Þjóðviljinn - 23.01.1959, Blaðsíða 12

Þjóðviljinn - 23.01.1959, Blaðsíða 12
m samnmgaréfti Eiunþega Landssamband íslenzkra verzlunarmanna gagnrýnir kaupskerSingarfrumvarpiS Stjórn Landssambands íslenzkra verzlunarmanna hef- ur samþykkt ályktun um kaupskerðingarfrumvarp ríkis- stjórnarinnar. Kveðst stjórn L.Í.V. ekki hafa aðstööu til að taka afstöðu til frumvarpsins í heild, en mótmælir sérstaklega „endurtekinni skerðingu ríkisvaldsins á frjáls- um samningsrétti launþega og vinnuveitenda. Telur L.í. V. lögþvinganir ríkisvaldsins í þessu sambandi hættu- legt fordæmi, sem verkalýðsfélögin verði að gjalda hinn mesta varhug við.“ Ályktun Landssambands verzl- unarmanna fer hér á eftir (þess skal getið að Alþýðublaðið seg- ir í gær af venjulegri sann- leiksást að verzlunarmannasam- tökin séu fylgjandi frumvarp- inu!): „Landssambamd ísl. verzlun- armanna hefur haft til athug- unar frumvarp ríkisstjórnarinn- ar til laga um niðurfærslu verðlags og launa o.fl. f því sambandi vill L.Í.V. taka eftirfarandi fram: L.Í.V. hefur ekki aðstöðu til að taka afstöðu til frumvarps- ins í heild. L.Í.V. hefur ekki tök á, að sannreyna ýmis veigamikil at- riði, sem þessar ráðstafanir munu byggjast á, svo sem t.d. hversu mikið sjávarútvegurinn þarf til þess að rekstrargrund- völlur hans sé tryggður. lEnn- fremur virðast vísitöluákvæði frumvarpsins nokkuð óljós. L.f.V. telur að ef sjávarút- vegurinn raunverulega þarf þær lagfæringar á rekstursgrund- velli sínum, sem honum eru ætlaðar með aðgerðum þessum, þá hafi sú leið, sem valin er, niðurfærsluleiðin ótvíræðá kosti fram yfir ýmsar aðrar leiðir, sem farnar hafa verið í þessu skyni á undanförnum Framhald á 7. síðu. Bmóðviuinn Föstudagu- 23. janúar 1859 — 24. árgaijgatr — 18. tolublað. Kjör Eyjamanna élfkt bef rl en Faiai Mikojan vel fagnað er hann kom við í Kaupmannahöfn H. C. Hansen baS hann um oð finna sig, siSan heimsótti hann skipasmiSasföS Anastas Mikojan, varaforsætisráðherra Sovétríkjanna, kom til Kaupmannahafnar frá Nýfundnalandi snemma í gærmorgun og var þar vel fagnað. Flugvél SÁS-flugfélagsins isem flutti Mikojan og ferðafélaga hans úr flugvélinni sem varð að nauðlenda á Nýfundnalandi í fyrradag lenti á Kastrupflug- Sovézkar tillögur efla friðinn Finnska stjórnin svaraði í gær orðsendingu frá sovétstjórn- inni varðandi friðarsamninga við Þýzkaland sem henni var send 10. janúar. í svari sínu segir finnska stjórnin að til- lögum sovétstjórnarinnar sé ætlað að efla friðinn í Evrópu og því segist hún fagna þeim af heilum hug. Lýsti blessun ihaldsins.. Framhald af 1. síðu. vísitölustiga stefní í rétta átt, ef það reynist liður í áætlun um baráttu gegn verðbólgunni. Bjami Ben. lýsir yfir stuðn- ingi íhaldsins Er Lúðvík hafði lokið ræðu sinni tók Bjarni Benediktsson til máis og tjalaði í hálfa aðra klukkustund. Mikili hluti ræðu hans voru skammir um fyrr- verandi rf'kisstjórn, en í lokin vék hann nokkuð að frumvarpi því sem til umræðu var. Kvað Bjarni frumvarpið í meg- inatriðtim í samræmi við þan lágmarksskilyrði sem Sjálf- stæðisflokkuriim hefði sett J/ viðræðunnm um stjórnar- inyndun í desemher nm lausn efnalia.gsmálanna. Frumvarp ríldsstjóntarinnar yrði að skoðast sem bráðabirgðaráð- stöfun, fleiri yrðu á eftir að koma, en svo langt sem það næði væri það rétt byrjun og þess vegna myndu Sjálf- stæðismenn veita því stuðii- velli við Kaupmannahöfn klukk- an fjögur í gærmorgun. Ekki var búizt við að Mikojan myndi hafa nokkra viðdvöl í Kaup- mannahöfn, því að sovézk far- þegaþota átti að sækja hann upp úr hádeginu. Hansen bað hann finna sig að !ng slrni. 2. f H. C. Hansen, forsætisráð- herra Danmerkur, hafði hins vegar látið þau boð liggja fj'r- ir Mikojan að hann vildi gjarn- an að þeir hittust. Eftir fá- einna klukkustunda hvíld gekk Mikojan á fund Hansens. Skýrt var frá því að Hansen hefði látið í Ijós ósk um að vita hvernig Mikojan hefði litizt á sig fyrir vestan og hefði hann svarað því til, að jákvæður ár- angur hefði orðið af viðræðum hans við bandaríska iðnrekend- ur, verkalýðsleiðtoga og ráða- menn í Washington. Þeir ráðherrarnir snæddu síðan saman árdegisverð í boði Dansk-sovézka félagsins. Heimsótti Burmeister & Wain Eftir hádegi heimsótti Mik- ojan skipasmíðastöð Burmeist- er & Wain í Kaupmannahöfn, en það er stærsti vinnustaður Danmerkur. Tilefnið var það að verið var að ganga frá tveim aflmiklum dieselhreyflum sem skipasmíðastöðin hefur smiðað fyrir Sovétríkin. Fréttaritari sænska útvarps- Framhald á 5. síðúT Forseti „Sjómannasambands íslands" sem að undan- förnu hefur haít það helzt fyrir stafní að svíkja kjara- skerðingu ríkisstjórnar sinnar upp á sjómenn þá er Ivonum trúa, hefur hrokkið lieldur iila við er luum frétti að sjómenn í Eyjum sömdu kauplækkun lians og þeirra kumpána af sér. Reynir Jón li Alþýðublaðinu í gær að halda því fram að skiptakjör Faxaflóasjómanna hafi áður verið betri en Eyjasjómanna. — Þetta er algjör firra. Vestmanna- eyjakjör eru 331/3 % aflans í 9 staði (eða 9\'i ef 10 eru á skipi). Það er 3,7% af brúttóafla skipsins á hvern háseta (eða 3,5% ef 10 eru á bát en það er oft á nefavertíð en ekki meðan veitt er á línu). Faxaílóalijör eru yfirleitt 50% aflans -f- kostn- aður svo að venjuiega verður um 37—40% er til skipta kemur og skiptist í 12—13 staði, enda er aðgerðin framkvæmd af hlutamönuum. Hlutur hvers liáseta er því jafnan frá 3—3,3%. Ef veiði er mjög mikil, þannig að kostnaður verður tiltölulega lítill miðað við aflavarðmætið getur þó Faxaflóahlutur náð Eyjahlut, en það heyrir til undan- tekninga. Á hinn bóginn eru þess mörg dæmi að Faxa- flóabátur geri upp með kauptryggingu þótt hann hafi sama aflamagn og Eyjabátar sem gera upp með hlut. ■>— Það sem Alþýðublaðið hefur eftir formanni „Sjó- mannasambands íslands“, Jóni Sigurðssyni, um sjó- mannakjör sinna manna og aftur í Eyjum, er því enn hans misskilningur, en misskilningur virðist nú eftir- læti Jóns og ánægja, enda beitir hann lionum óspart í þágu ríkisstjórnar sinnar og atvinnurekenda — og þar virðist hann koma lí góðar þarfir. Vesturveldin kerai áhyrgðina á því hvernig komið er i Genf Sovéfrlkin seg/a jboa torvelda samnínga um stöSvun tilrauna með kjarnavopn Stjórnir Bandaríkjanna og Bretlands bera alla ábyrgð á því hvemig komið er viðræðum fulltrúa þeirra og Sovétríkjanna í Genf um stöðvun tilrauna með kjarna- vopn, er sagt í yfirlýsingu frá sovétstjórninni sem gefin var út í gær. Skoða má þessa yfirlýsingu sovétstjómarinnar sem svar við Ofsarok geisaði á Ermarsundi í gær. í Miðlöndum á Englandi hefur verið óvenjumikil úrkoma síðustu daga og hefur flætt yfir akra. Verkalýður Akureyrar mótmælir Aðalfundur fulltrúaráðs verkalýðsfélaganna á Akur- eyri, haldinn í gærkvöldi samþykkti einróma eftir- farandi: „Aðalfundur fulltrúaráðs verkalýðsfélaganna á Akar- eyri haldinn 22. jan. 1959, mótmælir harðlega þeirri stórfelldu kjaraskerðingu, sem felst í lagafrumvarpi því sem ríkisstjórnin la.gði fram á Alþingi í gær. Fundurinn lýsir fullum stnðningi við samþykkt mið- stjórnar Alþýðusamhands Islands um ráðstaflanir þær sem frnmvarpið gerir ráð fyrir, og leggur sérstaka á- herzlu á að með því að lög- hjóða kauplækkun cr verið að taka samimigsréttin af verkalýðsfélögunum og slcerða þannig stórlega ár- angurinn af áratugla bar- áttu.“ þeirri tilkynningu sem gefin var út í Washington 6. janúar, að komið væri i ljós að erfiðara væri að fylgjast með kjarna- sprengingum neðanjarðar en áður hefði verið talið, og því væri nauðsynlegt að endurskoða sam- komulag sem varð í Genf á árinu sem leið milli sérfræðinga úr austri og vestri um hvernig haga skuli eftrliti með kjarnaspreng- ingum. Sovétstjórnin segir í yfirlýs- ingu sinni að sérfræðingaráð- stefnan í Genf hefði orðið alger- Jega sammála um að ekki væri hægt að sprengja kjarnavopn á lauu. f niðurstöðum og ráðlegg- ingum ráðstefnunnar hefðu verið tekin með öll þau atriði varðandi eftirlit með því að tiann við kjarnasprengingum væri haldið sem fulltrúar vesturveldanna héfðu þá krafizt. Sovétstjómin segir bví að til—- laga Bandaríkjastjórnar um að hafnað verði niðurstöðum og a- bendingum sérfræðinganna og nýir samningar teknir upp um tæknileg atriði sé aðeins tilraun til að leiða viðræðurnar sem nú standa ytir í Genf í ógöngur. Þetta gefi ástæðu til að æt!a að Bandaríkin og Bretland séu með öllu ófús að stöðva tilraunir með kjarnavopn og vilji enga samninga gera um það. Þau muni því bera a!la ábyrgð ef viðræðurnar í Genf fari út um þúfur. KVGLDVAKA verður í ÆFR-salnum kl. 8.30 í kvöld. Helztu dag- skráratriðin eru: 1. Kynning á starfi ÆFR. 2. Bókineniitakynning, sem nánar er sagt frá á öðrum stað í blaðinu. 3. Kvikmyndasýning. Fylkingarfélagar eru hvatt- ir til að fjölmenna og ung- um félögum er sérstaklega boðið að koma til að kynna sér starf ÆFR,.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.