Þjóðviljinn - 15.10.1959, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 15.10.1959, Blaðsíða 5
Fimmtudagur 15. október 1959 — ÞJÓÐVILJINN — (5 Enn sfyífn vlnnufsmi I mörgum grehium og gerf róð fyrir svo til glgeru banni við effirvinnu Frumdrög aö nýrri vinnumálalöggjöf hafa verið birt í tímariti sovézku verkalýðsfélaganna, Sovétskí Profso- júsí. Þau verða birt í öðrum tímaritum og blöðum og þannig dreift um öll Sovétríkin svo að almenningur geti rætt þau og gert tillögur um breytingar á þeim áður en þau veröa lögð fram sem frumvarp í Æðstaráðinu. 1 þessari nýju löggjöf verðaj Einn kafli laganna fjallar staðfest þau margvíslegu rétt- eingöngu um vinnu kvenna og indi sem sovézku verkalýðs-: þar er m.a. ákveðið að konur félögin hafa fengið á síðari ár- um og um leið verður etunda vinnuvika lögboðin. 40 megi ekki vinna erfiðisstörf eða í iðngreinum sem taldar eru óheilsusamlegar. 56 dögum fyrir barnsburð og 56 dögum eftir hann fá kon- ur orlof á fullum launum. Heim- ilað er að veita þeim að auki sex mánaða ólaunað orlof ef þær æskja þess. Lögin rnunu aðeins verða í gildi um takmarkað árabil, þar sem gert er ráð fyrir að vinnu- timinn verði styttur enn meira þegar fram í sækir. Þá er einn- ig ætlunin að starfssvið verka- lýðsfélaganna verði enn fært út og þeim fengin í hendur stjórn allra heýbrigðismála, sjúkta- húsa, heilsuhæla o.s.frv. beiff í kvennasEag Hálfþrítug kona frá Uppsöl- um var í gær lögð inn í sjúkrahús í sænsku borginni Gávle hættulega særð 1.2 hníf- stungum. Áverkana fékk kon- an í viðureign fjögurra kvenna á bílastæði í borginni. Konurnar börðust með hníf- um, grjóti og lurkum. svo að flytja varð tvær í sjúkrahús. Eftirvinna hönnuð með lögurii Samkvæmt frumvarpinu á að lögbjóða 7 stunda vinnuldag sem algert hámark frá og með næsta ári, en frá árinu 1962 verður 40 stunda vinnuvika lög- boðin. eem hámark. I ýmsum greinum iðnaðarins verður vinnutíminn enn styttri. Þetta á þannig við um númumenn og aðra .sem stunda sérstaka erfið- isvinnu eðá vinna að næturlagi. Daginn fyrir frídag má ekki vinna í meira en 5 stundir. Yfirleitt er öll eftirvinna bönnuff. Teknar eru fram í lög- Unum ákveðnar undantekningar þegar leyfa má eftirvinnu — t. d. ef um sjávarháska eða slys er að ræða —, en þó verða trúnaSarmenn verkalýðsfélag- anna jafnan að gefa leyfj til þess. Elftirvinna má þá ekki vera meiri en samanlagt fjórar stundir á tveim dögum eða 10 stundir á mánuði. Þá er heimilað í lögunum að stytta vinnutímann enn meira- en hámarkið segir til um þegar um er að ræða fólk sem ekki hefur fullt starfsþrek eða á erf- itt með að skila fullum vinnu- tíma vegna erfiðra heimilis- ástæðna. í lögunum eru einnig ákvæði um að kaup skuli greiðast í vinnutíma, og að fullt kaup skuli greiðast þótt framleiðslan misheppnist ef verkamanninum verður ekki um kennt. Rétítndi verkalýðsfélaganna I ölium ákvæðum laganna er lögð höfuðáherzla á réttindi verkalýðsfélaganna til að sjá urn að þeim sé framfylgt og kveða upp úrskurð ef ideilur rísa út af framkvæmd þeirra. Þannig er m.a. tekið fram að ekkert fyrirtæki og engin vinnudeild megi taka til starfa fyrr en bæði viðkomandi verka- íýðsfélag og ríkisstofnanir sem annast heilbrigðiseftirlit og um- sjón með vinnuöryggi hafa gef- ið samþykki sitt til þess. Verkalýffsfélögin eiga að sjá um að verkamenn og aðrir Btarfsmenn taki virkan þátt í .stjórn fyrirtækjanna. Auk þess sem þau semja um kaup og kjör félagsmanna sinna er þeim einnig ætlað að annast Biður um traust f dag imin Debré. forsætisráð- herra Fúakklands, biðja þingið að lýsa trausti á stefnu stjórnar- innar í málum Alsír. Ýmsir menn í stuðningsilokkum stjórnarinnar eru óánægðir yíir að de Gaulle heíur viðurkennt sjálfsákvörðun- arrétt Alsírbúa, en talið er að stjórnin eigi vísan mikinn meirihluta. Kínvarski herinn fer frá Longju Fréttaritarj Reuters í Ass- am austast í Indlandi skýrði frá því í gær að fregnir hefðu borizt um að kínverskt herlið væri að yfirgefa setuliðsstöð- ina Lohgju, sem Kínverjar tóku af Indverjum í á.gúst. Kínverjar færa sig nú 800 metra norður fyrir virkið, en indverskar hersveitir eru ein- um kílómetra fyrir sunnan það. Lúnik verði á: lofti m aldur og ævi Fer eina umferð á 15 dögum, kemur aftur í mestu tunglnánd í janúar 1967 Svo viröist nú sem sovézka geimstöðin Lúník 3. muni haldast á lofti um óratíma, e.t.v. að’ eilífu. Aðeins eitt virðist geta grandað henni: ef hún rækist á loftstein á ferð sinni um geiminn. Moskvuútvarpið skýrir frá þessu og jafnframt er haft eft- ir sovézka geimfræðingnum V. Teikningin sýnir braut Lún- iks 3. frá jörðu umhverfis tunglið og til jarðar aftur. Við tölurnar 1 sjást tunglið og Lúnik eins og innbyrðis afstaða þeirra var þegar Lúnik var skotið á loft að morgni 4. október. Klukkan um 14 6. október var Lún- ik næst tungli (2), en tölurn- ar 3 sýna afstöðu þeirra þeg- ar Lúnik kemur aftur næst jörðu um næstu helgi, en síð- an heldur hann áfram á braut sem er mjög aflangur sporbaugur. Ileillaéskli* Krústjoff forsætisráðherra óskaði í gær Macmillan til hamingju með sigurinn í þing- k'osningunum í Bretlandi og Eisenhower til hamingju á 69. afmælisdegi hans. I skeytinu til Macmillan segir Krústjoff, að hann vænti þess að nú, þegar Macmillan hafi fengið staðfestingu fyrir stuðningi og trausti brezku þjóðarinnar, igeti þeir ásamt forustumönnum annarra ríkis- stjórna snúið sér að þvi að leysa afvoununarmálið og önn- ur alþjóðleg vandamál. Gestapéforingi ikom í leitirnar Útvarpið í ísrael hefur skýrt frá því að einn af illræmldustu yfirmönnum Gestapó á stríðsár- unum sem leitað hefur verið að í hálfan annan áratug sé nú kominn í leitirnar. Hann heitir Adolf Eichmann og dveist nú í olíulandinu Kuwait á Arabíu- skaga. Eichmann var yfirmaður gyð- ingadeildar Gestapó. Hann fæddist í Telaviv og talar he- bresku reiprennandi. Gyðingar allarjsem lifðu af hörmungar stríðs- almannatryggingar og yfirleitt (ins telja hann einhvern blóð- sjá um að verkamenn njóti þyrstasta höðul nazista. allra þeirra hlunninda sem þeir geta átt kröfur á. Heimilað er að refsa for- Stjþrum fyrirtækja sem gera sig ^seka um brot á lögunum, ör- Hann átti frumkvæðið að „áætluninni uni endanlega lausn gyðingavandamálsins", eins og nazistar orðuðu það, og var yfirmaður allra fangabúða í yggisreglum og kjarasamning- ^ hinum hernumdu löndum Evr- una. ópu á stríðsárunum. I. Siforoff að útreikningar á því hvenær geimstöðin er vænt- anleg í mesta jarðnánd muni standast og hún verði þvi rúm- lega 40.000 km frá jörðu um næstu helgi. Geimstöðin mun fara eina um- ferð um jörðu á hverjiun 15 dögum og braut hennar verður sem áður mjög aflang- ur sporbaugur. Hún mun kom- ast í tunglnánd „við og við“ og verða næst tungli í janúar 1967. Hún mun þá verða rúmlega 9.000 km frá tungli. Það verð- ur þó hægt að gera athuganir á yfirborði tunglsins miklu fyrr en þá, eða þegar í 9. umferð eða eftir rúma fjóra mánuði, síðan í 16., 25., 41., 66., og 107. um- ferð. Annar eovézkur vísindamað- ur, idr. Fedniskí, segir í grein í Pravda að hægt verði að öðl- ast vitneskju um lögun tungls- ins með athugUnum á braut Lúniks 3. Hann telur ekki ó- sennilegt að í ljós komi að þvermál þess um miðbaug sé meira en þvermál gegnum skautin. Búizt við að þær verði með öllu Búnar þeg- ar stálverkíallið verður stöðvað Verkfallið í bandaríska stáliðnaöinum er talið munu standa enn út þessa viku, enda þótt Eisenhcwer for- seti hafi ákveöið að beita hinum svonefndu Taft-Hartley- lögum til að binda endi á verkfallið um stundarsakir. stöðva, en það mun sem sagt Samkvæmt lögunum er heim- ilt að stöðva verkfall í 80 ídaga og skal sá tími notaður til samningaumleitana. Dómsúr- skurð þarf þó fyrir slíkri stöðvun og áður þarf ríkis- stjórnin að leggja fyrir dóm- stólana álitsgerð sem sýnir fram á að þjóðarhagur krefjist þess að verkfallið sé stöðvað. Eisenhower hefur falið þriggja manna nefnd að semja slíka álitsgerð og er ekki búizt við að hún hafi lokið störfum fyrr en í vikulok. Telja má nær víst að niðurstaða nefndarinnar verði sú að verkfallið beri að dragast enn í vikutíma eða svo. Safnaff liafði verið gífurlegum birgðum af stáli í Bandaríkjun- um áður en verkt'alliff iiófst 15. júlí s.l., en nú er mjög farið að ganga á þær og talið að elíki séu eftir birgðir nema tii einnar viku. Enda þótt stáliðju- verin hefji framleiðslu aftur í byrjun næstu viku má búast við stálskorti næstu vikur og jafn- vel mánuði. Ástæðan er sú að stálframleiðendur teija að það muni taka a.m.k. fimm vikur að koma öllum bræðsluofmmum í full afköst.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.