Þjóðviljinn - 20.12.1958, Blaðsíða 8
8) — ÞJÓÐVILJINN— Laugardagur 20. desember 1958
þlÖÐVIlJINN
ÚtKefandi: Sameinlngarflokkur alþýðu — Sósíalistaílokkurlnn. — Ritstjórar:
Magnús Kjartansson, Sigurður Guðmundsson (áb.). — Fréttaritstjóri: Jón
BJarnason. — Blaðamenn: Ásmundur Sigurjónsson, Guðmundur Vigfússon.
ívar K Jónsson, Magnús Torfi Ólafsson, Sigurjón Jóhannsson, Sigurður V.
Friðbjóísson. — Auglýsingastjóri: Guðgeir Magnússon. — Ritstjórn, af-
greiðsla. auglýsingar. prentsmiðja: Skólavörðustíg 19. — Sími: 17-500 (3
llnur). — Áskriftarverð kr. 30 á mán. í Reykjavík og nágrennl; kr. 27 ann-
ursstaðar. — Lausasöluverð kr. 2.00. — Prentsmiðja Þjóðviljana
Kölkunarhroki hrörnandi
ránsveldis
l>íkisstjórn Bretlands hefur
enn ekkert lært af vörn
Islendinga gegn ofbeldisárás
brezkra herskipa á íslenzka
landhelgi. Með þeim gegndar-
lausa hroka, sem er aðaiein-
kenni brezku íhaldsstjórnar-
innar í samskiptum við aðr-
ar þjóðir, hefur utanrikisráð-
herra Bretlands, Selwyn
Lloyd, lagt fram á fundi At-
lanzhafsbar.dalagsins boð frá
stjórn sinni um „bráðabirgða-
lausn“, „vopnahlé", í stríði
Breta gegn íslendingum. Lof-
aði brezki utanríkisráðherr-
ann, að sögn Lundúnaútvarps-
ins, að kalla brezk herskip
brott af ís’andsmiðum að því
tilskyldu að íslenzku varðskip-
in haldi sig innan við sex
mílur frá ströndinni!
Það er fróðlegt fyrir Islend-
inga að fá þarna fram eft-
ir beztu heimildum hvað felst.
í þeirri „bráðabirgðalausn"
sem brezk stjórnarvöld hafa
verið að ymnra á undanfarn-
ar vikur. Hvað eftir annað
hefur þessi huemynd um
„bráðabirgðalausn" stungið
upp kol'inum, einmitt eftir að
Bretar fengu að kvnnast því,
að herskipaárásin á íslenzka
lar.dhelgi æBaði ekki að duga
til að neyða íslendinga til
undanhalds. Og þó brezka. rík-
isstjórnin virðist ófær að læra
vegna kölkunarhroka fvrrver-
ardi hei.msve’dis, hafa brezku
togarasiómennimir ýmis’egt
lært af fiskveiðum undir her-
skipavernd, og mun vægast
sagt lítil hrifning meðal sjó-
manna Breta og útgerðar-
manna að halda til langframa
áfram þeim leik.
Það er einnig athvglisvert
fvrir íslendinga. að hug-
mvndir Bretastjóraar um að
losna úr kiinunni á fs’ards-
miðum með einhvers konar
bráðabirgðalausn, hefur oft
verið tengd Atlanzhafsbanda-
laginu. Þar eru sem kunnugt
er saman komnir fulltrúar
þeirra ríkisstiórna, sem mest
hafa barizt gegn ís'enzka mál-
staðnum í landhelgismálinu.
Atlanzhafsbandalagið hlaut
því að vera nákvæmlega sá
vettvangur sem Ts’endinar-uTn.
var óhægastur að standa
á, með andstæðinga í hveriu
horni. Þeim mun einkenndegra
er, að íslenzkur st.iórnmála-
flokkur hefur laat á það
eterka áherzlu að fslendingar
legðu landhelgismáiið emmitt
fvrir þessa stofnun. Hefur
Sjálfstæðisflokku^nn og al-
veg sérstaklega Ólafur Thórs
hvað eftir annað krafizt, að
íslendingar fæni með lani-
helgismálið inn í Atlanzhafs-
banda'agið. Morgunblaðið hef-
ur ekki þreytzt á því undan-
farnar vikur að telja þessa
LiSskönnun i Atlanzbandalaginu
Vddabarátta í A-baitdaloginu
háð ai vaxandi hörku
leið Sjálfstæðisflokksins allra
bót á öllum vanda, og hefur
útmálað það með ótal tilbrigð-
um hvernig málskot til At-
lanzhafsbandalagsins hlyti að
bægja hvers konar hættu frá
íslenzkum sjómönnum.
Fvjóðviljinn hefur áður hent
* á, að einkennilegt sam-
ræmi er milli herferðar brezku
stjórnarinnar og brezka á-
róðursins nú síðustu vikurnar
um einhvers konar dularfulla
bráðabirgðalausn og herferð-
ar Sjálfstæðisflokksins og Ól-
afs Thórs að fá málið lagt
fyrir Atlanzhafsbandalagið.
Hugmyndin um „bráðabirgða-
lausn“ mim fvrst beint opin-
berlega til íslenzku ríkis-
stjórnarinnar í orðsendingu
frá brezku ríkisstjórninni dag-
settri 10. . nóvember. Tveim
dögum síðar reis ÓlafurThórs
upo á Alþingi og hóf tryllta
áróðursherferð, sem síðan hef-
ur d.unið í Morgunblaðinu
rærri láriaust, um að íslend-
ingar færu með málið inn á
vettvang Atlanzhafsbanda-
lagsins. Nú hefur það sézt
hverjar líkur eru til að nokk-
urt mál varðandi yfirgang
Breta verði leyst á þeim slóð-
um. Og það hefur komið fram
eins skýrt. og á verður kosið,
hver þessí bráðabirgðalausn er
sem brezka stjórnin í hroka
sínum ætlar Islendingum.
Se'wvn Lloyd flvtur bann hoð-
skan. einmitt. á fundi Atlanz-
hafsbandalagsins, að Bretar
skuli í bili láta af lögleysum
sínum og yfirgangi ef íslend-
ingar gefist hreinlega upp í
landhelgismáJinu og láti sér
nægía sex mílna fiskveiða-
landhiegi í stað tólf. Og
brezka stjómin veit að sjálf-
sögðu að Atlanzha fsbandala g-
ið er einmit.t rétti vettvang-
urinn til að flíka jafn ósvíf-
inni kröfu. Þar eru he^ztu
ba^riamenn Breta í þessu
þokkalega stríði við Islend-
inga. Og þaðan vill Ólafur
Thórs og Sjálfstæðisflokkur-
inn að Tslendingar leiti halds
og trausts gegn ofbeldi brezku
sjóræníngjanna við Islands-
etrendur.
Svar íslendinga gegn þessari
ósvífni Breta verður að
sjálfsögðu það eitt, að treysta
vörn sína og einhug þjóðar-
innar. Málstaður íslands á sí-
vaxandi fylgi að fagna á al-
þjóðavettvangi. Island á nóga
bandamenn, þó hemaðar-
ba^delsg það sem landið var
svikið inn í, hafi gert Islend-
ingum allt til óþurftar í þessu
lífsbjargnrmáli þjóðarinnar.
Það er nrðinn óþolandi skrípa-
leikur að fsland skuli enn vera
í hernnðnrbflndalagi árás-
arríkið Bretland, og þetta
hemaðarbandalag skuli vilj-
T|egar dró að lokum nýafstað-
*■ ins fundar ráðherranefndar
A-bandalgsins í París, gerðist
sú skoðun æði útbreidd meðal
stjórnmálamanna þar, að eina
vonjn um að hindra viðskipta-
stríð í Vestur-Evrópu og
pólitíska sundrungu A-banda-
lagsins væri að árangursríkur
fundur hinna þriggja stóru í
álfuhlutanum, Adenauers, de
Gaulle og Macmillans yrði
haldinn hið allra fyrsta. Það
sannaðist á fundinum í París
að ágreiningur forusturíkja
bandalagsins er margþættari
og djúpstæðari en nokkru
sinni fyrr. Auk þess eru gömul
deilumál þeirra og smærri
ríkjanna enn óleyst, en rifrildi
Bretlands, Grikklands 02 Tyrk-
lands um Kýpur og Bretlands
og íslands um landhelgina er
hreinustu smámunir í saman-
burði við ágreininginn sem nú
er kominn upp milli Bretlands,
Frakklands og Vestur-Þýzka-
lands. Undirrót hans er barátta
um völd og áhrif í Vestur-
Evrópu og innan A-bandalags-
ins í heild.
jDrá stofnun A-bandalagsins
a hefur brezka stjómin unn-
ið að því að afla sér sérstöðu
Cliarles de Gaulle
innan samtakanna við hlið
Bandaríkjanna. Þessi við'eitni
hefur borið töluverðan árang-
ur, hvað eftir annað hafa for-
seti Bandaríkjanna og brezki
forsætisráðherrann tekið á-
kvarðanir sem. önnur A-banda-
lagsríki hafa síðan orðið að
sætta sig við. Þetta hefur
mælzt illa fyrir í Frakklandi,
og eitt helzta markmið stjórn-
ar de Gaulle er að fá Frakka
viðurkennda þriðja aðilann í
forustu bandalagsins. í haust
lagði franski forsætisráðherr-
ann tillögur um það efni fyrir
bandamenn sína. Þeim var illa
tekið, ekki aðeins í Washing-
ton og London beldur einnig í
ugt verða vettvangur ósvíf-
inna áráea brezku íhalds-
stjórnarinnar á málstað ís-
lendinga. Og furðúlegt má
það telja, að til skuli vera ís-
lenzkir stjómmálamenn sem
heimta að einmitt þessum
samtökum eigi Islendingar að
fela landhelgiemálið.
Bonn og Róm. Stjórnir Vest-
ur-Þýzkalands og Ítalíu telja
að sér bæri að minnsta kosti
jafn mkill réttur og frönsku
stjórninni til áhrifa á málin
meðan þau eru á undirbún-
ingsstigi. de Gaulle er þrár,
og undanfama mánuði hefur
afstaða Frakklands til mála A-
bandalagsins mótast af við-
leitni hans til að knýja banda-
mennina í Washington og
London til að láta að vilja sín-
um.
17,leiri en de Gaulle telja að
sér beri aukin áhrif og
virðing innan A-bandalagsins.
Eftir því sem hervæðingu Vest-
ur-Þýzkalands miðar áfram
gerist vesturþýzka stjórnin
kröfuharðari við bandamenn
sína, sem er ekkert gefið um
að nýiiðinn vaxi þeim yfir
höfuð. Strauss, landvarnaráð-
herra Vestur-Þýzkalands, taldi
ráðlegast að ráðast fyrst á
garðinn þar sem hann er lægst-
ur og gerði kröfu til að Dan-
mörk og Vestur-Þýzkaland
yrðu sameinuð í eitt herstjórn-
arsvæði, sem auðvitað yrðí
undir þýzkri yfirstjórn. Strauss
lagði sérstaka áherzlu á að fá
sameiginlega flotastjórn setta
yfir flota Danmerkur og Vest-
ur-Þýzkalands á Eystrasalti.
Danska stjórnin hefur ekki
verið ýkja hrjfin af ástleitni
nágrannans í suðri. Á fundin-
um í París hafnaði Norstad yf-
irhershöfðingi fyrir hönd her-
stjómar A-bandalagsins kröfu
Þjóðverja um að Danmörk
verði skjlin frá norðursvæði
bandalagsins og bætt við mið-
svseðið.
ITppgangur Vestur-Þjóðverja
hefur valdið tortryggni
milli stjórna Bretlands og
Bandaríkjanna og aukið á úlf-
úðina milli Breta og Frakka.
Breta grunar að Vestur-
Þýzkaland stefni að því að
gerast kjamorkuveldi og flota-
veldþ en þá yrði það fært
um að skáka Bretlandi í Vest-
ur-Evrópu. Grunur leikur á að
Vestur-Þjóðverjar hafi fengið
vilyrði Bandaríkjastjóraar fyr-
ir stuðningi við kröfu um að
hömlur á vesturþýzkri hervæð-
ingu verði afnumdar. Einkum
hefur Strauss landvamaráð-
herra hug á að Þjóðverjar fái
að smíða sjálfir kjarnorku-
hleðslur í flugskeyti og að
koma sér upp flota stórra kaf-
báta. Þetta er .ekki Bretum .
að skapi. Mótleikur brezku
stjórnarinnar er að beita sér
fyrir því að Vesturveldin ljái’
máls á því að ræða við Sovét-
ríkin og bandamenn þeirra um
ráðstafanir til að draga úr við-
sjám ' Mið-Evrópu. I þingræðu
rétt fyrir fundinn í París lýsti
Konrad Adenauer
Lloyd utanríkisráðherra rneira
að segja yfir að brezka stjóra-
in væri ekki með öllu frá-
hverf hugm^ndinni um af-
vopnað svæði í Mið-Evrópu
milli herja A-bandalagsins og
Varsjárbandalagsins, en slíkt
tal er eitur í beinum stjómar
Adenauers í Bonn. Brezka
stjórnin er ejnnig ósammála
þeirri vesturþýzka um svar
Vesturveldanna við tillögu
Sovétríkjanna um Berlín. Bret-
ar vilja svara með gagntillög-
um en ekki . láta sitja við af-
svarið eitt eins og Adenauer
telur heppilegast.
Jretar telja að þeir Adenauer
og de Gaulle hafi komizt
að hrossakaupum um að meg-
inlandsríkin tvö skuli standa
saman gegn Bretum. Á fundi
þeirra forsætisráðherranna um
daginn mun það hafa orðið að
somkomuiagi að Frakkland
styðji hervæðingarkröfur Vest-
ur-Þýzkalands gegn því að
stjórnin í Bonn standi dyggi-
lega við hlið þeirrar frönsku í
deilunni við Breta útaf sameig-
inlegum markaði og fríverzlun
í Vestur-Evrópu. Fundur 17
aðildarríkja Efnahagssam-
vinnustofnuriar Evrópu um ráð
til að forða viðskiptastyrjöld
þeirra í milli leystist upp í
París méð heitingum daginn
áður en A-bandalagsráðið kom
þar saman. Sameiginlegur1
markaður Frakklands, Ítalíu,
Framhald á 15. síðu.
Har 1.1,1 MacmiKan