Þjóðviljinn - 25.02.1959, Page 6

Þjóðviljinn - 25.02.1959, Page 6
6) — ÞJÓÐVILJINN — Miðvikudagur 25. febrúar 1959 10Ð1HLJIHN u íKcfandi: ^iamolnlnKarfiokkur aiþýöu — Bósiaiisiaflokkurlnu. - RitstJOrai Mi.'-'ims Kjartansson, Sigurður Ouðmundsson (áb.). - Fréttaritstjórl: Jón fiJamason. — E’aðamenn Ásmundur SlgurJónsson, Guðmundur Vigfússon v.ar í- Jónsson. Magnús Torfl Ölafsson, SigurJón Jóhannsson, Sigurður V FriðbJófsson. áiiKlýRingastJóri: Ouðgelr Magnússon. — RltotJóm. af- au.glv<iine- nrpnrsml'S’a: SkólavörðustÍK 19. Síml: 17-500 (0 Unur. — Askriftarverð kr. 30 á mánuði - Lausasöluverð kr. 2.00. PrentsmiðJa ÞjóðvllJans. Svik Alþýðuflokksins og Fram- sóknarflokksins í hemáms- málum 90 marz 1956 var samþykkt tillaga á Alþmgj um cndurskoðun hernámssamnings- ins og brottför hersins, Þessi tihaga var flutt af þingmönn- um Alþýðuflokksins og Fram- sóknarflokksins og mikill meirihluti þingmanna greiddi henni .atkvæði — íhaldsþing- mennirnir einir voru á móti. í almennum alþingiskosning- um nokkrum mánuðum síðar höfðu frambjóðendur Alþýðu- flokksins og Framsóknarflokks- ins þessa tillögu í miklum há- vegum; þeir kváðust hafa markað stefnuna í hernámsmál- unum og skoruðu á þjóðina að veita sér brautargengi til þess að ályktuhin yrði framkvæmd á hæsta kjört.ímabili. Að af- loknum kosnjngum var svo mynduð ríkisstjórn með aðild þessara tveggja flokka og í stefnuyfirlýsingu stjórnarinn- ar var iögð á það áherz’a að rú ætti að framkvæma sfefnu Alþýðu flekksins og Framsókn- arflokksins í hernámsmálum, ályktunina frá 28. marz um brottför hersins. Var fram- kvæmd málsins faiin einum helzta forustumanni Alþýðu- flokksins, Guðmundi f. Guð- mundssyni sem gerður var ut- anríkisráðherra, þannig að .stefna og framkvæmd áttu að geta fylgzt að á ákjósanlegasta hátt. - Ivví þarf ekki að lýsa hvernig *• þessir tveir fíokkar hafa svikjð stefnu sína, gersamlega og herfilega. Ályktunin frá 28. marz 1956 hefur reynzt mark- laust pappírsplagg, loforðin úr kosningabaráttunni 1956 hafa reynzt blekkingar einar, fyrir- heitið í stjórnaryfirlýsingunni hefur reynzt fölsun. Atkvæði þau sem þessir flokkar fengu í seinustu kosningum, vegna þess að kjósendur treystu því s.S þeir myndu framkvæma há- tíðleg loforð sín um brottför hersins, • hafa í staðinn verið notuð tj.) að tryggja áfram- haldandi setu er’endra stríðs- manna í • herstöðvunum hér á landi. Þes.sif flokkar hafa þann- ig sviki.ð kjósendur sína í tryggðum. mi.snotað á siðlaus- asta hátt traust það sem þeim áskotnaðístT á vettvangi stjórn- málannaí: hafa beir framið verknað vsem f'okkaður er til refsiverðrá áfbrota á öðrum sviðum þjéð'ífsins. Qlík tíðindi gerast því miður ^ oft hjá flokkum sem mest flíka ást sinni á. lýðræði. En þá á það að vera verkefni kjós- enda að kveða upp dóm og á- kvarða refsingu í næstu al- mennum kosningum. í kosning- unum í sumar verða ráðamenn Alþýðuflokksins og Framsókn- arf’okksins að gera kjósendum grejn fyrir því hvers vegna þeir hafa gersamlega svikið á- lyktunina sem þeir fluttu og' fengu samþyk-kta og þeim var falið að framkvæma. f^au rök sem valdamenn " Framsóknarflokksjns og Al- þýðuflokksins kunna að vilja nota til að afsaka svik sín hafa ekki enn séð dagsins Ijós. Enginn af forráðamönnum þess- ara flokka hefur gert minnstu tilraun til þess að reyna að sýna fram á að það sem var heilagur sannleikur fyrrihluta árs 1956 líafi verið svartasta lygi síðan. Þótt leitáð sé með gát í Alþýðublaðinu og Tíman- um er þar ekki að finna eina einustu grein þar sem reynt sé með rökum að verja og rétt- læta heeðun þessara tveggja flokka. Á pappírnum og í oi-ði stendur sú stefna þeirra óhögg- uð að það beri að endurskoða hemámssamninginn og víkja hemum úr landi! Þeir hafa ekki enn tekið aftur — í orði — neitt af því sem þeir sögðu á Alþingi fyrir tæpum þremur árum eða af því sem þeir sögðu við kjósendur um hemámsmál- in nokkrum mánuðum síðar. En þeir hafa tekið það allt sam- an aftur í verki. Slíka framkomu mega íslenzk- ir kjósendur ekki þola ef iýðræði á að verða annað og meira en orðið tómt. Það get- ur að sjálfsögðu komið fyrir að stjómmálaieiðtogar skipti um skoðun, en - þejm ber þá skylda til að gera fuíla grein fyrir skoðanaskjptum sínum og ástæðunum fyrir þeim. En svíki stjórnmálameiin stefnu sína, án þess að geta gert nokkra grein fyrir sinnaskipt- um sínum, er sú ályktun óhjá- kvæmjleg að þeir hafi vitandi vits verið að blekkja kjósend- ur. Slíkar vísvitandi blekking- ar fara nú mjög í vöxt hér á landi, þótt saga hemámsmál- anna sé alvarlegasta dæmið, en ef kjóséndur una þeim er allri heilbrigðri stjómmálaþró- un heett. - Tvennir tónleikar Tónleikar Sinfóníuhljómsveit- festu það, sem virzt hafði af arinnar þriðjudaginn 17. flutningi hans á píanókonsertr febrúar hófust á einu af inum, að meginkostir hans merkustu tónverkum Mendels- sem tónleikara eru karlmann- sohns, „Skozku sinfóníunni", leg festa, kraftur og tilþrif, sem svo er nefnd. Með þessu fremur en fín’eiki og skáld- hafa hljómsveitin og forráða- leg innsýn. Þetta kom sér- menn hennar viljað heiðra staklega greinilega fram í minningu tónskáldsins, eem Paganini-tilbrigðunum eftir átti einmitt hálfrar annarrar Brahms og As-dúr sónötu aldar afmæli snemma í þess- Beethovens (op. 110), en bæði um mánuði. Hljómsveitin und- þessi verk lék hann með ágæt- ir stjórn Róberts. Ottóssonar um, svo og „Chaconne“ eftir fór svo vel með sinfóníuna Handel, sem var fyrst á efn- sem vænta mátti. Hið sama isskrá. er að segja um síðara hljóm- sveitarverkið á efnisskránni, ur verk eftir þrjú bandarísk „Akaidemískan hátíðarforleik ‘ nútímatónskáld. Þar voru eftir Brahms, en honum fyrst ;)Tilbrigði“ eftir Cop- stjórnaði Róbert mjög í anda land, mestmegnis hávaði. I meistarans, enda er hann annan stað var þar „Sónata honum manna handgengnast- nr. p ; G-dúr“ eftir Harold ur- Samuel Shápero, verk sem Þriðja atriði tónleikanna gaman var að fá að heyra var það, að frægur bandarísk- og bendir til þess, að höfund-^ ur píanóleikari Frank Glazer, urinn muni kunna talsvert flutti hinn mikla B-dúr kon- fyrir sér. (Shapero er tæp- sert eftir Brahms með að- lega fertugur að aldri, fædd- stoð hljómsveitarinnar. Þessi nr árið 1920, að því er segir píanóleikari hefur yfir að ráða í nýlegri alfræðibók um tón- ágætri tæknikunnáttu, óbil- list). I þrið.ia lagi voru svo andi öryggi og feykimiklum þrjár prelúdíur eftir George þrótti, og leysti hann hið Gershwin, þennan einkennilega vandasama hlutverk sitt af fulltrúa hálfgi'dings-slagara- hendi með miklum ágætum. tónbstar, sem stundum gat Tónleikar þeir sem Glazer látið sér detta í hug svo Frank Glazer af þessum þrem prelíidíum, Glazer fór þarna með nokk- sem se ^ ') Efnisskránni lauk með þrem lögum eftir Chopin, en þar við bætti svo píanóleikarinn tveim aukalögum eftir sama tónskáld. Öll voru lög þessi ágætavel leikin, og mun eigi fjarri sanni, að í þessum þætti tónleikanna hafi Glazer tekizt bezt. B.F. hélt fáum dögum síðar á veg- um Tónlistarfélagsips, stað- snjalla og jafnvel fallega hluti, eins og til dæmis eina Kísilleirnámaii í hin stærsta í Evrópu ývatni Að dómi þýzkra sérfræðinga er kísilleirnáman í Mý- vatni hin stærsta í Evrópu. Á s.l. ári bauð ríkisstjóm Vestur-Þýzkalands aðstoð við rannsókn á náttúruauðæfum Islands, var hún þegin. Um ár- angur segir svo í frétt frá Rannsóknarráði ríkisins: Aðstoðinni var einkum var- ið til rannsókna á perlusteini (biksteini) í Loðmundarfirði og kísilleir á botni Mývatns og umhverfis Laxá í Aða’dal. Einnig voru rannsakaðar leir- tegundir ýmsar í Önundarfirði og brúnkol í Súgandafirði. Að rannsóknum starfaði þýzkur ríkisjarðfræðingur, pró- fessor Konrad Richter. Hann dvaldi hér um sjö vikna skeið ásamt aðstoðarmanni. Einnig kom hingað til lands þýzkur sérfræðingur í vinnslu kísilleirs, verkfræðingurinn Heinz Trenne. Rannsóknarráð ríkisins annaðist rannsóknimar fyrir hönd ís- lenzkra stjórnarvalda og störf- uðu þeir Tómas Tryggvason, jarðfræðingur og Baldur Lín- dal, verkfræðingur, með þýzku sérfræðingunum. Nú hefur borizt fynsta greinargerð frá hinum þýzku sérfræðingum. Af ýmsu athygl- isverðu, sem þar kemur fram, má nefna þá niðurstöður þeirra, að kísilleirnáman í Mývatni sé sú stærsta í Evrópu og leirinn góður. Þó of snemmt sé að full- yrða nokkuð um framleiðslu- kostnað og sölumöguleika, telja þeir sjálfsagt, að slíkt sé kann- að til hlítar. Einnig lízt þeim allvel á leirinn í Aðalidal, en náman er minni og leirinn ekki góður. Sömuleiðis hefur rann- sókn leitt í ljós, að í Loðmund- arfirði er töluvert meira magn af perlusteini en áður var álit- ið'. Vilmondur verður landlæknir allt þetta ár Svo sem skýrt hefur verið frá hefur forseti Islands veitt Vilmundi Jónssyni, landlækni, lausn frá embætti frá 1. jan- úar 1960 og skipað dr. Sigurð Sigurðsson, berklayfiriækni og sjúkramálastjóra, í embættið frá sama tíma. Á s. 1. hausti var landlæknis- embættið augiýst laust til um- sóknar samkvæmt tillögu Vil- mundar Jónssonar, með hlið- sjón af því að hann verður 70 ára á komandi vori. ÓskaðL landlæknir þess að sér yrði veitt lausn frá 1. júní n. k. Samkvæmt tilmælum ráðu- neytisins og í samráði við eftirmann sinn féllst Vilmund- ur Jónsson á að sitja í embætti til loka þessa árs. Lætur stjórn S.R. viðgangast að íslenzkir sjómenn séu reknir vegna útlendra? -"N Alþýðublaðið segir frá því í gær að tveir íslendingar hafi verið reknir af togaran- um Marz til þess að koma Færeyingum í skipsrúmin og fer hörðum orðum um út- gerðina af því tilefni. En hér er ekki við útgerðina eina að sakast, sem betur fer eru útgerðaimenn ekki einráðir á þessu sviði. Sjó- mannafé’ögunum á hverjum stað ber réttur og skylda til að fylgjast með ráðningu út- lendinga í störf. Séu mála- vextir í sambandi við Marz þeir sem Alþýðublaðið herm- ir ber stjórn Sjómannafélags Reykjavíkur þegar í stað að taka í taumana og tryggja rétt íslenzku sjómannanna. Ætti ritstjóm Alþýðublaðs- ins þegar í stað að snúa sér til skrifstofu Sjómannafélags Reykjavíkur ut af þessu máli — það er ekki langt að fara! Jafnframt ætti Alþýðu- blaðið að snua sér tíl ríkis- stjórnar Alþýðuflokksins. Það er hún sem veitir hin- um erlendu sjómönnum at-' vinnuleyfi, og hún lét við- gangast að hingað kæmu tvö- falt fleiri Færeyingar en út- gerðarmenn töidu sig þurfa. Ríkisstjórnin ýtti meira að segja sérstaklega undir þenn- an innflutning með því ,að beita sér fyrir því að fær- eyskir sjómenn fengju efna- hagsleg fríðindi fram yfir ís- lenzka; þannig mun hún hafa samið um það að þeir þyrftu engin útsvör að greiða og að- eins hálfan tekjuskatt. Bitni þessi stefna á islenzkum sjó- mönnum, þannig að þeir séu reknir úr störfum, ætti Al- þýðublaðið sannarlega að tala við ýfirboðara sína.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.