Þjóðviljinn - 15.10.1959, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 15.10.1959, Blaðsíða 6
6) — ÞJÓÐVILJINN — Fimmtudagur 15. október 1959 ÞlÓÐVIUINN ÚtBefandi: SameintnKarflokkur alþýðu — Sósialistaflokkurinn. — Ritstiðran Maenús Kiartansson (áb.), Sigurður Quðmundsson. — Fréttaritstiórl: Jón BJarnason. — Blaðamenn: Ásmundur Sigurjónsson, Eysteinn Þorvaldsson, Quðmundur Vlgfússon,, ívar H. Jónsson, Magnús Torfl Ólafsson, Sigurður V. Friðbjófsson. — Auglýslngastjóri: Quðgelr Magnússon. — Bitstjórn, af- grelðsla, auglýsingar. prentsmiðja: Skólavörðustíg 19. — Siml 17-500 (• línur). — Áskriftarverð kr. 30 á mánuði. — Lausasöluverö kr. 3. PrentsmlðJa ÞjóSvilJuns. .7,;;:. ...i .."I Lýðræðinu hætta búin Vill þjóðin gefa hálfnazistísk- um lýðskrumsflokki eins og Sjálfstæðisflokknum svokallaða yöld í landinu næstu fjögur ár? Vill það kalla yflr sig þá hættu að á þeim fjórum ár- um búi þessi hálfnazistíski lýð- skrumsflokkur svo um hnútana að íslendingar þurfi ekki um iangt skeið að hafa áhyggjur af kosningum, heldur hangi í- haldið í völdum í trássi við stjórnarskrá íslands og lög? Þeim spurningum verða kjós- endur að svara með atkvæði eínu nú eftir rúma viku. 'ffT'ólk sem hefur látið sefjast af lýðskrumsáróðri íhaldsins finnst ef til vill slíkar spurn- ingar fjarstæðukenndar. En hitt er staðreynd, að nazista- deild Sjálfstæðisflokksins eflist nú mjög að áhrifum innan flokksins, og hefur Bjarni Bene- diktsson (sá sami sem læri- íeðurnir í Þýzkalandi buðu að horfa á aftökuna) unnið að því érum saman að raða yfirlýstum nazistum til trúnaðarstarfa, ekki einungis fyrir flokkinn heldur hefur hann notað vald Sjálfstæðisflokksins til að troða mönnum eins og Sigurjóni Sig- urðssyni, Guttormi Erlendssyni, Birgi Kjaran, Davíð Olafssyni og öðrum yfirlýstum nazistum í trúnaðarstöður ríkis og bæjar- íélaga. Nú er augsýnilega ætl- un Bjarna að troða nazistan- um Birgi Kjaran inn á Alþingi og nazistinn Davíð ólafsson er í næsta sæti við Birgi á lista Sjálfstæðisflokksins. Þannig á sð reyna að gegnsýra þingflokk Sjálfstæðisflokksins af nazista- stefnu, og nú þegar heyrast samfara frekjukröfum um vald handa flokknum einum, hótan- irnar í garð verkalýðshreyfing- arinnar, hótanir sem verða framkvæmdar ef íslenzkt fólk k' ■ í andvaraleysi yfir sig fickk þar sem heittrúaðir læri- sv'inar Hitlers og Göbbels á. ís'-'ndi eru í þann veginn að ná undirtökunum. / T71 hvernig ættu þeir að ■®-0-v<?oia sér völd léngur en eitt k\ö”tímabil, gætu menn spnrf. Er ekki rétt að lofa þc.n að sýna sig og reyna úr- ræ"i s;n? segja menn sem hafa lá".) telia sér trú um að Sjálf- st- ði'Þokkurinn væri bara gmnldass íhaldsflokkur sem vi 't væri að héldi leikreglur iýTræðisfns. Hvað segir sagan, hvð ■ r.e°ir íslandssagan um S.jálístæíi'd'lr'kkinn? Hún segir að þetta sé flokkur sem einskis -cv!£st ef hann heldur að hann kc.nist uun með það. íslands- sagan segir, að Sjálfstæðis- flokkurinn með sömu foringjum og nú, hafi fyrir tæpum tveim- úr áratugum vikið til hliðar stjórnarskri íslands og lögum, og látið þingmenn samþykkja a3 þeir skyldu halda áfram að vera þingmenn eftir að fjög- urra ára umboð þeirra var nið- ur fallið. Og jafnframt var gert samsæri við tvo flokka aðra, Framsóknarflokkinn og Al- þýðuflokkinn um að það ástand skyldi haldast frá 1941 til stríðsloka, sem enginn vissi þá hvenær yrði. Sjálfstæðisflokkn- um tókst ekki til allrar ham- ingju að framkvæma það sam- særi eins og til stóS. Verka- lýðshreyfingin sprengdi það með baráttu sinni og knúði fram að stjórnarskrá íslands og lög varðandi kosningar til Al- þingis komu aftur til fram- kvæmda árið 1942. En eftir stendur minnisvarðinn sem ,,lýðræðisflokkarnir“ þrír reistu sér, eftir stendur sú sögulega staðreynd, að Sjálfstæðisflokk- urinn, Framsókn og Alþýðu- flokkurinn hafa sýnt sig í því að víkja til hliðar stjórnarskrá íslands og lögum og framlengja um ótiltekinn tíma umhoð sitt og þingmanna sinna, og jafnvel láta slíkt umboðslaust, ólöglegt þing taka hinar mikilvægustu ákvarðanir fyrir hönd þjóðar- innar. Hroki Sjálfstæðisflokks- ins nú og hinna nazistísku framámanna hans er slíkur, að nái flokkurinn meirihluta á- samt „liðsauka" sínum Alþýðu- flokknum, eru þeir flokkar vís- ir til hvers konar lögleysu og yfirgangs til að hanga í völd- unum — nú ekki síður en 1941. TlM'eginástæðan til þess að Sjálfstæðisflokkurinn hefur látið Alþýðuflokkinn sitja í stjórn til málamynda ér sú, að íhaldið vildi ekki .fara í ríkis- stjórn fyrir haustkosningarnar. Sjálfstæðisflokkurinn lét sér nægja að hafa traust taumhald á fjórum leikbrúðum í ráð- herrastólum, en látast hvergi nærri koma landsstjórninni. Afturhaldsklíkurnar og nazist- arnir, sem nú mega heita að ráði öllu um stjórn Sjálfstæðis- flokksins, kusu þann kost að reyna að læðast að bráðinni og bráðin á að verða íslenzka þjóðin, sefjuð af lýðsskrums- áróðri Morgunblaðsins. Jafn- framt er hinum yfirlýstu naz- istum þokað til meiri og meiri áhrifa í flokknum svo hægara sé að varpa fyrir borð lýðræð- isvígorðum ef valdið fengist í kosningunum. Og raunar hefur Sjálfstæðisflokkurinn sagt nóg um fyrirætlanir sínar, stór- fellda gengislækkun, kaupbind- ihgu, kúgunarvinnulöggjöf, af- hending erlends gjaldeyris þjóðarinnar til braskaranna, eyðilegging austurviðskiptanna og þar af leiðandi atvinnuleysi, — til þess að alþýða manna gangi ekki að því gruflandi hvað bíður hennar á næsta leiti ef íhaldið og „liðsauki" þess Alþýðuflokkurinn ná meirihluta á Alþingi nú í haúst. Viðræður um frið í Alsír geta hafizt ef de Gaulle er alvara í hverju hausti, þegar að því idregur að þing SÞ ræði stríðið í Alsír, taka stjórnar- herrarnir í París að ókyrrast. Þannig var það í fyrra og þannig er það nú. í október 1958 báuð de Gaulle Serkjum að senda fulltrúa til Parísar að ræða um vopnahlé. Það nefndi hann „frið hinn hug- rökku“. Útlagastjórn Serkja var ekki á sama máli. Hún kvaðst fús til viðræðna við Frakka, en þær yrðu að fara fram í hlutlausu landi og snúast um stjórnskipan í Al- sír engu síður en vopnahlé. Við það sat, og ekki munaði nema einu atkvæði að Alls- herjarþingið samþykkti með tilskildum meirihluta vítur á. Frakka fyrir hernaðinn í Al- sír. Um mitt sumar í ár var frönsku stjórninni orðið ljóst, að hún myndi fá yfir sig áfellifildóm SÞ á Allsherjar- þinginu í haust, ef ekkert væri að gert. llfl'estu máli skipti fyrir frönsku stjórnina að vinna Bandaríkin á sitt band. Ferhat Abbas Bandaríski fulltrúinn sat hjá við atkvæðagreiðsluna í fyrra, og afstaða fulltrúa margra annarra ríkja veltur á því hvaða bendingar þeir fá frá Bandaríkjamönnum. Alsírmál- ið var af þessum sökum aðal- umræðuefni de Gaulle og Eis- enhowers, þegar þeir hittust í París um næstsíðustu mán- aðamót. Franski forsetinn skýrði þeim bandaríska frá fyrirætlunum sínum í Alsír og fékk loforð um stuðning Bandaríkjanna. de Gaulle birti evo alþjóð ákvarðanir sínar 1 útvarpsræðu 16. september. I fyrsta skipti féllst hann á að veita Alsírbúum sjálfsákvörð- unarrétt, að vísu bundinn ýmsum skilyrðum, en viður- kenndi þó að þeir hefðu rétt til að velja ejálfstæði. de Gaulle ítrekaði að útlaga- stjórn Serkja stæðu til boða viðræður um vopnahlé, neitaði enn að ræða v.ið hana pólit- ísk málefni, en hét því að „forsprakkar uppreisnarinnar“ skyldu fá sömu aðstöðu og aðrir Alsírbúar til að ákvarða framtíð lands síns í þjóðar- atkvæði ekki síðar en fjórum árum eftir að friður hefði komizt á. Tj1erhat Abbas, forsætisráð- herra útlagastjórnar Alsír, svaraði de Gaulle í Túnis 28. september. Hann kvað stjórn sína „reiðubúna að hefja við- ræður við frönsku stjórnina um pólitísk og hernaðarleg skilyrði fyrir vopnahléi og skilyrði og trj'ggingar fyrir_ framkvæmd sjálfsákvörðunar- réttar“. Abbas tók fram, að friður gæti komizt á þegar í stað, þar sem sjálfstæðishreyf- ing Alsírbúa hefði nú náð því marki að fá frönsku stjórn- ina til að viðurkenna sjálfs- ákvörðunarrétt landsmanna. Um frjálst val gæti auðvitað ekki verið að ræða meðan hálfrar milljónar manna her- námslið Frakka sæti í Alsír, en það sem mestu máli skipti væri að stöðva blóðsúthelling- arnar, sem á tæpum fimm ár- um hafa kostað 800.000 til 1.000.000 mannslíf. ÍVTÚ stendur yfir umræða í 11 franska þinginu um tilboð de Gaulle til Alsírbúa. Eins og endranær hefur hershöfð- inginn talað einna líkast vé- frétt, orð hans eru svo marg- ræð að menn með hin ólíkustu sjónarmið hafa getað skýrt þau að vild sinni. Bourguiba Túnisforseti telur de Gaulle reiðubúinn að láta Alsír ná sjálfstæði, en franskir stríðs- sinnar í ríkisstjórninni og ut- an hennar þykjast þess full- vissir að ekki vaki annað fyr- ir forsetanum en að snúa al- menningsálitinu í heiminum og atkvæðum á Allsherjar- þinginu sér í vil. Hinir óbil- gjörnustu í hópi franskra landnema í Alsír eru æfir yfir að de Gaulle skuli taka sér í munn orð eins og sjálfs- ákvörðunarréttur. Fjörutíu og þrír af 71 þingmanni Alsir hafa lýst yfir að þeir muni ekki sitja þingfundi í París,< fyrr en fengin sé trygging fyr- ir að staðið verði við gefin loforð um algera innlimun landsins í Frakkland. Samsær- ismennirnir frá í maí í fyrra: eru önnum kafnir í Algeirs-. borg. Philippe Marcais, einn af þingmönnum Alsír í París, sagði nýlega við brezka blaða- menn, sem spurðu hvað ger- ast myndi ef franska stjórnin gerði sig líklega til að ganga til samninga við sjálfstæðjs- hreyfingu Serkja: „Heima- landið er púta. Við erum bún- ir að taka það með' valdi einu sinni. Við tökum það með valídi eins oft og þörf gerist“. rátt fyrir læðupokaskap ide Gaulle og heitingar stríðs- sinna í Alsír og Frakklandi, telja flestir að viðræður um frið í Alsír séu líklegri nú en nokkru sinni fyrr síðan í árs- byrjun 1956, þegar sósíal- demókrataforinginn Guy Moll- et gafst upp fyrir tómatahríð landnema í Algeirsborg. Ut- lagastjórnin hefur aldrei gert sér von um að sigra franska herinn, og fleiri og fleiri Frakkar gera sér ljóst að sjálfstæðishreyfing Alsírbúa verður ekki kæfð í blóði. Eft- ir er að vita hvort formsatriði verða því til fyrirstoðu að við- ræður geti hafizt. de Gaulle getur ekki ætlazt til að útlaga- stjórnin fallist skilmálalaust á vopnahlé, því að það myndi þýða að her sjálfstæðishreyf- ingarinnar yrði leystur upp en Frakkar stæðu eftir í Alsír gráir fyrir járnum. M. T. Ó. Skemmdarverk Framhald af 3. síðu. til i skýlinu þar voru kol út lim allt gólf, spýtur, tcmar flöskur, uppteknar dósir með niðursoðnum mat í, brotinn olíulampi og fleira dót. — Austur af eldhúsinu er geymsla og í kassa þar inni er geymd- ur matur, sem tilheyrir skýl- inu ásamt fleira dóti. Ein- hverjir óviðkomandi hafa far- ið í þennan kassa, því búið var að opna þar dós með fiski- hollum í, en ekkert tekið úr dósinni og var innihald dós- arinnar orðið úldið og lagði fýlu mikla upp úr kassanum. Einnig hafa rnýs komizt i kass- ann og rótað þar til, Uin eld- húsið og geymslujia var mjög illa gengið. Tekið var til í öllu skýlinu, rusl fjarlægt, sópað, teppin brotin saman og fatnaður var líka brotinn saman og hann hengdur upp í loft ásamt tepp- unum. Farið var með dósamat og fleira og það skilið; eftir á hillu í eldhúsinu. Gengið var toetur frá gluggum og neglt fyrir brotnu rúðuna, einnig at- hugað þak. Handfang á úti- dyrahurð, innanvert var brot- ið. Kl. 17 var komið úr leið- angri þessum.“ j de Gaulle og Eisenhower aka Um götur Parísar.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.