Þjóðviljinn - 10.06.1958, Blaðsíða 10
10) ÞJÓÐVILJINN — Þriðjudag-ur 10. júni 1958
X
Menningarvika
Framhald af 7. síðu.
hádegið nálægt höfninni á iitl-
um veitingastað sem var troð-
fullur af þöglu fólki með skó-
hlífar á fótunum. Eg sá lítið
skip koma siglandi með rauð-
brúnan reyk beint upp í tært
loftið, og heyrði sporvagninn
hlunkast eftir strætinu með
kirkjugesti. AUir fengu afskap-
lega mikið af soðnum kartöfl-
um gríðarstórum og mjölmikl-
um, og hölluðu sér yfir kaftöfl-
urnar svo gufan lék um andiit-
in rjóð. Mjög grannur maður,
hvítur í andliti, sköllóttur með
svartar augabrýr sat þar og
hefur lítið stúlkubarn við hlið
sér, en hvað barnið var feitt!
Það var eins og það væri utan
við ailan aldur, í tímalausum
holdum, mér fannst ég vera að
lesa bók eftir Truman Capote,
og flýtti mér að horfa út um
gluggann. Þá kom sporvagninn
aftur með nýja kirkjugesti, al-
varieg andlit á frómu fólki sem
efaðist ekki um helvíti og ínn-
réttinguna þar og lét enga til-
burði til léttúðar, öngan flíru-
skap né lírukassa lokka sig af
hinu þrönga einstigi trúmála-
aivörunnar. Andiitin voru eins
og spjöld utan á sálmabók. Ég
horfði aftur inn.
Þegar ég hafði gengið lengi
langaði mig i kaffi og fann
gríðarmikið veitingahús skammt
frá Karl Jóhannsstræti, Teater-
caféen.
Rétt hjá sitja maður og kona
sem hafa áreiðanlega eitthvað
verið að brálla í nótt, þau eru
með alþjóðlega hrúgu af dag-
blöðum fyrir framan sig og
blaða ákaft í þeim milli þess
sem þau horfa hvort á annað
og stynja sín á milli af ást og
fúsleika að bralla meira. Síðan
kemur ung kona í ioðfeldi til
þeirra, slítur af, sér loðfeldinn
og þyrlar honum yfir auðan
stól eins og hún hefði engan
áhuga á svona dýrum og fínum
pelsi heldur væri hún alveg
hafin yfir það að ganga upp í
þvílíku. Hún hefur gríðarlega
iangan trefil um hálsinn, gulan
og rauðan og getur sópað gólfið
með öðrum endanum að'-frarq,-
anverðu og hinum að aftan,
hnéskeijarnar koma niður und-
an pilsinu sem var strengt
svo fast utan um iendar kon-
. unnar- og' læri ,og allt hvað
heitið hefur að það var eins
og úr gúmmíi. Hið ástfangna
par brosti breitt til hennar en
gretti sig svívirðilega þegar
hún sá ekki til: Síðan kom
mikið klæddur maður að borð-
inu. Hann fer úr frakkanum,
tekur af sér trefilinn, tekur af
sér hattinn. Hann nær sér í
sól við næsta borð því þeir
tveir stólar sem voru ekki setn-
ir við þetta borð voru hlaðnir
fötum. Síðan er hann kynntur
með hátíðleika þeim sem þarna
voru fyrir.
Þegar hann er seztur man
hann eftir því að hann þurfti
að fara í annan stað: Hann
stendur upp með
miðað á' ósýnilega bók, vefur
vandlega að hálsi trefilinn, fer
,aftur í frakkan, lætur á sig
hattinn með seinlegri um-
hyggjusemi. Síðan kveður hann
með handabandi og tekur aftur
af sér hattinn á meðan.
Á leiðinni út stanzar niaður
þessi til að þurrka aí gleraug-
um sínum, — fer.
. Ég geng eftir Karl Johan, og
tré eru nakin milli skaíla til
hliðar við strætið öðrumegin,
greinarnar teygjast sem svartir
fingur í leit að strengjum á
himni til að spila vorið inn í
heiminn, nokkrar dúfur sem
halda öngum boðskap að sunnu-
dagsranglandi borgurum.
Ég er rétt búinn .að tá mér
miða í Det Norske Teater til
að sjá smáverk eftir helzta Vit-
höfund Noregs í dag Tarjei
Vesaas: Vár eigen song, — þá
mætti ég þeim fyrsta af fé-
Jögum mínum á menningar-
vikumótinu í Ósló, Klemenz
Jónssyni leikara, og við snérum
við til leikhússins að íá annan
miða til.
En þetta ;voru því miður nijög
leiðinlegir leikþættir eftir á-
gætari skáldsagnai'öfund tem
þekkir. sýpilega iítið til lækni
leikhússms.
Bæjarpósturinn
Framhald af 9. síðu.
Malorka, eða guð veit hvar.
★
Enn einn bókaflokkur Máls
og menningar kemur út í ár,
og eru fyrstu bækurnar í lion-
um þegar komnar út. Þær
bækur eru skáldsaga eftir
Guðmund Böðvarsson, og
mun áreiðanlega marga fýsa
að sjá hvernig þessu fágaða
ljóðskáldi tekst sem skáld-
sagnahöfundi. Þá er skáldsaga
eftir indverskan höfund, og
trúi ég, að margir eigi mér
sammerkt í því, að hafa enga
skáldsögu lesið eftir indversk-
an höfund, en nú gefst okkur
sem sé tækifæri til þess. —-
Þriðja bókin er framhaldið af
verki Makarenkos, Vegurinn
til li.fsins, og hlakka ég til að
lesa þá hók. — Þá vil ég geta
þess, að Sumaríeikhúsið er að
hefja sýningar á gamanleikn-
um: Spretthlauparinn, eftir
Agnar Þórðarson. Þetta leik-
rit var leikið í útva.rp fyrir
nokkrum árum. og. þótti mér
miög ga.man að því. Hugsa ég
mér nú gott til að hellsa upp
á eamian kunningja í Iðnó
gömlu, oa vafalaúst er svo um.
marga aðra.
Er uppseldur í bili
en væntanlegur bráðlega
augnaráðið
Gjdiriö svo veVcg lítið inn
Ný sending
Þjónesta við ...
Islenzk-erlenda
verzlnnarfeJagið hi.
Gar-ðastræti 2. — Sími 15333.
Sumartízka 1958
Laugaveg 89 og Hafnarstræti 5-
Tveim vikum síðar gengu Þórður og Brighton um
borð í flugvél, sem átti að fljúga til Suður-Afríku.
Þórður hafði fengið leyfi hjá eiganda lystisnekkj-
unnar til að sigla henni til Comore eyjanna. Þegar
Þeir voru komnir á stað, þá var sem áhugi Brightoons
færi vaxandi. Ferðin til Durban gekk vel fyrir sig
og án þess að nokkuð væri í (frásögur færandi. Þegar
þeir voru komnir í gegnum tollskoðunina, hófu þeir
leit að snekkjunni. Laura var fallegt skip, um 20
tonn og vel útbúin til djúpfiskveiða. Eigandi henn,-
ar hafði verið á siglingu með ströndum Afríku og
iðkað helztu áhugamál sín, djúpfiskveiðar og ljós-
myndun.
Framhald af 6. siðu.
runalegum og sígildum hoð-
orðum lífsins. Islendingar eiga
engin stríðsefni í garð annarra
þjóða, hafa lengi verið frið-
söm og vopnlaus þjóð, einsk-
is megnugir í stríði, en geta
mátt sin mikils í friðarsókn
friðflytjenda á alþjóðavett-
vangi. Leitum enn leiðsagnar
Þorgeirs goða, flýtum oss í
fylkingu þeirra sem friðinn
þrá á þessari jörð, minnugir
þess að ekki verður um það
spurt hyort orð friðarins
kemur frá fámennri eða fjöl-
mennri þjóð, heldur um hitt
hvað andi þess er sterkur
og hve björtu ljósi það get-
ur varpað á veginn til aftur-
hvarfs þjóðanna frá stríðs-
hyggju og drottnun til friðar
og þjónustu við heilbrigt líf.
Árni Ágústsson.
ÚibreiðiS
Þjóðviijann
HANDRITASPJáLL eftir prófessor Jón Helgason.
Bók um sögu og örlög íslenzkr.a handrita með fjölda mynda. — Bók
sem enginn kemst hjá a.ð Iesa.
Mál og menning.