Þjóðviljinn - 12.11.1959, Page 1

Þjóðviljinn - 12.11.1959, Page 1
MILJIN Fimmtudagur 12. nóvember 1959 — 24. árg. — 248. tölublað Málfundastarfsemin á vegum ÆFR hefst í sjá nánar í ÆF-dálkini £ F. R. Fjórði sólarhringur kulda og myrkurs Hœtta á tjóni vegna frosta — Nokkur von um eitthvert rafmagn i dag Akureyri í gær. Akureyringar og aðrir á orkuveitusvæði Laxárvirkj- unarinnar hafa nú verið í myrkri og kulda í þrjá sólar- hringa. Nokkur von er um að virkjunin taki til starfa að takmörkuðu leyti í dag. Frost fer vaxandi og óttast menn því skemmdir á húsum af völdum þess. Samkvæmt upplýsingum frá Rafveitu Akureyrar eru nokkr- ar horfur á því að hægt verði að setja vélar Laxárvirkjunar- innar í gang einhverntíma í dag, en þó ékki af fullum krafti, og yrði rafmagn þá skammtað, þ.e. straumurinn tekinn af til skiptis á ýmsum hlutum orkuveitunnar. Orkuveitusvæðið nær austan frá Húsavík vestur á Dalvík, og um helmingur sveitabæj- anna á þessu svæði fær einnig rafmagn frá veitunni, auk kaupstaðanna. Hríseyingar forsjálnastir Hríseyingar hafa reynzt manna forsjálnastir á veitu- svæðinu, en þeir höfðu haldið við gömlu dísilrafstöðinni sinni og hafa því haft rafmagn fyrir sig þessa daga sem aðrir hafa setið í myrkri. Hætta á miklu tjóni Stillt og gott veður hefur Engin síld — en góður afli á línu Vestmannaeyjum í gær. Engin síkl hefur fundizt liér eftir norðangarðinn, en línu- bátar afla vel. Síðarj hluta dags í fyrradag var komið allgott veður hér og leituðu menn þá síldar, en eng- in síld hefur fundizt eftir norðangarðinn. Milli 10 og 20 ibátar róa með línu og fiska ágætlega eða allt upp í 9 lest- ir þeir sem bezt afla, en línan er miklu styttri nú, eða aðeins um 2/3 af því sem hún er á vetrarvertíð. Veður er ágætt hér nú, stilla og lítilsháttar frost. Veður var hér mjög hvasst í norðan- veðrinu, en engar skemmdir hlutust af því. Hér festi aldrei neinn snjó. verið hér í dag, en frost vax- andi og mun nú síðdegis vera um 7 stig. Óttast menn mjög að vatnsleiðslur í húsum frjósi og spryngi ef frostið heldur áfram að vaxa, og gæti hlot- izt óútreiknanlegt tjón af auknu frosti Flestar íbúðargötur ófærar 1 dag hefur verið unnið að því að ryðja göturnar með ýtum og snjóplógi, og eru að- algöturnar um bæinn nú rudd- ar, en flestar götur í íbúða- hverfum eru enn ófærar. Akureyringar fengu pésf í gær Akureyri í gær. Akureyringar fengu póst að sunnan í dag í fyrsta sinni síðan á laugardaginn var. Flugvél frá Flugfélagi Is- lands kom hingað í dag. Mjög lítill snjór er á flug- vellinum, en hann er ónot- hæfur eftir að fer að skyggja því ekki er hægt að lýsa völlinn upp og allir radarar eru óvirkir. „Upp í gálgann rneð de Gaulle” var hrópað í Algeirsborg Óeirðir á götum og torgum borgarinnar þeg- ar vopnahlésins 1918 var minnzt þar Liu Chin-hsin og Chang Chun-hsia í ,,Jaði-armbandinu“. Góður síldarafli Reknetabátar frá Keflavík og Sandgerði fengu allgóðan síldarafla í gær. Til Keflavíkur komu 6 bát- ar með frá 90—100 lestir hver af síld og til Sandgerðis einn- ig 6 bátar með samtals 473 tunnur. Muninn II. missti 40 net vegna þess hve mikil síld var í þeim. „Upp í gálgann með de Gaulle!“ — „Herinn til valda!“ — „Alsír er franskt!“ Þessi hróp kváðu við um alla Algeirsborg í gær, 11. nóvember, þegar minnzt var vopnahlésdagsins eftir fyrri heimsstyrjöldina. Um morguninn fóru sveitir úr franska liernum fylktu liði um götur borgarinnar og þá þegar urðu nokkrar óeiðrir, en um þverbak keyrði síðar um daginn, þegar blómsveigur var lagður á minnisvarða um fallna hermenn á aðaltorgi borgarinnar. Lögreglan skarst í leikinn, en æstur múgurinn undir etjórn öfgamanna úr hópi landnema, réðst gegn henni með grjótkasti. Nokkrir menn særðust og aðrir voru hand- teknir. Einnig var kastað grjóti að skrifstofu blaðs þess í Algeirsborg sem helzt hefur stutt de Gaulle og tekið vel í tillögur hans um framtíð Al- sír, Journal d’AIger. Vopnahlésdagsins var minnzt um allt Frakkland, en hvergi annars staðar mun hafa kom- ið til óeirða. Hátíðahöldin voru þó með nokkuð öðrum hætti en venjulega, þar sem engin samtök uppgjafaher- manna stóðu að þeim. Þau vildu með því mótmæla á- kvörðun frönsku stjórnarinnar að hætta að greiða uppgjafa- hermönnum lífeyri. Lloyd ræðir við de Murville Selwyn Lloyd, utanríkisróð- herra Bretlands, ræddi í París í gær við Couve de Murville, ut- anríkisráðherra Frakklands, í fjórar klukkustundir. Sagt var að hann hefði sannfærzt um að ekki væri ráðlegt að halda fund æðstu manna fyrr en í apríl næsta ár. Enn í gær urðu óeirðir í Ru- anda-Urundi í Afríku, og biðu fjórir Afrikumenn bana. Sveit belgískra fallhlífarhermanna hef- ur verið send til gæzluverndar- svæðisins, þar sem um 200 Afr- íkumenn hafa beðið bana í ó- eirðum síðustu daga. Wang Clien-kun í „Töfraperlunni frá regnbogabrúnni“. Flokkur Pekingóper unnar sæk> ir Þjóðleikhúsið heim öðru sinni Fyrsta sýning annaS kvöld - uppselt á fjórar sýningar — aukasýning sunnudag Flokkur kínversku Peking-óperunnar, sem kom hing- að til Reykjavíkur í fyrradag, hefur fyrstu sýningu sína í Þjóöleikhúsinu annað kvöld, en síöan verða sýningar þrjú næstu kvöld og eru allir aögöngumiöar aö sýn- ingunum þegar seldir. Vegna hinnar miklu aðsóknar hefur veriö ákveöiö aö efna til aukasýningar síðdegis á sunnudag og hefst sala aögöngumöa aö þeirri sýn- ingu á morgun. Guðlaugur Rósinkranz, þjóð- leikhússtjóri, bauð fréttamönn- um til fundar í leikhúsinu í gær og voru þar mættir farar- stjórar kinverska leikflokksins og aðalleikendurnir. Þjóðleikhússtjóri benti á, að þetta væri í annað sinn, sem flokkur frá Peking-óperunni kínversku kæmi í heimsókn til Þjóðleikhússins. 1 hið fyrra skipti hefði mun færri séð sýningarnar en vildu og væri því heimsóknin að þessu sinni fjölmörgum kærkomin; nú gæf- ist fleirum kostur að sjá þá á- gætu list sem Peking-óperan Framhald á 3. síðu.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.