Þjóðviljinn - 24.01.1959, Blaðsíða 11

Þjóðviljinn - 24.01.1959, Blaðsíða 11
LaugardagT.il' 24. janúar 1959 — ÞJÓÐVILJITW — (31 Kaupl ækkani raar eru staðreynd i’* ( Iþróttir Ernest K. Gann: Loítpóstarnir 32. dagur. kveikt voru eitt af öðru inni í bovginni. Þegar hún sá ljósm kvikna í húsunum, fsnnst henni sem hún byggi innanum fólk með fasta búsetu, og henni þótti gaman að gera sér í hugarlund að það væri hún sjálf sem kveikti þau. Hún lagði spilin, lagði þau aftur og rýndi í þau í hálfrökkrinu. Þegar hún tók snilin loksins saman með æfðum fingrum, var hún búin að missa þá tilfinningu að hún væri hluti af umhveríinu, iafnvel húsunum. Táknin voru augliós, og hún sætti sig við bau með undirgefni og hógværð eins og hun hafði alltaf gert. Maddama Mosella haföi ekki leigt svefnherbergið sitt aftur. Hún hafði skikð það eftir með sömu um- merkjum og það var morguninn sem Mae Donaldbræð- urnir kysstu hana á enniö og héldu leiðar sinnar. Lengi vel vonaði hún aö þeir kæmu aftur til hennar og fylltu daga hennar og nætur hamingju og lífi. En nú kæmu þeir aldrei aftur. Og viö því var ekkert, alls ekkert aö gera. Oy begar nóttin lagðist vfir lét hún undan gömlu, óskeikulu tilfinningunum. Það var tími til kominn að leiyia svefnherbergið. Þeir kæmu aidrei aftur, hvorki Keith eða Colin eða Tad eöa blessaður Roland — hvorki sér um sig né saman. IX. kafli. Þau sátu í Fordbil, módel T. sem bræðurnir höfðu keypt fyrir peninga sem þeim hafði tekizt að hafa út úr Gafferty. Sú áætlun hafði útheimt óendanlega út- reikninga á pappír og skjótar ákeföarfullar ráðstefn- ur við þau fáu tækifæri sem bræðurnir voru sa.man. Þar sem þeh’ fóru frá eða komu til Newark á mismun- andi tímum, höfðu þeir upphaflega hugsað sér að láta bíiinn aka fram og t,il baka. Sá sem ók bílnum út á flus'völlinn átti að skilja lykilinn eftir undir sætinu. Næsti bróðir sem kom átt siðan aö taka bíbnn og aka honum heim til frú A. En áætlunin fór út um þúfur. Bíllinn var ævinlega á skökkum st-að á rét.t.um tíma, af ýmsum ófvrirsiáanlegum ástæðum sem fylgja flusmannslifinu. Það voru afsakanir og útskýringar og teikningar á blað, begar A var hér og B bar, sem skömmu eftir komu C átti að afhenda D bílinn. Þetta var skelfilegt klúður. Jjoks var það Lucille sem hió á Gordíonshnút.inn, því að hún bauöst til að aka þeim á flupvöllinn eða sækia þá — að minnsta kosti þegar Colin var ekki helma. Og svo var enn eitt, s.em hún átti erfitt með að skýra fvrir siálfri sér, t. d. baö sem átt.i sér stað hið innra með henni þegar Keit.h sat hiá henni. Nú var hann fyrst og fremst oröinn heilbrigður. Hann Framhald af 3. síðu og heldur ekki í samþykktum Alþýðuflokksþingsins. Samráð við íhaldið — ekki verkalýðssamtökin Og þet.ta er gert án alls sam- ráðs við verkalýðssamtökin. Þegar frumvarpið var um það bil að fá á sig endanlega mvnd var það borið undir nefnd manna úr Sjálfstæðisflokknum, á föstudag, daginn eftir bænda- samtökin en Alþýðusambands- stjórn fékk ekki fmmvarpið fyrr en á sunnudag. Sama sólarhringinn var ríkisstjcrnin að ganga frá samningum við Landssamband i.slenzkra út- vegsmanna nm aukna aðstoð, og botn var sleginn í frum varpið áður en svar hafði bor- izt frá launþegasamtökununi. Alþýðusambandið varar við Að d.ómi verkalýðssamtak- anna er kauplækkunin sem frumvarpið kveður á um ekki það versta við þessar aðgerð- ir. Hitt er verra að með því er skert samnjngafrelsi verka- lýðssamtakanna. Og það kem ur úr liorðustu átt að það skuli einmitt vera ríkisstjórn Alþýðu- flokksins sem beitir sér fvrir slíkri lagasetningu. Og þeim mun fremur sem gæðunum er mjög misskipt. Launþegar fá kauplækkun og skert samninga- frelsi, en nokkrir milljónatug- ir eru téknir af almannnfé og hent í nokkra tugi atvinnu- rekendur umfram þann hagnað sem þeim er tryggður af sjálfri kauplækkuninni. Samkvæmt ræðu forsætisráðherra eru það hvorki meira né minna en 77 mill jónir króna. Og alþýðu manna skiptir miklu að vita hvernig eigi að afla fé til nið urgreiðslna og annara þeirra útgjalda sem ríkisstjórnin hef- ur nú samið um. En um það liggur ekkert fyrir enn nema lauslegt umtal um tekjuafgang. inn og hækkun á áætlunarlið- um fjárlaga. Augljóst er að hér er !■ einu og öllu brotið í bág við samþykktir Albýðu- sambandsþingsins, gengið á samninga verkalýðsfélaga og stefnt að stórfelldri kjaraskerð • ingu. Alþýðusambandið hefur varað við því að þessi leið yrði ffarin, en það er reiðnbúið til samvinnu við rilússtiórn á grundvelli þeim sem lavður var með samþvkktum Alþýðusam- bandsþingsins. Alyktun Albvðusam- bandsstiórnar Forsætisráðherra Emil Jóns- son las í gær samþykkt mið- stjórnar Alþýðusambandsins um þessar ráðstafanir, og skal ég endurtaka hana hér: Miðstjóm ASl fékk í gær, sunnudag 18. jan. til umsagn- ar frumvarp rikisstjórnariuna.r í efnahagsmálum og vill út af því taka eftirfarandi fram: 1; Þessar ráðstáfanir hafa vérið ákveðnar af ríkisstjórn' inni án noklkurs samráðs við verkalýðssamtökin, sem meðal annars sést af því, að nú þeg- ar hefur verið lokið endanlegu samkomulagi við Landsamband !ial útvegsmanna um aúkna að- stoð vlð útgerðina á þeim grundvelli, að frumvarpið verði lögfest. 2. Með frumvarpinu, ef að lögum yrði, er gert ráð fyrir því að breyta löglega gerðum kjarasamningum stéttarfélag- anna stórlega til lækkunar og ákveða þannig kauplækkun með lögum. Getur' verkalvðshreyf- ingin ekki látið undir höfuð leggiast að mótmæla s’.íku harðlega. 3. Samið hefur verið við at- vinnurekendur í sjávarútvegi um tugmilljóna auknar bætur af opinberu fé umfram það, sem felst þeim tii hagsbóta í kauplækkuninni. 4. Engin trygging er fyrir því, að fjár til þessara ráð- stafana, niðurgreiðslna verði ekki aflað með nýjuTn álögum á almenning síðar & árinu. 5. Miðstjórnin telur, að að gerðir þessar brióti í megin- atriðum í bág við stefnu þá, sem nýlokið Alþýðusambands- þing markaði í efnahagsmálum, þar sem með henni er í senn gengið á samningsrétt verka- lýðssamtakanna og stefnt að stórfelldri kjaraskerðingu. 6. Með vísun til framanritaðs varar miðstjórn ASI alvarlega við samþykkt frumvarpsins og bendir sérstaklega á þá hættu sem í því felst að ætla að af- greiða aðgerðir í efnaliagsmál • unum, án eðlilegs samráðs og samstarfs við launþegasamtök- in í landinu. Jafnframt lýsir miðstiórnin vfir því, að hún er reiðubúin til viðræðna við ríkisstjómina um aðgerðir verðbólgunni til stöðvunar á grundvelli þeirr- ar samþykktar, sem þing Al- þýðusambandsins í lok nóvem- ber síðast liðins, gerði 1 þeim efnum.“ Með samþykkt þessari er túlkuð afstaða Alþýðus'am- bandsins og er bún þegar far- in að fá undirtektir með sam- þykktum verkalýðsfélaga úti um land. Snöqg skoðanaskipti Þess var getið í umræðun- um í gær, að ýmsir þeir er stóðu að efnahagsmálasam- þykkt Alþýðusambandsþings hefðu verið fljótir að skipta um skoðun, ef þeir gætu nú mælt með þessu frumvarpi, er felur í sér k.jaraskerðingu og skerðingu samningafrelsis. Eitt dæmi um s’íkt. má nefna. Alþýðusambandsþingí barst bréf frá Múrarafélagi Reykja- víkur, fundarsambvkkt frá því félagi, og er bréfið þannig: Á fundi Múrarafélags Reykja- víkur, 25. nóv. 1958 var sam- þykkt eftirfarandi tillaga: Til forseta 26 bings Al- þýðUsambands Islands. Fundur í Múrarafélagi Reykja. víkur, 25. nóvember 1958, fel ur ful’trúum sínum á Alþýðu- sambandsþingi að beita sér gegn vísitöluskerðingu og öðr- u,m þeim kjaraskerðingum, sem kunna að felast í efnahags- ráðstöfunum ríkisstjórnar, er lagðar verða fvrir Alþýðusiam- bandsþing er' nú situr. Jafnframt treystir fundurinn því, að Alþýðusambandsþing afgreiði engin þau mál, sem skerða samninga sambandsfé- laganna án samþykkis félags- funda. F.h. Múrarafélags Reykja- víkur, Ásinuiulur J, Jóhannsson, ritari. (sign), Einn fulltrúi þessa félags, háttvirtur 4. þingmaður Reyk- víkinga, Eggert G. Þorsteins- son, á sæti í miðstjórn Alþýðu . sambandsins. Það sýnist fara illa saman við þetta umboð félags hans að hann mælir þar með þessu stjómarfrumvarpi er felur í sér bæði skerðingu vísitölu, kjaraskerðingu og skerðingu samninga. verkalýðs- félaganna. Harmsaga. — Skugga- Sveinn að baki Ketils Eg tel það harmsögu, að sá e'ustæði ntburður hefur gerzt, »ð verkalýðsflokkur skuli hafa tekið að sér það hlutverk með stuðningi pólitískra samtaka at- vinnurekenda að bera frain á Alþingi Islendinga frumvarp til laga sem brýtur niður samn- ingafrelsi stéttar félaga iuia o,g miðast við að lögbinda kaup- ’ækkun með lögum. í þessum harmleik og löngu eftir að hann er af sviðinu mun íslenzk alþýðu ekki gleyma hver fór þar með hlut ■ verk Ketils, og því siður mun gleymast sá, sem fór með hlut- verk Skugga-Sveins að baki Katli, í þeirri aðför sem nú er gerð áð láunastéttúin íslands. Framhald af 9. fíou. 1590 m 1. J. Járvinen 2,19,1 2. T. Salonen 2,19,3 3. J. Jokinen 2,23,3 10 900 m 1. T. Salonen 17,37,2 2. K. Tapiovaara 17,43,2 Samanlagt bezti rangur: — 1. T. Salonen 193.675 st. 2. J. Járvinen 194,908 — 3. J. Sinkkonen 397,693 — Islenzktimga Framhald af 4. siðu. framgcmmæltu lolrhlj: lengi, uppgómmælt á undan upp- gcnimæltu: langa). Framgóm- mælt önghljóð er ritað hj eoa j (þó é í stað ffl.mbandsinfi je), en uppgcmma lt venjulega g eða k (á undan s eða t, t.d.: valcti. vigta). stundum hv (sunnlenzki frambmðurinn á hv, ekki liinn á >:v), og au.lt þess er fyrra hljóðið í x (vaxa, kex o. s, íuv.) alltcf upn-'rnmæ’t önghljóð. Hljóð það sem við táknurv venjulega með h, er sérstakr ar tegundar verðnr ekli farið út í þá sA’ma hér, hekl- ur staðar n.umifv nú. Síðar verður ef til vi'.'J rætt ura rödduð hljóð og íiödduð, tf tiltækilegt þykir. SaumanámskeLS hefst 2. (febrúar i Máva- hl’ð 40. — Vænl.iniegir þátttakendur tah við mig sem fyrst. Brynhildur IngYársdÓttír. Trúlofunarhringir. Steinhringir, Má’sraen 14 og 18 kt. gull. Vétgg&ltfSH Friálsí]próUameri:iL Armanns Áríðandi æfing verður í dr.g (laugardag) kl. 3,45 í iþrótta- húsi Háskólans. — Allir þeir, sem æft hafa hjá félaginu, eru vinsamlegí. beðnir að mætn. Benedikt Jakobsson, þjálfa. i. Stjórnin.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.