Þjóðviljinn - 11.04.1959, Blaðsíða 11

Þjóðviljinn - 11.04.1959, Blaðsíða 11
E r n e s t K. G a n nj Loítpóstarnir 94. dagur. stundu. Colin vissi að þegar flughæfileikar hennar voru nær eyðilagðir af ísingu, gæti hann aldrei bjargað sér út úr spunahrapi. Eins og á stóð gat hann bjargað sér, ef hann fengi meiri kraft frá mótornum. En einnig það höfðu höfuðskepnurnar hindrað. Mótoraflið kom frá sprengingum lofts og benzíns í strokkunum. Það hafði myndazt þunn himna innan á loftsogrörinu sem lá að blöndungnum. Himnan varð að hring sem þrengdist smátt og smátt, þar til strokkarnir voru í þann veginn að stöðvast af loftleysi, og Colin var örvilnaður. Eina leiðin til að halda hraðanum var að lækka flugið, en sú leið var takmörkuð og var undir því komin hversu mikla hæð hann mátti missa. Hæðarmælirinn stóð nú á tvö þúsund íetum. Með því að lækka sig, tapaði hann enn meiri hæð. „Herra Harris! Þér verðið að gera mér greiða!“ „Já. Sjálfsagt!“ „Náið í póstpokana! Fleygið þeim fyrir borð!“ Harris varð undrandi á svipinn. „Núna?“ „Já! Núna! Undir eins! Öllum saman!“ Í fyrsta skipti vottaði fyrir áhyggjusvip á herra Harris. Höfuðið á honum hvarf niður í póstklefann. Svo fleygði hann pokunum fyrir borð hverjum á eftir öðrum .... Þegar hann var búinn leit hann á Colin. Hann spurði ekki hvort eitthvað væri að og Colin líkaði það vel. Hann sat bara sviplaus og horfði á gráan, rakan heiminn umhverfis sig. Iiann sneri sér aftur að Colin og augna- ráð hans var hjálparvana eins og manns sem veit að hann á líf sitt undir öðrum. Colin tókst að brosa og veifa hendinni. Hann benti niður fyrir sig. „Newark! Þeir heyrðu í okkur rétt í þessu!“ Jafnvel eftir að búið var að fleygja póstinum útbyrð- is, titraði og valt Pitcairnvélin. Colin teygði hendina ó- sjálfrátt eftir fallhlífarólunum, en svo mundi hann eftir herra Harris og lagði þær frá sér aftur. Roland sneri sér rösklega frá glugganum. „Segðu honum að hann sé — heyrðu, leyfðu mér að tala við hann!“ Hann tók mikrófóninn af Óla og gekk aftur að glugganum. „Mac Donald tvö frá Mac Donald eitt. Þú varst rétt í þessu að fara yfir flugvöllinn. Haltu stefnunni í eina mínútu, snúðu svo við .... og ég skal tala við þig aftur. Skyggnið er betra í suðri .... svo sem míla. Við getum aðstoðað þig inn þá leiðina.“ Nú var ekkert hik á Roland. Ef Colin kom með athuga- semdir, gátu þeir átzt við þegar hann kæmi niður á jörðina. En það heyrðist ekkert svar við fyrirmælum hans. Hann hristi mikrófóninn. „Er þetta apparat í lagi?“ „Já,“ sagði Óli. „Heyrðirðu til mín, Mac Donald tvö?“ „Já .... Eg heyrði til þín. — Eg á í erfiðleikum. Miklum“. „Snúðu nú .... áður en þú ert kominn of langt!“ „Eg get það ekki .... mótorkrafturinn dvínar svo ört. ísing.“ „Láttu mótorinn kveikja of fljött .... Þá hreinsast inn- sogspípan.“ ! Þeir biðu við gluggann. Svo heyrðu þeir jafna, daufa mótorskelli í austurátt. Roland bældi niður löngun sína til að kalla aftur; hann vissi að Colin hlaut að vera önn- um kafinn. Hann hélt áfram að horfa upp í loftið. Hann þurfti ekki að líta við. Hann fann arminn á hjólastól Tads við fótinn á sér. Svo heyrðist rödd Colins aftur. „Mac Donald tvö til Newark .... Það bætti dálítið úr skák. En það endist ekk-1 ert ....“ Það voru truflanir, svo að orð hans heyrðust ekki .... „fimmtán hundruð og ætla að reyna að snúa! við ...“ Röddin kafnaði aftur í truflunum. „Segðu honum að stökkva út,“ sagði Gafferty. „Segðu honum að ég hafi sagt það.“ „Hann —“ Roland fór að segja frá farþeganum.1'' En þetta var bróðir hans. Hann horfði á Tad og velti fyrir sér hvort hann vissi það. Hann hlaut að hafa heyrt þá tala saman. Andlitið á Tad var sviplaust, en Roland vissi að hann var að hugsa. Bróðir og ókunnugur maður — og Gafferty fengi ekki að vita það fyrr en um seinan. Það var um líf Colins að tefla, og hann átti skilið að lifa — og farþeginn var óþekkt persóna. „Mac Donald tvö frá Newark. Gafferty skipar þér að stöldkva út.“ Laugardagur 11. april 1959 — ÞJÓÐVILJINN — (11 Þá gat hann sjálfur tekið ákvörðun — hann var búinn að heyra tillöguna. Colin savraði strax. „Uhu. Ekkert teningskast. Herra Harris þætti það óvið- kunnanlegt!“ Rödd hans var einbeitt og glaðleg. Nú vottaði aftur fyrir gleði í henni — og Roland og Tad urðu gagnteknir hlýju og hreykni og brostu hvor til annars og hristu höfuðin. Gafferty horfði á þá og skildi þetta. „Nú sný ég .... verið viðbúnir piltar!“ Hæðarmælirinn sýndi ellefu hundruð fet. Colin gat haldið mótörnum í gangi með sæmilegum krafti með því að láta hann kveikja of fljótt .hvað eftir annað. En til þess varð hann að drepa andartak ð vélinni og við það missti hann í hvert sinn hundrað fet til viðbótar. Hann hafði ekki mikið af'lögu. Sérhver snarnnr snúningur með ís á vængjunum er hættulemn- — bvður heim spuna- hrapi. Hann varð að beygja hænt o^ lækka flugið dálítið um leið til að auka hraðann. Og svo beint að flugvell- inum og lenda vélinni. „Mac Donald tvö til Newark. H'"'”";” veðrið?“ „Það birtir dálítið .... kannski þrjú bn^^ruð .... þéttur j skafrenningur.“ Þrjú hundruð. Þá var ekki mikið .bað var skorsteinn sem var hærri rétt fyrir '•’lugvöll- inn. Hann hitti á rifu og flaug út í pVV1 meðm hann náði beygjunni, en það kostaði hann fjö^ur hundruð fet. Fjögur hundruð frá ellefu hundruð og hundrað í viðbót, þegar hann lét mótorinn kveikja of fljótt, og þá voru sex hundruð eftir — með þessa riðandi, skjálfandi, stjórnlausu flugvél. „Hlustið þið vel, piltar .... Eg stefni í áttina til ykkar ....frá suðaustri. Hóið í mig þegar ég er yfir ykkur ....“ Fimrn hundruð. Fjögur hundruð. Enn meiri ísing. Þeir biðu og þorðu varla að draga andann. Síminn hringdi og Gafferty tók hann í skyndi af króknum. Þeir biðu eilífðartíma — og enn heyrðist ekkert hljóð. Gaff- erty beit oddinn af vindli og staklc honum svo aftur í vasann. Laus blikkplata á skýlisþakinu glamraði í vind- inum. Einhver skellti hurð. Þeir biðu í tvær mínútur og eina óendanlega mínútu í viðbót. Roland lokaði augun- um til að heyra betur, en eyra hans greindi ekki annað hljóð en vindinn og skafrenninginn sem barði þilið. Þeg- ar liðnar voru fjórar mínútur voru þeir orðnir frá sér af ótta. Tad var kominn með tárin í augun. Hann riðaði til og frá í stólnum. Svo gat hann ekki lengur ráðið við skelf- inguna. „Spyrðu hann!“ hrópaði hann. „í guðs bænum! Spyrðu hann!“ Roland bar mikrófóninn upp að munninum og talaði hægt. „Mac Donald tvö frá Mac Donald eitt. Þú hlýtur að hafa sveigt af leið. Við höfum ekki heyrt til þín ....“ Ekkert heyrðist nema brestir. Roland rétti Óla mikró- fóninn. „Hérna. Taktu við honum. Kallaðu í sífellu .... Eg fer út fyrir til að heyra betur.“ Á leiðinni út klappaði hann Tad á öxlina, án þess að vita að hann gerði það. Hann stóð lengi berhöfðaður úti í snjónum og skimaði i og hlustaði í allar áttir. Hendur hans héngu máttlausar I HEIMIilSÞATTUR™ aMifl Burstið þurra teppið úr snjó Þegar við höfum srijó við höndina er ekki úr vegi að sýna hagsýni og nota hann til að lífga upp á teppin okkár. Teppi í upphituðum stofum eru nefni- lega oftast nær of þurr og ullin verður ekki eins teygjanleg. Ef Til liggur leiðin safnað er saman nýföllnum snjó í fötu og teppið burstað vel úr honum, er ótrúlegt hvað það fríkkar. Ekki þarf að ótt- ast að teppið verði of blautt, því að full fata af snjó, getur jðulega • rúmazt í bolla þegar hann bráðnar. Víða prjónapeysan Víðar og lausar prjónapeysur eru í mikum metum um þessar mundir. Þær hafa tekið við af lopapeysunum gömlu. Þær eiga helzt að vera €ins losaralegar og unnt er hjá ungu stúlkunum, og peysan á myndinni er ein- kennandi fyrir þær. Hún er hand- prjónuð og með perluprjóni og nær vel niður á mjaðmimar. Vandlát húsmóðir notar ROYAL lyítiduít. Ný sending ódýr amerísk uiidirpils. Einnig svissnesk dömu- náttföt. (WHqjtmjpm & ShlMAUICifcKB - RIMSINS ¥7 • tiS j a vestur um land í hringferð hinn 16. þ. m. Tekið á móti flutn- ingi til Patreksfjarðar, Bíldu- dals, Þingeyrar, Flateyrar, Súg- andafjarðar, ísafjarðar, Siglu- fjarðar, Akureyrar, Húsavík- ur, Kópaskers, Raufarhafnar og Þórshafnar, árdegis í dag og á mánudag. Farseðlar seldir á þriðjudag. Lótusbúðin 1 dag er tízkan Teddy- klæði. Hafnarfirði.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.