Þjóðviljinn - 26.07.1959, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 26.07.1959, Blaðsíða 4
4) — ÞJÓÐIVILJINN — Sunnudagur 26. júlí 1959 ÞlÓÐVILIINN Útseíandl: Samelnlngarflokkur alþýBn — Sóslallstaflokkurlnn. — RltstJórar. Masnús KJartansson (áb.), Sisurður Guðmundsson. — FréttarltstJórl: Jón BJarnason. — Blaðamenn: Ásmundur Sigurjónsson, Eysteinn Þorvalasson, Guðmundur Vigfússon,, ívar H. Jónsson, Magnús Torfl Ólaísson, Sigurður ▼. Friðþjófsson. — Auglýsingastjórl: Guðgeir Magnússon. — Ritstjórn, al- ■raiðsla. auglýslngar, prentsmiðja: Skólavörðustíg 19. — Sími 17-500 (• línur). - Áskrlftarverð kr. 30 á mánuði. — Lausasöluverð kr. 2. .Xínan frá Moskvu” TKegar stjórnmálasamtök hinn- '*• ar róttæku verkalýðshreyf- ingar ó íslandi hefja sókn eða snúast öðru vísi við málum en andstæðingar þeirra í fé- sýsluflokkunum hefðu búizt við þá má eiga víst að annað hvort í Morgunblaðinu eða Timan- um og meira að segja stundum i Alþýðublaðinu kemur á for- síðu tveggja. þriggja eða jafn- vel fjögra dálka fyrirsögn með reiðilegri skýringu á þessu at- hæfi: Það er nýja línan frá Moskvu! Þegar Sósialista- flokknum tókst að kljúfa Sjálf- stæðisflokkinn og koma meiri- hluta þingflokks hans til sam- vinnu við verkalýðsflokkana í nvsköpunarstjórninni var Tím- inn ekki í neinum efa um hvað gerzt hefði: Einar Olgeirsson hafði fengið nýja línu frá Moskvu! Tólf árum siðar tókst Alþýðubandalaginu að draga Eystein Jónsson á drottningar- eyrunum upp úr- margra ára ógæfulegri stjórnarsamvinnu- við íhaldið og þrýsta Fram- sóknarflokknum til samstarfs við verkalýðshreyfinguna. Og ekki var Morgunblaðið lengi að finna skýringuna á því sem gerzt hafði: Einar Olgeirsson bafði fengíð nýja línu frá Moskvu! i TVTú er en.r' komið að Tíman- r ' um. En nýjasta línan frá Moskvu virðist eitthvað óljós i kolli Tímaritstjórans, eða þá að hún er kannski óvenjulega flókin. Fyrir tveimur dögum leizt Tímanum ekki ó sam- ■komulagið um forseta og' nefndakosningar á Alþingi. Skýring Timans var ekki lang- sótt, ritsticrinn fór bara niður í efstu skýringarskúffuna, þá • sem alltaf er opin: Samkomu- lagið um forsetastörf og nefnd- ir á sumarþinginu hlaut að ■ vera íram.kvæmd á skuggaleg- um áformum heimskomúnism- ans, og efaðist Tíminn ekki um að hér var Einar Olgeirsson kominn með spánýja línu frá Moskvu. Og línan var: Innileg simVinrn við Sjólfstæðisflokk- inn.' 'ekki eiriungis um forseta- störfeá sumarþin'ginu, þar hlaut að búa ‘méira úndir, séhftiiega ekkert minna en stjórnarsam- sterf við Sjalfstæðisflokkinn. Svo líða tveir dagar.''Grein eft- ir Finár Olgeirsson. hefúr verið birt í Þjóðviljanum. Og þar er Framsókharforsprökkunum sýnt framan í enn skelfilegr-i íramtíðarsýn en forsetakosn- ingarnar á Alþingi gátu vakið: Samvinnj verkalýðsflokkanna. einhuga verkalýðshreyfing gegn áfturhaldi og íhaldi hvar i flokki sem það birtist er hrollvekjandi tilhugsun fyrir Eystein Jónsson og kumpána. Og Tíminn er jafnfljötur að íinna skýringuna og tveimur dögum áður, og þótt einkenni- Jegt megi yirðast er hér sama skýringin íundin og á ÍDaynd- uðu stjórnarsamstarfi Einars og Bjarna Benediktssonar: í þrídálka forsíðugrein í Tíman- um í gær er undrandi lesend- um hans sagt, að þetta, sam- starf verkalýðíflokkanna gegn afturhaldi og íhaldi, sé einmitt spánýja línan frá Moskvu, sern Einar Olgeirsson hafi verið að sækja! | "ITíst er svona málflutningur ’ broslegur, og þó einkum: broslega ómerkilegur. Hann minnir ó þann sið vissra lækna brezkra að hafa á viðtalsstofu sinni skáp upp í loft með ó- teljandi skúffum. í hverri skúffu er lyfseðil. Og viðtals- maður læknisins þarf ekki að segja nema fáein orð, læknir- : inn þríí'ur út eina skúffuna og stingur viðeigandi lyfseðli að manninum, Tíminn og Morgun- blaðið virðast eiga sér slíkan skáp, og hvenær sem hús- bændur þeirra verða eitthvað alvarlega smeykir við stjórn- . málasamtök verkalýðshreyfing- arinnar, drrga þeir út skúffu með skýringaráletruninni: Lín- an frá Moskvu. Og þetta eiga veslings lesendurnir að taka alvariega, jafnvel þó skýring- arnar stangist frá degi til dags. Við' ekkert eru foringjar fé- ’ sýsluflokkanna jafnhrædd- ir og þó tilhugsun að alþýða landsins taki höndum saman til samstillrar baráttu. Það er sú tilhugsun sem lætur Eystein Jónsson og Bjarna Benedikts- son sjá rautt við lestur grein- ar Einars Olgeirssonar. Einar l.ýsir hörmulegum afleiðingum sundrungarinnar í röðum verkamanna, og spyr: ,,Á fé- sýslan og íjármálavaldið að móta framtíð íslands?“ „Eða eiga hagsmunir hins vinnandi manns, sem verkalýðssamtökin eru mynduð til að vernda, og hugsjónir alþýðunnar um sam- vinnu og sameign mannanna, sem jafnaðarstefnan, sósíalism- inn, hefur nú boðað á íslandi í meir en hálfa öld, að móta framtíð lands og þjóðar? Þeir sem skilja hvað nú er í húfi, hvar sem þeir standa í flokki eða samtökum, eiga að leggja fram allt hvað þeir megna, alla atorkn og áhrifavald, til þess að skapa nú þegar það samstarf alþýðunnar á stjórn- málasviðinu, sem gerbreytir undir eins allri stjórnmála- þróun íslands, ef þegar er haf- izt handa.“ ¥jað er þetta sem Eysteinn Jónsson og Bjarni Bene- diktsson óttast mest af öllu: Samstillt sókn verkalýðshreyf- ingarinnar, einnig á stjórn- málasviðinu. Og alþýða íslands mun finna og skilja að ein- ingarstefnan er íslenzk stefna, íslenzk leið til að hefja al- þýðustétt Jandsins til þeirra á- hrifa og valda sem henni ber, .íslenzk leið til framtíðarinnar. Einvígi Friðriks og Inga H Það var góð ráðstöfun h.já Skáksambandinu að efna til ainvígis milli þeirra Friðriks Ólafssonar og Inga R. Jóhanns- sonar og fengur mikill fyrir alla íslenzka skákunnendur. Friðrik Ólafsson Þessir tveir meistarar standa nú íremstir í flokki meistara okkar, og Friðrik þó sýnu framar, a.m.k. hvað orðstír á erlendum vettvangi snertir. En Ingi er mjög vaxandi skák- maður og þarf að fá sem flest tækifæri til að tefla við sér reyndari menn og ætti þetta einvígi því að verða honum sérstaklega þarflegt, hver sem úrslit verða. Ingi er nú senn á förum til að tefla á skákþingi Norður- landa í Örebro í Svíþjóð og ætti það ekki að vera óhófleg bjartsýni að gera sér vonir um, að hann verði í hópi sigur- stranglegustu keppenda þar. En svo maður haldi sig við einvígið, þá má segja, að mörg- um léki forvitni á að vita, hvernig fyrsta skákin telfdist. Ýmsar spurningar voru á lofti svo sem; „Vinnur ekki Friðrik með miklum yfirburðum“? „Er Ingi bara nokkuð lak- ari?“ „Eru þeir ekki ósköp svip- aðir orðnir?“, o.s.frv. Einhver komst svo að orði, að enginn vissi afl Inga, þar sem hann hefði tiltölulega lít- ið teflt við sér sterkari menn og mátti til sanns vegar færa. Hann var „the dark horse" ein- vígisins þegar það hófst, eins og enskir veðreiðaspekúlantar mundu hafa orðað það. Keppendur drógu um liti og kom í hlut Friðriks að leika svörtu mönnunum. Samkvæmt fenginni reynslu hefði hann því átt að vera nokkuð öruggur með sigur ef tilvonandi aðstoð- armaður hans, Larsen, hefði setið hinum megin við borðið, en þeir vinna tíðast hvor ann- an með svörtu. En nú var því ekki til að deifa. . Ingi er þekktur að því áð haldast het- ur á hvítu mönnunum en þefm svörtu, og að drætti Ipknum lék hann d4 og sýndi engin óttamerki. Friðrik svaraði með Niemzo- indverskri vörn, og skulum við nú fylgja þeim görpum til or- ustuvallarins. Hvitt: Svart: Ingi Friðrik Niemzo-indversk vörn 1. d4 Rfö 2. c4 eö 3. Rc3 Bb4 4. e3 0—0 Síðasti leikur svarts hefur eink- um það gildi að halda opnum mörgum leiðum. 5. Rg-e2 5. Bd3 er algengari leikur, en ekki endilega betri. 5. d5 6. a3 Nú sjáum við höfuðkostinn við riddaraleik Inga. Biskupinn verð- ur að gera svo vel annað hvort að hörfa eða falla fyrir riddara á c3, án þess að peðastaða hvíts veikist. ö. - Be7 Á skákþingínu í Portoroz i fyrra lék Bronstein hér 6. - Bdö gegn Tal. 7. c5 sýnist þá freistandi Ieikur, en Tal hafnaði honum þó, skipti upp á d5 og lék síð- an g3 og Bg2. Skákinni lauk með jafnteíli eftir 19 leiki. 11. Rc7 12. Bb2 BdÖ 13. h3 Ingi eyddi miklum tíma á þenn* an leik, enda er honum nokkur vandi á höndum. Hann vill ekkí leika 13. Rc-e2 vegna 13. - g5 og riddarinn verður að fara til h3. Ef til vill hefur 13. DÍ3 bögglazt fyrir brjósti hans. T.d. 13. DÍ3 Bg'4, 14. Dg3 g5, 15. h3 gxf, 16. exf Re6, 17. Re2 Dc7, 18. Bcl h5, 19. f3 o.s. frv. En svartur þyrfti að sjálfsögðu ekki að leggja út á þessa braut, sem virðist hagstæð hvítum. 13. He8 14. Df3 De7 15. Ra4 Re4 16. Hf-dl Í5 Friðrik hefur byggt upp sterka miðborðsstöðu og á nú betra tafl. Einkum er biskup Inga á b2 óbermileg persóna. 17. Rbö Hb8 17. Rxc8 Hbxc8 19. Bc2 Reö 20. Rd3 Hf8 21. Re5 Með tilflutningi riddarans hefur Ingi bætt mkkuð aðstöðu sína, en hefur þó enn erfiða stöðu. 21. Re4-g5 Friðrik telur stöðu sína það ofl- uga, að rétt sé að leggja þegar í stað til atlögu méð þessum riddaraleik og eftirfarandi fram- rás f-peðsins. Sú ákvörðun hans er vafasöm, einkum með tilliti til þess, að hann virðist geta styrkt stöðu sína í rólegheitum, án þess að hvítur geti- mikið aðhafst á meðan. í því augnamiði væri 21. • Dh4 sterkur leikur, Drottningin verður eigi hrakin á brott, og síðan mætti halda áfram sókn- arundirbúningnum með t. d. - Hc7, - g5 og - Hg7. Sveim- .uðu þá mörg óveðursský fyrir Ingi R Jóhannsson 7. cxd5 exd5 8. Rf4 Bandaríski stórmeistarinn Samú- el Reshevsky leikur svona tíðum á hvítt. Hvita staðan er traust, en gegn nákvæmri taflmennsku svarts gefur byrjunin ekki mik- ið. Tékkneski byrjanafræðing- urinn Pachmann ráðleggur 8. g3 með íramhaldinu 8. - Rb-d7, 9'. Bg2 Rb6, 10. Dd3 a5, 1J. a4 c6, 12,0—0 Rb-d7. 13. f3 og síð- an e4 o.s.frv. 8 cö 9. Bd3 a5 10. 0—0 Raö 11. b3 Á skákþingi í Marienbad í vor lék Rússinn Polugajevski 11. Hbl í sömu stöðu gegn Tékkan- um Hernik. Framhaldið varð 11. - Rc7, 12. 54 axb4, 13. axb4 Re6, 14. Rf-e2 Bd6, 15. f3 Dc7, 16. h3 De7, 17. Bd2 Rg5, 18. Del Bc7, 19. e4! og Polugajevski vann. Ingi reiknaði hins vegar með, að Friðrik svaraði leik;num 11. Hb'l með 11. - Bd6, síðan De7 og þá Rc7 og hindraði þann- ig b4 leikinn. sjónum hvíts. 22. De2 Í4 23: Dg4 gö 24. h4 Bxe5 25. hxg5 fxe3 26. fxe3 Ingi, sem var nú í heiftarlegri tímaþröng leggur ekki í 26. dxe5, enda fengi Friðrik öfluga sókn fyrir manninn eftir 26. - Hxf2 og síðan Hc-f8. 26. Bdö Hér telur Ingi 26. - Bc7, betrl leik. -,i i : 27. e4! Einasti möguleikinn til að ná mótspili. Ingi missir ekkert tækifæri í tímahrakinu. 27. Hf4 28. Dh3 Svart: Bronstein ABCDEFGH A B C D E F G H ■ Hvítt: Friðrik Framhald á 6. síðu*

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.