Þjóðviljinn - 31.10.1959, Qupperneq 4

Þjóðviljinn - 31.10.1959, Qupperneq 4
4) —-■ ÞJÓÐVILJINN — Laugardagur 31. október 1959 31. október 1959. 78. þáttur. ISLENZK. TUNG A Ritstjóri: Árni Böðvarsson I þeseum þætti ræðum við ýmis eínstök atriði. Oft er talað um nauðsyn þess að búa til ný orð um þetta eða hitt liugtakið sem aukiin kynni af menningu annarra þjóða færa á fjörur íslendinga. En ekki er alltaf þörf nýyrða þegar þau eru búin til, né heldur tökuorða þegar þau eru tekin inn í málið. Slíkt sprettur þá venjulega af ókunnugleika eða gleymsku þess er óþarfa- orðið notar. Dæmi þœsa er t.d. þegar verzlunarhús eitt í Reykjavík auglýsti kindar- skinn til sölu. Að vísu er þetta orð ekki rangt, en ein- hvern veginn grunar mig fastlega að auglýsandinn hafi tekið svo til orða vegna þess að hann hafi ekki haft orðið ,,gæruskinn“ á takteinum, en „kindarskinn" hafa hingað til venjulega verið nefnd gæruskinn, — og er með<j>- öllu þarflaust að breyta því. Ef út í slíkar breytingar væri farið, lægi beint við að hætta að taia um ull og tala heldur alltaf um kindarhár og taka upp fótarflíkur í stað sokka. Þá ættu ullarsokkar að nefnast „kindarhársfótaflík- notkun forsetningarinnar fyr- ir. Menn, segja og skrifa „á- stæða fyrir einhverju, grund- völlur fyrir einhverju, áhugi fyrir einhverju“, Þar sem fegurra mál er „ástæða til einhvers, grundvöllur urjdir einhverju eða til einhvers, á- hugi á einhverju“, og þannig mætti lengi telja. Eitt hinna leiðari tökuorða sem orðið hafa allföst í ís- lenzku á síðari árum í ákveðn- um hópi fólks og þá fyrir ensk áhrif, er sögnin áð fíla sig, í samböndum eins og „Hvernig fílarðu þigV hann fílar sig vel í þessu“. Nú er mörgum það ljóst að orð eins og þetta er engin íslenzka og getur aldrei orðið. Það veldur málspjöllum, en fyllir ekkert opið skarð í málinu, því að ís- lenzk tunga á næg orð til að Dota í þess stað. Orð af þessu tagi eru innbyrt í talmál nú- tímans af fólki sem hefur næsta litla þjóðerniskennd um tungu sína og finnst fínt að sletta ensku. Sízt ber að lasta kunnáttu í erlendum málum, en hins vegar mun þeim tam- ara að sletta útlendum orðum af þessu tagi sem kunna ekki nema hrafl í málinu og jafn- vel vitlaust það litla sem þeir hafa nasasjón af. SÍettur sem þessar smita oft frá sér. Éitt hlálegasta dæmið sem ég hef um þetta orð er eftirfarandi saga: Fyrir nokkrum árum varð kona nokkur í Reykja- vík fyrir allþungu heimilis- böli, og eftir það undi hún sér ekki lengur í bænum, heldur hélt brott til átthaga sinna. Þetta skildu kunnugir vel, og einum þeirra varð þá að orði: „Nú, ég get nú vel skilið að hún hafi ekki fílað sig hérna eftir þetta“. Með þessu átti maðurinn við að eðlilegt væri að konan hefði ekki unað sér hérna eftir þessa atburði. En í stað þess að nota gott orð sem allir ís- lenzkumælandi menn skilja, að una sér, notaði maðurinn enskuslettu af versta tagi, sem vekur allt önnur hugs- anatengsl til umhverfi-s en efni standa til. Framhald á 11. síðu. Opið bréf til Sveinbjarnar Beinteinssonar ur . Sama málfarið var það þegar blaðamaðurinn talaði í frétt sinni um „geysilegan snjóstorm um allt Skotland“. Af sambandinu mátti að öðru leyti sjá að þetta var hrá þýðing úr dönsku. En þótt orðið sé rétt myndað eftir venjum íslenzkrar tungu,. er enginn ávinningur að taka orðið upp, því að það auðg- ar tunguna ekki neitt. Hitt er annað mál að illa er ger- andi ráð fyrir að blaðamað- urinn hafi ætlað sér að auðga móðurmálið, þegar hann not- aði þetta orð, heldur býst ég við að það hafi komið á papp- irinn af hroðvirkni einni sam- an, að allir íslenzkumælandi menn munu þekkja orðið ,,hríð“ og vita almenna merk- ingu þess. Sveinbjörn! Ég skrifa þér nokkrar línur uppá gamlan og nýjan kunn- íngsskap og vona að þær hitti þig sæmilega hressan. Það var í frásögur færandi þegar í hóp okkar nokkurra úngra fátækra yrkíngamanna hér á Reykjavíkurgötum bætt- ist svartskeggjaður fræðimaður og skáldbóndi ofanúr Borgar- firði; frjálslyndur merkisberi fornrar stefnu og jafnreiðubú- inn til að líta á Ijóð okkar af fordómaleysi og sanngirni. Þú veizt ég er ekki að skjalla þig kæri vinur: varst það ekki þú sem skrifaðir hólkrítikk um lélega blaðið okkar síðastlið- inn vetur og hældir því meirað- segja mest sem helzt hafði nýja- bragð eða framandi svip. Umræddan hóp hefur menn- íngin fyrir laungu innlimað í og rændu bændur lögmætu afurðaverði braskarastétt sinni og auðmönnum til framdráttar? Hvað varðar okkur um það þó . íslenzk menning sé seld fyrir doll- ara og önnur haganleg verð- mæti og í staðinn komi atómskáldskapur og Kefla- víkurmenning?" Þessi málsgrein stóð í kosníngamálgagni Alþýðu- bandalagsins í Vesturlands- kjördæmi, Vestlendíngi^ skrifuð af Sveinbirni nokkrum menn- íngarunnanda Beinteinssyni. Manninum sem rekur fjölda- framleiðslu á ritdómum um úng skáld hér í bænum og fer um þau vinsamlegum orð- um. Einu kjördæmi vestar lætur hann sem atvinna þeirra heyri undir landráð. I seinni tíð hefur mjög aukizt að menn hætti að nota forsetninguna um og taki upp einhverjar samsetningar í hennar stað, samsetningar eins og „að því er varðar, varðandi, viðkomandi". Nú tel ég öll þessi orð nothæf í íslenzku, en þótt svo sé, er ekki þar með sagt að rétt sé að nota þau hvenær sem er og hvernig sem á stendur. Það færi til dæmis illa á því ef ég segðist ætla að taka til meðferðar hér í þættinum orð yiðkomandi þessu efni eða hinu, eða ef við segðum um einhvern mann að hann væri óáreiðanlegur að því er varð- aði fjármál. I þessum tilvik- um fer forsetningin um betur en önnur orð: orð um þetta efni, óáreiðanlegur um fjár- mál (eða: í fjármálum, ef menn vilja það heldur). I sambandi við forsetning- ar er rétt að vara .við of- hugtakið atómskáld — og er varla um það að sakast, þar eð skáldi hlýtur að teljast það vegsauki að hafa kenníngar- heiti með hliðsjón af samtíð sinni. Það liggur held ég í augum uppi að þessi nafngift hefur öðlast ákveðna hefð, enda gömul nokkuð og villir tæplega á sér heimildir. Síðan formbyltíngarhreyfing 20. aldar á fslandi lét á sér bæra fyrir meir en þrjátíu ár- um hefur aðstandendum henn- ar verið nokkurnveginn sam- eiginleg hugsjón að standa í fremstu víglínu gegn hernámi og hersetu, kanaflaðri og öðru svínarii sem íhaldsöflin hafa um hríð beitt þessa þjóð. í þeirri viglínu hefur þú einnig tekið þér stöðu fyrir laungu. Þá skeður það fyrir fáeinum dögum að maður nokkur vegur aftanað samherjum sínum: „Eigum við að kjósa þá flokka sem lækkuðu kaupið Hverskonar ráðstafanir eru þetta, Sveinbjörn? Að því ónefndu hve þetta er lúalegur tvískinnúngur, er of- annefnd málsgrein dæmi um það hvernig það ráð er gripið að snúa staðreyndunum við. Bók heitir Njála; þar er þessi baráttutækni kölluð rógur. Að síðustu legg ég fyrir þig tvær spurningar sem ég skora á þig að svara; 1) .Hverja telur þú til atóm- skálda? 2) Hvaða táknrænt dæmi get- urðii nefnt um samvinnu þeirra við Keflavíkurmenn- íngu og landráðapólitik? Viltu ekki fara að gera hreint fyrir þínum dyrum, Sveinbjörn? Með vinsamlegri kveðju og áskorun um skýr svör. Rvík, 30. okt. 1959, Þorsteinn Jónsson frá Hamri. Messías Tómasar Ég hefi vitað allt frá úng- língsárum að Tómas Guð- mundsson hlaut í vöggugjöf góða skáldgáfu, en að hann hefði einnig hlotið miðilsgáfu vissi ég ekki. Ég var að vona að línur þær er ég bað „Þjóð- viljann" fyrir til hans hefðu hitt hann hressan og heilsu- góðan, en það datt mér ekki í hug að þær mættu honum á miðilsfundi. Sú virðist þó vera raunin. Maður að nafni Ingimar Erlendur Sigurðsson kemur fram á ritvöllinn í „Morgunblaðinu" miðvd. 28. okt. s.l. og er að sjá sem hann tali þar í gegnum Tóm- as Guðmundsson. Lítur út- fyrir að Tómae eigi sér þarna i hópi hinna framliðnu mess- ías nokkurn, sem virðist reiðubúinn að taka að sér fyrir hann ýmis verk, þar á meðal ritstörf, án hans vit- undar. Ástæða er til að vara Tóm- as Guðmundsson við manni þessum, því ýmislegt í rit- smíð hans bendir til þess að nokkuð sé umliðið síðan hann hvarf úr jarðlífi okkar og heili hans virðist ekki geta rúmað sumar staðreyndir þess tíma sem er. Það væri t.d. miður gott fyrir jafn á- gætt og þekkt skáld og Tóm- as Guðm. ef maður þessi tæki uppá því að framleiða skáld- Long bioroo i Þjóðleikhnsino Aðgöngumiðar að sýningu U.S. A.-ballettsins voru seldir í Þjóð- leikhúsinu sl. miðvikudag. Þeir fyrstu sem komu í biðröðina voru mættir kl. 9 um morguninn og kl. 12 var forstofan orðin full og biðröð langt út á götu. Allir í biðröðinni fengu 4 miða á ein- hverja af þeim fjórum sýningum, sem auglýstar voru, svo að eng- inn varð fyrir vonbrigðum, en allir miðar seldust upp þann sama dag. Höfðu allir eitthvað fyrir snúð sinn, sem í biðröðinni voru, vegna forsjálni miðasölunnar að skammta 4 miða á mann. Guðmnndssonar? skap og setja á prent undir nafni Tómasar. Sem mikill aðdáandi Tómasar Guð- mundssonar sem skálds bið ég hann í öllum guðanna bænum að reyna að koma í veg fyrir slíkt, því svo „ein- föld“ sem ritsmíð mannsins er, hvernig myndi þá ekki skáldskapurinn ? Hinn fram- liðni segist notast við orð- bragð mitt og stíl, með nokkru mfrávikum þó. Þann skyldleika frábið ég mér með öllu, og undrast ég raunar að maðurinn skuli bera þannig ritstulid á sjálfan sig, jafn mikið og hann gefur í skyn um gáfur sínar. Svo bið ég þess að þessi „saklausa sál“ megi losna úr þeirri „andlegu ánauð“, sem það hlýtur að vera henni að reyna að fást við sköpun „er lýtur forskrift heimskra stjórnmálamanna“. Reykjavík, 29. okt. 1959. Jón frá Pálmliolti Dómkirkjan fær góða gripi Laugardaginn 17. október 1959 afhenti frú Dagný Auð- uns, formaður Kirlkjunefndar kvenna Dómkirkjunnar, sókn- arnefnd kirkjunnar að gjöf frá kvennanefndinni veglega altar- isgripi Eru það 4 kertastjak- ar og kross, allt úr góðmálmi, í fornum sniðum. Hefur kvennanefndin í nokkur ár unnið að því marki að búa altari kirkjunnar. Þannig hafði nefndin áður gefið altarisklæði úr rauðum flosdúk. Er það silf- urbúið, lagt gullhúðuðum vín- viðarsveig úr silfri á öllum jöðrum, en í milli gullhúðaður silfurkross. Altarisbrún er einnig búin vínviðarsveig úr silfri, prýddum íslenzkum stein- um. Með vinnu sinni og gjöfum góðra safnaðarmanna hefur kvennanefndin nú náð marki sínu um búnað altarisins. Er óhætt að fullyrða, að búnaður þess sé einstakur í sinni röð hér á landi og hin mesta ger- Framhald á 5. síðu. þJÓÐVILJANN vantar uncrlinga til blaðburðar í eftir- talin hverfi: Kársnes — Blönduhlíð— Höfðaborg. Talið við afgreiðsluna sími 17-500 Sendisveinn óskast. ÞJÓÐVIUINN.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.