Þjóðviljinn - 29.06.1958, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 29.06.1958, Blaðsíða 4
4) —!>JÓÐVTLJINN — Sunnudagur 29. júní 1958 IBIÓÐVILIIMM Útsefandl: Samelninearflokkur albýðu — Sósíalistaflokkurinn. — Ritstjórar: Magnús Kjartansson (áb.), Sigurður Guðmundsson. — Fréttaritstjóri: Jón BJarnason. — Blaðamenn: Ásmundur Sigurjónsson, Guðmundur Vigfásson, Ivar H. Jónsson, Magnús Torfi Óiafsson, Siguríón Jóhannsson. Sigurður V. Friðbiófsson. — Auglýsingastjóri: Guðgeir Magnússon. — Ritstjórn. af- greiðsia. auglýsingar, prentsmiðja: Skólavörðustíg 19. - Sírni: 17-500 (5 línur>. — Askriftarverð kr. 25 á mán. í Reykjavík og nágrenni: kr. 22 anu- arastaðar. — Lausasöluverð kr. 1.50. — Prentsmiðja Þjóðviijans. Togarakaupin rF'íminn kemst svo að orði í gær: „í forustugrein Þjóð- viljans í fyrradag er Fram- sóknarmönnum og Alþýðu- flokksmönnum kennt um, að ekki hefur enn verið samið uni smíði stórra togara, eins og gefið er fyrirheit um í stjómarsáttmálanum. Þetta er með öLlu rangt. Framsóknar- menn og Alþýðuflokksmenn hafa ekki á neinu stigi tafið undirbúning eða framgang þess máls.“ Annað hvort er, að ritstjóri ■ Tímans fylgist einstaklega illa með vinnubrögðum ríkis- stjómarinnar eða hann mælir þvert um hug. Lúðvík Jóseps- son hefur fyrir löngu gengið frá öllum undirbúningi togara- kaupanna. Hann sendi útboðs- lýsingar til erlendra skipa- smíðastöðva, safnaði tilboðum þeirra um smíði, verð og greiðslukjör og síðan ferðaðist nefnd á milli allmargra <af stöðvum þeim sem helzt komu til greina og hefur fyrir löngu skilað áliti. Eftir er það eitt að undirrita samninga og hefur nú dregizt mjög lengi vegna ann- arlegrar tregðu Framsóknar og Alþýðuflokksins, sérstaklega Eysteins Jónssonar og Guð- mundar í. Guðmundssonar. Er seinagangurinn í þessu máli orðinn mjög alvarlegur; þetta var eitt af stærstu fyrirheitum stjómörinnar, birt í sjálfri stefnuy£irlýsingunni fyrir tæp- tim tveimur árum, og lög um togarakaupin voru samþykkt mjög fljótlega á næsta þingi. Þrátt fyrir þetta hafa viðhorf þessara tveggja flokka verið undarlega neikvæð og þeir hafa aftur og aftur reynt að r.ota þetta skilyrðislausa }of- orð, sem allri þjóðinni var gefið og Alþingi hefur sam- þykkt, í sambandi við samn- inga um önnur óskyld mál sem ágrejningur hefur verið um, Þetta neikvæða viðhorf hefur einnig birzt í sambandi við kaupin á 12 smærri togurum í Austur-Þýzkalandi. Sjávarút- vegsmálaráðherra hafði forustu um það mál allt og tryggði mjög hagkvæma samninga við austurþýzka skipasmíðastöð. Jafnframt var samþykkt innan ríkisstjórnarinnar að taka lán í Sovétríkjunum til fram- kvæmdanna — en því miður var sú lántaka í höndum utan- ríkisráðherra og fjármáiaráð- herra. Hefur Þjóðviljinn áður rakið hvernig það mái hefur verið tafið á furðulegasta hátt ae ofan í æ, þannig að veruleg vandræði hlutust af, og er sjálfsagt að rifja þá sögu upp á nýjan leik ef Tíminn óskar eftir því. í|essi neikvæðu viðhorf til ný- * sköpunar í sjávarútvegi eru þeim mun alvarlegri sem ís- lendingum er það meginnauð- syn að auka útflutning sinn til mikilla , muna. Aðeins með því móti verða efnahagsmálin leyst á skynsamlegan hátt, aðeins með því móti verða framfarir og grózka í íslenzku þjóðlífi. Maður hefði sannarlega mátt vænta þess að sá tími væri lið- inn að framámenn Framsókn- arflokksins teldu togara „gums“, en Vinnubrögðin í sambandi við togarakaupin gefa til kynna að enn eimi eftir af hinni fyrri afstöðu í verki, þótt ekki sé talið hagkvæmt að flíka henni í orði. Ðanslagakeppni S.K.T. 1958 Eins ög þegar hefur verið getið i dagblöðum, efnir S.K.T. til danslagakeppni á komandi hausti, hinnar 8. í röðinni. Keppt verður bæði í nýju og gömlu dönsunum, ef nógu mörg góð lög toerast. Frestur til að skila handritum verður að þessu sinni til 15. september. Efnt er jafnframt til nýstárlegrar aukakeppni í sam- bandi við aðalkeppnina, og til ýmsra verðlauna verð- ur að keppa, s.s. ókeypis farmiða milli landa, pen- ingaverðlauna o.fl. og tryggt hefur verið, að eitt- hvað af lögum keppninnar verður gefið út á plötum. Um allt land géta menn lesið í reglum þeim um keppnina, er fást keyptar, ásamt nýjum danslaga- textum, í Bókabúð Æskunnar, Reykjavík. Ættu sem flestir að 'kynna sér reglur þessar og hina nýju texta. Hver tónsmíði skal bera gerfinafn höfundar síns, og henni fylgja, í lokuðu umslagi, hið rétta nafn hans og heimilisfang. Utanáskriftin er: Dfmsiagakeppni S.K.T, 1958, Fósthólf 88, Reykjavjk. AW AW ■V.V skákþAttur Riistjóri: Sveinn Knstinsson Treystu ekki í blindni á teoríuna 17. Dh7t 18. Bh6 Kf7 Hg8 Nokkur þekkjng á skákteoríu er skákmönnum nauðsynleg, en engu ónauðsynlegra er þó að taka henni jafnan með fyrir- varanum um fallvaltleik allra mannlegra verka, Gildi skák- teoríunnar er fyrst og fremst fólgið í því, að þar eru settar fram hugmyndir, sem venju- lega hafa komið fram og verið beitt í tefldum skákum og opna frjóum og ieitandi huga skákmannsins nýjar leiðir til framhaldandi rannsókna og tilrauna. Veikleiki hennar er sá, að vegna hinnar ótæmandi fjölbreytni skákarinnar, er sjaldan hægt að byggja fyrir þann möguleika, að einhvers- staðar kunni að leynast veila, sem hugvitsamúr og djarfur andstæðingur, geti notfært sér, og snúið með því rás atburð- anna sér í vil. Um það eru mýmörg dæmi. Við skulum hér líta á eitt slíkt. Það er skák, tefld á skákþinginu í Gautaborg 1955 (Svæðakeppnin). Skýringar við skákina eru eftir stórmeistar- ann Salo Flohr, lauslega þýdd- ar og nokkuð styttar. Hvítt: Fuderer, Júgóslavia Svart: Dr. Filip, Tékkóslóvakía. Grunfeldsvöm. 1. d4 Rf6 2. c4 g6 3. Rc3 d5 4. cxd5 Rxd5 5. e4 Rxc3 6 bxc3 Bg7 7. Bc4 o — © 8. Rg-e2 b6 Griinfeldsvöm, sem var á sín- um tíma ein algengasta skák- byrjunin hlaut mikið áfall í skákinni Bronstein:Boleslavsky 1950, og síðan er þetta varnar- kerfi mun sjaldséðara en áður. í nefndri skák lék svartur 8. — c5 og framhaldið varð 9. o—o, Rc6 10. Be3, cxd4 11. cxd4, Bg4 12. f3, Be6 13. d5! o. s. frv, Vegna hrakfara svarts í mörg- um skákum með þessu af-,^ brigði, hafa skákmenn og skák- fræðingar leitað nýrra leiða fyrir svartan, til að- bjarga heiðri varnarinnar. Fram að þessu (1955) hefur þetta þó ekki tekizt, og er vömin því ennþá í öldudal. 9. h4 ----- Rökréttur leikur. Hvítur byrjar sókn á konungsarmi, þar sem svartur hefur'aðeins fáa menn til vamar kóngi sínum. Slík sókn gefst venjulega vel þegar sækjandinn hefur sterkt mið- ■ borð eins og í þessu falli. 9.----- Ba6 Leikurinn 9. — — Bb7 hefur einnig verið reyndur, en án fullnægjandi árangurs. Með hinum gerða leik vill svartur skipta upp hinum hættulega biskúpi á c4. Þetta afbrigði hefur verið rannsakað gaum- gæfilega af tékkneskum meist- urttm og niðurstöðumar verið birtar í þarlendu skáktíma- riti, Enn þeirra, sem að þeim rannsóknum stóð, var einmitt Dr. Filip- 10. Bxa6 Rxa6 11. h5 c5 12. hxg'6---------- Nákvæmara én 12. Dd3, Dc8 13. hxg6, fxg6! 14. Rf4, HÍ7 og svartur heldur velli. 12. ----- hxg6 Nú væri lakara að drepa með f-peðinu. 12. — fxg6 13. Db3f, Kh8 14. Rf4 með öflugri sókn fyrir hvítan. 13. Dd3 Dc8 14. Dg3 cxd4 15 cxd4! --- Þennan leik hefur Filip og löndum hans sézt yfir við rann- sóknir sínar. Filip gaf einungis gaum að aðalhótunnni 15! Dh4 og komst að þeirri niðurstöðu, að eftir 15. — f6 og síðar Kf? þá stæði svartur ekki sem verst. Vissi Fudérer eitthvað um þessar teoritisku rannsóknir eða fann hann fyrst veiluna í vöjninni við skákborðið í Gautaborg? Þeirri spurningu er Fuderer einn fær um að svara, en maður getur sér þess til, að hann hafi kynnt sér rannsóknir Fiíips og fundið snögga blettínn á þeim. Á vor- um dögum njóta skákmenn ým- issa þæginda, sem hvorki Lasker, Capablanca né Alje- chin nokkru sinni ínutu. Nú hafa þeir oftast aðstoðarmenn og þjálfara og taká löngu fyrir byrjun mótanria að útbúa „leynivopn“ sin gégn komandi andstæðingum. 15. — — Rb4 Filip hafði í áðumefndum rannsóknum sínum komizt að þeirri niðurstöðu og látið á þrykk út ganga að 15. cxd4! strandaði á 15. — Rb4. Hann áleit hótanir svarts sterkari en hvíts. Fuderer sýnir hinsvegar svo ekki þarf um að deila, hví- líkar villigötur hinir tékknesku meistarar hafa troðið. 16. Dh4 f6 Svart: Darga C D E F C Stöðumynd. 19. Rf4! Dc3t Svartur á engá vörri. Við 19! — Rc2f yrði svarið 20. Kd2, Rxál 21. Dxg6f Kf8 22. Bxg7f Hxg7 23. Hh8f og mátar. 1-9. — Dg4 gengur heldur ekkí vegna 20. Hh4, Dxh4 21. Dxg6ý og siðan Re6 mát. 20. Ke2 Dc4t 21. Kf3 Dc3t 22. Kg4 ----- Slík konungsganga næstum því inn í herbúðir andstæð- ingsins svo snemma tafls er næsta frumleg. 22. ----------- Dc8t 23. Kg3 — — Nú getur svartur ékkl valdað g6 og ekki hindrað hvíta kórig- inn frá að sleppa undan skák- unum. 23. ------------- e5 24. DxgÖt Ke7 25. Bxg7 exf4t 26. Kh2 De6 27. Kgl ----- í þessari glæsilega tefldu. skák hefur Fuderer haldið frumkvæðinu frá byrjun. Sér- staklega aðdáunarverð eff ganga hvíta kóngsins, sem méð hringferð sinni um borðið he£- ur framkvæmt einskonar list- hrókun (S. konstgjord rockactj 27. ------------- f3 28. Hh7 gefið. Mikilsverð skák ítísku sjónarmiði. frá teor- títboð :i Tilboð óskast í smíði á innréttingu í verzluri og ' geymslu áfengisverzlunar á KeflavíkurflugvelU. Teikningar og útboðslýsingar má vitja á Teiknistofui ' Sveins Kjarval, Bergstaðastræti 28 a — 3. hæð — gegn kr. 100.00 skilatryggingu, 1 Skilafrestur til 17. júlí 1958, Sveinn KjarvaL húsgagnaarkitekt. '} Síldarstúlkur vantar til Raufarhafnar og Siglufjarðar, Uppiýsingar í síma 34580. ftnnnaf Halldórson ^

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.