Þjóðviljinn - 29.11.1958, Qupperneq 10
2)
ÓSKASTUNDiN
Úr dagbók Grasa-Guddu
Framhald af 1. síðu.
bandið. Jæja, þetta var
svo sem ágætt, en svo
þurfti þá að sækja Mósa,
en Mósi var fyrir sunnan
læk. Þegar Óli kom að
læknum kom til hvoru
tveggja, árans gigt í lær-
ið og smásteinn og hann
hnaut og húfan fór í læk-
inn, og hann náði ekki
húfunni hvernig sem
hann reyndi. Svo var
Mósi óvenju látur í dag,
en hann gat samt með
engu móti setið á sér að
stríða Óla gamla ofurlítið
og láta hann ekki ná sér
alveg strax.
Loks þegar Óli komst
af stað var klukkan langt
fram yfir þann tíma, er
við vorum búin að á-
kveða að hittast. Leirslett-
urnar stöfuðu af því hve
blaut mýrin var, en yfir
hana þurfti hann að fara
til að ná okkur sem fyrst,
Við vorum nú öll létt í
skapi. Óli var í farar-
broddi þegar lagt var <’ f
stað aftur og sá var nú
reglulega í essinu sínu.
Hann ýmist söng hástöf-
urri danslög frá því um
1800 eða sagði hrikalegar
hetjusögur af sjálfum sér
þegar hann var ungur og
glæsilegur. Auðvitað
höfðum við heyrt sögurn-
ar oft og mörgum s-inn-
um, en hann bætti nú
ailtaf ofuriitlu við þær.
Við sungum með Óla og
það var reglulega gaman
hann söng alltaf hæst.
Þegar komið var á á-
fangastað vorum við öll
svöng og þreytt. Tjöldum
var slegið upp og matur
etinn. Við hvíldum okkur
ögn áður en við byrjuð-
um að tína, en svo var
ekki til setunnar boðið.
Ailt gekk vel fram að
kvöldmat, þá áttum við
öll að koma saman við
tjöldin og borða. Við át't-
uðum okkur fljótt á að
einhvern vantaði í hóp-
inn. Það var Óli. Það var
komin dimm þoka og iít-
ið hægt að sjá frá sér.
En ekki var um gott að
gera, karlinn varð að
finna.
Við vorum búin að
leita í fullan klukkutíma,
þégar blístur heyrðist frá
Bénsa. Hann hlaut að
vera búinn að finna Óla.
Það var hann líka en
ekki alveg brösulaust.
Óli hafði sofnað milii
tveggja stórra steina
Hann var svo fast skorð-
aður að ógerlegt var að
ná honum nema velta
öðrum steininum frá.
Annar steinninn var
minni, hann var á lækj-
arbarminum og þann
valdi Bensi til að velta
frá. Eftir mikið strit
tókst honum að hreyfa
steininn en þá vaknaði
Óli og vildi ólmur velta
steinófétinu alveg í læk-
inn svo hann yrði ekki
fleirum að meini. Þeir
gerðu þetta en ekki
slysalaust. Óli fór sjálf-
ur í lækinn á eftir beint
á haustinn. Hann var
nú svo aumur og renn-
andi blautur að ómögu-
legt var fyrir hann að
vera lengur svo til reika
inn á reginfjölium. Bensi
var því sendur heim með
karlinn og ég fékk að
fara með líka, mér til lít-
illar ánægju.
Heimferðin gekk slysa-
laust, auk lítillar veltu af
hestbaki hjá Óla, sem
honum varð ekki meint
af.
Lýkur svo þessum
skemmtilega dqgi,
Kæra Óskastund!
Eg sá að þið skrifuouð
um samkeppni, sem htjóð-
ar upp á bezta dagb’ðkar-
kaflann svo ég fór að
hugsð mig um og loks á-
kvað ég að senda þenn-
an kafla. Eg er búin að
halda dagbók í þrjú ár
og mér finnst það reglu-
lega gaman ......
Grasa-Gudda.
af húsinu henmr Soffíu, sem sagt var frá í síð-
asta blaði, en ekki var hægt að birta þá.
Um leið og hann kom
niður í vélina — heyrði
hann einhvern stökkva
um borð, — hvar átti
hann að fela sig — í ein-
hverju ráðleysi opnaði
hann áhaldabekkinn
stjórnborðsmegin og
hringaði sig niður á miili
lykla og koppafeitisdósa
sem lágu þar — og lagði
svo lokið yfir. Um leið
heyrði hann einhvern
um. Honum lá við að
æpa. — Skyldi faðir hans
aldrei ætla að standa
upp — hann varð þó að
standa upp til þess að
setja vélina í gang. Allt
í einu heyrði hann hvæs-
ið í mótorlampanum <.,g
um leið lyftist lokið upp.
Föður hans vantaði lykil
í bekknum og þegar hann
lyfti lokinu biasti við
honum í rauðfölu skini
Pétur Sumarliðason;
Stolizt í róður
Þriðji dagur.
koma inn í rórhúsið og
niður í vél — Faðir hans
var kominn um borð.
Það fór skelfilega um
drenginn. Hann lá í
hnipri og áhöldin meiddu
hann, loks varð vanliðan-
in svo m(ikil að hann gat
ekki annað en hreyft sig,
en þó fann hann um leið
að til þess yrði hann að
lyfta lokinu. — því það
þrykkti honum s,aman.
Hann reyndi að réttas rúi
sér — skeytingarlaus um
afleiðingarnar en nei —
það- var ekki hægt, lokið
, var .fast — þabbf hánS
hafði sezt á bekkinn.
Drengurinn þorði ekki að(
ýká ' fast á lokiðr og ,þó
hann kenndi svo til í öll-
um líkamanum, honum
fannst allsstaðar ein-
hverjir oddar og brúriir
þrýstast gegnum holdið
og inn í bein. Og allt i
einu varð hann hræddur
við myrkrið — og föður
sinn og áhöldin í bekkn-
lampans, höfuð og herð-
ar drengsins. Föður hans
brá, hvaða náungi er
þetta — hvað ert þú að
gera hér? Drengurinn
þorði ekki að líta upp.
Faðir hans setti lampann
í grindina sneri sér svo
aftur að bekknum.
Heyrðu vinurinr, — hver
á þig — líttu upp. Dreng-
urinn sat enn í sömu
kryppunni eins og iokið
l®gi enn á herðum hans.
Svo kom allt- ,í eínu
hlý hönd undir þbku
hans og lyfti höfði hans
upp. — Nú kæmi það —
nú ferigi hann löðrung.
Þégar . faðir hans þékkti
áhdjjt drengsins, sém. pó
var í sjálfu sér óþekkjan-
legt, þá var eins og ,and-
lit hans yrði svo skrítið
svona hafði drengur-
inn aldrei séð andlit föð-
ur síns. — Brúnaskúfarn-
ir iyftust og augun urðu
svo stór og björt og allt
andlitið svo hlýtt ’og
- ÓSKASTUNDIN — [(3 “
‘SÍkrílið. Langar þig á
sjóinn drengur minn?
sagði faðir hans — ág
veit nú ekki hvað for-
maðurinn segir um það
að hafa svona patta um
boð. — Á ég að biðja
hann að lofa þér með?
Já, pabbi — sagði dreng-
urinn — svo lágt að varla
heyrðist. Hann var ringl-
aður, vissi ekki. hvort
hann væri vakandi eða
kannski var þetta bara
draumur. — Nei, ekki
draumur. Því nú lyfti
faðir hans horium upp úr
bekknum —- lokaði og
setti drenginn svo við
hlið sína á bekkinn. Jæja
— vinurinn, þú færð
sjálfsagt að fara með
núna — en þetta máttu
samt aldrei gera aftur.
Þú lofar því — ekki satt?
Kæra Óskastund.
Mig Iangar til ad kom-
ast í bréfasambaiul við
stelpu á altlriiium 10—
12 ára.
Ilelga Þórarinsdóttir,
Mararbraut 11,
Húsavík, S-Þing.
útpy ;jd
Kæra Óskastund.
Mig Iangar til að kom-
ast í bréfasamband við
strák eða stelþu á aldr-
inuni 10—12 ára.
Ólöf Friðfinnsdóttir,
Mararbraut 3,.
Ilúsavík, S-Þing.
SKRÍTLA
Gestur: Er þetta te eða
kaffi, það er á bragðið
eins og steinolía?
Þjónn: Þá ‘er það te.
Kaffið er eins og terpen-
tína.
10) — ÞJÓÐVILJINN — Laugardagur 29. nóvember 1958
I leit að höfundum
Framhald af 7. síðu
ur sönnuð nema með samsafni
líka, sem allar stefna á einn
veg. Og þannig koma persón-
ur Njálu hver af annarri:
Höskuldur Hvítanesgoði er
Cddur Þórarinsson. Vitringur-
inn og friðboðandinn Njáll er
Hálfdan að Keldum, kvenvarg-
urinn kona hans er Steinvör
Sighvatsdóttir, er ljá vildi
bónda sínum búrlyklana, svo
að hún sjálf mætti taka vopn
í hönd til þeirra stórræða, er
hann vildi eigi drýgja. Mörður
Valgarðsson er Þorvarður í
Saurbæ í Eyjafirði, sá er laun-
málin átti við Þorvarð Þórar-
insson, áður en hann drap
Þorgils skarða. Sjálfur er Þor-
varður í klæðum Flosa, sem
er hrakinn út í ófrið áf
brennhcitum frýjunarorðum
skjólstæðings, sem er hann-
þrungin, skapheit kona.
Höfundurinn fer frjálslega
með fyrirmyndir sínar. Barði
færir fjölmörg dæmi-um hlið-
stæður Þorgiis sögu skarða 'og
Njálu, og koma aðalsöguper-
sónur Þorgils sögu fram í
Njálu í fleiri en einni mynd.
Oddur Þórarinsson er ekki að-
eins Höskuldur Hvítanesgoði,
sem Þorvarður verður að
hefna gegn vilja sínum sem
Flosi í Svínafelli. Hann er
einnig Gunnar á Hlíðarenda,
hinn vígfimi kappi, sem varð-
ist einn aðsókn margra á víð-
um velli af frábærum frækn-
leik, þar til hann féll af mæði.
Og hrafnarnir, eem í Þorgils
sögu skarða flugu sem sigur-
boðar með þeim Hrafni og
Eyjólfi, er þeir fóru að Oddi,
koma aftur í Njálu í sambandi
við víg Gunnars á Hlíðarenda.
En þá fljúga þeir ekki með
banamönnum Gunnars, heldur
með þeifn Högna'syni hans og
Skarphéðni, er þeir fóru til
hefmia eftir hann. Og í gervi
Höskulds Hvítanesgoða kemur
einnig Þorgils ekarði, þegar
hann er drepinn af frænda
sínum og samherja Þorvarði
Þórarinssyni fyrir áeggjan
rógberans Þorvarðar í Saur-
bæ og í tilefni af átökum um
mannaforræði. Barði telur, að
frásögn Þorgils sögu, þar sem
Þorgils er gerður að hálfgerð-
um dýrlingi, hafi verið Þor-
varði megindriffjöðrin til að
skrifa Njálu sem varnarrit
fyrir aðgerðum eínum, er
hann tók Þorgils af lífi, og
rógur Þorvarðs, sem Mörður
er látinn flytja, dreginn fram
sem skýring og afsökun.
Það er ekki einu. sinni og
ekki fyrst og fremst svo, að
hliðstæðir atburðir Njálu og
Þorgils sögu skarða eða ís-
lendinga sögu séu sannfær-
andi um það, að sagt sé frá
sömu atburðum, heldur eru
það miklu fremur hliðstæðar
setningar, hliðstæð tilsvör og
ótal mörg 'smáatriði, sem
benda enn skýrar á náin
tengsl. Barði telur Flugumýr-
arbrennu fyrirmynd Njáls-
brennu. Hliðstæðurnar koma
hver af annarri. „Nú taka öll
húsin að loga“, segir bæði í
Njálu og Þorgils sögu. I báð-
um sögum er brennunni stefnt
gegn föður og þrem sonum. I
báðum brenna tveir synir inni,
en hinn þriðji höggvinn fyrir
dyrum, er hann vildi komast
undan. Bergþóra vill ekki
þiggja grið og yfirgefa mann
sinn. Unga brúðurin á Flugu-
mýri, Ingibjörg Sturludóttir,
vill kjósa mann með sér, þeg-
ar henni eru boðinn grið, og
vill ekki ganga úr eldinum
þegar þess er synjað, en einn
brennumannanna, Kolbeinn
grön frændi hennar, veður inn
í eldinn og ber hana út. Ingj-
aldur á Keldum lét segja Njáli
að hann skyldi vera var um
sig. Hrafn Oddsson mælti
„varúðarmálum til Gissurar,
bað hann gæta sín vel“.
Hér skal staðar numið að
telja upp hliðstæður þær, sem
Barði bendir á í Njálu við
samtíðarsögu Þorvarðar og þó
einkum Þorgils sögu skarða.
Þeirra verður ekki notið nema
með nákvæmum lestri rök-
semda Barða. Röksemdir hans
eru vissulega misjafnar að
gæðum, og sumar virðast
manni veigalitlar, en allar
stefna þær til einnar áttar,
og fjöldi óljósra bendinga
veitir nokkurn þunga, þegar
allar leggjast á eitt. En sterk-
ust þykja mér þau rök Barða,
sem koma fram í áður óprent-
aðri ritgerð, sem heitir: „Mál-
far Þorvarðar Þórarinssonar".
Ef maður ætlaði Snorra
Sturlusyni eða Sturlu Þórðar-
syni að hafa skrifað Njálu,
þá ættu að vera miklir mögu-
leikar á því að sanna það eða
afsanna, þar sem til saman-
burðar eru rit, sem talið er
öruggt að þeir hafi skrifað.
Öðru máli gegnir með Þor-
varð Þórarinsson. Eftir hann
liggur ekkert skrifað, svo vit-
að sé, nema bréfstúfar í emb-
ættisnafni, sem höfundur
Árna sögu biskups hefur tek-
ið upp í sögu sína. En Barði
bendir á, hve málfar þessara
bréfstúfa stingur í stúf við
umhverfið, og fullyrðir, að
„þess mun nú enginn kostur
að benda á nokkurt atriði í
framanskráðu bréfi, sem ekki
samrýmist Njálustílnum“. í
einum einustu sjö lesmáls-
greinum bréfstúfanna bendir
Barði á sjö atriði, sem hafa
greinileg tengsl við Njálustíl,
og hið áttunda er talsháttur,
sem ekki er annars staðar að
finna, en er svo sérkennilegur
og sterkur, að hann ber ljóst
vitni sérkennilegu og mynd-
ríku málfæri. Og Barði leit-
ar víðar fanga um málfar
Þorvarðar, en í bréfstúfum
þessum einum saman. Hann
fer í tvær ræður Þor-
varðar, sem Þorgils saga
flytur. Annarri þeirrá hlýddi
höfundur sjálfur, en hinni
ekki. Barði bendir á, að Þórð-
ur Hvítnesingur, sem talinn
er höfundur Þorgils sögu,
muni hafa verið snillingur í
að ná málfari og málblæ
manna, og bendir á ræður
Hrafns Oddssonar í því sam-
bandi. Ræður þeirra Þorvarð-
ar og Hrafns hafa hvorar um
sig sterkan persónusvip, sem
stingur í stúf við stíl og mál-
blæ eögunnar að öðru leyti.
Er það álit Barða, að' Þórði
Hítnesingi hafi verið vel til
þess treystandi að ná per-
sónulegum málblæ Þorvarðar
á ræðu, sem hann hafði fréttir
af, þótt ekki hefði hann hlýtt
sjálfur. Og í þessum ræðum
Þorvarðar koma orð, sem ekki
eru annars staðar í sögunni
og fágæt í þátíðarmáli. Eitt
hinna sjaldgæfu orða annarr-
ar ræðunnar kemur fyrir í
bréfstúf Þorvarðar, sem áður
er getið, önnur er að finna
í Njálu. Og það er ekki of
sagt, þótt sagt sé, að skýrari
skyldleiki í stíl og málfari
hefur enn ekki verið sýndur
með Heimskringlu Snorra og
Egils sögu en Barði sýnir í
þessari ritgerð sinni með
Njálu annars vegar og bréf-
um og ræðum Þorvarðar Þór-
arinssonar hins vegar.
Þetta er um röksemdir
Barða fvrir því, að Þorvarð-
ur Þórarinsson sé höfundur
Njálu. En fjarri fer, að þá sé
tæmt efni bókarinnar. Stærsta
ritgerðin er „Ljósvetninga-
saga og Saurbæingar". Mitt í
viðfangsefninu um höfund
Njálu bregður Barði sér í leit
að höfundum annarra íslend-
ingasagna með sömu rann-
sóknaraðferð. Hann leitar að
atburðum og örlögum sagn-
anna í atburðum og örlögum
samtiðar þess, er söguna rit-
ar. Og aftur finnur hann
sama efnið og er í Njálu í
annarri sögu, ritaðri frá and-
stæðu sjónarmiði. Sú eaga er
Ljósvetningasaga. Barði dreg-
Framhald á 11. síðu