Þjóðviljinn - 11.04.1959, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 11.04.1959, Blaðsíða 3
Laugardagur 11. apríl 1959 ÞJÓÐVILJINN -- (O F jölgun þingmanna í þétlbýl- ustu héruðum landsins Samkvæmt frumvarpinu uin kjördæmabreytínguna íjölgar Jiingmönpum um 8, og kemur aukningiu á jþéttbýlustu svæði landsins, þannig: Þingmönnum Eeykvíkingja fjöl.gar um 4, úr 8 ií 12. t Reykjaneskjördæmi (með Hafnarfirði) fjölgar um 3 þingmenn, úr 2 í 5. í Norðausturlandskjördæmi (með Akureyri) fjölgar iran 1 þingmann, úr 5 í 6. í Vesturlandskjördæmi (með Akranesi) fjölgar um 1 þingmann, úr 4 í 5. Þannig fjölgar kjördæmakosnum þingmönnum á þess- iom þéttbýlustu svæðum um 9; liins vegar fækkar um eínn í Austurlandskjördæminu, og er það Seyðisfjarð- arþingmaðurinn. 3 kviknpir m byggingartækni sýndar í dag kl. 2 e. h. í Nýja biói Ráðstöfunarréttur Frámhald af 1. síðu. agt mál að lofa þeim að sitja, að þessir flokkar voru reiðu- búnir til að fórna sjálfu rétt- læjtismálinu ifyrir það. Hins vegar var samið um það í gær að valdsvið ríkisstjórnarinnar yrði takmarkað á eftirfarandi hátt: 1. Erlendu fé, sem kann að verða tekið að láni verði ráð- stafað af Alþingi sjálfu en ekki ríkisstjórninni, að því leyti sem lánið rennur ekki til al- mennra lánastofnana. Ástæðan til þessa ákvæðis er sú að rík- isstjórnin mun hafa ákveðið að taka 155 millj. kr. lán í Banda- ríkjunum og hagnýta það í kosningabaráttunni! 2. Ríkisstjórnin er svipt valdi til þess að geta ráðið yfir störf- um Innflutningsskrifstofunnar varðandi úthlutun á fjárfesting- arleyfum, báta- og skipaleyfum og bílaleyfum. Eþis og kunnugt er sitja fjórir menn í stjórn Innflutningsskrifstofunnar, einn frá hverjum flokki, en hver Byggingartækniráð IMSÍ mun halda kvikmyndasýn- ing'u í dag, laugardag 11. apríl kl. 2 í Nýja bíó. Sýnd- ar ver'ð'a þrjár kvikmyndir artækni. Pyrsta myndin er tekin í Ráðstjórnarríkjunum og skýrir ýmsar nýjungar í byggingar- tadkni, svo sem frostspennta steinsteypu, fjöldaframleiðslu byggingareininga, kaðalsteypu, hringspenntar einingar og byggingu stórra og smárra liúsa, verksmiðja, orkuvera og annarra mannvirkja úr eining- um. Önnur myndin er frá bygg- ingarframkvæmdum við Mile- stedet í Kaupmannahöfn, en þar var reist bæjarhverfi fyrir 10 þús. íbúa. Byggingarnar voru reistar úr einingum, sem framleiddar voru á staðnum. Þriðja myndin er frá Vi- borg á Jótlandi, en þar voru byggðar 564 íbúðir, flestar í þriggja hæða húsum með 12 íbúðum. Tilgangurínn með þessari sýningu er að kynna bygg- ingartækni og gefa mönnum, einkum þeim sem við bygg- ingar fást, tækifæri til að kynnast byggingaraðferðum þeim, sem hafa rutt sér til um nýjungar í byg'ging- rúms í Evrópu eftir stríð, en í byggingariðnaðinum hafa orð- ið stórstígar framfarir á til- tölulega stuttum tíma. Ný tækni hefur rutt sér til rúms. Byggingamar eru teikn- aðar eftir mátakerfi. Húsinu er skipt niður í einingar, sem eru framleiddar við hagstæð skilyrði og settar saman á byggingarstað. Á vegum Byggingartækni- ráðs og Iðnaðarmálastofnunar hefur verið unnið að stöðlun í byggingariðnaði, en máta'kerfi er gmndvöllur fyrir stöðlun á stærð byggingareininga. Myndir þessar skýra í ein- stökum atriðum, hvernig ein- ingar em framleiddar í smá- um eða stórum stíl og reist stór og smá hús. Öllum fullorðnum er heim- ill ókeypis aðgangur meðan húsrúm leyfir. Sýningargestir fá prentaðar efnisskýringar, en auk þess verður sovézlka myndin að líkindum skýrð jafnóðum. Karl Kvaran opnar sýningu í bogasal Þjóðminjasafnsins Á sýningunni eru 23 málverk, sem lista- maðurinn heíur málað á 2 síðustu árum í dag kl. 2 e. h. opnar Karl Kvaran listmálari sýn- ingu í bogasal Þjóöminjasafnsins. Veröur sýningin op- in næsta hálfan jnánuö'. . , . þeirra hefur rétt til að áfrýja til ríkisstjórnarinnar ef ágrein- ingur verður og hefur hún þá úr- slitavald. Með því móti hefði Alþýðuflokkurinn getað öllu ráð- ið, en hann hefur nú verið svipt- ur því valdi. 3. Atvinnubótafé, fjárframlög- um til flugvallagerða og hinum sérstaka benzínskatti til vega og brúagerða verði ýmist út- hlutað af Alþingi eða þingkjör- inni nefnd en ekki af ríkis- stjórninni. Er hér um að ræða um 30 millj. kr. sem ríkisstjórn- ir hafa út.hlutað til þessa, en það vald verður sem sagt tek- ið af núverandi st.iórn. Mikið hefur verið spaugað um þessar sérstöku ráðstafanir með- Að lokinni frumsýningu Þjóðleikhússing á leikriti Eugene O’NeilI „Húnlar hægi) að kveldi“ í .gærkvöid var minnzt 40 ára leikafmælis Arndisar Björnsdóttur. Var liún ákaft hyllt af leikgestum, sem voru eins margir og iiúsið frekast rúmaði. Á myndinni sést Amdís ásamt Val Gíslasyni, en þau leika tvö af aðalhlutverkunum í leikriti O’Neills. 200. ártíðar G. F H’ándels minnzt á tónleikum Sinfóníusveitarinnar Páll Pampichler stiómandi á ténleikum í Þjóðleikhúsinu á þriðjudagskvöldið Sinfóníuhljómsveit íslands heldur næstu tónleika sína í Þjóöleikhúsinu n. k. þriöjudagskvöld kl. 8.30. Stjórn- andi veröur Páll Pampichler, en einleikari á hnéfiölu Klaus-Peter Doberitz. al þinemanna undanfarna daga, og hafa þeir sagt að með þeim væri verið að vana Alþýðu- flokksstjórnina Er því ekki að leyna að ráðamenn Albýðu- f’okksins kveinkuðu sér allmjög meðan á aðgerðinni stóð; hins vegar voru þeir eins og vænta mátti reiðuþúnir til þess að láta allt yfir sig ganga til þess að fá að sitja áfram í ráðherrastól- unum. I tilefni þess að rétt 200 ár eru liðin á þriðjudaginn frá andláti Georgs Friedrichs Hándels leikur hljómsveitin á tónleikunum þá um kvöldið Introduktion og Rigaudon eft- ir tónskáldið, hijómsveitar- verk sem sir Hamilton Harty hljómsveitarstjóri hefur útsett. Annað verkið á efnisskránni er konsert í B-dúr fyrir selló og hljómsveit eftir Boccher- ini, en síðan verða flutt tvo samtímaverk, sem ekki hafa verið leikin á opinberum tón- leikum hér áður: Sinfóníetta fyrir kammerhljómsveit eftir Benjamin Britten, víðfrægasta tónskáld Breta í dag, og Svíta fju'ir hljómsveit op. 20 eftir austurriska tónskáldið Artur Michl. Stjórnanda Sinfóníuhljóm- sveitarinnar á þriðjudagskvöld- ið, Pál Pampichler, þarf vart að kynna lesendum. Hann fluttist hingað til lands frá Graz í Austurríki fyrir rúmum 9 árum og tók þá þegar við stjórn Lúðrasveitar Reykjavík- ur, sem liann stjórnar enn. Páll hefur leikið í Sinfóníu- j liljómsveit Islands frá upp- I hafi og stjórnað þrennum tón- ■ leikum hennar hér í Reykja- vík og f jölmörgum úti á landi. j Klaus-Peter Doberitz, sem leikur á ei íleikshljóðfærið á þriðjudagstónlei'kunum, er ung- ur þýzkur sellóleikari sem starfað hefur i Sinfóníuhljóm- McrkJasQÍliiidsigur ijdsmæðra sveitinni í vetur. 1 gær var fréttamönnum boð- ið að skoða sýninguna, en hún verður opnuð almenningi kl. 2 e. h. 'í dag. Á sýningunni eru 23 olíumálverk sem listamaður- inn sagðist hafa málað á tveim. ur síðustu árum. Hafa aðeins tvær myndanna áður verið til sýnis opinberlega. Þetta er fjórða sjálfstæða málverkasýning Karls, en auk þess hefur hann tekið þátt í samsýningum með öðrum lista- mönnum, bæði hér heima og erlendis. Má m. a. geta þess, að hann er einn þeirra lista- manna, sem myndir eiga á sýningunni, sem opnuð verður í Sovétríkjunum í vor. Tvö eða þrjú ár eru síðan Karl hélt málverkasýningu síð- ast og sagðist hann telja, að á þeim tíma hefði list sín tek- ið nokkrum breytingum. En um það atriði er listdómar- anna að dæma en ekki ó- fróðra fréttamanna. Sýning Karls verður opin næsta hálfan mánuð kl. 1—10 e. h. daglega. Félagskonur í Ljósmæðrafélagi söiuna á Þjóðviljanum hefur borizt eftirfarandi ávarp frá Ljós- mæðrafélagi Reykjavikur: „Góðir Revkvíkingar. Hinn árlegi merkjasöludagur Ljósmæðrafélags Reykjavíkur er á morgun, Sunnudaginn 12. apríl. Nú verja stórveldin offjár til að hræða allt mannkynið, en kærleikurinn er það stærsta sem lieimurinn á, og vonandi Reykjavíkur undirbúa merkj,a- morgun. verður jafn mikið kapphlaup um að gera góðverk til að gera lífið betra og farsælla fyrir alla. Leyfið börnunum að selja merki, sem verða aflient í öll- um bamaskólunum frá kl. 9 árdegis. Með fyrirfram þökk, Helga M. Níelsdóttir, Guðrún Hall- dórsdóttir, Sigríður Jónsdóttir, Margrét Larsen.” Ársþingi iðnrek- eoda lýkur í dag 1 dag, laugardag, lýkur árs- þingi Félags ísl. iðnrekenda. Síðasti fundurinn hefst á há- degi í Þjóðleikhússkjallaranum. Verður þar fjallað um rann- sóknar- og tæknimál, svo og almenn félagsmál. Þá mun dr. Jóhannes Nordal bankastjóri, flytja erindi.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.