Þjóðviljinn - 11.11.1959, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 11.11.1959, Blaðsíða 5
—Miðvikudagur 11. nóvember 1959 — ÞJÓÐVILJINN — (5 „Heima í Virginía hefði negrinn verið laminn til dauða” Bandarískur sjóðliði barði negra til óbóta Bandarískur sjóliði af skipi sem dvelur í höfn í Kaup- mannaliöfn, hefur lent í höndum lögreglunnar vegna fá- dæma, fúlmennsku sem hann sýndi þeldökkum landa sín- um. Negrinn, sem er í banda- ríska hernum, en dvaldi í orlofi í Kaupmannahöfn, sat á veitingahúsi í mestu róleg- heitum þegar sjóliðinn kom þar inn. Sjóliðanum líkaði greinilega ekkj nærvera negrans, því skyndilega hljóp hann til landa síns og réðist umsvifa- laust á hann með barsmíð. Negrinn hlaut míkil meiðsli, m. a. barði sjóliðinn úr honum þrjár tennur Varð að flytja hermanninn á sjúkrahús á eft- ir. Sjóliðinn var tekinn fastur. Serkfr ræ<la griðaboð Á lögreglustöðinni gaf hann þá skýringu að negrinn hefði star- að á sig, og þessvegna hafi sig langað til að slá harin niður. „Hefði þetta verið heima í Virginia, hefði negrinn verið barinn í hel“, sagði sjóliðinn einnig. Dönsk blöð, sem skýra frá atburðinum, leggja til að yf- irvöldin skýri bandaríska sendi- ráðinu frá þvi, að í Danmörku sé ekkj kynþáttamisrétti við lýði, og negrar séu þar jafn- réttháir hvítum mönnum. llétiarbóÉ í Rnanda- Uriincli Finnar hafa byggt ísbrjót, sem Rússar ltaupa samkvæmt verzlunarsainningi landanna. Þeg- ar Mikojan varaforsætisráðherra var í heimsókn í Finnlandi nýlega var þessum ísbrjóti hleypr af stokkunum í Helsinki og gefið nafnið „Leningrad“. Hann er 122 metrar á lengd og aflvél hans er 22000 hestöfl. íhaldsöflin í Finnlandi hafa undanfarið reynt að spilla öllu verzlunar- sambandi við Sovétrákin, en við lieimsókn Mikojans urðu íhaldsöflin að láta í lægra lialdi. Gerður var verzlunarsamningur milli landanna til fimm ára, sem gerir Finnum kleyft að sigrast á miklmn hluta atvinnuleysis og halda við vinnu í mikilvægum atvinnugreinum, svo sem skipasmíðum og vélaiðnaði. De Gaulle Frakklandsforseti sagði fréttamönnum í gær, að sendiráðum Frakka í Túnis og Mamkkó hefði verið heimilað að gera nauðsynlegar ráðstaf- anir til að samningamenn sem útlagastjórn Alsír kynni að vilja senda til Parísar til við- ræðna við frönsk stjórnarvöld gætu farið í griðum. Útlagastjórnin sagði eftir að ummæli de Gaulle urðu kunn, að hún þyrfti sólarhrings frest til að taka afstöðu til þeirra. Stjómin sat á fundi í Túnis í gærkvöld. Nú þegar blóðugir bardagar hafa blossað upp á belgiska 'verndargæzlusvæðinu Ruanda- Urundi, hefur Belg'íustjórn átt- &ð sig á að tími sé til kominn að veita landsmönnum nokkra sjálfstjórn. Á þingi í Brussel í gær sagði de Scryever ný- lendumálaráðherra, að stjórn- ín ætlaði að koma á laggirnar þjóðarráðum 'í báðum landshlut- um fyrir lok næsta árs. Mark- miðið væri að gera Ruanda- Urundi eitt sjálfstætt ríki í samræmi við óskir SÞ, sem þar ihafa yfirumsjón. íslendingar meðal þjóða. er for- dæma kynþáttamisréttið Kynþáttamisrétti íordæmt hvar sem er í heiminum Fulltrúar 36 þjóöa hjá Sameinuðu þjóðunum hafa á allsherjarþinginu lagt fram tillögu um að víta misréttis- stefnu stjórnar Suður-Afríku í kynþáttamálum. Meðal flutningsaðila tillög- unnar eru tsland, Noregur, Svíþjóð, Indland og allmargar þjóðir í Afríku og Asíu og nokkrar Suðurameríkuþjóðir. Samkvæmt tillögunni er lagt til að allsherjarþingið mótmæli kynþáttamisrétti hvar sem það viðgengst í heiminum, og skor- að er á allar meðlimaþjóðirnar að haga stefnu sinni og að- Framhald á 9. síðu Þessi unga kínverska stúlka hefur áunnið sér frægð í heimalandi sínu fyrir frá- bæra vinnu við uppskeru- störf, og nýj- ungar sem hún hefur innleitt á hnísgrjónaakri kommúnunnar sem hún er í. íii beita w Lýðréttindi afnumin og hernaðareinræði sett í stað- - Sorgleg afdrif sjálfstæðis inn í nóvembermánuði í fyrra tóku erindrekar heimsvalda- sinna aftur völdin í Súdan, sem nýlega hafði hlotið sjálf- stæði. Meö hernaðarupphlaupi tókst hinum afturhalds- sömustu öflum að ná völdunum, og síðan er þjóöinni haldið í járngreipum réttindasviftingar og ófrelsis. Abdullah Khalil fyrrverandi forsætisráðherra og Wahab hershöfðingi, höfðu forustuna fyrir valdatöku afturhaldsafl- anna, sem fengu ríkulegan stuðning erlendis frá Þegar í stað ríkti ógnarástand um allt landið, Fjöldahreyfingar, sem stofnaðar höfðu verið til að berjast gegn heimsvaldastefn- unni, voru leystar upp. Þing þjóðarinnar var leyst upp, stjórnmálaflokkar, verkalýðs- félög og allar fjöldahreyfingar voru bannaðar og sömuleiðis vinstrisinnuð og frjálslynd blöð. Stjórnarskrá landsins var afnumin og hernaðarástandi lýst yfir. Slíkt ástand varir enn og lýst hefur verið yfir hernaðareinræði í landinu. Þar með er þó ekki öll sag- an sögð. Lög í fasistískum stíl hafa verið innleidd. Hin svo- kölluðu „Lög til verndar Súd- an“ veita lögreglunni heimild til. að gera húsrannsókn og taka menn til spurninga án no'kkurrar ástæðu. Hægt er að halda fólkj í fangelsi ótakmark- aðan tíma án þess að gefa upp neina ástæðu Verkalýðsleiðtogar fangelsaðir. Þetta hafa einræðisvöldin notað sér út í æsar. 70 vinstri- sinnaðir leiðtogar eru í fang- elsi og margir hafa verið send- ir í útlegð í hin afskekktu og einangruðu héruð í suðurhluta landsins. Enginn veit hvenær yfirvöldunum þóknast að höfða mál gegn þeim, eða hvort þau ætla að gera það. 18. júní sl. handtók lögregl- an Abdel Khalic Mahgoub, for- mann Bandalags heimsveldis- andstæðinga, en þau samtök hafði einræðisstjórnin leyst upp. Fimm sinnum hefur lög- reglan látið 1 veðri vaka að honum yrði sleppt, en hann er samt enn í haldi. iÞó hafa yfirvöldin tilkynnt að Mahgoúb verði stefnt fyrir rétt og hann sakaður um kommúnisma. En honum hefur verið neitað um verjanda. Lög- ,fræðingurinn Hag E1 Tahir var þegar í stað handtekinn, þegar fréttist að hann ihefði í hyggju að gerast verjandi verkalýðs- leiðtogans, Mikil ólga er í Súdan út af hinum sorglegu afdrifum hins nýfengna sjálfstæðis landsins. Mörgum þykir nú sækja í sama horf og var á verstu nýlendu- árunum. Krefst 30 rnillj. kr. skaðabóta fyrir að fá ekki að svindla Sjónvarpshneykslin í Bandaríkjunum æsa upp aurasýkina í þeim sem engin verðlaun unnu Kona ein sem er lögfræðing- ur í New York hefur höfðað mál gegn sjóvarps- og útvarps- fyrirtæki vegna þess að henni Var, að eigin áliti, mismunað i hinuni alræmdu spurningaþátt- nm bandarískra sjónvarps- stöðva. 1 ákæru sinni orðar kven- Íögfræðingurinn þetta þannig, að hún hafj „á sviksamlegan hátt“ verið látin missa af verð- launum, sem nema nærri 8 millj. ísl. króna í sjónvarps- spurningaþætti. Málshöfðun frúarinar er í beinu samhandi við nýlega upp- komin svik 'í slíkum spurninga- þáttum, þar sem nok'krir þátt- takendanna fengu svörin við spurningunum fyrirfram með þeim afleiðingum, að þeir unnu geysiháar f járhæðir fj’rir mikla bg víðtæka „þekkingu“. Kvenlögfræðingurinn, sem heitir Ethel Davidson, fullyrðir að sá sem hún keppti við í spurningaþættinum, Herhert Stepmel, hafi fengið hjálp hjá forráðamönnum sjónvarpsins. Sjálf hafi hún, þegar hún tap- aði, verið „ofurseld ljótu og ó- þægilegu opinberu slúðri, og menn hafi gert grín að sér.“

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.