Þjóðviljinn - 11.11.1959, Side 12
Bókin sem flestir hafa beðið eftir í ofvæni:
Virklsvetur Björns Th. er kominn út
Skáldsagan Virkisvetur, eftir Björn Th. Björnsson list-
fræðing, er komin út, en þessarar bókar hafa flestir
beðið með mikilli eftirvæntingu síðustu vikurnar.
Á 30 ára afmæli Menntamála-
ráðs var ákveðið að efna til
samkeppni um skáldsögu. Tíu
söguhandrit bárust, og það ó-
vænta gerðist að dómnefndin var
á einu máli um að eitt þeirra
bæri svo langt af hinum að önn-
ur kæmu ekki til greina. Skáld-
saga þessi bar heitið Virkisvet-
ur, og þegar að var gáð reyndist
höfundurinn vera Björn Th.
Björnsson listfræðingur. Björn
Th. Björnsson er löngu lands-
kunnur fyrir allt annað en skáld-
skap, — jafnvel vinum hans kom
þetta mjög á óvart, og hafa menn
. því beðið bókar þessarar með
óvenjumikilli eftirvæntingu. Og
nú er hún komin út.
Gunnlaugur Scheving hefur
gert kápumynd bókarinnar, og
mun það vera eina bókarkápan
sem Scheving hefur gert. Bókin
er 261 bls. og er útgáfan vönd-
uð.
Þetta er söguleg skáldsaga og
er efni hennar mjög vel lýst á
kápusíðum og segir þar:
,,Sögusvið Virkisvetrar er
byggðin umhverfis Breiðafjarð-
arbotn um miðbik 15. aldar. Guð-
mundur Arason á Reykhólum,
auðugasti maður þessa tíma og
allra tíma á fslandi, hefur boðið
dönsku umboðsvaldi birginn og
tekið upp beina verzlun við Eng-
lendinga, sem seilast mjög eftir
aðstöðu til útgerðar og öðrum
íríðindum hér á landi. Guð-
mundur er mágur þeirra bræðr-
anna Einars og Björns Þorleifs-
sonar á Skarði, og framan af rík-
ir með þeim vinátta og einhug-
ur í Ipndsmálum. Guðmundur á
tvö börn, Andrés, sem er laun-
getinn, og Solveigu. Þegar á ung-
Kvenfélag
sósíalista
Kvenfélag sósíalista
heldur félagsfund í kvöld
miðvikud. 11. nóvember
kl. 8,30 í Tjarnargötu 20.
Dagskrá:
1. Inntaka nýrra félaga.
2. Erindi: Máttur áróð-
ursins, María Þor-
steinsdóttir.
3. Aðalfundur Banda-
lags kvenna í Reykja-
vík.
4. Kaffi.
5. Félagsmál.
6. Önnur mál.
' Stjórnin.
lingsárum fella þau Andrés og
einkadóttir Björns, sem einnig
heitir Solveig, hugi saman og
eiga leynilega fundi. Nú gerist
það að konungur fær Einari Þor-
leifssyni hirðstjóratign norðan
lands og vestan, og vex þegar
upp hatrammt valdastríð með
þeim Guðmundi og Skarðsmönn-
um, sem eiga hirðstjóratignina í
veði, komi þeir ekki verzlunar-
banni konungs fram. Sumarið
eftir, meðan Guðmundur er í
Englandi en flestir heimamenn á
Reykhólum að gleði á Jöfra,
dæmir Einar Þorleifsson Guð-
mund Aráson útlægan og allt ríki
hans undir konung. Þeir bræður
ríða með lið á Reykhóla og taka
garðinn.
Andrés flæmist nú með fólk
sitt austuij í Kollafjörð, þar sem
honum hefur tekizt að halda eft-
ir nokkrum jörðum, og reynir til
að fá hlut sinn réttan á alþingi.
En hann er hórgetinn og því ekki
lögiegur eftirmálsmaður föður
síns; ósigur hans virðist alger.
Meðan þannig vindur fram,
gerast ástir þeirra Andrésar og
Solveigar á Skarði enn ástríðu-
Framhald á 10. síðu.
Háshólafyrirlestur um Branner
f næstu viku mun danska skáldið H. C. Branner koma
til íslands. Mun hann lesa upp úr ritum sínum í Dansk-
íslenzka félaginu og flytja fyrirlestur um stöðu lista-
manna í nútíma þjóðfélagi.
Ekkert af skáldritum Brann-
ers hefur verið þýtt á ís-
lenzku, og þar sem síðustu rit
skáldsins eru ef til vill sum-
um torskilin, mun idanski
sendikennarinn við háskólann,
Erik Sonderholm, flytja fyrir-
lestur í háskólanum um Brann-
er n.k. fimmtudagskvöld. Mun
hann leggja áherzlu á að sýna
Sjómaður
hverlur
Aðfaranótt s.l. mánudags
hvarf matsveinninn á Agli
Skallagrímssyni, Ríkarður Sig-
urðsson að nafni.
Togarinn lá þar í vari undir
Grænuhlíð við ísafjarðardjúp.
Mannsins var fyrst saknað
þegar hann mætti ekki á vakt.
Kom þá í ljós að hann var
ekki á skipinu. Með öllu er ó-
kunnugt með hvaða hætti
maðurinn hefur horfið.
fram á aðalstefnumið í verkum
skáldsins í því skyni, að á-
heyrendur hafi fyllra gagn af
upplestri Branners sjálfs síð-
ar.
H.C. Branner fæddist í Kaup-
mannahöfn árið 1903. Eftir
studentspróf gerðist hann um
hríð leikari, en hlaut þar eng-
an frama, fékk svo atvinnu í
bókaforlagi, sem var þó í átt-
ina. Árið 1932 sagði hann svo
upp þessari atvinnu og tók til
við ritstörf, en eftirtekt vakti
hann ekki fyrr en 1936 með
skáldsögunni „Legetoj", sem
er lýsing á baráttu fasisma og
andfasisma (Húmanisma).
Þessi bók aflaði Branner mik-
illar frægðar, sem enn jókst
við útkomu tveggja smásagna-
safna, „Om lidt er vi borte“ og
„To minutters stilhed“. Náðu
þessar smásögur til miklu
fleiri lesenda en danskir rit-
höfundar eiga nú að venjast.
Eftir ófriðinn hefur Brann-
er skrifað tvær veigamiklar
skáldsögur, „Rytteren“ (1949)
og „Ingen kemder natten“
Framhald á 10. síðu
r_
MIR mmnist byltingarafmælis
í fyrrakvöld minntist MlR
42ja ára afmælis byltingarinnar
í Rússlandi með samkomu í
veitingahúsinu Lidó. Meðal við-
staddra voru Gylfi Þ Gísla-
son menntamálaráðherra og
frú hans og Alexandrow amb-
assador Sovétríkjanna á Islandi
og frú hans. Á samkomunni
flutt; Kristinn E_ Andrésson
magister ræðu um nýjustu
stórvirki Sovétríkjanna og mun
ræða hans birtast hér í blað-
inu, Alexandrow ambassador
flutti ávarp og hvatti til auk-
inna menningarsamskipta ís-
lands og Sovétríkjanna, Thor
Vilhjálmsson rithöfundur flutti
endurminningar úr ferð til
Sovétrikjanna og Jón Sigur-
björnsson óperusöngvari söng,
en samkomunni stjórnaði Jón
Múli Árnason. Að lokum var
stiginn dans.
IMÚÐVIUINN
Miðvikudagur 11. nóvember 1959 — 24. árg. — 247. tölublað
Kápa Schevings á Virkisvetri.
Uppþot vegna útlegiar
ellefu barna móður ;
Lögregla í brynvörðum bílum var í gær á sveimi um-
hverfis heimili ellefu barna móður í Paarl í Suöur-Afríku.
Fyrir nokkru úrskurðuðu yfir-
völdin í Suður-Afríku að frú
Elizabeth Mafekeng skyldi flutt
i útlegð frá Paarl, sem er nærri
Höfðaborg syðst í ladinu, á af-
skektan stað norður í landi. Frú
Mafekeng er formaður samtaka
svertingjakvenna sem vinna í
niðursuðuiðnaðinum. Yfirvöldin
sökuðu hana um að hafa gagn-
rýnt stéfnu rikisstjórnarinnar í
kynþáttamálum.
Frú Mafekeng átti að fá að
hafa börn sin 11 með sér í útlegð-
ina, en manni hennar og öldr-
Kínverskt
óperufólk
Pekingóperu-flokkurinn við
komuna til Reykjavíkur í
gær. — Ljósm. Sig. Guðm.
uðum föður var bannað að fylgja
henni.
I fyrradag átti að framfylgja
útlegðardómnum, en þegar lög-
reglan kom heim til Mafekeng-
hjónanna greip hún í tómt. Tal-
ið er að Elizabeth Mafekeng hafi
flúið til brezku nýlendunnar
Basutolands.
Nágrannar frú Mafekeng söfn-
uðust saman og mótmæltu að-
förum yfirvaldanna. Lögreglan'
réðst á mannfjöldann og kom til
talsverðra átaka. f gær var enn!
mannmargt umhverfis heimili
Mafeking-hjónanna, en lögreglu-
þjónar gerðu öðru hverju útrás-
ir úr brynvörðum bílum sínum
vopnaðir barefium og byssum.
Nehru þakkar
Krústjoff
Nehru, forsætisráðherra Ind-
lands, sagði í gær að Ind-
landsstjórn væri þakklát sov-
étstjórninni fyrir góðviljaða
afstöðu hennar til landamæra-
deilu Indlands og Kína Á laug-
ardaginn sagði Krústjoff, for-
'sætisráðherra Sovétríkjanna,
að hann væri fús til að reyna
að miðla málum milli Kína
og Indlands, ef báðir aðilar
*esktu þess.
Nehru sagði í ræðu í Agra,
'að Indlandsstjórn óskaði eftir
friðsamlegri lausn á deilunni,
en hún gæti ekki viðurkennt
landakröfur Kína.