Þjóðviljinn - 20.12.1958, Qupperneq 15
Laugardagur 20. desember 1958 — ÞJÓÐVILJINN — (ífö
Ernest K. Gann:
Loítpóstarnir
9. dagur.
„Þetta aístyrmi hlýtur að ganga á teygjuböndum,"
sagði Roland rólega. Hann virti fyrir sér safniö meö
sýnilegri vanþóknun. Gufustrókur stóö út úr nösum
hans þegar hann hnussaöi: „Skran. Heyriö þig mig,
þegar viö komum upp, þá segiö ekki meira en nauö-
syn krefur. Látiö mig hafa orðið. Þessi Gafferty er
súrari en nokkur sítróna. Hann átti einu sinni konu og
hún sagaði sundur á honum hjartaö þegar hún stakk
af meö kanadamanni. Eftir þaö hefur enginn séö karl-
fuglinn brosa.”
Þeir gengu upp tröppurnar sem lágu utnní flug-
geymslunni og gengu inn um dyr sem á stóð „skrif-
stofa“. Ung stúlka með dökkt, upprúllað hár sagði:
„Góðan daginn, hvað get ég gert fyrir ykkur?“ Hún
virtist þó ekki hafa áhuga á aö gera nokkurn skapað-
an hlut."
„Við ætluöum aö tala viö Mike Gafferty.”
..Hvern má ég boðá?”
Roland leit á bræður sína. Hann kreisti saman var-
iraar og augun.
„HvaÖ eigið bér við? Hvern þér megið boða? Maður
skyldi ætla að þaö væri móttaka hjá páfanum. Segið
Mac Donaldbræöurnir, stúlka mín.“
Hún reis á fætur meö semingi. Eitthvað sem átti
að tákna pils og hætti tveim þumlungum fyrir ofan
hnén, dillaðist til þegar hún gekk yfir aö glerdyrun-
um.
„Snotur iítil táta, finnst ykkur ekki?“ sagöi Roland.
Þeir settust á bekk sem stóð viö vegginn. Eins og
eftir leynilegu merki stungu þeir næstum samtímis
hendinni í vasann og drógu upp smámynt. Tad fleygði
fimmsentapeningi fram á gólfið. Hann snerist í loft-
inu, rakst á gólflistann og valt til baka. Án þess aö
rjúía þögnna fóru þeir að fleygja smápeningum sömu
leið og risu hátíðlega á fætur til að taka vinning sinn
eftir hverja umferö. Þeir voru niðursokknir í leikinn.
Jainvel endurkoma skrifstofustúlkunnar truflaöi þá
ekki, fyrr en hún sagði í annað sinn að herra Gafferty
gæti tekið á móti þeim núna, Þeir flýttu sér þó ekki.
Þeir hristu smámyntina í lófunum og hver um sig
horfði lengi og með ákefð á skrifstofustúlkuna þegar
hún vaggaöi framhjá. Það var Tad sem var síðastur
að safna saman sínum peningum. Hann- gerði það beint v
fyrir framan fæturna á stúlkunni, svo reis hann rösk-
lega á fætur og horfði niður á hana. Hann teygöi höf-
uðið nær henni og brosti glettnislega.
„Bö,“ sagði hann og svo elti hann hina inn á skrif-
stofuna.
Mike Gafferty var maöur meö grábrúnan hörunds-
lit og þunnar, fölar varir. Litarhátturinn á andliti hans
og höndum var næstum hinn sami og á skyrtunni hans.
Augu hans voru dökkbrún, en í stað þess að vera mild
eins og tíðast er um brún augu, voru þau kuldaleg
og sviplaus þegar þau litu fram undan úfnum, kol-
svörtum brúnum. Nef hans var hvasst og meitlaö.
Eyxun lágu þétt að höfðinu. Þótt hann væri nýrakað-
ur var skeggrótin áberandi og undirstrikaöi sterklega
kjálkana.
Gafferty sat og reykti vindil — hinn þriöja þá um
morguninn. Hreyfingar hans voru hægar og mjög lið-
legar þegar hann sló af honum öskuna og stakk hon-
um aftur milli tannanna.
Skrifstofa hans var sparlega búin húsgögnum. Hrör-
legt eikarskrifborð stóð þveit fyrir horniö, þannig að
bakhliö þess sneri út aö gluggunum sem vissu út aö
flugvellinum. Á skrifboröinu stóö málmmódel af Travel-
airevél, klukka með sjálflýsandi stöfum sem virtust
koma úr stjórnklefa flugvélar, öskubakki gerður úr vél-
arstimpli og fáein skjöl. Ekkert teppi var á gólfinu.
Fallhlíf og skinnfóðruð flugmannastígvél lágu í horn-
inu við dyrnar. Flugmannajakki úr leðri hékk á snaga
við hliöina á hatti hans og jakka. Landakort af Banda-
ríkiunum var fest með teiknibólum á einn vegginn og
undir því stóðu nokkrir ljótir eikai'stólar í röö'.
Þegsr bræðurnir gengu inn í skrifstofuna hver á
eftir ööram, reis Gafferty á fætur og rétti fram hönd-
ina, en það var ekki mikill innileik í rödd hans.
„Halló, Roland! Eg geri ráö fyrir að þetta séu
bræður þínir?“
„Þetta eru Keith og Colin og þessi laglegi þorpari
er Tad.“
„Það gleður mig að kynnast ykkur. Gerið svo vel
aö fá ykkur sæti.“
Þeir dróeu stólana yfir bert gólfiö og settust, hnepptu
frá sér frökkunum og horföu vandræöalegir út um
gluggann.
Það ieiö þó nokkur stund áður en bögmn var rofin.
og þannig áleit Gafferty aö það ætti aö vc-ra. Þaö
var erfitt verk að ráða flugmenn og þótt Gaíferty
siálfur teldi sig sérfræðing í þeim efnum, var honum i
ljóst að hver einasti maður sem hann réð srat hvort
heldur var látiö drauma hans rætast eðá eyðilagt þá.
Þegar hann réð flugmenn, geröi hann þaö málaleng-
ingslaust, án útúrdúra eða persónulegra spurninga,
sem hann hefði notaö hefði hann verið að ráða sölu-
menn eöa verkamenn. Gafferty haföi engan áhuga á
útíiti þeirra, klæðaburði eða lífsskoöunum. Hann leit-
aði að einhverju, sem hann hefði átt óhægt meö aö
lýsa, eiginleika fremur en persónu — ereind sem haföi
margt aö segja við þá sem höfðu vit á að hlusta eftir
henni.
Það var erfitt að sitja í skrifstofu, þar sem var hlýtt
og rólegt og geta sér þess til hvaö maður gæti gert
aleinn að nóttu til í styrisklefa á flugvél, þegar hend-
ur hans og fætur voru loppin af kulda og heilinn
kannski hálffrosinn af ótta; þaö var erfitt aö geta þess
til hvaöa álirif einmanakenndin hefði á hugrekki hans,
dómgreind og leikni. Þaö var erfitt að ákvaröa hvort
drynjandi mótor eyöilegöi taugarnar og hefði þannig
áhrif á getu hans, eö'a hvort áhyggjur hans af ótryggð
eiginkonunnar gætu komið úr jafnvægi og stytt honum
þannig aldur að lokum. Þaö var ýmislegt smávægilegt
sem ekki var minnzt á, en Gafferty varö aö fá að vita.
„Óþverra veður, ha?“ sagöi hann seint og síðarmeir.
Hann leit rannsakandi augum á bræöurna, en þeir
kinkuöu bara kolli og endurguldu augnaráð hans.
Gafferty kunni að meta það. Maður gat ekki sagt þaö
með or'ðum hversu vel hann gat flogið flugvél. Orö
voru orð og stóðu í engu sambandi við tilfinningu fyr-
ir stýrisstöng eða fjarlægðum. Snillingur sagöi ekki frá
því me'ö orðum hversu vel hann gat leikið á fiðlu —
Kjólar án mittissaums eru nú
mjög í tízku og kjóllinn á
myndinni er t.d. alveg tilval-
inn handa barnsliafandi konu.
Vejla má efnið eftir árstíma,
þunnt eða hlýtt. Og þegar allt
er um garð gengið má bregða
belti um mittið, svona rétt til
að sýna hvað maður sé grannur
og fínn.
Islenzk tunga
Framh. af 9. síðu
láta það ná til aðfangadaga
annarra hátíða en jóla.
Þó var áður talað um
aðfangadag páska, aðfanga-
dag hvítasunnu og ef til
vill fleiri hátíða. Leifar þessa
. sjást enn þegar talað er um
„aðfangadag jóla“ í stað þess
að tala aðeins um „aðfanga-
dag“. Merking orðsins er sú
að þennan dag voru dregin
að föng til hátíðarinnar sem
í hönd fór.
Bg óska svo þeim sem lagt
hafa þættinum efni, og öðr-
um lesendum báttarins,
gleðilegra jóla.
Framhald af 8. síðu.
Vestur-Þýzkalands og Bene-
luxlandansia á að koma til
framkvæmda nú um áramótin.
Allar tilraunir til að koma á
fríverzlunarsvæði þessara rikja
og hinr.a 11 aðildarríkjanna að
Efnahagssamvinnustofnuninni
hafa farið út um þúfur og
horfur eru þvi á að Vesíur-
Evrópa klofni i tvær viðskipta-
heildir. Næst verður málið rætt
15. janúar. Frakkar hafa hing-
að til haínað öllum tillögum,
sem veita myndu brezkum iðn-
aði . samkeppnisaðstöðu við
franskan í rikjunum sem
standa að sameiginlega mark-
aðnum.
ÍJandaríkin hafa stutt kröfu
Breta til sérstöðu í hópi
Vestur-Evrópuríkjanna og sjón-
armið þeirra í viðskiptadeil-
unni. Á A-bandalagsfundinum
í París kom i ljós að franska
stjórnin er staðráðin í ?.ð gera
það sem hún getur til að sann-
færa Bandaríkjamenn um að
ekki borgi sig fyrir þá að
draga taum Breta í deilum við
Frakka. Þegar Dulles gekk á
fund de Gaulle var honum til-
kynnt að Frakkar taki ekki i
mál að verða við kröfu Nor-
stads, hins bandariska yfirhers-
höfðingja A-bandalagsins, um
að herstjórn bandalagsins taki
við yfirstjórn loftvarnakerfis
þ( irra. Norstad hefur lýst yfir
að um engar loftvarnir geti
vetið að ræða i Vestur-Evrópu
eins og flughraða flugvéla er
nú komið, nema komið sé
upp einu samfe'ldu loftvarna-
kerfi undir einni yfirstjórn. de
Gaulle • ítrekaði jafnframt að
Bandaríkjamönnum yrði , ekki
leyft að lcoma sér upp flug-
skcytastöðvum í Frakklandi
upp á önnur býti en þau, að
Frakkar fái í hendur yfirráð
yfir skeytuuum og kjarnorku-
hleðsjunum í þau,
M. T. Ó.
Jr I Ilappörætti Þjóðviljans
getur þú fengið fatnað, sem
er 6 000 króaa virði, fyrir
aðeins 10 krónur.
WIKAÉ BLAÐID YKKAP