Þjóðviljinn - 29.11.1958, Page 12

Þjóðviljinn - 29.11.1958, Page 12
þJÓÐVIUINN Laugardagur 29. nóvember 1958 — 23. árgangur — 273. tbl. Vesturveldin og V-Þýzkaland hafaa í reynsluförinni gekls ms. Selfoss rúmar 15 sjómílur. Selfoss, nýjasfa flutni skip Islendinga, kom í AnnaS sfœrsfa skipiS, sem smiSaS hefur veriS fyrir Eimskipafélag íslands h.f. Laust eftir hádegi í gær kom hi'ð nýja og glæsilega skip Eimskipafélags íslands, m.s. Selfoss, til Reykja- víkur. Kom það hingað frá Kaupmannahöfn og Ham- borg, fullfermt vörum. Skipið er 2340 brúttótonn að stærð og heildarverð þess um 52 milljónir króna. Eimskipafélagið samdi um smíði Selfoss í júlí 1956 við skipasmíðastöðina Aalborg Værft í Álaborg, en kjölur skipsins var lagður í ágúst 1957. Skipið var svo afhent E. f. 4. nóvember s.l. að lok- inni reynsluferð, en hraði þess reyndist þá 15.38 sjómílur. N.y.jungar í tækjum við fermingu og affermingu M.s. Selfoss er smíðaður eamkvæmt ströngustu kröfum Lloyds og alþjóðasamþykktar frá 1948 og styrktur til siglinga í ís. Skipið er smíðað úr stáli með tveim þilförum, er ná eftir því endilöngu. I því eru 4 vöru- lestir, 3 framan við yfirbygg- ingu en ein fyrir aftan. Tvær miðlestirnar eru einangraðar til flutnings á frystum vörum, en samtals er rúmmál lestanna 194 þús. rúmfet, og af því eru frystilestirnar um 100 þús. rúmfet. Allur útbúnaður til fermingar og affermingar á vörum er mjög fullkominn. Auk venjulegra vinda eru á þilfari tveir vökvakranar, sem lyft geta tveggja lesta þunga hvor og eru alger nýlunda á íslenzk- um skipum, en ryðja sér nú mjög til rúms úti um heim. Aðalvél skipsins er 3500 Vöruskiptahall- inn 16,8 millj. minni nú en 1957 I oktobermanuði var vöru- skiptajöfnuðurinn óhagstæður um tæpar 10 millj. kr. Út voru þá fluttar vörur fyrir nær 106 millj. en inn fyrir tæpl 116 millj. í október í fyrra var jöfnuðurinn óhagstæður um 31,3 millj. kr. Fyrstu 10 mánuði þessa árs hefur vöruskiptajöfnuðurinn orð- ið óhagstæður um samtals 229,4 millj. kr. Er það um 16,8 millj. kr. minni halli en á sama tíma- bili í fyrra. hestafla dísilvél og er gert ráð fyrir að ganghraði skipsine, fullhlaðins, verði 15 sjómílur. Skipshöfnin er 30 manns og búa allir skipsmenn í eins- mannsherbergjum, stórum og vel búnum. Herbergi eru fyrir tvo farþega og sjúkraherbergi fyrir tvo. Veggir í íbúðarher- bergjum eru víðast klæddir plastþiljum, en öll húsgögn eru úr lakkbornum harðviði, mahogni í herbergjum yfir- manna, en eik í herbergjum undirmanna. Áklæði er víðast úr óeldfimu plastefni. Upphitunar- og loftræstingar- kerfi skipsins telst til nýjunga Framhald á 9. síðu. ígunum um Berlín Eins qg skýrt var frá í gær, hefur sovétstjórnin sagt upp samningum um hernám Berlínar og leggur til að’ Vestur-Berlín verði gerð að sérstöku borgríki, en að öll hernámsveldin fjögur verði á brott með heri sína úr báðum hlutum Berlínar. Þessu hefur stjórn Adenauers í Vestur-Þýzkalandi hafnaö og telur að ekki komi til mála að erlendir herir hverfi frá Berlín. Ríkisstjórnir bæði Bretlands Adenauer lýsti yfir því í og Bandaríkjanna hafa hafnað Bonn í gær, að Berlín yrði að tillögu sovétstjórnarinnar og halda áfram að vera hernumin segjast hvergi munu gefa eftir af vesturveldunum, og kvaðst ítök sín og áhrif . í Berlín. | vona að þau yrðu kyrr. Hann Talsmaður brezku stjórnar- kvað þó mikilvægt að sovét- innar kvað ekki útilokað, að stjórnin hefði stungið upp á stjórn sín myndi geta samið sex mánaða óbreyttum rétti við sovétstjórnina um Berlín,' hernámsliðanna í Vestúr-Berlín. sem og Þýzkalandsvandamálið Sá tími væri mikilvægur til allt þegar tímar líði, en að svo komnu máli kæmi ekki til greina að kalla brezka herinn frá Berlín. Bræðsla stöðvuð í bili í ofni sementsverksmiðju ríkisins Akranesi. Frá fréttaritara Þjóðviljans. Um hádegi í dag var lokið brennslu í hinum mikla ofni sementsverksmiðju ríkisins hér. Brennslu er hætt í bili vegna þess að efnisgeymslan er orðin full af sem- entsgjalli. Gjallbirgðirnar eru nú orðnar um 20.000 lestir. 116 fulltrúar sitja þing BSRB, sem sett var í gær 7 © Maríus Helgason kjörinn forseti þingsins Nítjánda þing Bandalags stai’fsmanna ríkis og bæja var sett í Melaskólanum hér í Reykjavík síðdegis í gær. Voru þá mættir 116 fulltrúar af 118 sem rétt eiga til setu á þinginu. Formaður bandalagsins, Sig- urður Ingimundarson efnafræð- ingur, setti þingið með ræðu. Minntist hann í upphafi ræðu sinnar Þorvaldar Árnasonar frá Hafnarfirði, en hann var einn af stofnendum BSRB og átti sæti í fyrstu stjórn bandalagsins. Ræddi hann síðan um verkefni er lægju fyrir þinginu, en það eru einkum kaupgjalds- og efna- hagsmál. Að lokinni ræðu formanns fluttu fulltrúar nokkurra félaga- samtaka þinginu kveðjur og árn- aðaróskir: Sverrir Hermannsson af hálfu Landssambands verzl- unarmanna, Egill Hjörvar fyrir hönd Farmanna. og fiskimanna- sambands íslands, Adolf Björns- son fyrir samband bankastarfs- manna, Sæmundur Friðriksson fyrir Stéttarsamband bænda og Sigurjón Pétursson af hálfu Iðn- nemasambands íslands. Einnig var lesin upp kveðja frá Alþýðu- sambandi íslands. Á fundinum í gær var Starfs- mannafélag Kefiavíkur tekið í bandalagið, kjörbréf samþykkt og starfsmenn þingsins kosnir. Fyrsti forseti þingsins var kjör- inn Maríus Helgason, en 2. for- seti Júlíus Björnsson. Þetta þýðir þó engan veginn að framleiðsla sementsverksmiðj- unnar hafi stöðvazt, þar sem kvörn verksmiðjunnar mun verða starfrækt áfram. Starfræksla verksmiðjunnar hefur gengið mjög vel og ofn hennar, sem er gefinn upp fyrir 250 lesta afköst af gjalli á sól- arhring hefur framleitt 300 lest- ir á sólarhring að meðaltali, siðan verksmiðjan tók til starfa. Rykeyðingartæki verksmiðj- unnar hafa einnig reynzt mjög vel og ekki nein ástæða til að óttast óþægindi af ryki frá henni. umhugsunar. Talsmaður sovézka sendiráðs- ins í Berlín hefur skýrt frá -JV- því að sovétstjórnin hafi til- búnar tillögur sem skilgreini nánar tillögurnar frá i fyrra- dag. Hann áréttaði ennfremur, að sovétstjórnin væri því hlynnt að Sameinuðu þjóðirnar hefðu eftirlit með þessari ný- skipan mála í Berlín. Otto Grotewohl, forsætisráð- herra Austur-Þýzkalands, sagði í ræðu í Berlín í gær, að til- lögur sovétstjórnarinnar væru merkilegt framlag til eflingar friði í heiminum, þar sem ör- yggisleysið sem stafar af nú- verandi ástandi Berlínar, yki mjög á styrjaldarhættuna. SÆKIR UM EINKALEYFI Eins og skýrt var frá í blaðinu 12. nóv. s.l. hefur Baldvin Jónsson fundið upp og smíðað nýtt tæki til dúnhreins- unar, en hann hafði áður fund- ið upp og smíðað dúnlireinsun- arvél sem kunnugt er. Bald- vin hefur nú sótt til stjórn- arráðsins um einkaleyfi til framleiðslu á dúnþurrkunarvél sinni Hækkun elli- og örorkulífeyris, barna- lifeyris og fleiri bóia um 9 V% prósent Stjórnarfrumvurp íagt fram á Aiþingi Ríkisstjórnin lagði fram á Alþingi í gær frumvarp um breytingar á lögunum um almannatryggingar. Sam- kvæmt því skulu hækka frá 1. september 1958 tiltekn- ar bótagreiðslur trygginganna um 914%; Ellilífeyrir, ör- orkulífeyrir og barnalífeyrir og að’rar þær bætur sem miðaðar eru við elli- og örorkulífeyri, en þær eru: Maka- bætur, mæöralaun, ekkjulífeyrir, uppbót á elli- og ör- orkulífeyri allt að 100%, svo og slysabætur, þegar um er að ræða varanlega örorku eöa dauða. Eins og' rtú er fær einstakling- ur í elli- eða örorkulífeyri 721.50 kr. (á 1. verðlagssvæði, miðað við vísitöluna 185) á mánuöi. Miðað við sömu vísitölu fær hann frá 1. september 791.00 kr. Hjón hafa fengið 1154.00 kr., miðað við það sama, en fá nú með viðbótinni 1266.00 kr. Þessar athugasemdir fylgja frumvarpinu: Með frumvarpi þessu er lagt til, að helztu bótagreinar al- mannatrygginganna verði frá 1. september 1958 hækkaðar um 9 Vz % til samræmis við þá hækk- un, sem varð á dagkaupi verka- manna i almennri dagyinnu í síðastliðnum septembermánuði. Bótagreinar þær, sem hér er um að ræða, eru ellilífeyrir, ör- orkulífeyrir og barnalífeyrir svo og aðrar þær bætur,'sem miðað- ar eru við elli- og örorkulífeyri, en þær eru þessar: Makabætur, mæðralaun, ekkjulífeyrir, upp- bót á elli- og örorkulífeyri allt að 100%, sbr. 23. gr„ svo og slysabætur, þegar um er að ræða varanlega örorku eða dauða, sbr. 37. og 38. gr. — Útgjaldaáukning sú, sem frum- varp þetta hefur í fÖr með sér, ef að lögum verður, á tímabil- inu 1. september til 31. desember miðað við 185 stiga vísitölu, mun verða ca. 40 mi’Ij. króna en af þeirri fjárhæð koma 33% í hlut rikissjóðs samkvæmt 24. gr. laganna, eða ca. 1.3 millj. króna. Á árinu 1959 mun þessi út- Framhald á 9. síðu.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.