Þjóðviljinn - 31.10.1959, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 31.10.1959, Blaðsíða 6
■— ÞJÓÐVILJINN — Laugardagur 31. öktóber 1959 tMÓÐVIUINM Útsefanðl: Samelningarflokkur alþýBu — eóslallstaflokkurinn. — Ritatjórars Masnús KJartansson (6b.), Slgurður Quðmundsson. — PréttaiitstJórl: Jón BJarnason. — Blaðamenn: Ásmundur Sigurjónsson. Eystelnn Þorvaldsson. Guðmundur Vlgfússon,, ívar H. Jónsson. Magnús Torfi Ólaísson. Blgurður V. PriðbJófsson. — Auglýsingastjóri: Guðgeir Magnússon. — RltstJórn af- ffrelðsla, auglýsingar, prentsmiðja: Skólavftröustíg 19. — Síml 17-500 <% línur). — Áakriftarverð kr. 30 á mánuðl. - LausaRöluverð kr. % PrentsmlöJa Pjóðviljans. Klíkumar bítast Sjálístæðisflokkurinn er sund- . urleitur flokkur. Hann er í eö!i sínu hagsmunasamtök at- vin iurekenda og auðmanna, en innbyrðis hafa þeir oft eldað .grád silfur; t. d. útgerðarmenn annars vegar og heildsalar hin' vegar, einnig hafa iðn- rek'-niur reynt að iáta að sér kveð;> í vaxandi mæli eftir því seni iðnaðinum hefur vaxið fiík'dr um hrygg. Þá hafa full- trú?’-’úr samtökum bænda haft .nok':r>- áhrif i forustu flokks- ins, og enn hafa komið til markkonar héraðasjónarmið. ásam* tilraunum forustunnar til að þvYjast vera „flokkur allra stétf";‘ við hátíðleg tækifæri. í flokknum hefur þannig oft verik togazt harkalega á, ein- att !~eið við sprengingum, og stundum hefur flokkurinn "Sundrazt, eins og í forseta- kúsi'vounum og þegar Lýð- véldivlokkurinn var stofnaður. ■Ene-'i að síður gegnir það furðu hvernig tekizt hefur að halda flokknúm saman og hvev-vj mikium árangri hann -hefur náð með þeim áróðri að hann sé „flokkur allra stétta" .eh ekki hagsmunasamtök auð- ■ •><» man---i og atvinnurekenda; er engum vafa bundið að þar kem- ur éinkum til áhrifavald og ‘lágnf ólafs Thors formanns flokksins. i* /Álafur Thors er nú tekinn ” a»ð reskjast og er ekki eins . þre':mikill og hann var, enda hefur mikið verið barizt um þac I flokknum á undanförnum áru n hver ætti að vera arf- taki hans. Hefur þar einkum bor:5 á keppinautunum Bjarna Benadiktssyni og Gunnari Thoroddsen. Bjarni hefur lengi búið sig undir að sigra í þeim átö!:um; aðferð hans var sú að hann safnaði í kringum sig h.ar ” ;núinni klíku og leitaði einkum fanga meðal áhangenda gan !a nazistafiokksins; nánustu ssn verkamenn hans urðu menn eitv og Birgir Kjaran, Sigur- jón lögreglustjóri, Guttormur Erlcidsson og aðrir fyrrver- anc'í hakakrossberar. Bjarna tók ' að tryggja þessari klíku yíir.-áð yfir flokkskerfinu í Rey javík og taldi síðan hag sín; n vel borgið. Tók hann eítir það upp þá aðferð að fjar'ægjast þennan harðsnúna hóþ. sem hann taldi öruggan sér. o.'í halla sér meira að Ólafi Thc.rs í von um að hann yrði ta’u m. .hliðstætt „einingartákn" þeg r tjl ákvörðunar kæmi um arfíakann. TT’n Birgir Kjaran hugði hærra nn svo að hann ætti að verða skemill fyrir Bjarna Benediktsson! Hann hélt klíku éió.n.i saman og'lét hana treysta yfirráð sín yfir flokkskerfinu í Reykjavík, og síðan lét hann æ meira til sín taka innan flokksins. Það var fyrst og fremst Birgisklíkan sem réð því að Sjálfstæðisflokkurinn re.vndi ekki að mynda ríkis- stjórn eftir að vinstristjórnin j fór frá heldur tók þanti kost að styðja við bakið á Alþýðu- flokknum. Og eítir að Bjarni taldi sig kominn þrepi hærra í flokknum en þessir stuðn- ingsmenn sínir, gerðust þau tíðindi, að allt í einu var Gunn- ar Thoroddsen kominn í klíku Birgis Kjaran og sótti gegn keppinauti slnum Bjarna Bene- diktssyni frá nýjum vígstöðv- um! Eftir það voru völd klíku þessarar svo mikil að hún varð algerlega einráð um fram- boðið hér í Reykjavík; var ein- um skjáldsveini Birgis, Evjólfi Konráð Jónssyni lögfræðingi, falið að ganga frá framboðs- listanum. Hann stjakaði burt Birni Óláfssyni heildsala og Sveini Guðmundssyríi iðnrek- anda en setti í staðinn Birgi Kjaran og angurgapann Pétur Sigurðsson, og Gunnar Thor- oddsen fékk inn á listann stuðningskönu sína Auði Auð- uns. Jafnfrarrít voru bornar fram hinar harkalegustu aftur- haldskröfur um g'engislækkun og afnám allra viðskipta við sósíalistísku löndin, ásamt þeim boðskap að öll fyrirtæki ríkis og bæja skyldu afhent auð- mönnum og hér tekinn upp ómengaður gróðabúskapur. Undir þessum merkjum var kosningabaráttan háð; Birgir Kjaran lét langmest að sér kveða allra frambjóðenda, birti mýgrút af greinum og flutti kynstur af ræðum, auk þess sem hann peðraði frá sér ferða- sögum í öll málgögn Sjálfstæð- isflokksins. Var greinilegt að hann hugsaði sér að láta kosn- ingaúrslitin sanna það að fleiri gætu keppt um formennsku flokksins en Bjarni Benedikts- son ög Gunnar Thoroddsen! Fn kosningaúrslitin urðu á aðra lund, Sjálfstæðis- flokkurinn fór elnhver’jar mestu hrakfarir sögu slnnar undir merkjum Birgls Kjarans og klíku hans. Og nú eru skulda- skil hafin af mesta kappi, klík- urnar klóast öndverðar og kennir hver annari um. Verður vissulega fróðlegt að sjá hver málalokin verða, en athyglis- verðast er þó hitt að ferill 1 Sjálfstæðisflokksins að undan- förnu hefur sannað öllum stuðningsmönnum hans, sem sjá vilja, að forusta flokksins er samansafn af ofstækisfull- um valdastreitumönnum sem öllum mönnum síður eru til þess fallnir að hafa forustu um farsæla pg heiðarlega lands- stjórn. Hræddur um að Bolvimiik ókvrrist í sætinu þegar Tal fer að fórna mönnum Fréttamenn. eru nú farnir, og við göngum að borði þeirra tvímenninga. „Þarna kemur þá enn einn fréttamaðurinn segir Pet- rosjan brosandi. „Já, en hingað til hef ég þó ekki ónáðað y*kkur með spurningum mínum, þótt sum- ir aðrir hafi fengið tvö.viðtöl. Ehi nú ætla ég að ráðast á ykkur með þrjár spurningar fyrir hvern, ef þið hafið ekk- ert á móti.“ „Gjörðu svo vel,“ segir Tal, „Island er fjariægt land, svo þú getur sjálfsagt skrifað hvað sem þér sýnist, úr því að júgóslavnesku fréttamenn- Tal irnir leggja mér allt annað í munn heldur en það, sem ég hef sagt. Það k(emur fyrir, að þriðja hver setning, sem mér er eignuð, er frá mér sjálf- um runnin“ „Þó það, það er nú ekki svo lítið, en það er víst hezt að ég byrji þá að spyrja. Fyrsta spurningin til Tals hljóðar svo. Þú ert auðsjáan- lega vel fyrirkallaður í þessu móti. Getur þú sagt mér í stuttu máli hvernig þú bjóst þig undir það?“ „Það er ósköp einfalt mál“, segir Tal. „Ég lá á sjúkra- Ihúsi fyrir mótið eins þú veizt. Þar æfði ég mig vel, tefldi meðal annars skák við læknin sem skar mig og sýndi þar leikfléttu, sem mér hefur ekki tekizt að endurtaka í mótinu til þessa né neitt henni líkt.“ „Já, þú sýndir okkar þá skák.“ „Já, en svo tefldi ég líka fjöltefli við aðra sjúklinga, einu sinni við fjóra í einu.“ „Og hvernig fóru leikar ?“ „Mér tókst nú að vinna allar skákimar, en það var einungis vegna þess, að einn af andstæðingunum dó í betri stöðu. Annars lagði ég mesta rækt við líkamlega þjálfun, og það gerði ég með því að brölta á milli fimmtu hæðar, þar sem ég lá, og ann- arar og þriðju, þar sem ég tefldi við sjúklingana. En ef ég á að gefa alvarlegra svar“ heldur Tal áfram, „þá lagði ég mesta áherzlu á að vera hraustur og líkamlega þjálf- aður, iðkaði íþróttir eftir því sem ég gat komið þvi við, en 'lá svo oftast í skákinni annars.“ „Og hvaðá IþrÓttir stundar þú helzt ?“ „Aðallega borðtennis, en einnig dálítið knattspyrnu." „Já við erum áhugamenn fyrir knattspyrnu“ skýtur Petrosjan inní, „en oftast 'látum við okkur þó nægja að horfa á hana.“ Fréttabréf frá Frey- steini Þorbergssyni „Já, þið iðkið mikið borð- tennis. Það er sjálfsagt gott fyrir skákina, því auk hæfi- legrar líkamlegrar áreynslu æfir það skjóta hugsun, sem er svo nauðsynieg fyrir skákina.“ ,,Já“, segja þeir félagar. „Önnur spurning. Þú hef- ur til þessa náð furðulega góðum árangri gegn hinum ó- rússnesku andstæðingum þín- um, eða HV2 vinningi úr 12 skákum, þar sem þú hins vegar ert með fjóra vinninga úr níu skákum gegn löndum þínum. Getur þú gefið nokkra skýringu á þessum mikla hlutfallsmun ?“ „Eg veit ekki“, segir Tal, „ef til vill get ég ekki gefið neina fullnægjandi skýringu, en ýmislegt má upp telja. I fyrsta lagi eru hinir órúss- nesku veikari en hinir, og því fá flestir meira út úr þeim en hinum rússnesku.“ „Já, en hjá öðrum er ekki svona gifurlegur munur.“ „Rétt er nú það,“ segir Tal, „en í ððru lagi hef ég unnið nokkrar skákir á móti þessum órússnesku, sem alveg eins hefðu getað farið á ann- an veg, þar sem ég hins veg- ar hef verið óheppnari á móti löndum mínum, t.d. átti ég góða stöðu í báðum tapskák- unum við Keres. í þriðja lagi hugsa ég mér alltaf að ég- sé að tefla fyrir Sovétríkin í landskeppni, þegar ég tefli við aðra en landa mína. Og þar að auki vil ég ekki skemma fyrir þeim með því að lækka þá“, segir Tal að lokum. „Já, auðvitað“, segjum við, sem vitum að Tal er mú aftur komin út í gamansemina, því enginn er annars bróðir í leik. „Hvað segir þú um þriðju skákina við Friðrik, þar sem þér varð á að víxla leikjum. Varst þú heppinn í þeirri skák?“ „Eg fékk fyrst yfirburða- stöðu, síðan kom þessi óskilj- anlega skyssa, sem snéri skákinni Friðriki í hag eu þótt hann hefði leikið Bg4, þegar hann lék Rf4, þá vil ég ekki segja að staða hans hafi verið unniii en vissulega hefðu þá sigurlíkurnar verið hans megin. Aðra skákina við mig tefldi Friðri'k mjög vel að ákveðnu marki.“ „Jæja, fer nú ekki röðin að koma að mér?“ spyr Pet- rosjan, sem öðru hverju hef- ur skotið inn glettnislegum athugasemdum. „Jú, síðasta spurning til Tals. Það eru allar líkur til að þú vinnir iþetta mót og teflir einvígið við JBotvinnik, en ef svo ólíklega færi nú samt, að Keres yrði efstur, hverju mundir þú þá spá um einvígi Botvinnik-Keres ?“ „Eg álít, að Botvinnik muni eiga mjög erfitt með að tefla við mann með skák- stíl Keresar, svo ekki sé meira sagt. Það er engu iík- ara, en Keres hafi á síðustu árum fundið einhvern lykil á Botvinnik, öfugt við það sem áður var, þegar Keres virtist ekkert hafa í Botvinnik að gera.“ „Já lykil," segir Petrosjan, „en þó að því tilskildu, að Keres hafi hvítt." Og nú rámar okkur eitt- hvað í, að á síðustu árum, þegar þeim Botvinnik og Ker- es hefur lent saman í skák- mótum, hefur Keres oftast haft hvítt — og unnið. „Þá er víst komið að mér,“ segir Petrosjan, „en annars er ég orðinn því vanastur að hverfa í skuggann af honum þessum," bætti hann við, um leið og hann kinkaði brosandi kolli til sessunautar okkar. „Fyrsta ispurning: Ég spáðf þér efsta sætinu í mótinu,“ „Og ég líka“ segir Tal, „en þú hefur staðið þig mun lak- ar, en menn höfðu búizt við. Hvernig mundir þú gefa skýringu á því?“ „Það er nú ekki svo létt að segja um það,“ svarar Pet- rosjan, ,,það getur komið fyrir alla að falla eitthvað annað slagið, aðra skýringu þekki ég ekki, satt að segja veit ég e'kki, hvað hefur kom- ið til.“ „Önnur spurning. Þú hefur tapað tveim skákum fyrir Petrosjan Friðriki. Það er mjög mikið, ef þess er gætt, hve sjaldan þú tapar skák. Heldur þú að það sé aðeins „tilviljun.“ að það var á móti honum, eða getur verið að þú eigir af einhverjum. ástæðum erfiðara með hann en aðra. Eða varst þú þreyttur þegar þú tefldir við hann biðskákina í Zag- reb? Þú áttir þá mjög erfiðg biðskák við Fischer og hefur ef til vill rannsakað hana lengi ?“ ' - - „Nei,“ segir Petrosjan, „skákina við- Fischer rann* sakaði ég ekki lengur srjál^- Framhald -á 10. síðu.,

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.