Þjóðviljinn - 13.07.1958, Síða 5

Þjóðviljinn - 13.07.1958, Síða 5
Surimidagiir 13. juli 1958 — ÞJÓÐVILJINN' — (3 Á™iA9teson:. , Gerpla komln ut á ensku Þeir sem ofsækja rétt Islendmga í landhelgis- málinu varpa skugga á vestræna samvinnu •f ekki ibeir sem $fyð/a réttinn Sumir íslendingar, eða eigum vér að kalia þá fslendinga, virðast svo belsjúkir af erlend- um striðsáróðri og myrkra- verkaþjónustu við vestræna drottnunarstefnu, að þeir geta aldrei unnt Rússum sannmælis. í augum slíkra manna er af- staða Rússa jafnvond, hvort sem hún er hagstæð eða óhag- stæð málstað íslendinga. Þessi furðulegu sjónglöp hafa komið mjög skýrt í Ijós í sambandi við landhelgismáli,. Meðan Genfarfundurinn stóð yfir, þóttust sum íslenzk blöð geta frætt lesendur sina á þvi, að Rússar væru andstæðir ís- lendingum í landhelgismálinu og stæðu gegn rétti vorum til 12 mílna fiskveiðilögsögu. Þetta létu blöðin sig hafa að segja hér á sama tíma sem full- trúar íslands í Genf voru að greiða atkvæði með þeirri til- lögu Rússa, að hvert riki hefði rétt til þess að ákveða fisk- veiðilandhelgi sína allt að 12 mílum. Þetta reykský, byggt á rangri túlkun íslenzkra blaða, gát ekki þjónað öðrum tilgangi fremur en þeim að fela and- stöðu vinaþjóðanna við mál- stað íslands, og kyrja nógu há- væran bölsöng að Rússum, svo að þeir yrðu í vitund íslend- inga stærsti óvinurinn í þessu mikla máli íslands. En svo kom það á daginn, að þessi túlkun íslenzku blað- anna á afstöðu Rússa í land- helgismálinu var röng. Rússar höfðu eins og áður er sagt, lýst yfir því á Genfarfundinum og síðar við utanríkisráðherra fslands, að þeir teldu hvert ríki hafa fullan rétt til þess að ákveða fiskveiðilandhelgi sína allt að 12 mílum. Þessi yf- irlýsing voldugasta- ríkis ver- aldar er auðvitað mjög mikils- virði fyrir íslendinga og and- lega heilbrigt fólk á íslandi fagnar henni. En nú koma hin- ir blindu ofstækismenn enn til skjalanna og segja, af Rússum er einskis góðs að vænta. Þeir styðja oss í landhelgismálinu til þess að koma á ósætti milli íslendinga og vestrænna vina- þjóða. Hver skilur þessa málfærslu? Ekki er afstaða Rússa með ís- Ifndingum í landhelgismálinu frumorsök þess, að bandalags- þjóðir vorar, svo sem Bretar, hamast gegn rétti vorum í þessu máli. En samkvæmt rök- semdafærslu ofstækismann- anna er það ekki deilan við bandalagsþjóðir vorar, sem getur fleygað vináttu vora við þær, heldur stuðningur Rússa við oss, þegar hinir löglegu vinir íslands bregðast því i stærsta og örlagarikasta máli þess. Þessi skoðun fer fjarri öllum rökréttum leiðum og verður á engan veg skilin nema til væru þeir menn á fslandi (en guð forði mér frá að ætla það), sem vildu fóma einhverju af kröfum vorum i landhelgis- málinu til þess að missa ekki vináttu þeirra þjóða, sem telja venjuna hafa helgað þeim veiðirán við íslandsstrendur. Viðurkenning stórveldis eins og Rússlands til viðbótar meiri- hluta þjóðanna á Genfarfund- inum við málstað vorn í land- helgismálinu er oss mikilvæg- ur styrkur. Og aðstaða er- lendra veiðiræningja hér við ströndina versnar stórlega til þess að fá samið af rétti vor- um, þegar sterkir aðilar styðja oss í að standa á réttinum. Fjandskapur í garð Rússa fyrir stuðning þeirra við oss i land- helgismálinu er væntanlega ekki til í brjóstum sannra ís- lendinga, en hann gæti átt heima i brjóstum þeirra einna, sem ofsækja rétt vorn í þessu máli. Annars er hatursáróður sumra íslenzkra blaða í garð Rússa bæði furðulegur og stór- hættulegur íslenzkum hags munum og íslenzkri sæmd. Hann er furðulegur af því,- að ekki er kunnugt um að Rússar hafi nokkurntíma gengið á hlut íslendinga. Vér höfum haft mikil og góð viðskipti við þá síðustu árin og hafa þau viðskipti m. a. meira en bætt upp það tjón, er vinaþjóðin brezka ætlaði að baka oss með löndunarbanninu fræga á ís- lenzkum fiski. Löndunarbannið var tilraun Englendinga til þess að svelta oss til sátta við ránsveiðar enskra togara upp undir íslenzku flæðarmáli. Þessi sveltitilraun mistókst vegna viðskiptamöguleika vorra við Rússa og Austur- Evrópulöndin. Að likindum hefði löndunar- bannið dugað Englendingum til þess að kúga íslendinga í land- helgismálinu ef markaður fyrir íslenzkar fiskafurðir hefði ekki unnizt í Austur-Evrópu. Enda munu Englendingar hafa kvart- að undán því innan Atlanzhafs- banda^gsins, hve íslendingar verzluðu mikið við Rússa og stuðningsríki þeirra. Slík kvörtun er eðlileg frá sjónar- miði Englendinga því að þessi verzlunarviðskipti ónýttu ein- mitt fynr þeim löndunarbann- ið sem refsivönd á íslendinga fyrir að halda fast á rétti sin- um í landhelgismálinu. Frá sjónarmiði Breta má því segja að Rússar hafi illu heilli komið tvisvar við sögu land- helgismáls íslendinga. í fyrra sinni með því að kaupa af oss þann fisk, sem vér misstum markað fyrir í Englandi vegna löndunarbanns enskra stjórn- arvalda og öðru sinni nú með því að viðurkenna rétt íslands til 12 mílna fiskveiðilandhelgi. Bretar geta nú hugsað eitt- hvað á þessa leið: Ef Rússar hefðu ekki keypt fisk af íslend- ingum undanfarin ár og hefðu þeir einnig látið undir höfuð leggjast að viðurkenna rétt ís- lands til 12 mílna landheígi, þá ættu íslendingar örðúgra Angus Wilson finnst Halldór Laxnoss gera víkingum rangt til í fyrsta skipti í rúman áratug hefur skáldsaga eftir Halldór Kiljan Laxness komið út á ensku. með að framkvæma vilja sinn í landhelgismálinu, og þá hefði hið stóra Bretland ekki heldur Svipt hið litla vanmáttuga ís- land vináttu sinni. En getur .nokkur íslendingur hugsað svona, eða óskað eftir því, að slík hefði þróun mála orðið í þessu efni? Hitt er svo annað mál hvort Rússum kunni að liggja það i' léttu rúmi, þótt deilur verði milli ríkja i Atlanzhafsbanda- laginu. Að sjálfsögðu er það á- litshnekkir fyrir Atlanzhafs- bandalagið en ekki Rússa, þegar .stórþjóð innan þess ætl- ar með ofbeldi og þvjngunar- ráðstöftunum að hindra smá- þjóð eins og íslendinga í að neyta réttar síns til verndar efnahagsjegu sjálfstæði sínu og lífsöryggi. En fslendingar hafa hreinan skjöld í þessu máli líka gagnvart. Atlanzhafs- bandalaginu sem vemdara smáþjóðanna. Þeir hafa ekki framreitt neina feita gæs fyrir Rússa í þessu máli og ætlazt ekki til stuðnings þeirra eða þakklætis fyrir það. Það eru Bretar, sem hafa tilreitt hana með ofrikistilburðum við ís- lendinga í landhelgismálinu og með því einnig varpað skugga á samstarf vestrænna þjóða, sem fiafa mörg fögur orð á merki sinu, sem því miður vilja oft veðrast burtu, þégar hagsmunir hinna stóru rekast á rétt smáþjóðanna. Þetta er Gerpla, sem nefnist á enskunni The Happy Warri- ors, Methuen gefur bókina út og þýðandi er einhver ungfni John. Ritdómur um Gerplu eftir skáldið Angus Wilson birtist á sunnud. í Observer. Wilson ér bókavörður við British Muse- um og þykir einn. hinn snjall- asti af yngri skáldsagnahöf- undum Breta. í ritdómi hans um Gerplu segir: „Skáldsaga hr. Laxness er skemmtileg og mér fannst hún' hrifandi, þvi að ég hef mikinn áhuga á fyrri hluta elleftu ald- ar“. Þá rekur Wilson efnið i stuttu máli, telur kaflann um dvöl Þormóðs með eskimóum „snilldarlegasta atriði bókar- innar“, og segir síðan: „Sagan er sögð af mikilli kunnáttu á máli norrænu sagnaritaranna sem uppi voru nokkrum öldum síðar, til dæmis Snorra Sturlu- Fullnýting Framhald af 8. síðu. Fullnýting hráefnisins í af- kastamestu síldarverksmiðju landsins er eitt stærsta fram- faraspor í íslenzkum síldariðn- aði um mörg ár. Öllum má það vera ljóst, áð hafi Rússar gaman af viðsjám þeim, er risið hafa út af rétt- arvörzlu vorri í landhelgismál- inu, þá eiga þeir Bretum en ekki íslendingum það gaman að launa, Arni Ágústsson sonar, en það verður að segjast að sagnaritarastíllinn vérður leiðigjarn. Sem saga. finnst mér The Happy Warriors fyrsta* flokks. Sem hugsmíð er hún góð, af sama gamansama tagi og Jiirgen eftir James Branch. Cabell. En sem ádeila finnst mér hún kiénaleg. Vinstrisinn- aðar stjórnmálaskoða.nir hr. Laxness valda því að hann leggur sig fram að sýna að . forustumeim og hetjur siðmið- alda voru nánast fimmta flokks ævintýramenn, þrjótar og land- eyður. En að beita í þessu skyni háleitum siðaskoðunum nútimans, tengdum þjóðfélags- byltingu, og sérsfaklega að varpa. rýrð á hetjuskap þiBÍrra með þvi að fjölyrða um óþrifn- að þeirra, er afkáralegra en svo að það geti talizt góð skrítla. Og að sýna þá svo sem andstæðu góðs, náttúrlogs, launfyndins, friðsams sveita- fólks, eða., þar sem enn lengra er gengið í fáránlegum rousse- auisma, mildrar flökkuþjóðar eskimóa, sem ekki er enn kom- in á hetjustigið! Hvaða sæmi- legur, gamaldags, marxistiskur sagnfræðingur sem vera ekal gæti frætt hr. Laxness á því að þetta er hvorki sagnfræði né skynsamlegur sósíalismi. En láti maður „alvarlegan“ boð- skap þessarar skáldsögu sig engu skipta, er hún fyrirtaks lesefni .......“ Salka Valka og Sjálfstætt fólk eru einu bækur Halldórs sem út hafa komið á ensku á undan Gerplu. Skáldaþattur RitsLjóri: Sveinójörn Beinteinsson ; Það komust nokkrar skringi- legar villur inn í siðasta skáldaþátt, og vegna þess að það var nú sjálfur höfundur Andrai'ímna sem í hlut átti, þá þykir ekki annað hlýða en leiðrétta misfellur þessar. Nokkrar vísur voru úr lagi gengnar og eru þær þannig réttar: Ég í hnýsast fleira fór fróns um hnísu Ioga Þór, heldur en segir sagan frá, svo það megi lýðum tjá. Hann um grundir hver er sá honum undan sneri þá, enginn þorði efldum beim yggs á storð að mæta þeim. Fjórtán hundruð sextíu og sex sá var þundur Ioga bekks hafinn mæðu heimsins frá en himna gæðin nam að fá. Nokkru fyrr en fals við él forðum tyrkir unnu Konstantino - kóngsstað - pel krotaðan lækja- sunnu . . . Lækjasúliria er giill, en að öðru leyti Iæt ég kyrrt liggja að' skýra kenningar í visum þessum, það getur þá hver ráðið í þær eftir sínu höfði. Og til þess að menn haldi ekki að Skanderberg Epirótakappi hafi orðið fimm hundruð fimmtíu og þriggja ára þá er bezt að geta þess að hann mun hafa dáið 1458 en ekki 1958 eins og í þættin- um stóð. Nokkrar smávillur er enn eftir að laga, en þær geta menn leiðrétt af sjálfsdáðum. Þessi vísa er eignuð séra Hannesi á Rip: Ég hlaut að stauta blauta braut, bykkjan skrykkjótt nokkuð gekk, hún þaúfc og hnaut ég hraut ! laut og hnykk með rykk á skrokk- inn fékk. rn Ýmsar sagriir um Hannes eru skráðar í Mera-Eiríks- sögu Símonar Dalaskálds og lýsa þær sögur grófglettnjun manni en engurn óþokka. Prentaðar eru eftir Han iea Andrarímur, er hann orti að hálfu og Rímur af Hálfdáni gamla og sonum hans, ortar eftir langri sögu, er Jón Espólin mun hafa. samið eftir fornum sögnum og ættartöl- um. 1 í Ijóðum Bólu-Hjálmers, bæði í útgáfu Jóns Þorkels- sonar og hinni nýju útgáfu er kvæði sem heitir Kappatal íslendinga og er það hiklaust eignað Hjálmari. Hannes Jónsson frá Spákonufellí á allgamalt handrit að kvæði þessu og er það þar eignað séra Hannesi Bjarnasyn: á Rip. Kvæðið er mjög ó’íkt kveðskap Hjálmars en hefur talsverðan svip af því sem Hannes hefur ort. Hannes segir frá því í mansöng að hann hafi eitt sinn ort tvær rímur meðan. hann smalaði kindum sínum. Honum hefur verið tamt að yrkja á gangi og getur hann. þess í vísu nokkurri: Útí þegar einn ég geng, engri þó með snilli, hróðrar tregan höjBpustrér g helst ég minn þá stilli. ;j iv.iYi. •íj-f.' ttaliáúi ‘•'' Þ'áð er ' ekki ófróðlégt að kýnnast þessum gáfaða, óhéfl- áða presti þar sem hann smal- ar fé sínu um holt og hæðir og yrkir um leið rímur af þjóðhetju suður á 'Balkan- skaga.

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.