Þjóðviljinn - 03.08.1958, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 03.08.1958, Blaðsíða 5
Sunnudagur 3. ágúst 1958 — ÞJÓÐVILJINN — (5 '17'instfi handleggur lá laestur ^ upp við síðuna og hafði ekki haggast úr þeim skorð- um síðan maðurinn lagðist til svefns- um kvöldið, og þetta var bæði gert til hlýinda og til þess að varna því að sængin húsaði frá. Það kostaði hann nokkra erfiðismuni að losa höndina svo hann gæti séð á úrið sitt við glætuna af tungl- inu. Klukkan var tíu mínút- ur gengin í sex. Enginn vaknar klukkan fimm að morgni nema eitthvað yerði til að vekja hann. Ekki hafði hann dreymt neitt sem þessu gat hafa valdið. Hann lá kyrr og horfði píreygur á andgufuna fyrir vitum sér í tunglskininu. Þá kom hann auga á Alfreð. Hann sat ofan á sænginni, í svo sem eins og spannar fjarlægð frá augum hans. í sama vetfangi mundi hann hvernig ástatt var. Því Alfreð var ljósálfur. hann hafði komið þarna inn um leið og ástin milli manns- ins og konunnar. í fyrsta skipti sem þau sáu hann, og það var í gærkvöldi, sat hann á tungls- geisla og brosti við þeim. Og þegar maðurinn benti honum og nefndi hann Alfreð með leyfi konunnax-, renndi hann sér niður af geislanum og var hjá þeim þangað til þau sofn- uðu. Stundum er ástin milli tveggja manna svo mikil og heit, að engin orð má hafa, heldur er hættulegt að hafa orð. Hættulegt vegna þess að þau geta valdið misskilningi,> rofið stemninguna, ef ekki er því varlegar farið að. Einmitt Þess vegna var Alfreð svona velkominn. Það var auðséð að hann var þaulvanur miðlari, sannur postillon d’amour. Fyrst tritlaði hann til iiennar. og horfði á hana hýr í bragði og alúðlegur, svo trítlaði hann til Iians, og bar honum skila- boð um líðan hennar. Ekki með orðurn, einmitt ekki með orð- um, heldur með talandi augna- ráði og fínlegu pati með litlu Ijósálfahöndunum. Síðan fór hann aftur til hennar. Alfreð hafði átt annríkt. Svo annríkt, að hann hafði orðið að setja á sig litlu gagnsæu ljósálfs- vængina, til þess að komast yfir það sem hann hafði að gei-a. □ Nú sat Alfreð ofan á sæng- inxii áhyggjufullur á svipinn. En manninum fannst sem hann mætti ekki hafa af sér að njóta gleði sinnar í svo sem eins og tvær sekúndur í við- bót, en eftir það þóttist hann vera tilbúinn að tala við Al- freð. Hann hjúfraði sig aftur undir sængina dæmalaust sæll og ánægður. En í sama bili datt honum nokkuð hræðilegt og einkennilegt í hug. Hvemig hefði farið ef hann hefði ekki áttað sig? Ef hann hefði vakn- að og séð allt þetta sem hann þekkti, rúmteppin, pípuna og eldspýtumar á náttborðinu, frostrósirnar á rúðunni og allt hitt, og hefði samt ekki áttað sig á því, hvernig hefði þá farið? Ef hann hefði verið bú- inn að missa minnið, og hefði rísið Úpp við dogg, ög sVo komið; auga á þá serri í hinu i-úminú láuf .Hann- héfði ræskt sig: „Ég biðst afsökunar“, hefði hann sagt, „ég heiti Einarsen. Má ég sp . . .“ Siðán ekki meir. Því hún hefði glennt upp bláu augun sín og haldið að hann væri ox’ðinn vitlaus. En hann hafði engu gleymt. Engu smáatriði hafði hann gleymt, Hann þurfti alls ekki að kynna sig fyrir konunni, sem lá í hinu í'úminu. og nú hjúfraði hann sig vel undir sængina, og gaf sig gleði sinni alveg á vald. Það var eins og að drekka heitt vín. Þetta var hann sannarlega búinn að þrá. Að eiga hana einn, alveg út af fyrir sig. Að vera einn með henni! Þau höfðu sofið saman í stofu áð- ur, en aldrei ein og ótrufluð. Þetta var í fyrsta sinn. blessaða andlit, fann hann ekki framar til neins kulda. Skyldi hún hafa hóstað? Ætli það hafi í rauninni verið hún, sem vakti hann? „Blessaður litli engillinn minn“, sagði hann, en þá fór hún að hósta. Það var lítill, kvenlegur hósti. Þá beygði hann sig dýpra yfir hana og klappaði á koll- inn á henni með mikilli blíðu. Síðan tók hann um aðra hönd hennar og kyssti. Alfreð, sem kominn var upp á koddann hennar og stóð þar, brosti við, þegar hann sá hvílíkur stærð- armunur var á höndum þeirra. Hönd hennar var hiý og nota- leg. En þó vonandi ekki of heit? Svo hóstaði hún aftur í hnakkann á honum. aði að henni og hún fór að hósta. Alfreð var nú farinn að horfa á þau aftur. Ilann virtist vera æstui> og hann bandaði vinstri hendinni líkt 02 uppstökkur hljómsveitarstjóri, eins og hann vildi segja; „Ekki stendur þetta á nótnablaðinu, heri'a Einar- sen! Við erum að leika Tungls- skinssónötuna, en ekki Hol- lendinginn fljúgandi!“ Maðurinn yfir i rúminu roðn- aði og skammaðist sín, Honum fannst ljósálfurinn hafa rétt fyrir sér. Ef satt skyldi segja, hlaut hann að kannast við, að það hafði ekki fyrst og fremst verið hennar vegna. að hann tók hana upp i rúmið til sín. Það hefði ugglaust farið betur 'um hana í hennar rúmi, og Næturljóð Smásaga eftir Agnar Mykle Alfreð benti manninum. Og samtímis var þessi sæli draum- ur að engu orðinn. í staðinn kom innileg umhyggja, þvi þeg- ar Alfreð benti svona, hlaut það að þýða eitthvað, sem hana varðaði. Maðurinn lyfti höfði af kodd- anum og leit spurnaraugum á Alfreð. Alfreð hleypti í brún- irnar, fíngerðar og gáfulegar, kipraði varirnar og hóstaði of- boðlítið, en sýnilega í ákveðn- um tilgangi. Þá minntist maðurinn þess, að hún hafði hóstað svolítið um kvöldið. Ekki væri bót að því að fara að verða kvefað- ur í slíkum kulda, 22 stiga frosti, það hafði hann lesið á hitamælinn úti í glugganum, einhvemtíma í gær. Maðui-inn reis nú upp i rúm- inu, svo snöggt, að Alfreð varð að taka til vængjanna í of- boði, og ekki gætti maðurinn þess heldur, að ullarteppin, sem hann var vafinn í losnuðu og sigu niður af herðum hans. Hann fálmaði eftir tenglinum og kveikti á náttlampanum. Það var eins og kviknað hefði á sól þegar birti af lampaljós- inu, og ljósið endurspeglaðist frá stórum, björtum augum, fullurn af trúnaðartrausti. Hún var vakandi. Hann settist á rúmstokkinn og fann eins og í di'aumi að kuldann lagði að honum eins og vægt steypibað, læsti sig um hann, smaug undir nátt- fötin hans, flann smeygði fót- unum i inniskóna. Það voru slitnir skór úr leðri* eins kald- ir og gatslitnir skinnskór geta framast verið. Þegar hann kom til hennar, sneri hún að honum andlitinu umkringdu hi'okknum lokkum. Og Sem hann beygði sig yfir hana og leit framan í þetta Þá var hann ákveðinn i að færa hana yfir í sitt í'úrr^ Það var mjótt rúm, og ekki vandalaust að búa um þau bæði svo að vel færi. En samt tókst það. Það varð að takast. í hennar rúmi var engin leið að koma tveimur fyrir. Ilann tók varlega ofan af henni sængina og vafði um hana ullarteppinu, síðan tók hann hana upp. Hún var létt, og hann var sterkur. Varlega, eins og faðir ber barn sitt, bar hann hana yfir í sitt rúm. Hann vafði hana vandlega inn í þykka ullarteppið bláa, og fór síðan sjálfur upp í. Þá var honum orðið svo kalt, að hann fann ekki til fótanna, og varla til handanna heldur. Hann lá lengi og lét sér hlýna. En henni var funheitt. Eða gat það verið missýning? Hafði ekki verið of lítið ofan á henni? Hún var ekki laus við að vera skemmd af dekri, það. hafði hann orðið greinilega var við á þeim fáu mánuðum, sem liðnir voru síðan þau kynnt- ust. Hann sneri sér að henni og strauk henni um kollinn með hótum ástfangins manns, Svo lagði hann varlega höndina undir hnakka hennar og þrýsti henni þýðlega að sér. Svona lágu þau lengi, lengi. Ekkert orð fór þeirra á milli. Og Al- freð sem sat á náttlampahlíf- inni, og var. að reyna að hýra sér á. fótum, við velgjuna af henni, sneri sér undan, Maðui-inn fann hlýjan and- ardráttinn leika um hálsinn á sér, og upptendraður af löng- un til að sjá hana, að festa á nethimnu augans óafmáanlega þennan heittelskaða svip, reis hann upp til hálfs til þess að sjá hana betur. Við þetta gos- henni hefði verið hlýrra að liggja þar kyrr. En nú ætlaði hann að reyna að gera gott úr þessu. Alfreð brosti þegar maðurinn sté fram úr rúminu og fór í skóna. Þessa ísköldu skinnskó. Alfreð ætlaði að elta hann fram í eldhús, en maðurinn skipaði honum að vera kyrr og líta eftir henni á meðan. □ Það var nístandi kuldi frammi í eldhúsi. Hann kveikti og svipaðist um. Fiðrmgur fór um hörundið af kuldanum og það varð hrjúft viðkomu, og hendurnar voru þegar orðnar bláar af kulda, er hann tók mjólkurfötuna út úr skápnum. Hvar var það nú annars, sem kastarholumar voru vanar að vera? Að lokum fann hann eina, sem honum sýndist vera mátulega stór, og hann setti sterkasta straum á plötuna. Síðan mældi hann tvö bolla af mjólk, og setti yfir, stóð yfir þessu og beið. Hann ætlaði að fara að láta hlemm yfir, þegar hann minntist þess, sem em- hver hafði sagt honum: að mjólk mætti ekki sjóða. Ekki bullsjóða, því þá færu víta- mínin til spillis. Þess vegna lagði hann það á sig að biða eftir mjólkinni. Hann deif nið- ur í hana fingri. Hún hafði ekki hitnað neitt. Þá tók hann eftir því að platan var ótengd við tengilinn i veggnum. Hann ætlaði að fara að blóta, en hætti í hálfu kafi, því hurðin inn til hennar var í hálfa gátt. En hraðsuðuplatan var nú ekki sein á sér. Hann prófaði mjólk- ina með fingrinum, og tók hana svo ofan. Þá var það að honum skrik- aði fótur í dyruriúni, ' þegar hann var að fara inn með kast- arholuna í annarri hendi og bolla í hinni, og líklega var því nokkuð um að kenna hve loppinn hann var. Hann horfði. hálfstui'Iaður á syipinn á það hvemig brennheit mjólk- in helltist niður á þröskuldinn, og niður á náttfötin hans og skóna. Hann leit upp i alhrímað loftið í eldhúsinu og bað um. styx'k til að geta stillt sig. Og sá styrkur kom svo skyndilega, að hann varð undrandi. Ákveð- inn, ró’egur, jafnvel fyllilega ánægður gekk hann að því að hella því sem eítir var af mjólkinni í kastarholuna, en það var ekki nema hálfur bolli. Hann leiíaoi fyrir sér á hill- unum og fann að síðustu gamla, beyg’aða óvómaltdollu. Eitthvað lítilsháttar var eftir í henni, og hann náði í ejns og svo sem tvær teskeiðar af þessari seigfljótandi, brúnu kvoðu, svo hellti hann mjólk og vatni og sykri í kastarhol- una. Og meðan hann beið eftir því að þetta hitnaði, varð hon- um að minnast þess, að fátt er svo með öllu illt, að ekki toði nokkuð gott, því hann hélt að þessi drykkur hlyti að verða miklu skái'i'i en hitt sem hcllt- ist. Hann gladdist undarlega í andanum >af því að hugleiða það þve gott henni mundi verða af drykknum. Hann stakk fingri í bruggið og fór að hugsa um það hve einkenni- legt það væri, að þó að hann stæði hér sama sem ber í 22 stiga frosti, skjálfandi af kulda, og glömruðu i honum tennumar, liði sér betur en nokkru sinni fyrr á ævinni! En ef kastarholan ylti nú um koll, svo að hann yrði að bera sig að brugga þetta enn einu sinni? Yi'ði þá gleði hans svo undur hlý og óeigingjörn, enn- þá dýpi'i? Eða var gleðinni þá áskapað að verða því meiri ;em meira skorti á þægindi og vel- líðan. Mundi ætíð þurfa dropa af píslarvætti til að gera ham- ingjuna fullkomná? □ Tuttugu mínútum siðar, þsg- ar maðurinn kom inn með drykkinn, sá hann að hún var sofnuð, Þegar Jesús hékk á krossin- um, var hann ekki svona um- komulaus. Á hvora hönd hon- um hékk ræningi, en iyrir fótum hans stóð hópur af syrgjandi, samúðarfullu fóiki. Ýmsir hafa hldtið að þola verra píslarvætti en Jesús varð að þola. Einn af þeim var maðurmn í þessu svefnherbergi. Einn var hann. Einn og yfii'gefinn í kuldanum. Hún svaf. Alfreð svaf líka. Þá skildi maðui'inn að hið göfugasta píslarvætti er það sem enginn fær nokkru sinni að vita af. Það píslarvætti sem enginn þakkar. Það sem aldrei verður sæmt riddarakrossi. Það sem aldrei vei'ður launað. Og hann sá í huga sér aVan þann urmul píslarvotta > sem þetta spúandi eldsvíti, þessi blóði, drifna jöi'ð, hefur að geyma. Og nú var hann orðinn einú' af- þeim. í fyrsta sinn á Framhald á 6. siðú.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.