Þjóðviljinn - 03.01.1959, Page 7

Þjóðviljinn - 03.01.1959, Page 7
Laug'ai’dagiir 3. janúar 1959 — ÞJÓÐVILJINN — (f s 5 Eg get ekki verið áhyggju- laus fyrr en land okkar hefur að minnsta kosti losað sig við árásarstöðina á Reykjanes- skaga, og sagt skilið við NATO, ' þar eð slíkt er stefna nazism- ans. Eg héít að Vesturveldin hefðu fengið nóg af nazisman- um þegar Hitler sýndi framan í hann grímulausan á allar hliðar En það er ekki svo. í dag beita NATO-ríkin sömu að- ferðum. Það gera t.d. Bretar og Frakkar á Kýpur. Alsír, Kenýa og víðar, enda þótt ekki sé haft eins hátt um aðra pyntingastaði þeirra. Við skulum athuga málið nánar: ,,Milljón konur og börn eru í þrælabúðum Breta á Kenýa. Vísvitandi stefna ný- lendustjórnarinnar að svelta Afríkumeon þar í hel. Lífs- skilyrði fólks þess sem brezka nýlendustjórnin í Kenýa hef- ur flutt úr átthögum þess og komið fyrir í nýjum þorpum, sem eru umkringd gaddavírs- girðingum, eru verri en þeirra sem sitja í fangelsum. Fó’kið sem býr í hinum nýju þoi-pum, aðallega konur og börn, vann 5 daga vikunnar þvingunar- vinnu“. Þetta er niðurstaða skýrslu sem lögð var fyrir þing skozku kirkjunnar, háð snemma árs 1956, en skýrslan var tek- in saman af nefnd sem fjallar um trúboð í öðrum löndum. Við skulum svo sjá hvað gerðist í Alsír á nálega sama tíma og ofangreind skýrsla er gerð: „Fréttaritari Reuters í Alsír sagði, að 3000 manna franskt fallhlífarlið hefði ver- ið sent til héraðsins Palestro til refsiaðgerða eftir að skæru- liðar þar felldu 17 franska her- menn Fréttaritarinn sagði að Serkjaþorpið Ouled Djerrah hafi verið jafnað við jörðu í þessari herferð, vegna þess að grunur hafi leikið á að þorps- búarnir hefðu veitt skærulið- unum liðsinni”. Eru ofan- greindar aðgerðir mjög ólíkar aðferðum þýzku nazistanna? Og enn í dag er sömu voða aðferðunum beitt í nýlendun- um. Ertu virkilega ekki hrædd- ur og áhyggjufullur að vera í hernaðarbandalagi við Breta og Frakka, og vera þar af leiðandi samábyrgur morðum þeirra og pyntingum á fólki á öllum aldri? Eg gæti sennilega upptalið 20 hryllilegar pyntingaaðferðir sem framkvæmdar eru á fólk- inu í nýléndum þessara NATO- dkja. Og nú hefur einn af fréttamönnum Ríkisútvarpsins brugðið sér til Kýpur og kynnt sér ástandið, og fært okkur fréttir um kúgunina. Og við getum ekki efazt. Við vitum að þetta er satt. Þarna er nú naz- isminn að verki, aðeins undir öðru nafni, Og hugsa sér að hérlendir menn, sem af ísienzku bergi eru brotnir, skuli geta lokað augunum fyrir þessu, og jafnvel mælt þessum gjörðum bót! Eg samhryggist prestastétt- inni yfir andvaraleysi hennar gagnvart þessum hryllilegu og heiðnu gjörðum vestrænnar herstefnu. Og hugsaðu þér, að meðfram ströndum íslands eru helstefnuvígdrekar, frá • Ssama landinu og betta t.d. Kýpurbúa pyntingaraðferðum sem leiðir þá, marga að lokum til dauða, að ræna matarbúrið íslenzka. Fannst þér utanríkisráðherr- ann okkar ekki túlka bærilega sjónarmið þjóðarinnar í land- helgismálinu á vettvangi SÞ? Það var nefnilega ætlun þjóð- arinnar óskiptrar að send yrði strax skýrsla til SÞ og brezka árásin kærð opinberlega, og þá hefði heimurinn verið vafalaus um ofbeldið og fleiri þar af leiðandi stutt okk- ur. Ef ég héfði unnið í verkamannavinnu núna og trassað verksvið mitt jafn á- berandi og utanríkisráðherr- veizlum og velta sér í auði og svalli; og svo hina sem strita baki brotnu í ógeðfelldri vinnu nótt sem nýtan dag í fáfræði sinni, til þess að hafa ofan í sig og sína, oe hafa vezlast upp áður en þeir hafa komið særni- iegu húsi yíir fjölskylduna. Fyrirlestrar auðvaldsleppanna ganga ekki út á annað en þetta fræga „framtak einstaklings- ins“, röklaust þvaður til áróð- urs og viðhalds þessu spillta og lamaða skipulagi. Kapítal- ismhm býr svo ömurlega um sína listamenn, að þeir geta vart sinnt list sinni svo nokkru ar borgarastyrjaldarinnar; þrátt fyrir að þurfa að standa i blóðugum styrjöldum í hart nær átta ár við tryllta innrás- .avheri í landi þeirra sem muldu þúsundir borga mélinu smærra, brenndu frjósömustu akra og lanl'íæmi þeirra til ösku, eyði- lögðu námur og kurluðu niður 65 þúsund kílómetra langar járnbrautalínur; þrátt fyrir að 31 þúsund verksmiðjur þeirra væru sprengdar í loft upp, og 7 milljónir sovétborg- ara brytjaðar niður og milljón- ir manna gerðir örkumla; og þrátt fyrir að flest lönd á vest- BREF TIL VINAR frá Rafni SigurSssyni ann sitt, þá hefði ég verið rek- inn strax úr vinnunni. 6 Finnst þér þjóðskipulag kapitalismans og stefna hans ekki burðug? Á sama tíma og stór hópur af jarðarbúunum hnígur niður örendur vegna klæðaleysis og hungurs, skipt- ir herstöðvalýður kapítalista- ríkjanna (sbr. herstöðin hér á landi) um búning, hvað Ht og annað snertir, eftir árstíðum og fleygir þeim í eldinn ef um aðeins áberandi saumsprettur er að ræða á þeim, og fleygir í ruslahauga heilu kössunum dag eftir dag af ávöxtúm og öðrum matvælum, ef aðeins t.d. einn fimmti af kassanum er skemmdur en afgangurinn algerlega óskemmdur. Við heyrum ýms ríki biðja um hjáip vegna matarskorts, og einnig viðvíkjandi upp- byggingu atvinnuvega sinna. Auðvaldsríkin bregða að vísu skjótt við að veita þeim „að- stoð.“ Samt sem áður heyrum við enn í dag öreigaóp, fall ríkisstjóma og „byltingu“ í þessum sömu aðstoðarþiggjandi ríkjum, vegna óviðunandi á- stands, spillingar og hrömunar. Hvernig stendur á þessu? Það ér vegna þess, að hin svokall- aða „vestræna aðstoð“ er blekk- ing. Aðstoðinni fylgja skilyrði um að svo og svo mikið af henni verði hergögn, og þeir fara jafnvel fram á að troða upp á rikið árásarherstöð. Það er árangurslítil aðferð að metta þá hungruðu með bysssutingjum! Þetta eru svo auðsjáanleg brögð auðvalds- ríkjanna til þess eins að við- halda eymdinni og öngþveitinu . í sem flestum löndum. En það er ekki hægt að hjálpa hinum vanþróuðu ríkjum betur en að greiða götu þeirra að sósíalísku uppbyggingarskipulagi. Afturhaldið (kapitalisminn) leitast svo áberandi yið að skipa mannkyninu niðúr í get- ólíka hópa: húsbændur og þræla, kærulausa þjóna, sem kýla vömbina í stanzlausum nemi; og það hvarflar ekki að honum að láta rannsaka „hvað í barninu búi“, til þess að greiða götu þess að hug- stæðri vinnu í framtíðinni, því og þjóðinni til heilla. Kapítal- isminn spornar við félagsheild- inni til þess að halda okkur niðurknýttum; og leiðtogar hans rísa eins og úlfar gegn hverri þeirri tillögu og breyt- ingu sem er hinum stritandi stéttum til bóta. Ástandi þeirra ianda, sem búa við auðvalds- og sósíal- iskt þjóðskipulag, má gjarnan likja við eftirfarandi: Barn- margt heimili sem elst upp foreldralaust í hreysi; og öðru barnmörgu heimili sem elst upp með góðum og samhuga foreldrum í góðhýsi. Það er augljós mismunurinn á þessum heimilum, og hver afleiðingin verður af uppeldinu, en auð- valdsþjóðskipulagið á fyrrlýsta heimilið, en hið sósíaliska síð- arlýsta. Þú skalt kjrnna þér rækilega rit sósíalismans, og ef þú gerir það, þá getur þú ekki orðið annað en sósíalisti. Þeir sem ekki greiða sósíalismanum at- kvæði sitt, gera slíkt aðeins vegna fáfræði um kenningar hans, og þá órar ekki fyrir kostum skipulagsins þar af leiðandi. Þjóðveldi okkar þarfnast einmjtt skipulags sósíalismans, og það endar ör- ugglega með því að okkar land, eins og öll önnur, óska eftir því skipulagsformi. Þau snið- ganga ekki lögmál samfélags- þróunarinnar.. Sósialisminn er fullkomnasta þjóðskipulagsform fyrir and- legu frelsi og lýðræði sem við þekkjum. Hjn mestu og næst- um yfirnáttúrlegu' vísindaaf- rek, framleiðslugeta og hraði uppbyggingarinnar í Sovétríkj- unum sanna yfíVburði þessa þjóðskipulags. Það hlýtur að vera' skiptilaginu að þakka. Já, þetta geta þeir, þrátt fyrir að sósíalisminn tæki við iandi þfeirrá fyrir aðeins 41 ári í kalda koli, svörtustu eymd og örbirgð ka'pítalismans; þ'rátt íyrir glundroða og eyðilegging- urhveli jarðar gerðu svo samn- inga um að banna sölu til Sov- étríkjanna á varningí sem stutt gæti þá í uppbyggingunni, eftir styrjaldarbölið og eyðilegging- arnar voðalegu. En hið sósíaliska þjóðskipu- lag hefur samstillt svo vel alla krafta þjóðfélagsins, bæði líkama og sálar. Og í dag er þjóðveldi þeirra glæsilegt á að líta, Eg hefi séð það með mín- um eigin augum. Eg, sem tals- vert hafði kynnt mér sögu og ástand Sovétríkjanna áður en ég reisti þangað í fyrra, bjóst við að allálitlegt væri þar á að líta, en þegar 'ég svo kom þang- að fannst mér mikið til um það sem ég kynntist, því að það var helmingi glæsilegra en ég hafði álitið áður. Og þar sá ég fyrst og skynj- aði, er ég hafði umgengizt sov- étþjóðina, hve jarðarbúinn á til fágaða og innilega fram- komu á allan máta, ánægju, hreniskilni, hispurslausan og yfirlætislausan geðblæ, hug- hlýju og hjálpfýsi. Og þú getur vrnrla imyndað þér hve sovét- búinn er bjartsýnn á þróunina og framtíðina. Eg eignaðist nokkra mér jafnaldra rússneska vini. og var oft með þeim, og mér fannst þeir mik'u hraustlegri og frjálslyndari en við erurn (í ö'lu frelsinu!). Og þeir eru svo ánægðir með skipulag sitt. á- hyggju’ausir og bjartsýnir til framtíðarinnar, t.d. hvað snert- ir menntunar- og iiugnæm at- vinnuskilyrði. Þar er lögð mik- 11 rækt við uppeldi barnanna, þeim er ekki rétt tyggigúmmí og hasarblöð! Hver sá, sem kynnist sovézku þjóðinni, hlýt- ur að e’ska hana, (nema hjarta- laus sé!). 7 Þú spyrð um áhugamál ungs fólks hér heima. —- Æskulýðs- starfsemi í byggð minni er steindauð, eins og- sennilega í •-þitíni byggð likár Þáð •'SéS't (ékkiu að þetta þorp eigi; til 'hraus’tá - ■ æsku. En þáð ' þarf áðéins áð hnippa í hana og vekja. Hér er engin æskulýðshöll til, sem þó ætti að bera af öllum hýs- Um hvað stærð og fríðleik snerti. Hitt má telja táknrænt að . stærsta hús bæjarins er Síðari hluti aðsetur afvegaleiddra alþýðu- samaka, íslenzkra samvinnufé- laga, sem sundum koma þann- ig f ram að hugurinn hvarflar til einokunarverzlananna forðum. En þú hefðir ef til vill viljað spyrja; hvort ekki væri hér „ungmennafélagsstarfsemi"? Svo á nú víst að heita, En ég get ekki lýst henni betur fyrir þér en eftirfarandi: Húsa- skjólið sem félagið á er eins og eldgömul og léleg líkkista, og starfsemin er dauð eins og lík! Legg ég nú til að líkið verði sett i kistuna og hún grafin svo hún síðúr verði okkur til hryggðar. En ég hefi kynnt mér starf- semi Æskulýðsfylkingarinnar (Æ.F.R.) í Reykjavík, og mér finnst hún álitleg. Vjð eigum að stofna með þátttöku aJlra frjálslyndra ungmenna Æsku- lýðsfylkingar úti um land í nánum tengslum við fyrr- greindan fé’agsskap. og reisa okkur höll í þorpunum. Það eru engir óyfirstíganlegir örðugleikar á framkvæmdinnj, aðeins að hafa viljann. Og við eigurn _og getum unnið við hana a’gerlega í sjálfboðavinnu svo að ódýrara verði. Eg hef séð glæsilegar hallir erlendis, sem algerlega voru reistar í sjálfborðaliðsvinnu í tómstundum af meðlimum æskulýðssamtaka. Við skulum hugsa okkur, að hallir okkar, í hverri byggð, væru nú risn- ar. Væri amalegt að stunda (á kvöldin) með þátttöku fólks jafnvel á öllum a!dri t.d. eftir- farandi: tafl, bridge, líkamsæf- ingar, þjóðdansa, skilmingar, h’jóðfæraleik, þjóðfélagsfræði, leiklist og kappræður o.fi., o.fi., svo eitthvað sé nefnt? Síðan gætu flokkar okkar skipzt á heimsóknum um land allt, og keppt í áðurnefndum greinum. 8 Að lokum vildi ég minna þig á, hvað auðkýfingarnir meina, þegar þeim verður að orði: „Það eina sem ég á, eru skuld- ir“! Þá meina þeir, að þeir eigi svo mikla peninga, að þeir vita ekki aura sinna tal. Eg var að vinna í frysti- húsi fyrir nokkru. Kom þar að okkur einn af eigendum frystihússins er við unnum fyr- ir. Hann reyndi að telja nokkr- um mönnum trú um, að það eina sem hann ætti, væru skuldir á skuldir ofan! Eg ber góð kennsl á þennan náunga, Hann á „pínulítið“ meira en ,.skuldir“. Hann á rnjög glæsi- legt þriggja hæða íbúðarhús, lúxusbifreið að verðmæti tæp- lega tvö hundruð þúsund krón- ur, hann á peninga til að reisa um víða veröld í „sumarfríi'* sínu á hverju ári, og í viðbót nýlega „sjoppu“! Öllum auð- kýfingum samhryggist ég inni- lega. 1 spekiriti rakst ég nefni- lega á þessi orð: Allir auðug- ir menn eru ræningjar, og mikl- ir peningar gru hættulegasta vopnið í höndum mannanna. Nú skulum við krefjast þess. að allir þeir úti um land, sem þurfa að sækja frystihúsvinnu t.d. á vetrarvertíðinni, fái ó- keypis ferðir, fæði o" húsnæði; eða niðurgreitt svo um munar. Það verður nefni’ega svo lítií minnkun í peningakössum eig- endanna, að eigi verður sjónar- munur ó. Eg kveð þig svo góði vinur. Rafn Sigarðsson.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.