Þjóðviljinn - 26.07.1959, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 26.07.1959, Blaðsíða 7
Sunnudagur 26. júlí 1959 — ÞJÖÐVILJINN — (7 BUDD SCHULBERG: Sagan af Samma Gllck T~yr*~ ( 1 kæmuð frá Samma, þá varð ég svo æst...“ „Við höfum ekki frétt af Samma svo lengi, að mamma heíur haft áhyggj- ur af honum,“ sagði hinn fölleiti Israel. „En Sammele er góður drengur,“ bætti frú Glick- stein við í flýti „I hverjum mánuði kemur ávísun frá honum í póstinum. En hann hefur alltaf svo mikið að gera að hann má aldrei vera að því að skrifa Hún leit á mig og hrukk- urnar í andlitinu dýpkuðu þegar hún brosti. „Og son- ur minn hefur kannski sent yður til að seg.ia mér frétt- irnar af honum?“ Byrja ég enn, hugsaði ég. Einkavinur Samma flytur ástarkveðjur frá hjart- fólgnum svni. Af hverju þarf ég alltaf að vera að bera blak af óþokkanum? „Hann bað mig að segja yður að honum liði ágæt- lega,“ heyrði ég sjálfan mig segja. „Hann sagðist engan tíma hafa til að skrifa, en hann vilji að þér vitið að hann er alltaf að hugsa um yður.“ í eftirvæntingu sinni hafði hún gleyrnt hinni venjulegu gestrisni. „Þetta er bróðir hans,“ sagði húrf. „Israel.“ Israel, kinkaði kolli eins og elli- hrumur gyðingur að biðjast fyrir. Hann var eins og gamall, slitinn maður með ungt andlit. „Izzy, farðu fram í eldhús og búðu til te handá okkur“ Ég horfði á Israel þegar hann hlýddi með hógværð fyrirmælum móður sinnar. Ef líkamlegt útlit eitt gerði fóik líkt hvað öðru, hefðu hann og Sammi verið rnjög líkir. En ég hefði aldrei tekið þá fyrir bræður, því að andlit Israels virtist endurspegla örvæntingu, beiskju og mildi uppgjafar- innar, og það var furðulegt að sjá hve allt þetta hafði steypt andlit hans ; annað mót en framhleyj^ andlit Samma. Litla stofan var full af Ijótum húsgögnum. Heiti klessti þefurinn sem ég hafði tekið eftir í gangin- um, var sami þ^furinn; og ríkti. í þessariT^JÚð, þefur 73 af rotnandi viði og of mik- illi inniveru á sama stað. Strætið fyrir neðan óm- aði af hrjúfum köllum og hrópum krakka í boltaleik, kaupmanna að selja vörur sínar, kvenna sem kölluð- ust á slúðursögur, háværu gargi útvarpstækja sem skrúfuð voru hátt upp til að yfirgnæfa hvert annað, bílflautum sem áttu að minna á að þessi verzlunar- staður, leikvöllur, sam- komustaður var þá gata eftir allt saman. Frú Glickstein, næm eftir fimm þúsund ára þjáning- ar, gat sér til um hugsanir mínar „Sammele vill að við flytjum upp í borgina,“ sagði hún. „En það er svo þægilegt að hafa sýnagóg- una í næsta húsi, svo að ég þarf ekki að ganga langt, og Izzy vinnur hérna rétt hjá og auk þess þekki ég alla hérna í nágrenninu og á vini eins og í gamla land- inu.“ Israel kom inn me/i teið í heitum glösum og ögn af pylsu og gulu brauði. Frú Glickstein og Israel helltu teinu í undirskálarnar og sugu það gegnum sykur- mola sem þau héldu milli tannanna. Svo tók hún mynd niður af veggnum með hátíðlegu fasi. Það var hópmynd af neðri bekkjum barnaskóla. „Viljið þér sjá hvort þér finnið hann,“ sagði frú Glickstein dálítið íbyggin. Ég horfði á raðir þessara litlu, alvarlegu andlita og bjóst varla við að ég gæti þekkt hann úr. En það var vandalaust Ég benti undir eins á hann. Hann var yzt- til vintsri í fremstu röð, ögn nær myndavélinni en nokkur annar. Það var skringilegt að sjá þetta sama ákafa, hreysikattar- andlit á þessum litla búk í stuttbuxum og með kálfs- fætur „Þarna er hann,“ sagði ég „Og hérna líka,“ sagði frú Glickstein glettnislega og benti hinu megin í sömu röðinni. Ég athugaði þetta • nánar Sem ég var lifandi, þarna var hann líka, • en skælbrosandi. „Hann hljóp aftur fyrir til að verða á undan myndavélinni," sagði frú Glickstein. , ‘■r- sra «■& *t» Ég virti þessa seinni mynd fyrir mér. Ég hafði séð sama fagnaðarsvipinn á andliti hans áður. Þegar hann horfði á nafn sitt birt- ast á kvikmyndatjaldinu í fyrsta sinn, og ljósglamp- arnir leiftruðu umhverfis hann og Rítu Royce. Það mátíi sjá af andliti hans að þetta var stórsigur líka. Þegar myndin var límd upp á skólatöfluna, hefur afrek Samma vakið umtal, og sigurglottið á snáðanum sýndi að það var þá þegar orðið markmið hans. Frú Glickstein vildi láta mig segja sér hvað Sammi væri þungur, hvort hann hefði stækkað, hvort hann væri góður drengur og hvort hann hefði hitt nokkra góða gyðingastúlku. Og hún hélt áfram að tala um hvað hann hefði verið þægt barn og duglegur drengur, litaði sögu barn- æsku hans með móðurstolt- inu. Á ensku var tal henn- ar klaufalegt og óupplýst, en þegar hún komst að því að ég skildi Yiddísku (þótt ég væri næstum alveg bú- inn að gleyma að tala hana) varð hún mælsk og furðulega ljóðræn í frásögn eins og títt er um bænda- fólk. Austurríki Framhald af 5. síðu. haráttuna í stjórnarandetöðu af mikilli leikni og vopnfimi, öllum mönnum skeleggari í ræðustól. 1 þingsölum Evrópu áttu austurrískir sósíaldemó- kratar heldur ekki sína jafn- ingja meðal flokksbræðra sinna. Árið 1920 áttu sósíal- demókratar 66 fulltrúa á þingi árið 1923 áttu þeir 68 fulltrúa og 1927 fengu þeir 72 þing- menn og 42% allra greiddra atkvæða. -— Þingmannatala Kristilegra sósíala flokksins var á sömu árum: 82, 82 og 73 þingmenn. Sósíaldemókrat- ar voru því í stöðugri sókn á þingi, en á því sama ári og þeir unnu þingsigur sinn 1927 gerðuet þau tíðindi í Austur- ríki, sem urðu fyrstu feigð- arboðar lýðveldisins. 4) I Schattendorf, þorpi einu í Burgenland i Austurríki aust- anverðu, gerðist það í einni kröfugönru verkamanna, að austurrískir fast'star urðu manni og cbxu barni að bana. Hinn 14. jú’í dæmdi kviðdóm- ur morðingjana sýkna. Verka- lýður Austurrikis taidi þenn- an sýknudón eitt dæmi af mörgum um það, að verka- menn nytu ekki lengur réttar- verndar í landinu. Nú var þol- inmæði verkamanna þrotin og samtök þeirra kvöddu þá út á göturnar í Vínarborg hinn 15. júlí. Flokkur sósíaldemó- krata lét þessa kvaðningu af- skipalausa og hugsaði rikis- stjórninni þegjandi þörfiria. Að morgni hins 15. júlí 1927 streymdu tugþúsundir verka- manna til R.ingstrasse i Vín- arborg til að mótmæla sýknu- dóminum. Lögreglunni féllust her.ilur í viðureign við slíkan múg og var þá vopnað ridd- aralið sent á vettvang. Það reið á fylkingar múgsins og hleypti af nokkrum skotum. Þá voru reist götuvirki og múgurinn stefr.di til dómhall- arinnar og kveikti í henni. Þegar hér var kom:'ð sögu reyndi sósíaldemókrataflokk- urinn að skirra vandræðum og sendi Varnarlið lýðveldú* ins út á götuna til að skilja lögreglu og verkamenn. Varn- arliðið var vopnlaust og fékk lítið að gert, en um það bil er nokkur kyrrð var komin á, skaut lögreglan á múginn og drap 90 manns. Verka- menn söfnuðust saman fyrir framan höfuðstöðvar sósíal- demókrataflokksins í höfuð- borginni og kröfðust þess að flokkurinn léti þá fá vopn til að verjast lögreglunni. En flokksstjórnin synjaði þessa. í fórum flokksins voru tals- verðar vopnabirgðir er vera skyldu til taks, ef fasistar eða konungssinnar freistuðu að kúga verkalýðssamtökin eða leggðu til atlögu gegn tilveru lýðveldisins. Foringjalið sósí- aldemókrataflokksins skirrðist við að vopna verkamenn til borgarastyrjaldar gegn lög- reglu og her landsins, en lýstu yfir eins dags allsherjar- verkfalli og þriggja daga járn- brautarverkfalli til þess að sefa lýðinn. Eftir v'ðburðina á hinum blóðuga frjádegi í Vínarborg spruttu upp vopnuð fasista- samtök víðsvegar um landið og létu dólgslega, höfðu í hót- unum um að fara vopnaðri hópgöngu til Vínar og kemba hinum rauðu um kúluna. Með- al þessara fasistasamtaka bar mest á hinu svokallaða Heima- varnarliði, er skipað var að mestu stórbændasonum Kristi- lega sósíala flokksins, en fyrir þessu liði voru liðsforingjar og aðalsmenn úr hinum gamla keisaraher og ævintýramenn, sem verið höfðu í hinum þýzku fríliðasveitum eftir heimsstvrjöldina. Afturhalds- öfl Austurríkis voru nú tekin að búast um og stofna vopn- aðar fasistasveitir, sem ógn- uðu öllu því, er austurrískur verkalýður hafði skapað á undanförnum árum. Og hið sósíaldemókratíska foringjalið Austurríkis vaknaði við það, að stjórnmálabarátfan hafði flutt sig úr þingsa'num út á götuna. Þórður sjóari Stormurinn skaii svo skymlilcga á, aó skipshöfnin á Typhoon hafði varla tíma til þess að rifa seglin. Skip- ið lá hálfflatt fyrir vindinum og engin leið að snúa því upp í og var því í stórri hættu. „Gætið að!“ æpti Billy um leið og gríðarstor aida kom æðand,. - Niðri í káetu Tarciahjónanua var allt á ringulreið. Og allt í einu kvað við brak og brestir, svo að Lucia æpti upp yfir sig af skelfingu. VerSlækkon Höfum lækkað ýms sumarkjólaefni verulega í verði — T.d. Everglazeefni tir 36 krónum í 39,75 Langstærsta úrval á landinu aí hnöþúum — Enníremur íóður, milliíóður, axlapúðar, rennilásar og allskonar smávörur til sauma — McCall-snið — ivjö Skólavjörðustíg 12

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.