Þjóðviljinn - 29.11.1958, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 29.11.1958, Blaðsíða 1
Laugardagur 29. nóvember 19o8 árgangur — 273. tbl. MUNIÐ afmælisfagnað Sósíalista- flokksins að Ilótel Borg' nk. miðvikudag 3. des. Þing Alþýðusambands íslands samþykkir tillögu forystumanna verkalýðsflokkanna: iljayfirlýsing um stöðvun verðbólgunnar Hermann Jónasson bað þing A.S.Í. um samþykki við frestun á greiðslu fullrar vísitölu í desembermánuði - Svar þingsins var viljayfirlysingin Forsætisráðherra Hermann Jónasson, sendi Alþýðu- sambandinu bréf í gær með tilmælum um að þingið féllist á að verðlagsuppbætur á laun í desember yrðu greiddar samkvæmt 185 stiga vísitölu, og frestað greiðslu fullrar vísitölu. Bréfi þessu fylgdi forsætisráðherra eftir með ávarpi er hann flutti þingheimi. Forustumenn Alþýðubandalagsins og Alþýðuflokksins á þinginu svöruðu tilmælum forsætisráðherra með sam- eiginlegri viljayfirlýsingu um að stöðva vísitöluna 1 185 stigum, en töldu jafnframt óhjákvæmilegt að greiða vísitölu á laun í desembermánuði samkvæmt gildandi samningum. Viljayfirlýsing. þessi kom í tillögu fyrrnefndra manna til þingsins og er hún þannig: „I tilefni af bréfi hæstvirts forsætisráðherra, vill 26. þing Alþýðusambandsins lýsa yfir þeun vilja sínum, að ráðstaf- anir þær í efnahagsmálum, sem fyrir dyrum stendur að gera, verði á þann veg, að dýrtíðín verði stöðvuð miðað ræðir liafi ekki áhrif á verð- lag vöru og þjónustu í des- embermánuði. Um leiðir til lausnar málinu tekur þingið á þessu stigi enga afstöðu, en vísar til væntanlegra tillagna sinna í efnaliagsmálum“. Fiutningsmenn tillögunnar eru: Eðvarð Sigurðsson, Björgvin Sig- hvatsson, Tryggvi Helgason, Torfi Vilhjálmsson, Snorri Jóns- son, Óskar Hallgrímsson, Jón Sigurðsson, Sig. Stefánsson, Ragnar Guðleifsson, Björn Jóns- son, Eggert G. Þorsteinsson, Gunnar Jóhannsson. Forsætisráðherra kom á þing- ið síðdegis og með honum Jónas Haralz hagfræðingur, er unnið hefur fyrir ríkisstjórnina að hagfræðilegum útreikningum varðandi efnahagsmálin. Jónas flutti erindi um efnahagsvanda- málin. Kvað hann velmegun þjóðar- innar nú vera miklu meiri,. ailt að helmingi meiri en fyrir stríð. Hinsvegar væru kröfur um fram- kvæmdir of miklar, menn vildu byggja fleiri skóla, fá meiri raf- væðingu o.s.frv. en þjóðin' hefði efni á að framkvæma samtímis. Framkvæmdir þjóðarinnar tak- markast af því sem hún fram- leiðir og því fjármagni sem hún fær erlendis frá. Við höfum í mörg ár eytt meira en við höf- um aflað, jafnframt fengið mik- ið fé erlendis frá. Umframeyðsl- an, fram yfir þjóðartekjur, hef- ur verið um 5% af framleiðslu þjóðarinnar á ári. Við skulduð- um um 100 millj. kr. við síðustu áramót. Þá ræddi hann hinar sífelldu víxlhækkanir verðlags og kaup- gjalds, sem hefur verið 10% á ári 1946—1957, og væri þetta helmingi meira en á hinum Norð- urlöndunum, en miklu minna en í ýmsum löndum Asíu. Hann kvað þjóðartekjurnar ekki aukast í hiutfalli við hækk- un vísitölunnar. Búast mætti við að með öllu óbreyttu yrði fram- færsluvísitalan komin upp í 270 stig 1. nóv. næsta ár og kaup- gjaldsvísitalan í 253 stig, — þó Framhald á 2. síðu. Frá Alþýðusambþndsþingi: Tveir af þingfulltrúum, Jón Kafns- son o.g Jón Sigurðsson, ræðast við. — (Ljóm. Þjóðviljinn.) 293 með - 39 móti Samslarf - ekki réttindaafsal Umræður um tillögu forystumanna verka- lýðsflokkanna stóðu fram yfir kl. 3 sl. nótt. Tiliagan var samþykkt að viðhöfðu nafnakalli með 293 atkvæðum gegn 39. Fjarstaddir voru 10, 5 greiddu ekki atkvæði. Atkvæðagreiðsla þessi er því eindregin viljayfirlýsing þingsins um samstarf við nú- verandi ríkisstjórn og jafnframt að þingið vilji ekki afsala neinum rétti verkalýðsins. Hermann Jónasson forsætis- ráðherra kemur til Afþýðu- sambandsþings við kaupgjaldsvísitöluno. 185 stig, en telur liins vegar ó- hjákvæmilegt, að þar til sam- komulag hefur tekizt um lausn málsins, fari um kaup- greiðslur samkvæmt gildandi lögum og samningum stéttar- félaga. Jafnframt telur þingið æski. legt að gerðar verði ráðstaf- anir ef þiirfa þykir til þess að þau 17 stig, sem liér um FuSífryar á þingi SP furða sig á því að IsKendingar skuli ekks kæra Breta Enn fleiri riki lýsa yfir sfuSningi viS íslendinga, margir fulltrúar felja mótmœli Islands furSu vœgileg Frá fréttaritara Þjóðviljans í a&al- stöðvum SÞ í New York, 28. nóv. Enn fleiri fulltrúar í laganefnd allsherjarþings Sam- einuSu þjóö'anna hafa lýst yfir fullum stuöningi viö ís- lendinga og fordæmt ofbeldisaögeröir Breta; margir full- trúar hafa í einkaviötölum látiö í ljós undrun yfir því livers vegna íslendingar kæra ekki Breta fyrir Samein- uöu þjóöunum. Fulltrúi Hvíta-Rússlands, Ab- úskevitsj, ræddi í dag um inn- rás Breta í íslenzka landhelgi og kallaði hana opinskátt hern- aðarofbeldi og brot á alþjóða- lögum. SÞ skyldar til að stöðva ofbeldið Hann sagði að ástandið væri algerlega óþolandi og Bietar yrðu án tafar að binda endi á hernaðaraðgerðir sínar. Hætti þeir þeim ekki af sjálfsdáðum hefðu Sameinuðu þjóðirnar vald til að stöðva innrás þeirra og væru raunar skyidar til þess samkvæmt stofnskrá sinni. Bretar notuðu árás sína á ís- land til að torvelda lausn land- helgismálsins, og koma á ring- ulreið sem þeir síðan nota sem tylliástæðu fyrir því að haldin verði önnur alþjóðaráðstefna. Bretar eiga sökina Á slíkri ráðstefnu væri það ætiun þeirra að neyða afstöðu sína upp á aðra. Abúskevitjs sýndi fram á að Bretar bæru einir ábyrgð á því í hverjar ó- göngur landhelgismálin væru komin, og hægt myndi að leysa þau án verulegra vandkvæða, ef Bretar hættu hernaðaraðgerð- um sinum. Arabar styðija íslendinga Fulltrúi Sambandsiýðveldis Araba, Abdullah el Erian, kvað stjórn sína hafa fullan skilning á aðgerðum Islendinga og vott- aði þeim samúð hennar. Fulltrúi Úkraínu, Rússin, -lýsti áhyggjum sínum yfir á- standinu við strendur íslands og studdi mótmæli íslenzku ríkis- stjórnarinnar. Hann sagði að ekki væri hægt að halda áfram arðráni undir yfirskyni sögulegs réttar. Mótmælin þykja vægjleg Sem áður segir hafa margir fulltrúar í einkaviðtölum látið í ljós undrun yfir Því hvers vegna ísiendingar kæra ekki ofbeldis- árás Breta fyrir Sameinuðu þjóð- unum og telja þeir mótmæli is- lenzkra stjórnarvalda furðu vægiieg. Ræða Hans G. Andersens Hans G. Andersen flutti ræðu á síðdegisfundi í landheigis- nefndinni. Lýsti hann stuðningi Framhald á 9. siðu.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.