Þjóðviljinn - 22.05.1959, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 22.05.1959, Blaðsíða 6
! ÉO —• I>JÓB(VILJINN Föstudagur 22j. :maí 1959 iloíí '&,• þJÓÐVILIINN Útgefandl: Sameiningarflokkur alþýðu — Sósíallstaflokkurlnn. — Rltstjórar: Magnús KJartansson (áb.), Sigurður Ouðmundsson. — FréttarltstJörl: Jón Bjarnason. — Blaðamenn: Ásmundur Sigurjónsson, Eysteinn Þorvalasson, Ouðmundur Vlgfússon,, ívar H. Jónsson, Magnus Torfi Ólafsson, Sigurður V. Friðbjófsson. — Auglýsingastjóri: Ouðgeir Magnússon. — Rltstjóm, af- *relðsla, auglýsingar, prentsmiðja: Skólavörðustíg 19. — Sími 17-500 (5 llnur). — Áskriftarverð kr. 30 á mánuði. — Lausasöluverð kr. 2. Framsóknarréttlæti og kosningar T>ægslagangur Framsóknar- flokksins um k jördæma- málið í allan vetur hefur mið- að að því að hræða fólk og blekkja það. Blaðakosti Fram- sóknar hefur öllum verið beitt til forheimskunar lesendum, skrifin miðast að því fyrst og fremst að rugla dómgreind þeirra, segja þeim að kjör- dæmabreytingin sé eitthvað allt annað en hún er, vekja ótta við hana, æsa menn til mctstöðu. En fyrir löngu er orðið íjóst að hávaðinn er aðalatriði í bægslagangi Fram- sóknarflokksins og blaða hans. Menn tóku til þess eftir útvarpsumræðurnar frá Al- þiingi, bæði eftir fyrstu um- ræðu stjórnarskrárfrumvarps- ins og eins eftir eldhúsdags- umræðurnar, hve fátækir fulltrúar Framsóknar eru að rökum í kjördæmamálinu. Þar er sami tilfinningavaðallinn hespaður af í ræðu eftir ræðu, sömu vígorðin og flennt hafa verið yfir síður Tímans ur.d- anfarna mánuði, og hver sem um þau vígorð hugsar íinnur hve undarlega lítill ve'gur ér í þeim. Þau eru vesæl vörn fyrir sérhagsmuni Framsóknarflokksins, vörn fyr:r það ástand að Fram- sóknarflokkurinn geti fengið 17 alþingismenn út á 12 þús- und atkvæði eins og gerðist í kosningunum 1956, en í þeim sömu kosningum fékk Alþýðu- bar.dalagið 8 þingmenn út á 15 þúsund atkvæði. Það er þess konar réttlæti sem Fram- sóknarflokkurinn er að reyna að verja með bægslagangi sín- um og vígorðum. Og þegar hann svo lýsir stefnu sinni í kjördæmamálinu þá er hon- um þetta réttlæti ekki nóg, héldur er það stefna Fram- sókT'arflokksins að koma hér á slíkri kjördæmaskipan að í síðustu kosningum hefðu at- kvæði Alþýðubandalagsins fallið niður án áhrifa á skip- an Alþingis nema í tveimur kjördæmum, Reykjavík og Suður-Múlasýslu. Ef stefna Framsóknarmanna í kjör- dæraamálinu hefði þá verið orðin lög á íslandi, hefði Al- þýðubandalagið fengið alls brjá þingmenn út á 15.000 at- kvæði! Þannig er réttlæti Framsóknarflokksins gagn- vart kjósendum Alþýðubánda- lagsins í strjálbýlinu. 17’ramsóknarþingmaður lýsti nýlega á Alþingi því fyr- irbrigði í íslenzkum stjórn- málum sem hann nefndi „dauðahræðsla Alþýðuflokks- jn.s“. Einmitt Framsóknar- menn þekkja vel það fyrir- bæri, og notuðu sér það ó- spart í undirbúningi kosning- anna 1956. Og svo gekk dauðahræðslan þá nærri Al- þýðuflokknum, að hann stöfn- aði hræðslubandalagið al- i’æmda til að bjarga: lífi sínu. Um leið var samið um það við Framsóknarflokkinn að þessir tveir flokkar skyldu miða allan undirbúning al- þingiskosninganna 1956 við það að reyna að nota svo á- galla og ranglæti gildandi kjördæmaskipunar að þessir tveir flokkar gætu hrifsað til sín meirihluta á Alþingi, enda þótt mikið vantaði á að meiri- hluti þjóðarinnar fylgdi þeim. Það munaði ekki miklu að þetta tilræði tækist, en kosn- ingasigur Alþýðubandalagsins afstýrði því. Vafasamt var talið að hræðslubandaiagið hefði haliiið sér innan ramma laganna og ætti löglega kosná landskjörna þingmenn sína. Þar skar þó úr, að full- trúi Sjálfstæðisflokksins í landskjörstjórn dæmdi kosn- ingu þeirra löglega og get- ur Morgúnblaðið snúið sér að honum i því máli. • Hitt var eðlileg afstaða Álþýðu- ■ bandalagsins þegar til þings kom að láta úrskurð íands- kjörstjórnar gilda í þetta sinn en lýsa jafnframt yfir að brýn nauðsyn væri að koma í veg fyrir slíka mis- notkun kjördæmaskipunar- irrnar framvegis með því að breyta lögunum. Við það hefur þingflokkur Alþýðubandalags- ins staðið, með aðild sinni að flutningi stjórnarskrár- frumvarpsins og samþýkkt þess. T^áttaka Alþýðuflokksins í hræðslubandalaginu er ljótur blettur á fortíð flokks- iiis í kjördæmamálinu. Og fjarri fer því að Sjálfstæðis- flokkurinn hafi þar hreina fortíð. Öllum er kunnugt að aðalforingjar flokksins hafa ekki einungis gælt við þá hug- mynd að nota sér út í æsar til flokkslegs ávinnings rang- læti núgildandi kjördæmaskip ■ unar, áróður þeirra að til- færsla 300—400 atkvæða nægði til að gefa Sjálfstæðis- flokknum algeran meirihluta á Alþingi er alkunnur. Og ekki síður sú staðreynd að Bjarni Benediktsson hefur lagt sig fram til að reyna að ná samkomulagi við aftur- haldið í Framsókn um þá afturhaldslausn á kjördæma- málinu að skipta öllu land- inij. upp i einmenningskjör- dæmi. Engiun þarf því að halda að hugsjónin um rétt- læti í kjördæmamálinu sé skíðlogandi í Sjálfstæðis- flokknum, fremur en Alþýðu-(, flokknum. TjMnn gætnásti þingmaður " Framsóknarflokksins ræddi einn síðasta dag þings- ins kosningahorfurnar nú í sumar, með tilliti til kjör- dæmamálsins. Hann hafði m.a. bént á óheilindi og tvískinn- ung Alþýðuflokksins bg Sjálf- stæðisflok'ksins í málinu. Og ályktun hans var sú, að af þeim þremur þingflokkum "sem Málverkasýning Gunnlaugs Schevings Síðastliðinn laugardag opn- aði Gunnlaugur Scheving mál- verkasýningu í Listamanna- skálanum. Því miður fáum við alltof sjáldan að sjá sýn- ingar hjá honum. Ég hefi fylgzt með öllum sýningum hans sem ég hefi átt kost á síðan hann sýndi hér fyrst. Árið 1943 skrifaði Emil Thoroddsen m.a. um hann: „Hann fann snemma þann stíl, er hæfði honum bezt og hefur list hans aðeins tekið hægfara breytingum síðan, en þó er það einkennandi fyrir þróunarskeið hans, og minn- ir á sögulega rökvisi, að á fyrstu námsárum sínum við akademíið í Kaupmannahöfn • verður hann mest snortinn af realistum eins og Corbet og Bastian-Lepage.“ Gunnlaugur var vandlátur og vandvirkur strax á sínum fyrstu starfsárum, eins og glöggt kom í ljós á fyrstu' sýningu hans. Þessi starfs- regla hans hefur gert honum kleift að vaxa með hverju ári. sýningu hans, hafa haft ó- slitinn þroskaferil allt fram á þennan dag. Hann hefur etað- ið af sér alla tízkustrauma og stefnur, haldið áfram á sinni braut uppávið, svo hvergi sést þar lægð eða þreytumerki á. Oft þegar ég hef verið á sýningu hjá honum hefur mér komið í hug skyldleiki hans í viðhorfi og efnisvali við fyrsta raunsæisstefnumálara Evrópu. Það var franski mál- arinn Millet, sem var í fullu starfi fyrir rétt 100 árum. Þeir hafa litið listina og lífið á mjög. svipaðan og jafn raún- sæjan hátt. Millet málaði nær eingöngu hinn stritandi mann, bóndann og landbúnaðarverka- fólk og ávallt við hagnýt störf. Skemmtanalif eða helgi- dagahald þess málaði hann alidrei. Eftirlætisviðfangsefni Gunn- laugs er líka, eins og sjá má hinn stritandi maður við störf sín. Hann er raunsæis- stefnumaður, en hann er ekki 'natúralistískur. Á fyrstu sýn- ingu hans birtist þetta raun- á sýninguna blasir við m&nni stórhugur og stærð lista- mannsins. Aldrei fyrr hefur nokkur íslenzkur málari sýnt svona margar stórar myndir á sýningu. Það er freistandi að skrifa ýtarlega um hverja mynd, en það yrði of langt mál. Sýningar Gunnlaugs hafa á. vallt komið á óvart, þrátt fyrir hina persónulegu stíl- festu. Því hjá honum hefur ávallt gætt vaxtar og aukins listþroska, sem ekki var gott að segja fyrir um. Hann hefur alltaf verið sterkur í mvndbyggingunni og minnist ég þess ekki að 'hafa nokkru sinni séð honum njis- takast á því sviði. Þó hefur hún tekið miklum breytingum engu síður en litameðferð hans, eins og sjá má á þess- ari sýningu, þar sem hin dekoratíva bygging myndflat- arins er allsráðandi. Litaskalinn er líka etærri en áður og þó sérstaklega lit- spennan; hún er meiri og fyllri en nokkru sinni fyrr. Þrátt fyrir þetta og eins hitt, að bygging margra myndanna er algerlega dekoratívs eðlis er mjög eftirtektarvert að sjá, að það gengur á engan hátt útyfir efniskennd litanna. Það hefur verið hans aðall öll hans starfsár að láta okk- ur finna efnisþyngd hlutanna í litum. Nú þegar hann hef- Ur aukið til muna lit- og ljós- ** 4- . i L.., 'L ..... Ein af sjómannamyndum Gunnlaugs á sýningimni. Það er staðreynd að jafn snurðulausa og beina braut upp á við hefur enginn annar íslenzkur málari gengið; enn sem komið er. Honum tókst mjög snemma að móta sjálfan sig, taka á- kveðna afstöðu til iífsins og listarinnar. Þau persónulegu einkenni sem birtast okkur á fyrstu að kjördæmabreytingunni stóðu, væri það Álþýðubanda- lagið eitt sem ætti vinnings- von í þessum kosningúm. „Vel gæti ég trúað að Aiþýðu- bandalagið yrði eini flokkur- inn sem eitthvað hefði upp úr þessu“, sagði þingmaður- inn og ályktun þessi er ó- néitanlega gáfulegri en skrif Tímans undanfarna daga um kosningahorfurnar. sæja viðhorf hans til við- fangsefnisins og það hefur verið allsráðandi í verkum hans fram á þennan dag. Hinsvegar hefur hann sveigt meir og meir með árunum frá natúralískri túlkun og hefur aldréi verið eins fjarri hénni og í dag. Á þessari' sýningu’ sýnir hann aðeins 19 myndir, og þó er skálinn fullur. Stærð myndanna kemur manni ekk- ert á óvart, þvi á öllum sam- sýningum sem hann hefur tek- þátt í hefur hann átt þær stærstu. Hann er einbeittur og etórhuga og hefur því aldr- ei sneitt hjá stórbrotnum við- fangsefnum og hefur ætíð verið gaman að virða fyrir sér,. . hversu góð skil honum hefur ætíð tekizt að gera þeim. Strax og maður kemur inn styrk mynda sinna er ánægju- legt að sjá þessa kosti óglat- aða. I mynd nr. 4 eru ekki aðeins áður óséð litasambönd, heldur líka óvenjulegar and- stæður ljóss og lita, sem áður hefur ekki gætt í myndum hans. Er þessi mynd bæði á- hrifarík og skemmtileg. Það mætti skrifa langt mál ,um hverja þá mynd sem þama er. Á þessari sýningu eru líka flestar myndirnar plastiskar og hefur undanfara þeirrar þróunar löngu gætt. Mér finnst ástæðulaust að fara að tína til aðfinnslur þótt ég kunni að líta súmt öðrum augum en listamaður- inn sjálfur. Gunnlaugur er fullþroska og stefnufastur í list sinnj, það sveiflar hon- um enginn til,. og í raun og veru er ekki með sanngirni Framhalá á 10, síðu.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.