Þjóðviljinn - 22.08.1958, Blaðsíða 3
Föstudagur 22. ágúst 1958
ÞJÓÐVILJINN
(3
31 karl og 6 konur heija
sund yiir Ermarsund í dag
Sundkonan Grefa M. Andersen liklegur
sigurvegari, segir þjálfari Eyjólfs
Nýlega hefur borizt bréf frá
jþeim Eyjólfi Jónssyni og fé-
lögum hans um dvöl þeirra í
Dover og undirbúninginn undir
sundið yfir Ermarsund, Þeir
Eegja m.a.:
Sjórinn hér er um 18—19.
gráðu heitur og þykir Eyjólfi
gott að synda í honum, Synd-
ir hann 5—10 km daglega.
Flestir sundmannanna eru
komnir hingað, en þeir eru 31
ikarlmaður og 6 konur frá 20
þjóðum.
Frægasti keppandinn er Gréta
Maren Anderson, sem sigraði
S fyrra, og er nýbúin að sigra
í mikilli kepþni í Mexíkó. —
Almennt er gert ráð fyrir að
Gréta sigri og setji met að
þessu sinni.
Koma Eyjólfs hefur vakið
mikla athygli og hafa margir
spurt hann um land og þjóð,
og meira að segja spurt hann,
hvort hann syndi marga klukku-
tíma á dag í kringum ísjaka!
Flestir sundmannanna eru
meðalmenn á hæð og gnæfir
Eyjólfur yfir þá alla. Tveir
Ikeppendanna eru fullorðnir
menn eða um 60 ára, annars
eru flestir um 30 ára gamlir.
Fæðið er mjög gott, og er
borðað þrisvar á dag, Okkur
líður öllum vel. — Eyjólfur
hefur aldrei verið eins frískur
og núna.
Einn keppandinn var að
synda í dag, og synti gegnum
torfu af gulfiski (yellow fisli),
og var hann illa stunginn á
handleggjum og fótum og leið
ekki vel. Fiskur þessi slæðist
hingað við og við að ströndinni,
þegar stöðug vestan átt er og
kemur frá stöndum Portúgal.
I bréfinu segir ennfremur,
að meðal þeirra sem þarna
eru séu margir sem hafa áður
reynf en orðið að hætta við
án þess að hafa lokið sundinu.
55 ára Svíi reynir við
sundið í dag
Einn af keppendunum sem
leggja til sunds yfir Ermar-
sund í dag- er Svíi einn, 55
ára gamall, og heitir Erik Marri
in. Hann hefur svarað blaði
noklcru, sem hefur spurt hann
um, hvernig honum líki að
iðka svo erfiða íþrótt sem
langsund eru, á þessa leið:
— Þegar menn eins og ég
iðka íþrótt, sem er ein sú
erfiðasta og harðsóttasta allra
íþróttagreina, eins og langsund
eru talin að vera, þar sem
maður getur einn síns liðs (ef
til vill) í skugga næturinnar
orðið að berjast við úfið haf,
þá verður að krefjast þess að
þjálfunin sé í slíkum tilfellum
í bezta lagi. —
Áætlanir hans á árinu 1958
eru engar smáhugrenningar,
en um þær segir hann: — Þá
vil ég geta áætlana minna á
árinu 1958 í langsundum:
1. 15. jún 10 km sund í Malmö,
2. 29. júní, synt við Kalmar,
14 km.
3. 22. ágúst, sund yfir Ermar-
fgund, um 45-—50 kxn.
4. september í Sovétríkjunum,
sennilega Krim, við beztu menn
þeirra, um 10—15 mílur (ensk).
5. 1. október í ísrael, um 10 km,
6. Egyptaland, Níl, í árslok.
Tveggja daga sund, um 50 km.
Eg hef æft síðan í lok apríl,
og æfi 4—5 tíma á dag. Æfing-:
arnar eru sambland af göngu I
á vegum úti, fimleikum og
sundi.
Við nákvæma læknisskoðun
kom í ljós að líkamsástand mitt
er svo að segja það sama og
manns 30 ára. Og til dæmis
: er blóðþrýstingurinn um 125—
1130.
Friðrik var nær kafn-
aður í byrjuninni
Fréttabréí írá skákmótinu í Portoros
Portoros, 11. ágúst 1958. bauð nú jafntefli en Friðrik
I þriðju umferð var allt með
kyrrum kjörum nema hvað
Larsen og Gligoric slógust eins
og' hundur og köttur, Friðrik
var nærri kafnaður í byrjun-
inni og Fúster framdi sjálfs-
rnorð í tímahraki eins og endra
nær.
Undrabarnið Bobby reyndi
hvað það gat að vinna Ross-
etto, hætti ekki fyrri en það
stóð uppi með kóngirm ber-
skjaldaðan. Bronstein bar sem
fyrr greinir sigurorð af Fúster,
en sá síðarnefndi hefði getað
þvingað jafntefli í timahrak-
inu.
Averbach tefldi Spánverja
gegn Neikirk og' fékk snemma
betra tafl sem hélt áfram að
batna þar til yfir lauk.
Larsen og Gligoric tefldu
kóngsindverja með nýstárleg-
um hætti. Tefldu þeir hver
öðrum fx'umlegar en í sautj-
ánda leik ’ fann Larsen ekki
beztu leiðina sem var í því
fólgin að halda uppi sókn á
báðum vængjum en skilja
kónginn eftir heima. Fékk nú
Gligoric gagnsókn, fórnaði
skiptamun og peði og stóðu þá
öll spjót á Larsen. Reyndi hann
hvað hann gat að blíðka goðin
en Gligoric hafnaði öllum fórn-
um og linnti ekki látum fyrr
en Larsen sá sitt óvænna og
gafst upp.
Skák þeirra Sanguinetti og
Cardoso lauk með jafntefli eft-
ir langa listireisu hvíta kóngs-
ins um taflborðið, var honum
óviða vel tekið og mátti að
lokum hrökklast heim við lít-
inn orðstír.
Panno og Filip léku yfir
þrjátíu leiki áður en þeir
sömdu jafntefli og þótti sum-
um sem báðir hefðu viljað
vinna.
Friðrik og Matánovic tefldu
Nimzóindverja. Tefldi Frið-
rik byrjunina ónákvæmt en
Matanovic vei og virtist halda
Friðrik í heljarklóm. Vann
hann snemma peð en slakaði
þá heldur á takinu. Tók Friðrik
nú að berjast um á hæl og
hnakka og fór staða hans jafnt
og þétt skánandi en tímahrakið
nálgaðist. í tímahrakinu tefldi
Friðrik snilldarvel og var
Sennilega með unnið táfl áður
en hann lék síðasta leik sínum
í timaþrönginni. Matanovic
þáði ekki fyri- en tveim dögum
seinna, enda þótt hann stæði
engan veginn betur.
Tal náði talsverðri sókn á
Pachmann, en Tékkanum tókst
að skipta upp á mönnum svo
að Tal varð að láta sér nægja
hagstætt endatafl með hrókum.
Sýndi Pachmann sína frægu
tækni í endatöflum og hélt
jafntefli. Petrosjan og Szabo
sömdu jafntefli eftir um það
bil tuttugu leiki. Sherwin og
de Greiff tefldu skemmtilega
skák og vann sá fyrrnefndi
eftir fallega mannsfórn.
í fjórðu umferð kom and-
inn yfir meistarana. Engurn
þeirra kom stórmeistarajafn-
tefli til husar. Það átti sýnilega
að jafna um gúlana á andstæð-
ingunum. Friðrik tefldi sitt
eigið afbrigði gegn Filip og
virtist ætla að draga til tíð-
inda þegar upp kom staða þar
sem báðir neyddust til að þrá-
leika.
. Petrosjan tefldi frumlegt af-
brigði af kóngsindverja gegn
Pachmann og fói'naði snemma
drottningunni fyrir hrók og
léttan mann. Hélt hann síðan
uppi látlausum ofsóknum á
kóng Pachmanns, sem hrökkl-
aðist út á mitt borð til að gefa
upp öndina. Er þetta snotrasta
skák mótsins til þessa.
Matanovic og Tal tefldu Naj-
dorfafbrigðið i Sikileyjartafli,
fórnaði Matanovic riddara í 13.
Jeik og náði mikiili sókn.
Neyddist Tal til að leika biskup
,qpp í borð og hrpka iangt.
Fékk Matanovic snemma þrjú
peð fyrir fórnardýrið en Tal
reyndi að ná mótsókn og urðu
allmikil uppskipti. Kom að
iokum upp endatafl þar sem
Matanovic liafði hrók og fimm
peð á móti biskupi, riddai’a og
þremur peðum. Tefldi hann
endataflið mjög vel og vann
verðskuldaðan sigur. Larsen
tefldi Freysteins Þorbergssonar-
afbrigðið af Hóllendingi gegn
Neikirk, en í því fórnar svartur
kerlingunni. Virtist Larsen
þekkja stöðuna mjög ítarlega,
lék bæði hratt og vel og vann
skákina örugglega í rúmum
70 leikjum. ^
Cardoso hafði lengi góða
stöðu gegn Panno en þegar á
leið miðtaflið reyndist Panno
Framhald á 7. síðu.
i
A: ÍÞRÓTTIR
trrsTJúiu, rxin*** usu:ASoe
tmm
Eyjóifur meðai keppenda
Samkvæmt áætlun er ætlun
þeirra, sem standa að Ermar-
sunds-sundinu, að lagt verði
af stað í hina miklu þolraun
í dag. Verður lagt af stað frá
Frakklandi. Sá fyrirvari var
hafður á sundáætluninni að ef
Erik Martin
veður eða. önnur skilyrði yrðu
slæm, gæti svo farið, að því
yrði frestað eitthvað. í frétt-
um hefur verið frá því sagt,
að miklar þokur séu tíðar um
þetta leyti á Ermarsundi, svo
það gerir útlitið tvísýnna. Vest-
anvindar hafa verið tíðir und-
anfarið og er það talin frem-
ur slæm átt á þeim slóðum.
Þótt vegalengdin sé ekki
,,nema“ 31 km, þá eru á henni
margar torfærur sem sundmenn
verða að -sigrast á, og koma
þar fyrst straumar, ef þokurn-
ar loka þá ekki leiðinni. Sé
kaldi koma smáöldur til með
að trufla og gera þetta erf-
iðara og tafsamara. 1 bréfx
frá Eyjólfi og félögum er þess
getið að þarna geti verið um
smáfiska að ræða sem geta
stúngið og sært hörund sund-
manna.
Hinsv.egar, ,ef allar' aðstæður
eru góðar eru miklar líkur til
þess að Evjólfi takist að sigr-
mæta honum. Hann er mjög
vel þjálfaður og hefur búið sig
eins vel undir þetta i sumar og
lxægt er, og sannarlega yrðu
það óviðráðanlegar ástæður,
sem fengju hann til þess að
hætta ef hann á annað borð
hefur hafið sundið.
Margir þeirra sem taka þátt
í sundinu að þessu sinni hafa
áður reynt og það sumir oft-
ar en einu sinni, en orðið að
hætta við án þess að ljúka þyi.
f sundi þessu er keppt um
verðlaun og fær sá sem sigr-
ar í keppninni 500 sterlings-
pund og þrír aðrir lægri upp-
hæðir. Þetta þýðir að sjálf-
sögðu að allir þeir, sem taka
þátt í keppninni eru atvinnu-
menn í sundi, því að áhuga-
menn mega ekki keppa um
peningaverðlaun, eins og kunn-
ugt er. Þetta snertir jafnt Eyj-
ólf sem aðra. Það sem fyrst og
fremst vakti fyrir Eyjólfi er að
komast yfir, leysa þrautina,
og vonandi tekst honum það.
Peningaverðlaunin hafa ábyggi-
lega ekki verið honum sérstakt
agn.
í dag munu margir hér
heima fjdgjast með Eyjólfi í
huganum og árna honum heilla
og góðs árangurs.
Plötusmiðir. járnsmiðir og ]
rafsuðumenn óskast — j
Föst vfirvinna I
Sími 24400
u—
Afgreiðslumann og duglega !
stúlku 1
vantar okkur í verzlun vora í Sandgerði.
Kaupfélagið INGÖLFUR,
Sandgerði. j