Þjóðviljinn - 13.08.1958, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 13.08.1958, Blaðsíða 4
4) — ÞJÓÐVILJINN — Miðvikudatgur 13. ágúst 195S Enn um Laugavatn — Keílvíkingum að fara fram í þrifnaði — Seldur aðgangur að tjaldstæðum BÆJARPÓSTINUM hefur bor- izt eftirfarandi bréf: „Kæri Bæjarpóstur! Ég ætlaði að vera búinn að senda þér línu áður en ég las Póstinn 7. ágúst, þar sem þú drepur á slæma umgengni að Laugarvatni. Langar mig að bæta svolitlu við. Ég kom þar einnig fyrir nokkru og hef ég ekki séð slíka umgengni sem þar, en víða hef ég komið. Það má segja að þetta sé aðkomufólki eingöngu að kenna, því að það kann ekki að hirða sig, ®n þó vil ég minna á að staðarbúar eiga þar sinn hlut. Sumarhótelið selur þarna tjaldleyfi og því finnst mér rétt að það létú í té ílát fyrir rusl og kæmi þar upp smá þægindum til hreinlætis og hagræðis fyrir tjaldbúa. Laugarvatn er mikil menn- íngarmiðstöð, eins og allir vita, og kemur manni því ým- islegt einkennilega fyrir sjón- is — Þar er seldur aðgangur að gufu- og sturtuböðum en þar finnst ekki neins staðar nærri vatnssalerni, eins og venja er á slíkum stöðum, ekki er tjaldbúum ætlað að komast í í'æri við slíkt eins og alls stað- ar mátti sjá. Annað það, sem sótt var und- ir heimamenn, var mjólkuraf- greiðslan. Ég hef aldrei séð siíka mjóikursölu. Þarna voru 40—50 tjöld og margir með börn og því talsverð mjólkur- saia, flestir með flöskur, mis- jafnlega hrejnar, eins og geng- ur. Flöskunni er haldið yfir brúsanum, svo er hellt úr máli þar sem helmingur mjóikur- innar flæðir yfir og niður flöskuna og í brúsann aftur, þá er flaskan orðin vel hrein að utan og næsti getur fengið á sína flösku og svo koil af kolli! Einu sinni vildi það ó- happ til þegar verið var að.; hella yfir eina flöskuna, að hún rann úr hendi afgreiðslu- stúlkunnar og í brúsann. Vandalaust reyndist að ná flöskunni, þurrka hana utan svo mjólkurafgreiðslan gæti haldið áfram, því hún stendur aðeins yfir í 30 mínútur! Tillögur vegna þessa, sem að framan getur, er óþarft að koma með, svo augljós er sóða- skapurinn. Áreiðanlega dvelur fólk ekki lengi né oft á slik- um stað sem þessum, því áreið- anlega verða margir fyrir von- brigðum vegna þess að Laugar- vatn er ekki venjulegt vatn! Fyrir nokkrum árum veitt- ist ég að Keflvíkingum í Póst- inum vegna hauga þeirra, sem voru sunnan við plássið báðu megin vegarins suður á Mið- nesi, öllum til leiðinda sem fram hjá fóru. Nú hafa þeir verið fjarlægðir og ber að þakka þeim, sem að því hafa staðið, vel. Vonandi að þeir haldi áfram og lagfæri líka bæinn sinn. Vegfarandi“. ★ PÓSTINUM hafa boriýt fleiri kvartanir frá ferðamönnum, er gist hafa Laugarvatn, bæði yfir því, ,að ekki sé hægt að fá þar keypta mjólk nema stutta stund á morgnana, og eins yfir klósettleysinu. Að sjálfsögðu eru salerni á sumar- hótelinu fyrir gesti þess, en aðrir ferðamenn eru verr sett- ir. Þó mun vera á staðnum eitt klósett fyrir karlmenn, en ekkert handa konum! Er það vægast sagt óviðunandi ástand og ekki nokkrum gististað sam- boðið — Póstinum var ókunn- ugt um, að sumarhótelið seldi tjaldleyfi að Laugarvatni, eins og bréfritari segir, og ekki var hann krafinn um gjald, er hann gisti þar um verzlunar- mannahelgina. Hins vegar ber þeim aðilum, sem selja aðgang að tjaldstæðum, tvímælalaust að sjá um að halda þeim hrein- um og þrifalegum, þótt það leysi ferðamennina auðvitað engan veginn undan þeirri skyldu að ganga snyrtilega um. Einnig ætti það að vera skylda þeirra, sem selja ferðamönn- um tjaldstæði, að sjá þeim a.m.k. fyrir aðgangi að sal- erni. Minna er ekki hægt að krefjast. Nú er timi til að mynda barnið. Laugaveg 2. Sími 'UsBO. Heimasími 34980. Kristileg æsku- lýðsmót Samtök aðventista á íslandi héldu kristilegt æskulýðsmót að Skógum undir Eyjfjöllum 28. íúli — 4. ágúst. Þátttakendur voru um 130, flestir á aldrinum 12—25 ára. Mótsgestir bjuggu ýmist í tjöld- um, sem reist voru á fiötinni suður af skólanum eða í heima- vist skólans. Samkomur og kvöidvökur fóru fram í sal skól- ans og máltíðir í borðsal. Hver dagur var fyrirfram skipulagður. Bibliufræðsla og andleg uppbygging fóru fram fyrri hluta dags. Síðdegis voru knattleikir, hópgöngur og þ. u. 1. Á kvöldin voru kvöldvökur með stuttum erindum, framsögn, hljómlist, kórsöng, einsöng o. s. frv. Einnig voru sýndar fræðslu- kvikmyndir. Tveim dögum var varið til hópferðar í Þój'smörk. Heiðursgestur mótsins var séra M'E. Lind, en hann er ritari æskulýðsdeildap aðventista í Norður-Evrópu og býr í London. Flutti hann nokkur snjöll erindi um kristinsdómsmál miðuð við þroskastig unglinga, einnig sýndi hann litkvikmynd, sem nefnist Dögun yfir Afríku, en í Afríku dvaldi hann áður sem trúboði um 20 ára skeið. Það kom og í Ijós, að séra Lind, sem er norsk- ur að uppruna, var á sínum tíma meðlimur norska landsliðsins í knattspyrnu. Eftir að þetta fregnaðist, komst hann ekki undan því að vera dómari í hverjum knattleik mótsins. Annað starfslið mótsins var, auk mótstjórnar Svein Johansen, skólastjóri Hlíðardalsskólans og nokkrir kennarar þess skóla og annarra skóla Aðventista hér á landi. (Frá Samtökum Aðventista) A u g 1 ý s i n g frá Bæjarsíma Reykjavíkur varðandi 03 < Prá og með 15. þ. m. verður tekinn í notkun nýr upplýsingasími — 03— Upplýsingar um símanúmer, sem ekki eru skráð í símaskrána, svo sem númerabreytingar og ný síma- númer, munu fást, þegar hringt er í 03. Símnotendur eru vinsamlegast beðnir að skrifa upp- lýsinganúmerið 03 á minnisblað á fyrstu síðu í sím&* skránni. Tilboð óskast í nokkrar fólksbifreiðir, ennfremur jeppabifreið og Dodge Weapon bifreið með spili. Framangreindatr bifreiðir verða til sýnis fimmtud. 14. þ. m. kl. 1 til 3, að Skúlatúni 4. Tilboðin verða opnuð i skrifstofu vorri ld. 5 sama ! dag. —• Nauðsynlegt er að taka fram símanúmer í ! tiiboði. ' Sölunefnd vamarliðseigna. Hásmæðrakennara- ; skóli íslands — H.K.I. Skólinn tekur til starfa í Reykjavík á hausti kom- anda. — Með umsókn um skólavist skal tilgreina ’i menntun umsækjanda og aldur. Umsóknir skal senda Helgu Sigurðardóttur, Drápuhlíð 42, Reykjavík. Upplýsingar uin skólann verða gefnar í síma 33442. Helga Sigurðardóttir, skólastjóri. Bezt — Dtsalan — Bezt Pils frá kr. 350.OO B 1 u s s u r frá kr. 25.oo Síðbuxur frá kr. 150.oo Kjólar frá kr. 150.oo Kvenkjólar frá hálfvirði Telpukjólar frá kr. IOO.00 tfotið tækifærið — Kaupið ódýran og góðan íatnað fyrir veturinn. B E Z T — Vesturveri keppa á íþróttaleikvanginum í Laugardal í kvöld og liefst leiJcurínn | khikkan 8. í. S. í. K. S. 1. Dómari: Guðbjörn Jónsson. Aðgöngumiðar seldir á eftirtöldum stöðum. Aðgöngumiðasölu íþróttavállcuríns klukkan 1—6 _ Bókabúð Lárusar Blöndal, Vesturveri klukkan 9—6 AKURI NESINGA m m i Bókábúð Helgafells, Laugaveg 100 klukkan 9—6 11% m 1 R JjL K °Q úr bifreiðum hjá Laugardalsleikvanginum frá klukkan 6. Verð aðgöngumiðanna: Stúkusœti kr. 40.— Stœði kr. 20.— [ Barnamiðar kr. 5.— Notið forsöluna og kaupið miða tímanlega. -p: II

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.