Þjóðviljinn - 03.08.1958, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 03.08.1958, Blaðsíða 7
i a 15 Hans S c h e r f i g Fufltrúinn sem hvarf — Það hlýtur að vera mikil eldhætta af þessum primus. Þetta getur ekki verið löglegt. — — Eg ber enga ábyrgo á því. Eg aðvaraði hann. Eg sagði oft: Þessi garmur getur sprungið og kveikt í Öllu húsinu. En þó er það verra í kamersinu hinum megin. Þar sofa Olsen krakkamir og foreldramir láta þau hafa olíulampa með sér upp á kvöldin, vegna þess að þau eru myrkfælin. Það finnst mér óforsvaran- legt. Og ég hef sagt þaö hundrað sinnum við frú Olsen. En hvað stoðar það? — Það bjargast allt saman, seg- ír hún. Það hefur aldrei neitt komið fjrrir. — Nei, en það kemur að því, segi ég. — — Eldaöi Mogensen sjálfur mat handa sér hér 'uppi? — — Nei. Hann hitaði bara te. Hann drakk ógurleg ósköp af tei. Að hann skyldi ekki eyðileggja í sér mag- ann! — — Hvar borðaði hann? — — Hann borðaði stundum í Klerkegötu — í al- menningseldhúsinu. En hann kvartaði yfir því að það væru engin vítamín í matnum. Hann var víst mest á fínu kaffihúsi, sem heitir „Fídusinn*. Inni í borginni. — Jæja. Eg kannast við það. — Eg skil ekki hvemig hann hafði í sig og á. Mér hefur alltaf verið það ráðgátp, á hverju hann lifði. Hann fékk engan styrk frá bænum. Og ég hef aldrei vitað til þess að hann hefði neina atvinnu., En stundum hafði hann mikia peninga handa á milli. — — Hér er alls engin fatnaður. Hafði hann nokkurn farangur meðferðis þegar hann fór? — — Nei, hann átti ekkert annað en það sem hann stóö í. — — En hann hlýtur að hafa átt — einhver nærföt? — — Nei. Og eins og ég hef sagt, hef ég ekki snert við neinu héma uppi! — Mogensen fleygði gömlu sokkun- um sínum þegar þeir vom slitnir. Hann var ekki í neinni skyrtu. Hann keypti sér stöku sinnum „Saltfisk" úr Sellulojdi eða pappír. Og fleygði hommi þegar hann slitnaði. — Lögreglumaðurinn rótaði í blaðabunkanum. Þar voru allmörg gömul eintök af Times. Og neðst í bunkanum voru nokkrir heilir árgangar af „Louis de Moulins Revue“. Hann leit einnig á bækumar sem voru í hlaða í einu hominu. Þar kenndi margra grasa. Efst í hlaðanum var bók Becks ofursta um Napóleon. Undir henni voru nokkur hefti af Rocam'oole. Ljóð eftir Shelley. Skytt- urnar. Sakamálasaga eftir Jean Tulipe á frönsku. „Átta vikur í loftbelg“ eftir Jules Veme. „Biblía Stjórnleys- ingja“. Englandssaga Goldsmiths III. Og loks voru nokkrar bækur af konunglega bóka- safninu: About Aerolit" eftir MacHoowen, Keule: „Nitro-Gelatlne“. Og hin þykka bók Böckmans: „Die Explosivstoffe". Michael Mogensen virtist einnig hafa. haft áhuga á sprengiefnum. XIII Blöðin höfðu ékki skrifað eins mikið um hvarf Micha- els Mogensens og um hvarf Amsteds fullerúa. En Mogensen er líka mannvera. Og lögreglunni ber sama skylda til að rannsaka hvarf hans og hvarf emb- ættismanns í hermálaráðuneytinu. Og hver veit nema •eitthvert samband sé á milli hvarfs þessara tveggja manna. Hlutimir í litla herberginu em athugaöir og rann- sakaðir alveg jafn vandlega og skjöl Amsteds fulltrúa. Hverju gömlu dagblaöi er snúið og velt. Bókunum er flett í leit að hugsanlegum athugasemdum. Mogensen hefur ekki verið snyrtimenni eins og Am- sted. Hann hefur engan veggskáp und;r skjöl sín og gamlar minningar. Hann á engar skúffur undir tiygg- ingarskírteini, happdrættismiða og bankabækur. Og hann á engan fataskáp. Hann átti aðeins fötin sem hann stóð í. Og þau vpru mjög slitin. Allt sem lögreglan finnur af fatnáði í her- bergi hans, er vesti og ónýtt hálstau úr sellulojdi. Vest- ið er mjög óhreint. Lögreglumaðurinn tekúr þáð úpþ með tveim fingrum og leitar í vösum þers. En þeir erú -----------------------r-r--- ---------Surunudagiir 3. ágúst 1958 — ÞJÓÐVILJINN — (7 csCeitíÉ tií vor meí liueró Lmiar vunclamál um RAFMAGNSMOTORA og ROFA RIÐSTRÁUMSMáTDRA, EINFASA OG RRÍFASA JAFNSTRAUMSMDTDRA í SKIP. 32 □□ 110 VOLTA ORKUFLUTNING * MEÐ’RENOLO - KEOJUDRIFUM REHOLD - ÁSTENGJUM BREYTINGAR Á SNÚNINGSHRAÐA MEÐ REMOLD - KEÐJUDRfFUM HOLROYD - GÍRUM THURM - GÍRMOTORUM KOPP - HRAÐAB R EYTU M LEGUBÚNAÐ MED <öli> - KÚLU- OG RÚLLULEGUM lliN/A - NALALEGUM R & M - PRÝSTILEGUM TIMIIKEN KEILULEGUM POLLARD - VATNSÞÉTTUM VELTILEGUM MEÐ LEORI. GUMMI QG FLOKA j VÉLAR, DÆLUR OG VÖKVALYFTUR FLUTNINGSBÖND TIL FLUTNINGS Á FÖSTU QG FLJÖTANDIíEFNI! MEO REINOILD - FLUTNINGSKEÐJUM " < HEMLABÚNAÐ ÁLYFTITÆKI, FLUTNINGSBÖND OG RENNIHURÐIIR MEÐ D&P - SEGULHEMLUM OG ROFUM FIRD1WSPR/AD — IEINSTEFNUHEMLUN XJeitvun f Þerk^rceÍiÍe^a aÍsto^ óiÉ váí ofy nötbun aíír véiakltida öcj tœbja, iem vét* útvecfiun o<$ ieijum FÁLKINN H.F. VÉLADEILD SÍMIT-B6-7D (5 LÍNURS - REYKJAVÍK

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.