Þjóðviljinn - 15.10.1959, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 15.10.1959, Blaðsíða 7
Fimmtudasur 15. október 1959 — ÞJÓÐVILJINN — (T Það er hljótt um landhelgis- málið. Landhelgisgæzlan telur ekki taka því að birta skýrslur um veiðiþjófana á miðunum og verndara þeirra nema endrum og eins. Blöð og stjórnmálamenn minnast sára- sjaldan á það að við heyjum enn stríð ;fyrir fullveldi okkar •og framtíð. Og þessa baráttu ber tæplega í tal manna á milli nema einhver sérstök tilefni gefist.. Okkur er sagt að ástæð- an sé sú að um þetta máí séu allir sammála, þjóðin öll, stjórnmálaftokkarnir og leið- tögar þeirra. Því til sönn- unar eiga kjósendur allir að bera í barminum landhelgis- merki með hátíðlegum áletrún- um þegar þeir ganga að kjör- borðinu síðar í þessum mánuði. og menn eiga að geta borið merkið með jafn góðri sam- vizku hvort sem þeir setja kross við A, B. D eða G. Þetta er mikil þ.jóðareining. Hún er jafn afdráttarlaus og 1946 þegar allir stjórnmála- flokkar voru sammála um það — fyrir kosningár — að hafna bæri afdráttarlaust öllum kröf- um Bandaríkjamanna um bækistöðvar hér á landi. Hún er jafn eindregin og 1949 þegar leiðtogar Alþýðuflokksins, Framsóknarflokksins og Sjálf- stæðisflokksins sóru — fyrir kosningar — að aldrei skyldi erlencur her dveljast á íslandi á friðartímum. Stjórnmálamenn okkar eru orðnir langþjálfaðir í einingu — fyrir kosningar — og þjóðinni virðist alltaf þykja jafn ánægjulegt til þess að vita. | VantrúaSir J En til eru þeir sem ekki festa mikinn trúnað á þessa ,„þjóð,areiningu“ stjórnmála- mannanna, einmitt þeir sem eiga . þó helzt að verða fyrir henni. valdamenn Breta. Þeir kalda ótrauðir áfram að senda ránsflota sína á Islandsmið, togara og herskip, og brjóta á okkar íslenzk lög og alþjóða- lög margsinnis dag hvern. Allir vita að tilgangurinn er ekki sá að veiða fisk, því þjófnaður Breta á íslandsmiðum er ein- hver kostnaðarsamasta og óarð- bærasta útgerð sem um getur. Áform þeirra er að knýja fs- lendinga til undanhalds og samninga; til þess hefur verið kostað tugum milljóna króna, vegna þess að brezk stjórnar- völd telja að sá kostnaður muni færa árangur. Valdamenn Breta hafa ekki farið neitt dult með það að þeir binda vonir sínar og áform við ráðamenn Sjálfstæðis- flokksins og Alþýðuflokksins. Þeir minnast þess að forustu- menn þessara flokka voru and- vígir því 1958 að íslendingar stækkuðu landhelgi sína í 12 mílur með einhliða aðgerðum og vildu í staðina að samið yrði um það við Breta og Atlanz- bandalagið hversu stór land- helgin mætti vera, eins og ég hef rakið ýtarlega á öðrum stað. Bretar hafa veitt því at- hygli að ráðamenn þessara flokka halda enn áfram að tala um „mistök“ þau í landhelg- ismálinu sem vinstristjórnin hafi gert — og þeir sem tala um mistök vilja auðvitað láta leiðrétta þau. Því er það ,svo að þegar ís- lenzkir kjósendur ganga að kjörborðinu með landhelgis- merkið sitt í barminum, beina brezkir valdamenn huganum að því sem gerast mun eftir kosningar. Þeim hugleiðingum lýsti brezka stórblaðið Finan- cial Times svo snemma á þessu ári; ,,Það hindrar einkum samningaviðræður nú sem stendur að bráðabirgða- stjórnin á íslandi er af eðlilegum ástæðum ófús til að gefa nein loforð, og tvennar kosningar verða að A því er enginn vafi að þetta aðgerðaleysi stafar af því að hernámsflokkarnir vilja ekki gera neinar þær ráðstafanir sem ekki verði aftur teknar, þeir vilja ekki loka neinum leiðum. Þeir vilja eiga allra kosta völ — eftir kosningar. Mótmœli /Fyrir skömmu gerðust allt í einu þau tiðindi að landhelgis- gæzlan skýrði frá því að brezk- hclgi á þessum gömlu, ógildu mörkum. Sé brotið í bága við þau er gripið til óvenjulegra ráðstafana til að vekja athygli á glæpnum; liitt er hversdags- legt og ekki umtalsvert þótt tólf milna mörkin séu óvirt dag livern. í þessari málsmeðferð felst auðvitað ótvíræð vísbending til Breta, og þeir veita henni sér- staka athygli. j svari sínu við siðustu orðsendingu Guðmund- ar í. Guðmundssonar tók brezka ríkisstjórnin einnig fram „að henni þyki leitt að r,—————-— Magnús Kjartansson: Er gg 0Ó g nð bern lon í bi | ■ ■ ám mp igifmerkf pngntinu? fára fram áður en ný ríkis- stjórn getur setzt að völdum. .... Næsta alþjóðaráðstefna um fiskveiðar á að koma saman í Genf í marz eða apríl 1960, en brezkir út- gerðarmenn vona að áður cn til þess kemur verði búið að komast að bráðabirgða- samkomulagi við nýju rík- isstjórnina á Islandi.“ Opnar dyr Bretar renna mörgum fleiri stoðum undir þessar vonir sín- ar og fyrirætlanir. íslenzk stjórnarvöld hafa að vísu haft stór orð um ofbeldi Breta hér við land; ' í hvítri bók hafa þau rætt um „agression", þ.e. vopnað ofbeldi sem flokka ber til alþjóðlegra glæpaverka; þau hafa 'lýst árás Breta brot á stofnskrá Sameinuðu þjóð- anna, sáttmála Atlanzríkjanna og öðrum alþjóðlegum sam- þykktum. En þrátt fyrir öll þessi orð hafa hernámsflokk- arnir verið ófáanlegir til að fylgja þeim eftir með nokkrum' aðgerðum, hversu rökréttar og óhjákvæmilegar sem þær eru. Við höldum en stjórnmálasam- bandi og viðskiptatengslum við Breta, og þeir voru að til- kynna fyrir skömmu að þeir myndu senda hingað nýjan sendiherra, reyndan samninga- mann — eftir kosningar. Her- námsflokkarnir hafa ekki með nokkru móti viljað kæra árás Breta fyrir Sameinuðu þjóðun- um; þaðan af síður hafa þeir tekið í mál að endurskoða að- ild okkar að Atlanzbandalag- inu; sízt af öllu hafa þeir viljað draga nokkrar ályktanir af hinni . sérkennilegu vernd bandaríska hernámsliðsins •— aðrar en þær að láta liðinu í té nýja herstöð á Snæfellsnesi. ur togari og herskip hefðu ver- ið staðin að ólöglegum athöfn- um rúmar 9 mílur innan fisk- veiðimarkanna. Hefði íslenzk- ur skipherra mótmælt þessu at- hæfi harðlega og síðan elt lög- brjótana langt út í hafsauga. Jafnframt herti Guðmundur í. Guðmundsson sig upp í það að senda brezku stjórninni harðorð mótmæli út af þessum atburði. Allur var þessi dugn- aður mjög einkennilegur, þegar þess er gætt að brezkir togar- ar og herskip stunda slikar ó- löglegar athafnir í landhelgi dag hvern án þess að landhelg- isgæzlan telji ómaksvert að tí- unda það og án þess að nokkuð æmti í ráðherranum. Ástæðan til þessarar undantekningar var sú að Bretar höfðu í þessu falli verið fyrir innan gömlu fjögurra mílna mörkin. Þau mörk hafa ekki lengur neitt •lagagildi, þau voru felld niður um leið og tólf mílna reglan var lögfest, en engu að síður lialda utanríkisráðherra og flokkar þeir sem að honum standa áfram að hafa sérstaka atburður setn þessi skuli hafa átt sér stað, enda stafi liann af misskilningi .... verði gerðar ráðstafanir til þess að fyrir- byggja möguleikann á því að slíkir atburðir endurtaki sig í svipuðum tilfellum“, eins og það var orðað á ráðuneýtis- máli. Þegar íslenzk stjórnar- völd miða aðgerðir sínar við gömlu og ógildu fjögurra mílna mörkin, leysist öll styrjöldin við Breta upp í tóman „mis- skilning“. Og misskilning á að vera auðvelt að leiðrétta. Bannhelgi Stjórnmálaflokkarnir hafa að vanda birt stefnuskrár sínar f.vrir kosningar, þar á meðal Alþýðuflokkurinn og Sjálfstæð- isflokkurinn, þeir tveir flokkar sem hafa afráðið að mynda stjórn saman eftir kosningar ef þeim endist kjörfylgi til. Stefnuskrár þessara flokka eru svo likar að leiðtogarnir segj- ast geta undirritað þær hvorir hjá öðrum, og báðar eiga þær sammerkt í því að þar er að finna nokkrar setningar um landhelgismálið. Þetta éru ósköp áferðarfallegar setning- ar, en það vekur sérstaka at- hygli að þar er hvergi minnzt á 12 mílur. Við íslendingar höfum haft 12 mílna fiskveiði- landhelgi í meira en ár; jafn- lengi hafa Bretar með ofbeldi reynt að knýja okkur til að falla frá 12 mílum; þau mörk voru valin vegna þess að 12 mílur eru í samræmi við al- þjóðalög og njóta stuðnings meirihluta heimsríkjanna 4— en engu að síður geta tveir ís- lenzkir stjórnmálaflokkar samið kosningastefnuskrá án þess að nefna 12 mílur, þau mörk sem nú eru í gildi og um er barizt. Það er engu líkara en 12 mílur séu bannhelg orð hjá þessum flokkum og málgögnum þeirra. Þetta er auðvitað engin til- viljun. Það er engin tilviljun heldur að í stað hinna bann- helgu orða segir svo í stefnu- skrá Sjálfstæðisflokksins að ís- lendingar megi ekki „sætta sig við minni landhelgi en nú lief- ur verið ákveðin“. „Miðlunartil lögur“ Breta og Atlanzbanda- lagsins eru einmitt í því fólgn- ar að Bretar bjóða okkur „jafnstóra" landhelgi og við höfum nú; ef þeir fái að veiða innan 12 mílna á sumum stöð- um segjast þeir fyrir sitt leytí lofa að friða jafnstór svæði ut- an 12 mílnanna annarstaðar! Það eru þessar hugmyndir Breta sem ráða orðalagi á kosn- ingastefnuskrá Sjálfstæðis- flokksins; af þessum ástæðum má ekki nefna 12 mílur í mál- gögnum þeirra flokka sem telja sér ráðherrastóla vísa að loknum kosningum. \ Tvömerki | Þannig er allt undirbúið í kyrrþey bak við hátimbraðan múr algerrar þjóðareiningar sem enginn má rjúfa með gagn- rýni og aðvörunum án þess að verða nefndur vargur í véum. Mennirnir sem sóru fyrir kosn- ingar 1946 og unnu skriflega eiða fyrir kosningar 1949, þeir rétta enn upp þrjá fingur. Og eftir rúma viku ganga kjósend- ur að kjörborðinu með land- helgismerkin í barminum. Hversu margir þeirra skilja að það eru ekki rnerkin í hnappa- gatinu sem spá sigri eða ósigri í landhelgismálinu heldur hin sem skráð verða á kjörseðlana? Það er eins og mig skorfi hörkuna eða sigurviljann Margt hefur verið skrifað og skrafað um mótið hér í Júgóslavíu. Flestir frétta- menn hafa reynt að ná við- tölum af keppendum sjálfum, en undirritaður hefur til þessa komið sér hjá að kvabba á kunningjum sínum. Mörgum á íslandi mun þó leika hugur á að heyra álit keppenda sjálfra á andstæðingum sín- um og frétta, hvernig júgó- slavnesk blöð skrifa um mót- ið. Skal þvi reynt að verða eitthvað við þessum óskum í síðari helmingi mótsins. Fyrst af öllu mun menn fýsa að frétta eitthvað frá eigin brjósti Friðriks Ólafs- sonar. Nú er það svo, að ef spyrja ætti Friðrik eitthvað Fréttabréí írá Frey- steini Þorbergssyni um mótið, væri það líkt og að leita í eigin barm, svo kunnugir erum við orðnir. Það var því ætlunin að birta hér viðtal, sem fréttamaður blaðs- ins Nýja Makedónía átti við Friðrik 29. september, en þar sem blað þetta er gefið út í fjarlægum landshluta, og greinin hefur enn ekki borizt, er þetta er ritað, en skákirnar komnar, sem töfðu þessa grein, þá skal viðtalið rakið eftir minni. Ætti það að vera hægt, þar sem fréttamaður talaði rússnesku og undirrit- aður varð að vera túlkur. Fréttamaður: „Hefur sá orðrómur við rök að styðjast, að þú gangir ekki heill til leiks að þessu sinni? Vitað er að þú ert ekki sterkur líkam- lega, en er einnig um ein- hvern lasleika að ræða? Og ef svo er ekki, getur þú þá gefið einhverja skýringu á þinni slælegu frammistöðu til Framhald á 10. síðu.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.