Þjóðviljinn - 31.12.1958, Síða 6

Þjóðviljinn - 31.12.1958, Síða 6
6) — ÞJÓÐVILJINN — Miðvikudagur 31. desember 1958 þJÓÐVILIINN ÚtKefandi: Samelnlngarflokkur alhÝBu — Sóslallstaflokkurlnn. - Rltstjórar: Maenús Kjartansson, Sigurður Guðmundsson (áb.). — Fréttaritstjóri: Jón BJarnason. — Blaðamenn: Ásmundur Sigurjónsson, Guðmundur Vigíússon. Ivar H Jónsson. Magnús Torfi Ólafsson, Sigurjón Jóhannsson, Sigurður V. FriðbJófsson. — AuglýsingastJóri: Guðgeir Magnússon. - Ritstjórn, af- srelðsla. auglýsingar, prentsmiðja: Skólavörðustíg 19. — Sími: 17-500 (5 iinur'. — Áskriftarverð kr. 30 á mán. í Reykjavík og nágrenni; kr. 27 ann- orsstaðar. — Lausasöluverð kr. 2.00. — Prentsmiðja ÞjóðvilJanfl. r Ar einingar og alþýðusigra 1 ^llar líkur eru til að árið 1 sem í hönd fer, árið 1959, verði ár mikilla þjóðfélag-s- legra átaka á íslandi. Veltur á miklu um úrslit þeirra átaka að alþýða landsins geri sér ljóst, hve öflugur þáttur þjóðlífsins alþýðusamtökin eru orðin, að þau samtök geta með samstilltu átá"ki unn- ið afdrifaríka sigra og ráðið mestu um þróun þjóðrriálanna. Öll l'kindi eru til, að lögfest verði á þessu ári stjómar- skrárbreyting er miði að stór- auknu réttlæti í skipun Alþing- is, og ætti að gefa alþýðu landsins au'kna möguleika til að láta að sér kveða um stjórnmál þjóðarinnar. Verði slík breyting á stjórnar- skránnj samþykkt, er senni- legt að miklar breytingar verði á styrkleikahlutföllum stjórn.málaflokkanna á AÞ þingi, og verði með því rof- ið það óeðlilega hreyfingar- leysi, er verið hefur á inn- byrðis styrk íslenzkra stiórn- málaflokka allt frá árinu 1942. 17'inmitt þess vegna er vert " að st.aldra við árið 1942, eitt stórkostlegasta umbreyt- ingaár, ár stórsigra alþýðunn- ar. Þegar það ár hófst, var við völd á íslandi ein óþokka- sælasta afturhaldsstjórn, sem verið hefur á Islandi frá því að stjórn varð innlend. Hún hafði sjálf valið sér heitið „Þjóðstjórn" og átti svo yfir- þyrmandi þingfylgi, að hana studdu hvorki meira né minna en 46 af 49 þingmönnum landsins! Stuðningsfokkar hennar, Sjálfstæðisflokkurinn, Framsóknarflokkurinn og Al- þýðuflokkurinn, höfðu sumar- ið áður frestað Alþingiskosn- ingum, og framlengdu þing- menn þessara flokka umboð sín í algeru trássi við lög og stjórnarskrá landsins. (Sið- ar kom fram, er flokkar þess- ir urðu ósáttir, að þeir höfðu gert samsæri sín á milli um að fresta Alþingiskosningum til stríðsloka). Einungis einn þingflokkanna, Sósíalista- flokkurinn, með sína þrjá þingmenn, barðist gegn þessu stjómarskrárbroti. 1 ársbvrj- un 1942 reiddi svo aftur- haldið hátt til höggs, réðst gegn verkalýðshreyfingunni með bráðabirgðalögum er af- nam verkfallsrétt og samn- ingsrétt verkalýðsfélaganna og batt kaupið með lögum. Gegn þessum þrælalögum skipulagði Sósíalistaflokkur- inn og hin nýkjöma verka- mannastjóm Sigurðar Guð- nasonar í Dagsbrún skæmhemaðinn svonefnda, er braut á bak aftur þrælalögin, og stórbætti kjör verkalýðs- ins. Af ótta við óvinsældir gerðardómslaganna frestaði rikisstjómin samkvæmt kröfu Sjálfetæðósflokksins bæjar- stjórnarkosningum í Reykja- vik fram til 15. marz. En þegar í þeim bæjarstjórnar- kosningum sem fram fóru i janúar sást að alþýðan ætlaði að taka til sinna ráða. Sósíal- ista.flokkurinn stórvann á. Og í bæjarstjómarkosningunum í Reykjavík í marz vann Sósíal- istaflokkurinn einn sinn stærsta sigur, fékk fjóra bæj- arfulltrúa kjörna. Tvennar þingkosningar ársins urðu óslitin sigurganga Sósíalista- flokksins, eftir þær síðari átti hanu tíu manna þingflokk. Sterk einingarstjóm var mynduð í Alþýðusambandinu. Sigrar Sósíalistaflokksins og verklýðshreyfingarinnar þetta eftirminnilega ár gerbreytti stjórnmálaástandinu í land- inu; myndun nýsköpunar- stjómarinnar 1944 var viður- kenning á styrk alþýðu lands- ins. Sósíalistaflokkurinn gat knúið fram nýsköpun fiski- skipaflotans, og með því lagt grunn að þeim lífskjörum sem Íslendingar hafa búið við. Síðar mun það verða enn skýrar fyrir mönnum en nú, að á stórsigrum Sósialista- flokksins og verkalýðshreyf- ingarinnar 1942 hefur verið reist. hin árangursríka sókn alþýðunnar til stórbættra lífs- kjara. Áramót Bidstrup teiknaði Það er svo harmsaga þessa 16 ára timabils, að aft- urhaldinu tókst að verulegu leyti að stöðva sókn alþýðunn- ar til aukins stjórnmálavalds, að ekki tókst að sameina krafta alþýðunnar til átaka. Það mun verða sagnfræðing- um undrunarefni hve mikil á- hrif hin sósíalistíska verka- lýðshreyfing hefur haft á þró- un ís'enzkrar sögu þessa ára- tugi; án þess að hafa til þess meira stjórnmálavald. En al- þýða einskis lands getur til lengdar fagnað og búið við árangur af stórsigrum verka- lýðshreyfingarinnar og gengið iafnframt að kjörborði og lagt aukin pólítísk völd í hendur ósvífnasta afturhaldsflokki og auðvaldsflokki landsins. Vilji alþýða landsins að lifskjör hennar haldist og batni, að^ 's'tW. VIKAH trvggð verði full atvinna, að efnahagslega sjálfstæða, losa hverjum alþýðumanni sé búið hana við hættu og smán algert öryggi i elli og þegar bandarísku herstöðvanna og hann er óvinnufær, að stefnt ieiðin stytt til alþýðuvalda á sé til efnahagslegs sjálfstæðis Islandi. Reynslan ætti að vera landsins og herinn rekinn orðin nægileg til að kenna ís- heim verður sagan frá 1942 lenzkri alþýðu hve það ánd- að endurtaka sig. Það sást varaleysi er dýrt að efla aft- hvað gerðist eftir kosninga- urhaldsflokka til stjórnmála- sigur Alþýðubandalagsins valda. Reynslan af sundrung- 1956. Lúðvík Jósepsson rekur unni í röðum alþýðunnar ætti hér blaðinu í dag merkasta að vera orðin nógu eár til þess þátt þeirrar sóknar eem sá ^ð alþýðufólk þjappi áér ' nú kosningasigur gerði möguleg- fcþámah tllj samstilltrá átaka.- an. Með tilsvarandi sigrum ‘Verði það, getur alþýða lands- hinnar róttæku . verkalýðs- ins 'ffhbféýtt stj‘Ófrimálaá- hreyfingar í tvennum kosning- standinu í lándinu á komandi um komandi árs ög. unnust ári, lagt nýjan og traustan 1942, væri stefnt tíl stórsigra grunn að stórfelldri sókn á á þeirri braut að gera þjóðina næstu áratugum. Úthhitun skömmtun- arseðla í Reykjavík Úthlutun skömmtunarseðla fyrir 1. ársfjórðung fer fram í G.T.-húsinu (uppi) næstkomandi mánudag, þriðjudag og miðvikudag 5., 6. og 7. janúar kl. 9 til 6 alla dagana. Seðlarnir verða afhentir gegn stofnum af fyrri ekömmtunarseðlum greinilega árituðum. '78(3 ÚTHLUTUNARSKRIFSTOFA IlEVKJAVlKUR rír TM '•'u. i'lafifij. i'« Sendum viðskiptavinum okkar til lands og sjáyar.;,,,.,.: beztu óskir um farsælt nýtt ár — ; i<s r-rW þökkum það sem er að líða. Vélaverkstœðl Björns og Halldórs Ingólfsstrœti 11 ;;V.; .j.;'"ú-Kpr’l

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.