Þjóðviljinn - 13.08.1958, Side 10

Þjóðviljinn - 13.08.1958, Side 10
ÓSKASTUNDIN — (3 2) ÓSKASTUNDIN HVAÐ ER LANGT SÍÐAN? Allar stelpur læra að prjóna nú á dögum og kannski haldið þið að svona hafi það alltaf verið, eða hafið þ'ð 'velt því fyrir ykkur hvað er langt síðan farið var að pr.jóna sokka. Það er ekki eins langt og rnarg- ir halda. Prjónaskapur þekktist að vísu í Evrópu (a.m.k. i Frakklandi) á tóiftu öld. En þá voru einkum prjónaðar húfur og hanzkar. Ekki sokkar. Þrjár þjóðir, ítalir, Frakkar og Spánverjar, deila um hver þeirra hafi fundið upp að prjóna sokka. Og það hefur orð- ið uppvíst í málinu að Hinrik áttundi Englands- konungi voru gefnir SKRÍTLA Góður maður; Af hværju ertu að gráta, litli vinur? Hvað er að? Litli vinurinn: Bróðir minn á frí en ég ekki. Góði maðurinn: Ósköp er að he.vra þetta. Hvers vegna fékkst þú ekki frí líka? Litli vinurinn: Af þvi ég er svo lítill, að ég er enn ekki farinn að ganga i skóla. prjónaðir sokkar frá Spáni rétt áður en hann dó, árið 1547. Þess vegna dugir ekki, þó Frakkar haldi því fram, að Hinrik annar Frakkakonungur hafi eignazt prjónaða sokka árið 1559. Elísabet Englands- drottning er talin vera fyrsta kona Evrópu, sem lét prjóna sér sokka. En hún gerði meira: Hún mælti mjög með prjóna- skap. í fyrstu voru það eingöngu karlmenn, sem prjónuðu. En Elísabet sagði að þetta væri kvennavinna og vildi ekki sjá karlmenn prjóna. Þess er getið, að Elisa- bet hafi einu sinni kom- ið til borgarinnar Nor- wick. Þar var henni ekki fagnað með blómum, heldur var litlum stúlk- um skipað í tvær raðir, og önnur röðin prjónaði en hin spann drottning- unni til heiðurs. Á íslandi var farið að prjóna sokka seint á 16. öid, að haldið er. Sokk- ar urðu síðar útflutn- ingsvara. Á síðari hluta nítjándu aldar voru sum ár flutt út um 90 þús- und pör sokka. GÖMUL GÁTA Tólf leit ég tré á torgi standa. Yfir náðu þau allan heiminn, fiimntíu og tveinx fleyttu greinuin, á hverri sjö epli sá ég standa. SKRÍTLUR Ung og framgjörn eig- inkona var alveg að gera útaf við mann sinn með sífelldu tali um að þau yrðu að taka sér dýrari íbúð á leigu. Kvöld nokk- urt kom maðurinn heim í mjög góðu skapi. „Nú færi ég þér góðar fréttir, elskan“, kallaði hann um leið og hann opnaði dymar. „Við þurfum ekki að flytja. Húseigandinn hefur hækkað leiguna". Lalli: Hvað er að? Palli: Vinna, vinna. Ekkert nema vinna frá morgni til kvölds. Lalli: Hvað hefur þú verið lengi? Palli: Ég byrjaði í morgun. H AUST Úrsvalur blær fer um skóginn og hvislar í limi trjánna meðan hann tinir burt marglit laufin. Það er gaman á laug- ardagskvöldíð fyrir páska. Þá eru tvær stúlkur vanar að læðast með böggul undir hendinni út í fjós. Þær fara eins laumulega og þær geta, til þess að við krakkarn- á henni hatt, sem ráðs- konan er vön að nota á sumrin, þegar hún er að reka býflugur inn í bý- kúpuna. Þegar páskanornin er fullgerð, bera þær hana ofan af heyloftinu og heim að húsinu. Þær þora Fyrsti dagur --,----*—:------ Páskanornin eftii Selmu Lagerlöf laugardagskvöldið fyrir páska, hafi dottið niður hérna úti á hlaðinu. „Hún situr hérna utan við dyrnar og er að hvíla sig, en hún er svo hrylli- lega Ijót, að þið ættuð ekki að fara út, bömin góð, fyrr en hún er far- in“, segir ráðskonan. Við skiljum hvað er á seiði og þjótum ftiam hjá ráðskonunni og út, til þess að sjá páskanom- ina. Pabbi fer líka út, en mamma og Lovísa frænka nenna því ekki. Þær segjast hafa séð svo margar páskanornir um ævina. ir verðum einskis varir. En við vitum það ósköp •vel, að þær ætla sér að búa til páskanorn. Við vitum það vegna þess, að Maja barnfóstra hefur sagt okkur það. Stúlkurnar taka stóran poka úti á heyloftinu og troða E'HafM' heyi og hálmi. Síðan klæða þær pokann í Ijótasta og ó- hreinasta pilsið, sem tU er í bænum og götótta treyju. Þær troða líka heyi í ermarnar, svo að allt sé sem eðlilegast, og eru ekkert að hugsa um það, þó að hey og hálmur sjáist í staðinn fyrir hendur. Þær búa til haus á kerlinguna úr grófgerðri þurrku, með því að binda hana saman á öllum homunum, troða í hana heyi og mála á hana augu, nef, munn og hár, með kolamola. Og sein- ast setja þær á hausinn ekki að fara með hana inn, heldur sækja þær stól úr eldhúsinu og láta hana setjast við dyrn- ar. Síðan sækja þær stóra eldskörunginn og sóflinn, því .að ef kerl- iriginn hefði ekki sóflinn og skörunginn, mundi enginn vita, hver hún væri. Þær binda líka ó- hreint kýrhorn við svuntuhaldið hennar og láta sem í því séu galdrasmyrsl, eins og þau, sem sagt er, að galdranomirnar hafi haft með sér, þegar þær riðu gandreið til Bláfjalls. Þær stinga stórri fjöður í homið og hengja gaml- an póstpoka um hálsinn á henni. Stúlkumar fara inn í eldhús og ráðskonan kemur inn í barnaher- bergið til okkar og seg- ir, að ein af þessum ljótu galdrakerlingum, sem ríði gandreið um loftið á Þegar við komum út sjáum við páskanornina, hvar hún situr og glápir á okkur með kolsvörtum glyrnunum. Við látum sem við sé- um hræddar og látum sem við höldum að þetta sé regluleg páskanorn, á leið til Bláfjalls, og sé bara að hvíla sig á hlað- inu. Við erum svo sem ekki hræddar við hana, því að við vitum vel, að hún er troðin út með heyi. En það á við, að við lát- um sem við séum hrædd- ar Það má ekki minna vera, þegar stúlkurnar eru búnar að gera sér þetta ómak. Skrítla Faðirinn: Vinnan drep- ur engan. Sonurinn: Það er nú einmitt það, mig langar til að gera eitthvað hættulegt. 10) — ÞJÓÐVTLJINN — Miðvikudagur 13. ágúst 1958 KveSjur heim úr sildiimil Framhald af 8. siðu. „Hvernig er annars lífið um „Skila kveðju heim til þín, Ármann?“ „Já, skilaðu kveðju heim í Miðtún 48. Allir strákarnir hafa það gott“. Jón Antoníusson, háseti in.s. Merkúr GK 9G Það er merkilegt tungumál fáskrúðsfjarðarfranskan upp- fræddi Jón félaga sinn eina síðdegisstund, þar eem þeir mókuðu letilega á hvítþvegnu þilfarinu, er ekki virtist hafa séð síldarhreistur á sumrinu. Maður hoppaði inn í miðja kennslustund. „Þið sjáið öll þessi skip hérna á höfninni. Hvað haidið þið að mótor- bátur sé á fáskrúðsfjarðar- frönsku ?“ Við horfum spyrjandi á fræðarann. „Jú — sjáið þið til. Það er tik — tik“. Við fórum að hlæja. Og Jón heldur áfram að spauga. „Á þessu máli triluðu Fá- skrúðsfirðingar • við franska du ggaras j óm enn. Þegar mótorbátur sást út á firðinum og þeir stóðu í samn- Ligum við franskan sjómann v.m kex, koníak eða kerling- nna sína — þá réttu þeir vísi- f:ngur upp í loftið og sögðu tik — tik. En það þótti sumum skritið heima, að þetta virtist hrífa hezt á Hollendinga“, eagði .Tón hlæjandi og kveikti sér í pípu. borð?“ „O — það er hægt að þjálfa sig upp í heimspekilega ró. Það tekur á taugamar að liggja í höm undir Langanesi í fimm sólarhringa. Alltaf sama brælan. Það er teflt, spilað og lesið. Hlustað á loftskeytadraug- inn. Svo verður maður uppgefinn á því. Annars er ég farmaður. Er á Hvassafellinu. Fór á síld í farskipaverkfall- inu“. „Hvað er hlutatrygging á síld ?“ „Ætli það sé ekki 5085 krón- ur á mánuði. Það fer mest í fæðispeninga. Það er sosum ekki mikið eftir handa fjölskyldunni. Þú ættir að ekila kveðju til fjölskyldu minnar í Sigtúni 31“. Þannig er lífinu tekið með ró á síld. Hjalti Gunnarsson, skipstjóri. m.s. Suðurey VE 20 „Það er enginn vafi á því, að asdictækin hafa bjargað vertíðinni í sumar", sagði Hjalti við mig eina morgun- stund og spígsporaði um brú- arvænginn. Það er verið að landa upp úr bátnum í bræðslu — gömul síld af vestursvæðinu. Vélarskröltið í krananum dynur í loftinu. Og Hjalti heldur áfram að fræða mig um þessi merkilegu tæki. „Þetta er fyrsta sumarið sem flotinn er almennt búinn þessum tækjum. Liklega hefðu Siglfirðingar^ ekki fengið neina pöddu, ef * þessi tæki hefðu ekki verið til staðar. -ý Öll síldin á vestursvæðinu var tekin á asdic. Þau hafa líka spilað drjúg- an þátt í veiðinni hér á aust- ursvæðinu“. „Eru allir orðnir klárir á þessi tæki?“ — „O — andskotinn — Það held ég ekki. Þessir fáu bátar, sem not- uðu asdic í fyrrasumar, virð- ast skera sig úr fram að þessu. Þeir veiða meira. Þeir hafa greinilega tileink- að sér betur þessa tækni. Það er til dæmis um hann Edda á Víði 2 í Garði — ég held hann sé búinn að nota asdic í tvö eða þrjú sumur“. „Truflar asdicið sildina — heldurðu ?“ „Nei — það held ég ekki. Mikil ósköp — maður hefur orðið var við þessa skoðun í flotanum. Þetta er meira runnið frá Norðmönnum. Eg hef heyrt þetta í loftinu. Þeir bera sig undan þessu. Annars er þér kunnugt um, að þessi veiðitækni er runnin frá Norðmönnum. Þeir hafa beint radartækn- inni á þetta svið. Það held ég nú“. „Má ég skila kveðju frá þér?“ „— Skilaðu kveðju frá okkur feðgum. Það er heim á Reyðarfjörð. Öllum líður vel um borð“. Sveinn Björnsson, háseti. m.s. Fagriklettur €rK 260 „Eg sný ekki aftur með . það. Mér lízt ekki á þessi tíðu rafmagnshögg, er bylja á síldinni frá asdictækjunum. Svei — svei. Þetta er eitt bomsa deisí á síldartorfunum, þegar fleiri hundruð skip þeysa um allan sjó — sílóð- andi niður fyrir sig. Trufli ekki eildina. Það er eitthvað annað,“ sagði Sveinki á Fagrakletti og hristi úr gafflinum. Þeir voru að losa sild í'sölt- un — hún spreðaði úr sér á dekkinu — stinn, glæný og silfurlituð. „Það er hægt að vera frísk- ur yfir svona glitrandi fiski — drengur minn. Alltaf er það eama stemn- ingin — ég er búinn að vera á síld síðan ’28. Já — það er orðinn mikill munur, livernig inenn bera sig að núna. Þetta var bara helvítis puð, þegar maður þurfti róa i kapp við ’ana og allskonar hífingar á handafli. Vélaaflið er mikil guðs- blessun gömlum og slitnum manni. En það er eyo óhuggulegt rafmagnið. Þetta meiðir 'ana — grey- ið. Ertu fréttamaður — dreng- ur minn. Þú hefur mikið á samvizkunni. Það vantar ekki síldina í blöðin og útvarpið. Það er nú meiri ósköpin af henni þarna fyrir sunhan. Hvað er það, þó 20 til 30 skip lendi einstaka sinnum í henni. Þetta er blásið upp. Þær eru orðnar margar fjaðrirnar fyrir rest. O -— já. Það held ég nú“. „Skila kveðju heim“. „Já — það er í Hafnar- stræti 4“. g.m. Ferðafélag íslands Ferðafélag íslands ráðgerir ferð um Fjallabaksveg nyrðri um naestu helgi. Farið yrði af stað laugardaginn 16 ágúst. Þetta yrði 6 daga ferð og komið við á eftirtöldum stöð- um m. a.: Landmannalaugum, Jökuldölum, Eldgjá, Skaftár- tungu, Kirkjubæjarklaustri, NúpSstaðaskógi og sennilega gengið upp að Grænalóni við Vatnajökul. Famar byggðir heim. Öll er leiðin mjög stórbrotin og fögur. Allar nánari upplýsingar í skrif- stofu félagsins Túngötu 5, simi 19533. 1 sumar er Æ.F.R.-salurinn opinn á þriðjudögum, föstu- dögnm og sunnudögum frá klukkan 20.30 til 23.30.

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.