Þjóðviljinn - 13.08.1958, Blaðsíða 8

Þjóðviljinn - 13.08.1958, Blaðsíða 8
8) — ÞJÓÐVILJINN — Miðvikudagur 13. ágúst 1958 NÝJA BÍO eiml 1-15-44 Uporeisnin á Haiti („Lydia Bailey“) H'n geysispenrandi litmynd, byggð á sannsögulegum við- | burðum af uppreisn og valda- I töku svertingja á eynni Haiti. ) Aðalhlutverk. j Dale Robertson. i i Anne Francls. Endursýnd í kvöld kl. 5, 7 og 9. Bönnuð börnum. / r * t TRÍPÖLfBIO Sím) 11182 Fjörugir fimmburar (Le mouton a cinq pattes) Stórkostleg og bráðfyndin, ný, frönsk gaman- mynd með snillingn- um Fernandel, þar sem hann sýnir sniili sína í sex aðaihiut- verkum. Fernandel Francoise Arnou!. Sýad klukkan 5, 7 og 9. Danskur texti. «lml n-1-49 Sjónarvottur (Eyewitness) Einstök brezk sakámálamynd, sem allsstaðar hefur hlotið gífurlega aðsókn, enda talin í röð þeirra mjmda er skara fram úr. Taugaveikluðu fólki er ráð- lagt að sjá ekki þessa mynd. Aðalhlutverk: Donald Sinden Belinda I.ee Muriel Paviow. Bönnuð börnum. Sýnd kl. ö, 7 og 9. •tmJ 1-54-44 Háleit köllun (Battle Hymn) Efnismikil ný amerísk stórmynd í iitum og CinemaScope Rock Hudson Martha Hyer Dan Duryea Sýnd kl. 5, 7 og 9 Sala hefst kl. 4 e.h. Þrír á báti (og hundurinn sá fjórði) „Three Men in a Boat“ Viðfræg ensk gamanmynd í litum og CINEMASCOPE gerð eftir hinni kunnu skemmti- sögu, sem komið hefur út í ís- lenzkri þýðingu. Laurence Harvey Jinuny Edwards David Tomllnson Sýnd kl. 5, 7 og 9. HAFNASffROt r y Síml 5-01-84 Sonur dómarans Frönsk stórmynd eftir sögu J. Wassermanns „Þetta er meira en venjuleg kvikmynd" Aðalhlutverk: Eleonora-Rossi-Drago Daniel Gelin Myndin hefur ekkí verið sýnd áður hér á landi Sýnd kl. 9. La Strada Sérstætt listaverk Sýnd kl. 7. Aðeins þessi eina sýning áð- ur en myndin verður send úr landi. Stjörnii^o Simi 18-936 Einvígi á Missisippi Spennandí og viðburðarík ný amerísk kvíkinvnd. Lex- Barker Palmia Medini Sýnd kl. 5, 7 og 9. rlafnaríjarðarbío Sirni 5U249 Mamma Ógleymanleg ítölsk söngva- mynd með Benjainino Gigli Bezta mynd Giglis fyrr og. síðar Sýnd kl. 7 og 9 Austurbæjarbíó Simi 11384. Blóðský á bimni Hörkuspennandi og sér- staklega viðburðarík, amerísk kvikmynd. James Cagney, SylviaSidney. Bönnuð börnum innan 16 ára Endursýnd kl. 9. Seljum í dag nokkra SVEFNSÖFA með miklum afslætti. Frá kr. 1700.00. Fyrsta flokks efni og vinna. Notjð tæki- færið. Grettisgötu 69 — opið kl. 2—9. Kveðjur heim úr siiinui Framhald af 7. siðu. væru þeir búnir — aumingj- arnir. Það er ekki orðinn svipur hjá sjón að sjá Vestfirðinga núna á síld. Þetta voru hörðustu mennirnir í flotanum hér áður fyrr. Aflaskortur undanfar- inna ára fyrir vestan hefur flæmt marga duglegustu sjó- mennina suður á land — það held ég nú. Þeir eru margir á Ákranesi og í Keflavík núna“. „Hérna fáðu þér i nefið — drengur minn“, sagði Valdi og rétti að mér baukinn. „Ég ætla ekki að segja þér, hvað við stóðum uppi ráðalausir í vor. Þetta vill í Aðalvíkina. Við gripum þarna nokkra ferm ingardrengi glóðvolga frá alt- arinu. Ja — hann væri ijótur á svipinn gamli maðurinn — aflaformaðurinn — sem skipið heitir í höfuðið á — ef hann sæi okkur núna — blessuð kariuglan — snúss — en hann passar strákana — snúss — það er engin hætta á því — snúss — hann gerir þá að góð- um sjómönnum — Vestfirðing- ar rétta hlut sinn aftur — en þá verður kaninn líka að fara“. Nú kom springlínan vað- andi upp á bryggjuna og við festum hana. Kraninn sígur niður í skip- ið. Tveir gamiir menn og f jórir fermingardrengir moka í gríð og erg. Andi hins vestfirzka afla- formanns virðist ráða þarna ríkjum. Baldur Gunnarsson, háseti nv.s- Arnfirðingur RE 212 Þarna sleikir hann morgun- sólskinið og gætir að vatns- slögunni — 16 ára gamall — háseti upp á fuilan hlut. Þetta er fyrsta sumarið á 'síld. Hann var í Gaggó — Vonarstræti í vetur. „Er ekki voða puð að vera á síld“ — spyr ég þessa ungu sjóhetju. „O — o — o —ekki er allt sem sýnist". „Hvemig hefur geneið?“ „Okkúr hefur gengið ágæt- lega fram að þessu. Kailinn var ltka Jriðji hæst.i á vetrar- vertið. (Kallinn er skipstjór- inn og er faðir hans). Þe+ta er svaka ge;m — Tnaður. Ég lenti í smáhasar á Siglufirði eitt kvöldið“. „Hvemig líst þér á Rauf- ina 7“ „Það eru bara ansi sætar pæúir hér.“ Hann vnrður glettinn á svip- inn. Dökkevg smámev á síldarplani hefur heillað kapp- ann. ,.Á að skila kveðju til mömmu ?“ Hann verður móðggður á svipinn. En hann er fljótur að jnfna ria og það kemur hýra í unolitið. ,.Já. skilaðu kveðtu heim á Hi'iataðaveg 107. Okkur líður öllum vel Um borð“. Siíriirður Magnú^on, skinvt ióri m.s. Yíðir SU Eskifirði „Ég er nú búinn að leggja upp hjá Síldarverksmiðjunum í 15 sumur og er ekki enn farinn að hafa flibbamann i landi til þess að ordna hlut- unum“, þmmaði Siggi á Víði einn daginn á bryggjuhorai y-fir rexandi fulltrúa úr hafnamefnd. Þegar reiðibylgjuna tók að lægja áræddi ein fréttamanns- nefna að stilla fram spurn- ingu: „Hvað er óhætt að hafa eftir þér um síldveiðar, Sig- urður minn“. „Hvað segir maðurinn?" „Ég var að spyrja um síld- veiðar“, segi ég aftur skjálf- andi á beinunum. „Er hann að spyrja uni síldveiðar. -Ég hef nú haft bassastöðu síðan 1936 og hef aldrei séð fvrir morgundaginn, kall minn. Maður er að lóna þetta einn daginn vestur á Sporðagrunni — næsta dag fyllum við bátinn austur á Reyðarfirði. Eg gef ekki mikið í miðin héma fyrir vestan Langanes, ef norðaustan bræl- an heldur svona áfram. Nei — það þarf stærri báta á Aust- f jörðunum. Ég hef nú verið að tala utan í hvem ráðherrann fram af öðmm um þessa kenningu mína. Það ém ekki togararnir sem hlíva þar. 240 tonna bátur á homfirzku mið- in. Það er lagið. Þeir skila af sér betri fiski í vinnslustöðv- amar“. Nú er Sigurður kominn upp í bríiarvænginn. Stuttar og laggóðar skipanir. Hr "ð sam- ræmd handtök. Landfestar losaðar. Þetta fallega og þrifalega skip sígur út á höfnina. Stjómsami skipstjórinn á hvítu peysunni er með hrjúft yfirbragð. En það er eins og austfirzkur sjómaður sagði við mig: „Þama siglir góður drengur í raun“. Sigtryggur Jónasson. vélstjóri m.s. Snvári TH ílúrsavík ' Maður skyldi halda, að það ienti í ósköpum að eiga orða- stað við Suðurþingeving á síld. En maður lendir ekki í ógöng- um þegar Sigtryggur Jónasson er annarsvegar, þessi hæg- gerði vélstjóri vaktaði olíu- slönguna einn morguninn, það var rólegt andmmsloft. „Þið þurfið ríst aldeilis sonann í þessar löngu keyrsl- ur?“ „Já, þetta er feiknarleg oliueyðsla. Það eru ekki marg- ir mælar á iandinu, er stássa með á fjórðu milljón iítra eins og þessi þarna vippi á brvggjunni", segir Sigtrygg- ur íbvgginn. „Hvernig gengur bátum frá Norðurlandi núna á síld?“ „Ja — það er hú kannski misiafnt. Annars hafa Eyja- f jarðarbátar skorið sig úr und- anfarin sumur með jafnari og bet.ri veiði. Við Húsvíkingar höfum haldið sæmilega á okk- a.r hlut — held ég — og þann- ig mætti halda áfram að telja“. „Hver er ástæðan held- urðu ?“ „Ætli það sé ekki kunnug- leikinn hér á miðunum fyrir Norðurlandi“. „Ertu búinn að stunda síidveiðar lengi?“ „Ég er búinn að vera 18 sumur á síid“. „Hvað hafið þið vélstjórar mikið í hlut?“ „Við höfum einn og hálfan eins og stýrimenn“. „Þú átt hlut í bátnum?“ „Já, ég á víst einn fjórða“. m'S.txmrt'MMsmóezt Hann er stuttorður og gagn- orður, það fer sér enginn að voða í návist hans. Skramb- inn sjálfur, hann er líklega ekki ættaður úr Suður-Þing- evjarsýslu; ég hef orð á því, að það örli lítið á suðurþing- eysku grobbi. Þá segir Sigtryggur: „Þingeyjarsýsla — fríðasta sýsla á landinu — væni minn“. Ármann Friðrilcsson, skipstjóri ni.s. Heigu Reykjavík Þetta er Ármann á Helgu, — Mörg undanfarin sumur hefur hann verið með þeim aflahæstu — aílakóngur. I fyrra og hitteðfyrra og fleiri sumur. Það verður ekki sagt, að hann sé hávaðamikill maður í útliti — þar sem hann stend- ur í brúnni, rólegur og athug- ull. Þetta er hinn prúði og kurteisi diplómat flotans er virðist flestum þekkja betur hinn duttlungafulla fisk. „Góðan daginn, hvernig gengur hjá ykkur?“ „O, jæja, verra getur það verið. Þó er þetta með verri sumrum hjá mér enn sem komið er. Ég var óheppinn í byrjun vertíðar. Það er dýr- mætasti tíminn í þessum sk\-ndiuppgripum sem fylgja sildveiðum.. Það er svo mikil- vægt að skapa stemningu hjá • skipsh "fninni. Og kannski ekki sízt hjá sjálfum sér“, segir Ármann hógvær og hæglátur í senn. „Það her orðið mikið á hringnótabátum í flotanum“." „Já, það gera undanfarin síldarleysissumur. Hringnóta- bátar virðast meðfærilegri en snurpinótabátar í sildarleysi. Það tekur alltaf sinn tíma að fíra nótabátunum þó maður verði var við einhvem peðr- ing. Hringnótabáturinn er með þennan eina nótabát alltaf í eftirdragi og virðist fljótari til og eiga fleiri tækifæri. Nú það virðist líka hafa á- hrif að hringnótabáturinn hefur aðeins 11 manna skips- höfn en snurpinótabáturinn 19 manna skinshöfn. Það hefur revnzt erfitt fvrir suma at ráða menn á bátana, bar að auki fær hpsetinn á hringnót- inni «ex krónur fyrir hverja saltaða tunnu en háseti á snuroinót aðeins 4 krónur. Það ber allt sð sama brunni“. „Hvort heldurðu meira upp á austursvæðið eða. vestur- svæðið“, verður mér á að spvria sem Raufarhafnar- patríót. „Undanfarin sumur hef ég veitt betur á austursvæðinu, en það skiptir okkur siómenn- 3na ekki miklu máli, við verð- um þar sem siidin er. Þó er ég nokkuð kvíðin með mót- tökuskilyrði hér á austursvæð- inu. Það hefur ekki þróazt samhliða þessi mikla vél- væðing á síldarflotanum og móttökuskilyrðin hér á aust- ursvæðinu. Það mætti til dæm- is stækka síida rþrærnar héma hjá verksmiðjunni um heim- ing. Þið eruð víst að reyna nýtt rotvarnarefni upp á geymslu síldarinnar, ef það revnist vel, bá finnst. mér það sjálfsagt mál að liefjast strax handa. Það munar mikið um 12 tíma siglingu fvrir okkur sjó- mennina, ef einhver teljandi veiði er hérna á austursvféð- inu“, segir Aimann að lokum. Eramhplii f> m píflu

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.