta’.cyert góður 'ista-
maðúr. nvfrjii.n ætti maður að
trúa? Sjálfum sér? Eða þá
gagnrýnendunum, og vinum
sínum og lapsbræðr.nn sem
væru alltaf að hæla mamr'? En
hvaðan kemur þú? Ég segi nú
bara þú af því þú ert með
skegg. Heyrðu, hvernig finnst
þér "ögguvisan eflir Mözart?
ég skal syngja hana afti’r fyrir-.
þig. Naumiega gat ég afrtýrt
því og þá bauð hann mér með
sér í kirkju morguniiri ef.ir.
Þegar ég rey.ndist tregur til
slikra ævintýra sagðist hann
gera ráð fyrir að hann væri
nú ekkert sérstak’ega trúræk-
inn heldur á kirkjufélagavísu.
Það væri bara það að foreldrar
hans hefðu alltaf beðið fyrir
honum og %úð dánarbeð móður
sinnar hefði hann loí'að henni
því að fara á hverjum sunnu-
degi í kirkju. Og ef þú hefur
ekki áhuga á að heyra vöggu-
lag Mozarts þá ætla ég að biðja
þig að hafa mig afsakaðan því
að ég er að hugsa um — h kk
— að fara heim og leggja mig.
Hann var strengdur í kringlóttu
andlitinu, augun dökk og
kringlótt og hræddur fugl i
þeim, hárið Ijóst en eitthvað
bíræfið kringum munninn eins
og hann væri í öðru andliti
heldur en augun. Síðan sagði
hann góða nótt og reikaði út i
sólskinið.
Og svo er kominn sunnudcg-
ur og ég geng einhver ósköp
um borgina, og ég borðaði um
Framhald á 10 síðu
Ráðhúsið í Osló.
THOR VILHJÁLMSSON:
Menningarvika
í Osló
skjóli ingum á -frakkanum og sagði