Þjóðviljinn - 20.12.1958, Side 13
4) — Óskasíundin
SIGRÍÐUR EINARS
frá Munaðarnesi:
njor
Jólasnjór,
hvítur eins og marmari
glitrandi í silfurhrími
í gulu mánaskini
eftir frostnótt.
Jólasnjór,
skœrir kristallar og demantar
glóa eins og stjörnur
á hvítri mœbreiðu.
Litlir móbrúnir fuglar
trítla mjófœttir
á gimsteinum
í fölri dagsbirtu,
tína korn úr mold
við fjárhúsin *
og brauð. sem barnslófar
strá á snjóinn.
A jólasnjó
trítla snjótittlingar
tína bygg og korn,
sem góður barnshugur gaf.
Svo fennir meir
og fuglarnir fljúga burt
undan veðrinu.
Þeir voru sólskríkjur í sumar.
IiEIMSPEKINGUR
Stunduni er ég alvarlegur
og segi lítið,
l>á er ég að hugsa um
hvað allt er skrítið
Sannaðu kraftana
Langar þig' ekki iil
að láta alla halda að bú
sért kraftakarl? Hér er
gott ráð til að sanna
það. Hrifsaðu epli nreð
báðum höndum, kreistu
það svolítið, og eplið
hrekkur í tvennt! Eng-
inn mun leika þetta eft-
ir þér Galdurinn er
svona;
Þú skalt fyrst í laumi
rista hring um eplið með
nöglinni á þumalfingri,
svo að hýðið fer í sundur.
Nú tekur þú um sitt
hvorn helming og togar
í andstæðar áttir. Epl-
ið klofnar í sundur!
Laugardagur 20. des. 1958 — 4. árg. — 42. tbl.
Pitstjóri: Vilborg Dagbjartsdóttir - Utaefandi: ÞjóSviljinn
Tíkin i
Auðsholti
fyrri hluta þessarar
aldar bjó á Árbæ í
Ölfusi rnaður sem hét Ól-
afur Gíslason. Kona hans
hét Sigríður Finnboga-
dóttir, systir Ólafs Finn-
bogasonar, sem þá bjó
í Auðsholti í sömu sveit.
Á fyrstu árunum eftir
1930 var í Auðsholti tík
ein, sem mun hafa verið
sérstaklega sk.ynsöm, og
ber eftirfarandi frásögn
vott um sérstakt hyggju-
vit og hugkvæmni af
dýri að vera.
Þegar tík þessi var far-
in nokkuð að eldast, var
það eitt árið að einmg
var til á heimilinu hálf-
vaxinn hvolpur, sem tík-
in hafði átt, Var honum
ekkert lofað því mein-
ing bóndans var að hafa
hvolpinn sjálfur en lóga
tíkinni áður en langir
tímar Hðu. Góður kunn-
ingsskapur var á milli
fólksins á Árbæ og í
Auðsholti, og samgangur
töluverður, þó að drjúg
langt sé á milli.
Einhverju sinni var
það í Auðsholti að verið
var eitthvað að ræða um
hundana og hafði bónd-
inn orð á því að nú færi
að Hða að því að endur-
nýja tikina, hún væri
farin að eldast, farin að
tapa sjón og heyrn og
hvolpurinn bráðlega orð-
inn það vaxinn að hann
gæti farið að taka við
af henni. Nokkuð var
rætt um þetta meðal
heimilisfólksins og veitti
enginn því neina eftir-
tekt að hundarnir væru
neinsstaðar nálægir. Féll
þetta tal svo niður.
Seinna um daginn
veitti heimilisfólkið því
eftirtekt að bæði tíkin
og hvolpurinn voru horf-
in, og fundust þau hvergi
og gegndu ekki þó að
kallað væri til þeirra.
Var því ekki meira
sinnt þá um kvöldið.
Morguninn eftir þegar
komið var á fætur var
tíkin komin heim, en
hvolpurinn sást hvergi.
Þótti það mjög undarlegt
og var nú farið að leita
hans hvar sem hugsazt
gat. Sú leit bar þó eng-
an árangur, hvolpurinn
fannst hvergi hvernig
sem leitað var að honum.
Einkennilegt þótti einnig
að tíkin var hin róleg-
asta þó að hvolpurinn
Framhald á 2. síðu
Hver er þetta?
Sjá 2. síðu
Laugardagur 20. desember 1958 -— ÞJÓÐVILJINN — (13
LEIKFÖNG
á efri hœð
DEENGIAFÖT
BEZTA ÚRVAL
I BÆNUM Ú