Þjóðviljinn - 25.09.1959, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 25.09.1959, Blaðsíða 6
6) — ÞJÓEJVTLJINN — Föstudagur 25. september 1959 þlÓÐVIUINN Útgefandl: Samelningarflokkur alþýðu — Sósíalistaflokkurlnn. — RltstJórar: Magnús Kjartansson (áb.), Sigurður Guðmundsson. — Préttaritstjóri: Jón Bjarnason. — Blaðamenn: Ásmundur Sigurjónsson, Eysteinn Þorvaldsson, Guðmundur Vigfússon,, ívar H. Jónsson, Magnús Torfi Ólafsson, Sigurður V. Friðþjófsson. — Auglýsingastjóri: Guðgeir Magnússon. — RitstJórn, af- • greiðsla, auglýsingar, prentsmiðja: Skólavörðustíg 19. — Sími 17-500 (ft línur). — Áskriftarverð kr. 30 á mánuði. — Lausasöluverð kr. 2. Prentsmiðja ÞjóðvilJans. Bráðabirgðalögin um verð landbúnaðarvaranna eru eftir- leikur kaupbindingarinnar ”Eí ég heí gleymt einhverjum þá er hann líka lélegur” Sú deila, sem risin er upp um verðlag landbúnaðarafurð- anna er sannarlega mjög al- varlegs eðlis, fyrir báða þá aðila er hér um ræðir bændur, verkafólk. og annað láglauna- fólfc-Þegar samkomulagið komst á milii þessara stétta að ieysa þetta viðkvæma mál með samningum sín á milli var stórt spor stigið í þá átt, að sameina þessar stéttir til að vinna í sameíningu að hagsmunamálum sínum.sem eru fjölmörg, í stað þess uð berjast innbyrðis til þægðar sameiginlegum and- stæðirtgum. beggja.. Hins vegar hafa fulltrúar • þeirra stjórn- máiaflokka.i sem hag hafa af sundrungu þessara aðila, sí- felit Hitið þetta samkomulag hornauga, og leitað éftir tæki- færi til að eyðileggja það fyrir fullt og allt. Og viðbrögð þeirra núna, allra jafnt,-sýna að nú telja pcir einmitt að tsekifærið hafi gofizt. Sj álf itæðisflokkurinn leikur þannig tveim skjöldum í þessu að tæpast er hægt að kornast lengra í pólitískum ó- hcilindum. Er það rakið á öðr- um stað í blaðinu, og sýnir bet- ur en fiest annað, hvernig þessi „allra stétta flokkur" fer að því að blekkia fólk til fylgis við Sig. Núna leikur hann þann leik ’ að vera á rhóti því, sem hann lætur Alþýðuflokkinn framkvæma fyrir sig. Fram- sóknar,'Iokkurinn hugsar aftur á móti sýnilega um það eitt að gera betta mál að æsinga og kosningamáli, þótt hann sé grainilega sjálfur í fullkominni sök um að hafa komið málum þéssum í þetta horf. En það hcfur hann gert með sinni fyrri a+ktöðu, sem nú skal sýnt. egar efnahagsmálalög núver- andi ríkisstjórnar Sjálf- stæðis- og Alþýðuflokksins voru til uroræðu á Alþingi um s.l. áramot, var aðalefni þeirra að lækka með lögum þau laun, s—ri atvinnurekendur og verka- rronn höfðu samið um. Þarna v r verið að beita löggjafar- vikUnii til að breyta gerðum samnmgum á milli frjálsra að- iLi. Pramsóknarflokkurinn þótt- ist vera í ándstöðu við þessa stjórn og þá flokka sem að hcnni stóðu. Samt gekk hann til fylgis við þá um þessa lög- gjiif, en hún hefði ekki yerift samþykkl án hans aðstoðar. Eftir að þetta hefur verið gert, skeður það, að fulltrúár bænd- anna í verðlagsnefnd landbún- Ejarafurða segja upp sam- komulagsgrundvellinum í sum- ar. Annað hvort hafa þeir ekki skilið hvaða hættu var búið að tíicaoa einnig í þessum mál- um, með fordæminu frá s.l. vetri, eða þeir hafa ætlazt til þess að þessum málum yrði komið í óleysanlegan hnút, svo ákjósénlegt tækifæri gæfist til þess að láta ríkisvaldið einnig taka bau i sínar hendur. Skal hér ekki dæmt um hvort frem- ur er. að or einmitt hin lögboðna iiauplækkun frá sl. áramót- um, sem Alþýðuflokksstjórnin fékk samþykkta, með "áðstoð bæði SjálfstæðisflokRsins og Framsóknarflokksins, er hefur gefið þessari sömu stjórn bæði tækifærið og tilefnið til að setja þau bráðabirgðalög um landbúnaðarvöruverðið, sem nú hafa verið sett, af sömu Alþýðuflokksstjórn, sem er studd af sama Sjálfstæðisflokki, er lýsir því hátíðlega að hann sé á móti þeim. Hverjum dett- ur í hug að hér séu nokkur heilindi bakvið. Verði haldið áfram að gera þetta rnál að hreinu æsinga- og kosningamáli, í stað þess að leita að færum samkomulags- leiðum til lausnar því, þá er aðeins verið að þjóna þeim öflum sem alltaf hafa viljað feigt það samstarf bænda og launþega um þessi mál er ver- ið hefur í gildi síðan 1943. Slíkt er bið versta óþurftarvers;, er verða rriun til tjöns fyrir báða þessa nðila. Það er aðkallandi verkefni fyrir þessar stéttir, að finna og koma séí saman um frambúðarlausn þessara mála. Það samspil, sem þessir þrír stjórnmálaflokkar hafa tekið í þessum málum öllum, á að verða til þess að þeir glati trausii .sínu en auki ekki. IJændastétt landsins mun í sambandi við þetta gera sér betur Ijóst en áður, að þegar ríkisvaldið er komið inn á þá braut að rifta launasamaing- um, sem gerðir hafa verið milli frjálsca aðila, þá kemur röðin að henni í næstu umferð eins og hér hefur orðið raun á. Reynslan er ólýgnust um það, að vfirlýsingar sem þessir flokkar gefa fyrir kosningar eru vegriár og léttvægar fundn- ar pegar setzt er í valdastóla að kosningum loknum. Þess vegna verður að nást samkomu- lag um þessi viðkvæmu mál milli aðilanna sjálfra eins og gerðist 1943. i: Bled, 17. september. Að vakna, er hversdagslegt atvik í lífi.hvers manns, sem sjaldan fangar athyglina. Og þó er þetta furðulegt fyrir- þæri, sem eitt sinn mun ekki endurtakast. Að vakna í Bled, þar sem Ikastalinn blasir við gegnum glerdyr svalanna, er ekki ein- ungis furðulegt, það er stór- kostlegt. Klukkan er farin að ganga tíu. Svona er að vera nætur- ihrafn, skrifa bréf og rölta við vatnið fram yfir miðnætti. Niðri í forstofu mætum við Friðriki og öðrum íslendingí, sem kom á toifreið sinni yfir Alpana, til þess að fylgjast með skákmótinu og lét það ekki á sig fá, þótt hann yrði að ýta IBtenza gamla yfiri örðugasta tojallann. Svona er á'hugi okkar íslendinga á í- þróttinni mikill, og víða leyn- ast lúms'kir skákmenn, þótt óþekktir séu. Þannig er það með þennan. Einn daginn fær hann 100% vinninga úr skák- um sínum við Norðurlanda- meistarann okkar í þeirri grein, sem um svipað léyti nær jöfnu gegn rússneskum stórmeistara. Ingi toefur þó oftast yfir í átökum þeirra landanna. Friðnk og „óþekkti skák- maðurinn“ hafa þegar matazt en við ráfum inn í matstof- una. Við lítið borð situr Tal, ásamt kennara sínum Kobl- enz, og Petrosjan. Tal er hinn eini af Rússunum, sem hefur tvo aðstoðarmenn, en þar sem slíkt er ékki leyfilegt á papp- írnum, er Averbach skráður, en Koblenz titlaður blaðamað- ur, enda mun hann skrifa eitt- hvað um mótið, líkt og Ingi hjá okkur. Vel fer á með þeim félögum Petrosjan og Tal. Þegar þeir leiðast úr salnum, gengur tkki hnífurinn í milli. Við fáum okkur sæti við autt borð. Brátt kemur ritari júgóslavneska skáþsambands- ins og síðar þeir Keres og Fréttabréí írá Frey- steini Þorbergssyni Gligoric og setjast við borð- ið. Samræður eru fjörugar á rússnesku, því að Keres er ræðinn og s'kemmtilegur, sem og Gligoric. Þeir spjalla með- al annars um biðskák sína frá gærdeginum, þar sem Gligoric tókst að færa lakari stöðu til jafnteflis. Annars tala menn minnst um skák. Gligoric spyr þó Keres, hvað hann hafi marga vinninga. ,,Eg veit það eitt um stöðuna í mótinu, — bætir Gligorie við, — að ég er tveimur vinningum á eftir Petrosjan.“ Við Gligoric erum sammála um, að nú sé tíma- bært fyrir Keres að vinna eitt áskorendamót. Hann hefur, sem kunnugt er, hafnað í fjórða, þriðja og siðast í öðru sæti á mótum þessum. „Nú ætti að vera komin röðin að því fyrsta segjum við.“ „Það gæti alveg eins orðið öfugt, það fimmta,“ segir Kerés. Golombek kemur og sézt við næstá borð. 'Háhh segir okkur fréttir frá þingi alþjóðaskák- sambandsins í .Lúxemburg. Meðal annars það, að Lothar Smith hafi verið útnefndur stórmeistari. En Lothar Smith er einmitt toorðfélagi okkar íslendinganna og Darga þessa dagana. Síðast í gær, þegar við vorum að skoða ibiðskák- ina við Smisloff, kom Smith £g sagði okkur þau tíðindi, að af svölunum hans mætti sjá til Smisloffs, þar sem hann sæti við rannsóknir á stöð- unni. Kvað Smith Friðrik hafa nógu marga aðstoðarmenn, til þess að geta sent einn I njósn. arleiðangur. Var hlegið að þeirri fyndni. Golombek talar ensku, og virðist Keres nær jafnvígur á hana og iþýzku eins og rússnesku. Þó er rúss- neska ekki móðurmál hans, sem kunnugt er. Sameiginleg- ur kunningi okkar Keresar í Svíþjóð, landi hans Leho Lourine, hafði eitt sinn orð á því, að Keres hefði lært rússneslcu á þann hátt, að ihamn hefði klippt niður pappa- lappa, skrifað rússnesk orð öðru megin og þýðinguna hinum megin, s'íðan hefði hann handleikið lappana líkt og spil, unz hann kunni öll orðin ut- anað. Seinleg aðferð, en virð- ist -hafa borið góðan árangur. Annars mun Gligoric vera mestur málamaður þeirra keppendanna. Auk móður- málsins talar hainn ensku, þýzku, rússnesku, frönsku og spönsku. ítölsku skilur hann að mestu og vafalaust fleiri mál að einhverju leyti. Þegar við Keres erum orðnir einir eftir við borðið, notum við tækifærið til þess að spyrja hann um skák ' hams við Benkö, sem hinn síðar- nefndi tapaði á tíma, þegar hann átti eftir að leika að- eins einum leik á tilskilda tímanum. „Hvert er álit þitt á loka- stöðuinni á móti Benkö?“ „Hún er nokkuð jöfn — segÍF Keres — en Benkö ætlaði skaJkkt í framhaldið, og hefði þá væntanlega tapað peði.“ ,/Hvað um leikinn Bc5 hjá Benkö eftir að þú hefðir drep- ið hrókinn?“ f,Já, það er rétti leikurinn, en Benkö ætlaði að leika Bb2. Eftir Bc5 ihefði ég svarað með Hö8. Þá er staðan lík, ef til vill eitthvað betri hjá svörtum, en ætti að vera jafn- tefli.“ „Já, — segjum við, sem höfum einmitt rannsakað þessa leið, og komizt að þeirri niðurstöðu, að hún sé ef til vill lítið eitt betri hjá hvítum, en eigi að leiða til jafnteflis, — en það er vitaskuld alveg vonlaust, að sleppa úr svona mikilli tímaþröng.“ Og svo minnumst við orða Larsens, þegar óþekkti skák- maðurinn spurði hann, hvað hann ætti að segja við félaga sína í Stuttgart, um mótið hér og keppendur, þegar hann kæmi heim til sín. „Segið þeim, — sagði Lars- Framhald á 10. síðu. Friðrik og Fischer við skákborðið

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.