Þjóðviljinn - 05.11.1959, Blaðsíða 9
Fimmtudagur 5. nóvember 1959 — ÞJÓÐVILJINN — (9
1 jjj' ^ 9 R 6 TT 1 R RITSTJÓRI:^' ''xrrtsrv*
Um 80 drengir á fundi með
Unglinganefnd KSÍ í Hlégarði
Fyrir nokkru fór Unglinga-
nefnd KSÍ í heimsókn að Hlé-
garði í Mosfellssveit til fundar
við hina ungu knattspyrnumenn
Aftureldingar, sem þar voru sam-
an komnir ekki færri en 80, og
var það stærri hópur en menn
höfðu gert ráð fyrir. Hafði nefnd-
in með sér kvikmyndir um knatt-
spyrnu, og var þar bæði keppni
þiálfun og eins mynd af knatt-
þrautum KSÍ. Var mikill áhugi
fyrir kvikmyndunum og eins því
sern nefndarmenn höfðu að segja
um knattspyrnuna, og þá ekki
sizt því sem „gulldrengirnir"
höfðu að skýra þeim frá.
Að lokum þakkaði formaður
Aftureldingar, Guðjón Hjartar-
son, nefndinni fyrir komuna og
kvaðst vona að hún mundi
vekja aukinn áhuga fyrir knatt-
spyrnunni í sveitinni og félaginu.
Á eftir fundinn ræddu nefnd-
armenn við forráðamenn Aftur-
eldingar um knattspyrnumálin
meðal drengjanna í félaginu. Jón
Guðmundsson á Reykjum hefur
um árabil verið aðal driffjöðrin.
Það kom fram eins og allsstaðar
annars staðar að erfitt er að fá
leiðbeinendur til þess að kenna
og til að halda drengjunum sam-
an bæði á æfingum og eins á
félagsfundi. Afturelding hefur
búið vel að félögum sínum, þann-
ig að það á ágætan knattspyrnu-
völl, miðsvæðis í héraðinu; það
á myndarlegt félagsheimili, þar
sem hægt er að safna drengjun-
um saman til funda og fræðslu.
Það sem þar stendur á er að-
eins að fá leiðbeinendur. Þar
eru margir áhugasamir drengir
og sjálfsagt góð efni, eins og
allsstaðar, þar sem þeim er ein-
hver kennsla veitt.
Viking Noregs-
meistari 1959
Um fyrri helgi fór fram í
Ullevall í Oslo úrslitaleikurinn
í bikarkeppninni norsku. Átt-
ust þar við til úrslita Víking-
frá Stavanger og Sandefjord.
Var leikurinn jafn og tví-
eýnn allan tímann og varð að
framlengja hann til þess að fá
úrslit. Eftir 90 mínútur stóðu
leikar 1:1, en Viking tókst að
ekora sigurmarkið á 7 mín.
framlengingarinnar. Blöð segja
að úrslitin hafi verið réttlát
þannig að Viking hafi átt
meira í leiknum, og sérstak-
lega í byrjun og í framleng-
ingunni. Sandefjord átti þó
tækifæri sem hefðu líka getað
gefið sigur, en þau voru mis-
notuð. í heild var leikurinn
talinn fremur slakur og ekki
vel leikinn.
Virðist mikiil áhugi meðal for-
ustumanna að leysa þessi mál
og það sem fyrst. Afturelding
hefur sýnt á mörgum sviðum
dugnað í störfum og ætti því
ekki að verða skotaskuld úr
því að leysa þetta mál líka.
Þéttbýlt er að verða í Mos-
fellssveit og það svo að Jón Guð-
mundsson sagði að það væri á
mörkum þess að vera þorp og
sveit, og hefði það sína kosti og
ókosti, hvað það snerti að halda
drengjunum saman.
Drengjahópurinn, sem kom á
fundinn í Hlégarði, sýnir að í
Mosfellssveitinni er mikill efni-
viður og margir mjög áhugasam-
ir. Það er því aðeins undir því
komið að Aftureldingu takist að
ná til þessara efnilegu drengja.
Félagið er á margan hátt vel í
sveit sett til þess að hafa sam-
starf við önnur félög hér suð-
vestanlands, og hefur fyrir það
líka mikla vaxtarmöguleika.
Ætti í framtíðinni að geta
þar þróazt sterkt knattspyrnu-
lið, sem gæti náð langt, ef að-
eins er byrjað á byrjuninni og
sýnd þrautseigja og starfsvilji,
og hinir eldri vilja hjáipa svolít-
ið til; það er skemmtilegra verk
en menn ef til vill halda.
Eftir þennan fund var ákveð-
ið að heimsækja knattspyrnu-
félagið í Kjalarnesþingi; UMF
Breiðablik í Kópavogi.
Um níutíu drengir á fundi með
Unglinganefnd KSÍ í Kópavogi
Til
liggui leiðii
Á mánudagskvöldið fór Ung-
linganefnd KSÍ í heirftsókn til
Breiðabliks í Kópavogi, og hafði
meðferðis kvikmyndir frá knatt-
spyrnuleikjum, svo og myndina
frá Danmörku, þar sem drengir
frá KR tóku þátt í námskeiði
sem danska knattspyrnusam-
bandið gekkst fyrir og bauð KR
að taka þátt í. Einnig var þeim
sýnd myndin þar sem sænskir
drengir leysa knattþrautir og
hljóta gullmerki fyrir.
Var sýnilega mikill áhugi fyrir
fundi þessum, því að um 00
drengir komu til fundarins í
hinu vistlega félag'sheimili Kópa-
vogs. Fornjaður nefndarinnar
ræddi við drengina og kvað það
erindið við þá að hvetja þá til
að iðka knattspyrnu og taka þátt
í hollu félagslífi. Benti hann
þeim á að stunda æfingar vel
því allir vildu þeir vera góðir
knattspyrnumenn, og tóku þeir
undir það.
Sigurgeir Guðnason ræddi við
þrjá „gulldrengi", þá Ásgeir Sig-
urðsson, IJlfar Guðmundsson og
Örn Steinsen, og höfðu þeir frá
ýmsu að segja varðandi þann
árangur sem þeir höfðu náð í
knattspyrnunni og gáfu drengj-
unum góð ráð til að ná sama
marki. Hlýddu drengirnir á með
mikilli athygli, og klöppuðu þeim
lof í lófa.
Slæm skilyrði hindra eðlileg-
an þroska knattspyrnunnar
Eftir fundinn ræddu nefnd-
armenn við formann Breiðabliks,
en hann var sá eini af forustu-
mönnum félagsins sem kom til
fundarins. Sagði Björgvin að
þeir ættu við nokkra erfiðleika
að etja þar í bæ, því erfitt væri
að fá menn til að sinna leiðbein-
enddstörfum meðal drengjanna,
en kvaðst vona að úr þesssu
rættist. Hann sagði líka að' vall-
arskilyrðin væru þannig að eini
völlurinn sem í bænum væri
sé aðeins 75x45 m og er sú stærð
aðeins fyrir fimmta og fjórða
flokk. Þegar eldri flokkar ættu
að vera þar og leika nytu þeir
sín ekki og færi ekki fram.
Hann sagði að til væru ágætar
flatir ekki alllangt frá gamla
sandnáminu við Fífuhvamm. en
til þessa hefði ekki verið hægt
að fá þær til afnota, þar sem
þær væru í einkaeign. Framtíð-
arleikvöllur kaupstaðarins væri
ákveðinn fyrir austan Kópavogs-
lækinn, austan Hafnarfjarðarveg-
ar^ en það væri langt í land að
sá völlur væri tiltækur til æf-
inga.
Þetta var í aðalatriðum það
sem Björgvin hafði að segja, og
er það ekki efnilegt, ef ekki verð-
ur úr bætt hið bráðasta. Virðist
allt mæla með því að bæjar-
stjórn geri allt það sem í hennar
valdi stendur að ná samkomu-
lagi við eigendur flatanna í
Fífuhvammslandi og nota þær
til bráðabirgða, meðan verið er
að undirbúa og byggja framtíð-
arvöllinn. Hinn mikli f jöldi ungra
efnilegra drengja þarfnast að-
stöðu til að iðka íþróttir sínar,
og svo vaxandi bær sem Kópa-
vogur, þarf að geta leyst það
mál, a.m.k. í bili, án þess að í-
þyngja bæjarsjóðnum alvarlega.
Það á að koma aftur óbeint ef
rétt er að staðið. Húsið sem
fundurinn var haldinn í ber vott
um stórhug og myndarskap, og
bví skyldi ekki vera hægt að
brúa bilið þangað til að nýr
völlur rís af grunni til þess að
drengir í Kópavogi verði ekki
eftirbátar jafnaldra sinna í öðr-
um svipuðum byggðarlögum?
Vissulega hvílir iíka sú kvöð
á Breiðabliki að sinna hinu fé-
lagslega, og að leggja á ráðin
um hvað gera skuli til úrbóta;
leggja til leiðbeinendur, hinum
fiölmenna og myndarlega
drengjahóo sem þar býr. Það
barf að tilnefna unglinganefndir
og leiðtoga og gefa þeim verk-
efni.
Hafði Björg'vin mikinn áhuga
fyrir því að fá Karl Guðmunds-
son til að efna til smánámskeiðs
fyrir lgiðbeinendur, og kvað hann
að stjórn Breiðabliks mundi
vinna að því eftir því sem hægt
væri.
f Kópavogi ætti að geta dafnað
mjög blómlegt íþróttalíf, og þar
ætti að geta risið upp eitt öflug-
asta íþróttafélag landsins, ef tek-
ið er tillit til þess að Kópavog-
ur er að verða fjórði stærsti bær
landsins.
Nýtt heimsmet
1 síðasta mánuði setti kínverski
sundkappinn Mu Hsiang-hsiung
nýtt heimsmet í 100 metra bringusundi; tími hans var 1.11,3
mín. 1/10 sek. betri en fyrra met hans. Myndin var tekin, er
heimsmetið var sett í Taojanting-sundlauginni í Peking.
Sjö Rússar yfir 161 í þrístökki
Á keppnistímahilinu sem er
að líða hafa hvorki meira né
minna en 7 Rússar stokkið yfir
16 m í þrístökki, en það eru:
Fedosséff 16.70, Gorjajoff
16.51, Kreer 16.48, Rjaeovskí
16.38, Karputénko 16.20 Mik-
hailoff 16.01 og Kobeléff 16.01.
Manfred Germer sem undan-
farið hefur verið á keppnis-
ferðalagi um Japan hefur náð
10.4 sek. og 10.5 á 100 m og á
200 m 20.8 sek.
Rúmeninn Strzelbisei setti
hýlega rúmenskt met í hindr-
unarhlaupi á 8.50.8. Tveir Rú-
menar hafa stokkið 2.03 m í
hástökki nýlega, á stúdenta-
móti; heita þeir Cornel Por-
ump og Xenofonte Bodoe.
Júgóslavneski spretthlaupar-
inn Stanko Lorger hljóp ný-
lega 110 m grindahlaup á 13.9
og 100 m á 10.5. Á sama móti
setti Dako Radosevic nýtt
júgóslavneskt met í kringlu-
kasti 54.11 m.
Þá hefur rússnesk stúlka
kastað kringlu 54.61 m og er
það 5. bezti árangur kvenna í
ár.
ÞIÖÐVILJANN
vanlar unglinga til blaSburðar
um
Kársnes
TaliS viS afgreiSsluna sími
17-500