Þjóðviljinn - 30.05.1959, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 30.05.1959, Blaðsíða 3
Laugardagur 30. maí 1959 — ÞJÓÐVILJINN — (3 Frumsýning á óperettunni í Þjóðleikhúsinu í kvöld Þar koma íram um 110 leikarar og söngvarar Framsýning Þjóðleikhússins á óperettunni Betlistúd- entínum eftir Karl Millöcker er í kvöld. Leikstjóri er prófessor Adolf Rott, aðalleikstjóri við Burg- tjieater í Vín, en hann hefur margsinnis áður sett þessa óper- ettu á svið og allsstaðar hlotið miklar vinsaeldir fyrir. Hans Antolitsch er hljóm- sveitarstjóri, en hann hefur sem Hagrannsókna- nefnd skipuð Samkvæmt ályktun Alþingis 20. íebrúar 1959 hefur fjár- málaráðherra skipað eftirtalda menn í nefnd til að gera til- lö^ir um skipulagningu hag- rafmsókna á veguni hiiis opin- bera: Dr. Benjamín Eiríksson, eftir tilnefningn Framkvæmdabanka Islands, dr. Jóhannes Nordal, eftir tilnefningu Landsbanka Islands, Klemens Tryggvason hagstofustjóra, eftir tilnefningu Hagstofu íslands, Ólaf Björns- son prófessor, eftir tilnefningu laga- og viðskiptaídeildar Há- skóla Islands og Sigtrygg Klemensson ráðuneytisstjóra, án tilnefningar. Börnin dansa á þjóðhátíðinni Við vígslu nýja íþróttaleik- vangsins í Laugardal 17. júní tnucu dansflokkar barna sýna þjóðdansa á vegum Þjóðdansa- félags Reykjavíkur. Óskar Þjóðdansafélagið eftir fleiri börnum til þátttöku og er nú verið að æfa fyrir sýninguna. Næsta æfing verður þriðjudag- inn 2. júní í iSkátaheimilinu við Snorrabraut og ættu for- eldrar að hvetja börn sín til að mæta og vera með í þjóð- dönsunum á þjóðhátíðardaginn. kunnugt er stjórnað útvarps- hljómsveitinni að undanförnu. Egill Bjarnason hefur þýtt óper- ettuna, en hann er orðinn kunn- ur fyrir þýðingar sínar á óper- ettum. Svend Bunch ballettmeistari hefur æft dansana og dansar hann einnig sjálfur. U,iti 110 leikarar og söngvarar koma fram í sýningunni og er óhætt að fullyrða að þetta verði ein glæsilegháta s'ýlning, s-em sett hefur verið á svið hér á landi, Þessir leikarar og söngvarar koma fram í sýningunni: . Guðmundur Jónsson, Þuríður PáJsdóttir, Sigurveig Hjaltested, Guðmundur Guðjónsson, Nanna Egils Björnsson, Sverrir Kjaij;- ansson, Ævar Kvaran, Kristinn IJallsson, Dóra Reyndal, Bessi Bjarnason, Rúrik Haraldsson, Klemenz Jónsson, Baldvin Hall- dórsson, Helgi Skúlason og Ró- bert Arnfinnsson. ,,Betlistúdentinn“ e.r síðasta verkefnið, sem Þjóðleikhúsið sýnir á þessu leikári. Það er orðin föst venja að Þjóðleikhúsið sýni léttan söng- leik á vorin og hefur það orðið mjög vinsælt hjá leikhúsgestum. Ekki er ,að efa að þessi létta og bráðskemmtilega óperetta nái hylli almennings. Rafmagn og nofkun þess Út er kominn 14. leiðbein- ingabæklingur Neytendasamtak- anna, og fjallar hann um raf- magn og notkun þess. Fyrsti kaflinn nefnist: „Hvemig hægt er að spara rafmagnið". Þar er að finna upplýsingar, sem mörg- um mun þykja fróðlegar. Vita menn, hvað það kostar að láta loga á 100 W. peru í klukku- stund? Eða að hafa útvarpstæk- ið í gangi háifan sólarhringinn? Eða að nota þvottapottinn í 5 klst? En þannig er skýrt frá því upp á eyri, hvað rafmagnið kosti við notkun hinna ýmsu rafmagnstækja á heimilum. Þá er vakin athygli almennings, að óheimilt er að hafa á boðstólum rafmagnstæki, sem <eigi hafa hlotið viðurkenningu rafmagns- eftirlits ríkisins. Ytarleg grein er í bæklingnum um raflýs- ingu eftir Aðalstein Guðjohn- sen rafmagnsverkfræ.ðing og loks varnaðarorð frá rafmagns- eftirliti ríkisins um rafmagns- heimilistæki og aðtaugar þeirra. Bæklingurinn er sendur með- limum Neytendasamtakanna, en skrifstofa þeirra er opin dag- lega kl. 5—7, en tekið er á móti nýjum meðlimum í síma 19722 frá kl. 1 e. h. Árgjald meðlima er kr. 25, en hægt er að fá bæklinga fyrri ára fyrir eitt auka-árgjald. Hafffræðimenntaðir menn stofna með sér samtök Jónas H. Haraldz kjörinn íormaður Hag- íræðingaíélags íslands á stoíníundi Þriðjudaginn 26. mai s.l. var á sameiginlegum fundi í Hag- fræðingafélagi Islands og Fé- ilagi viðskiptafræðinga gengið frá stofnun Hagfræðafélags Is- lands, og höfðu stjórnir áður- nefndra félaga unnið að und- irbúningi þess máls um nokk- urt skeið. Söngmót að Hlégarði Á síðastliðnu vori var stofnað Kirkjukórasamband Kjósarsýslu. að tilhlufun söngmálastjóra þjóðkirkjúnnar. Strax eftir stofnun sambandsins vaknaði á- hugi fyrir að efna td söngmóts -á sambandssvæðinu,-'ög Vaii dð'- ' alhvatámaður á'öngmáíastjórinri. Eftir áramót hófust söngæfing- ar hjá þremur kórum, sem hafa æft að staðaldri, og nú síðast með aðstoð söngkennara Kjart- ans Jóhannssonar, sem mun ar.nast undirleik á væntanlegri söngskemmtun. Samsöngurinn verður í Illé- garði sunnudaginn 31. maí kl. 9. Ferðii- verða frá Bjfreiða- stöð íslands kl. 8,30. Casadesús sýnir í Keflavík ^ ">-v ••’••> -• Prófpredikanir í háskólanum Kandidatar í guðfræði, Skarp- héðinn Pétursson og Ingþór Indriðason, flytja prófpredikan- ir í kapellu háskólans í dag, laugardag, kl. 5 síðdegis. Öllum heimjll .aðgangur. (Frá Háskóla íslands). KOSNINGflSKRIFSTOFA ALÞYOUBANDAIAGSINS er í Tjarnargötu 20. Opin daglega frá kl. 9 f.h. til 10 e.h. Sínrar: Utankjörstaðaatkvæðagreiðsla: 2 35 15. Kjörskrár af öllu landinu: 2 35 09. Kosningasióður: 2 37 63 Almennar upplýsingar: 1 75 11 og 2 34 95 Framkvæmdastjóri Alþýðubandalagsins: 1 75 12 KÆRUFRESTUR er til 6. júní n.k. Athugið í tíma hvort þið eða kunningjar ykkar eru á kjörskrá. UTANKJÖRSTABÐAATKVÆÐAGREIÐSLA hefst n.k. sunnu- dlag. Kosið verður í Melaskólanum, 1. hæð, gengið inn úr portinu. Kosning fer fram alla virka daga frá kl. 10—12 f.h. og 2—6 og 8-—10 e.h. Á sunnudögum kl. 2—4 e.h. TILKYNNIÐ skrifstofunni um þá stuðningsmenn Alþýðu- foandalagsins, sem dvelja erlendis eða kunna að vera fjar- verandi á kjördegi. HAFIÐ samband við skrifstofuna, sem veitir allar upplýs- imgar varðandi kosningarnar. Spánski listamaðurinn Juan Cassadesús sýnir mýndir sinar í húsi U.M.F.K. í Keflavík í dag og á morgun, laugardag og i sunnudag. Með|il myndanna eru allmargar frá Keflavík, og er hér mynd af einnj þeirra. I lögum félagsins segir m.a., að tilgangur þess sé að éf!a íslenzka hagfræði og vinna að sameiginlegum hagsmunum hagfræðimenntaðra manna. Inngöngu í félagið getur hver sá fengið, er lokið hefur burt- fararprófi frá háskóla í hag- fræði, viðskiptafræði, tölfræði eða tryggingarfræði. Ennfrem- ur geta þeir fengið inngöngu 'I félagið sem vinna að hag- fræðilegum störfum eða sýnt hafa sérstakan áhuga á efna- hagsmálum að fengnu sam- þykki félagsfundar. Þetta á- kvæði gildir hinsvegar ekki um féjaga í hinum tveimur stofn- félögum Hagfræðafélagsins. 1 stjórn hins nýstofnaða fé- lags voru kjörnir: Formaður Jónas H. Haralz, varaformaður Svavar Pýlsson og meðstjórnendur Már Elías- son, Ragnar Borg og Bergur Sigurbjörnsson. Samþykkt var að Hagfræða- félagið gerðist aðili að sam- tökum háskólamenntaðra manna og voru fulltrúar fé- lagsins kjörnir þeir dr. Jó- hannes Nordal og Valdimar Kristinsson. Ingimarsmálið Framhald af 1. síðu. sfafað af öðru en pólitískum á- hrifum Alþýðuflokksins á vini sína í Hræðsiubandalaginu. Það var ófrávíkjanleg skylda dóms- málaráðherra að fyrjrskipfa r.annsókn á sambandi Ingimars vjð Alþýðublaðið og Alþýðu- flokkinn. Skipti þar engu máli hvort hann persónulega taldj að samverkamenn Ingimars vissu hvar fjárhirzíu hans var að finna eða ekki — málið varð að komast á hreint. Enda mun fáum koma til hugar að félagar Ingimars hafi ekkert vitað um atferli hans; menn taka ekki við rúmri milljón króna án þess að spyrja hvaðan hún sé komin — ekki sízt þar sem meirihluti upphæðarinnar er greiddur með ! ávísunum á Byggingarsjóð og I Rskstrarsjóð Gagnfræðaskóla ' Austurbæjar! Arsþing ísl. ungtemplara seff í dog Fyrsta ársþing Islenzkra ung- templara verður sett í Góð- templarahúsinu í Ilafnarfirði kl. 2 síðdegis í dag, en í kvöld verður almenn skemmtun ung- templara í sama húsi. Um skemmtunina sjá ungmenna- stúkufélagar. Kl. 2 síðdegis á morgun verð- ur æskulýðsguðsþjónusta í Frí- : kirkjunni í Hafnarfirði og pré- dikar séra Árelíus Níelsson. Kl. 4 verður störfum ársþingsins haldið áfram, en annað kvöld verður kvöldvaka með dansi í GT-húsinu í Hafnarfirði. Ann- ast þær félagar ungmenna- stúkna í Reykjavík og Hafnar- firði ýmis skemmtiatriði. Vefnaðarvöruverzlun í Laogarásnum Toledo opnar í dag nýja vefnaðarvöruverzlun að Laug- arásvegi 1. Þar veröur seldur léttari skófatnaöur, smá- vörur og snyrtivörur auk margskonar vefnaöarvöru. Gísli Wium er verzlunarstjóri. Hin nýja vefnaðarvöruverzl- un verður sú fyrsta sinnar teg • undar í Laugaráshverfi, en vöntun á ýmsjim sérverzlunum hefur verið bagaleg fyrir íbúa margra nýju bæjarhverfanna. Verzlunin er á fyrstu hæð í nýju húsi og eiga að verða alis fimm verzlanir á þessari hæð sömu byggingar þar á meðal matvöruverzlun, fiskbúð og mjólkurbúð, en á efri hæð- unum eru íbúðir. I Toledoverzl- uninni sem opnar nú sú fyrsta ! í þessari nýju byggingu, verða í einkum seldar framleiðsluvör- ur fyrirtækisins og má þar nefna hinar kunnu ,,Toledo“- barnaúlpur úr íslenzkri ull, sem fyrirtækið hefur nú framleitt í 15 ár. Verzlunin að Laugarásvegi 1 verður þriðja smásöluverzl- unin sem Toledo rekur í Reykjavík, en fyrirtækið var stofnað 1940 og verður því 20 ára á næsta ári. Innréttingu nýju verzlunarinnar annaðist Karl Þorvaldsson trésmíða- meistari og er öllu nýtízkulega fýrir komið. Ljósaútbúnaður er frá Stálumbúðum h.f., en raf- lagnir annaðist Baldvin Stein- dórsson rafvirkjameistari.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.